Varhugaverð þróun í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson og Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifa 20. september 2024 13:31 Alþýðusamband Íslands (ASÍ) hefur verulegar áhyggjur af þróun leikskólamála í nokkrum sveitarfélögum hér á landi. Þróunin hefur einkennst af hagræðingu sem bitnar á þjónustu við foreldra á vinnumarkaði, t.d. með hvötum til styttri dagvistunar, færri opnunardögum og hærra gjaldi fyrir foreldra sem reiða sig á fullan leikskóladag fyrir börnin sín. Í raun má tala um kjaraskerðingu launafólks í þessu samhengi. ASÍ telur að rýna þurfi gaumgæfilega í afleiðingar slíkrar þróunar; ekki síst út frá kynja- og stéttasjónarmiði. Reynslan kennir að iðulega hafa slíkar breytingar afleiðingar sem ýmist eru ekki sýnilegar eða stjórnmálafólk kýs að horfa fram hjá. Því er full ástæða til að láta yfirborðslega skoðun aldrei nægja þegar valdhafar ákveða breytingar sem varða hagsmuni almennings. Niðurskurðarstefna og lúmskar afleiðingar hennar Því skal haldið til haga að breytingarnar eru viðbragð við áratuga langri vanfjármögnun leikskólakerfisins sem bitnað hefur á kjörum og aðbúnaði starfsfólks. Þegar leikskólunum er svo lengi þröngur stakkur sniðinn virðist eina úrræðið til bættra starfsaðstæðna sú að stytta leikskóladaginn því borin von sé að fá aukið fjármagn. Það er gömul saga og ný að þegar grunninnviðir eru vanfjármagnaðir til lengri tíma virðist eina lausnin sú að einkavæða, draga úr gæðum eða skerða þjónustu. Þetta sjáum við glögglega í íslenska heilbrigðiskerfinu nú um stundir sem haldið hefur verið í fjársvelti til að greiða fyrir einkavæðingu innan þess. Nýlegar breytingar miða að því að færri börn séu í leikskólum á sama tíma til að draga úr álagi á starfsfólk. Slíkt veldur óhjákvæmilega auknu álagi á foreldra og fjölskyldur sem annað hvort hlaupa hraðar eða minnka við sig vinnu. Þannig er velferð starfsfólks í leikskólum annars vegar og foreldra hins vegar stillt upp andspænis hvort öðru. Nær væri að kalla stjórnvöld til ábyrðar og krefjast viðunandi fjármögnunar leikskóla, sem augljóslega heyra til grunninnviða samfélagsins. Kópavogsmódelið Kópavogsmódelið svokallaða er eitt skýrasta dæmi þessarar þróunar en svo kallast breytt stefna og ný nálgun í leikskólamálum bæjarins. Síðastliðið haust innleiddi Kópavogsbær breytingar sem fólust í því að sex klukkustunda leikskóladvöl var gerð gjaldfrjáls. Samhliða gjaldskrárbreytingum var þjónustan skert með fjölgun svokallaðra skráningadaga. Á móti hækkaði gjald þeirra foreldra sem þurftu á lengri vistun barna að halda. Forsvarsfólk Kópavogsbæjar og fjöldi leikskólastjóra og starfsfólks leikskóla í Kópavogi hafa lýst yfir ánægju sinni með fyrirkomulagið. Kópavogsbær státar sig af góðri útkomu; þriðjungur foreldra hafi stytt dvalartíma barna og fimmtungur nýti sér gjaldfrjálsa þjónustu, hlutfall sem var 2% fyrir breytingar. Á þennan veg hafi vinnuaðstæður starfsfólks batnað. Gildrurnar - kynjajafnrétti og jöfnuður Á Íslandi er há atvinnuþátttaka í alþjóðlegum samanburði, sér í lagi atvinnuþátttaka kvenna, sem stendur undir góðum lífskjörum hér á landi. Leikskólarnir hafa gegnt lykilhlutverki í því að gefa báðum foreldrum færi á að vinna utan heimilis og jafnan hefur verið lögð mikil áhersla á að þeir séu öllum aðgengilegir, óháð uppruna og efnahagsstöðu. Ætla má að hluti þeirra sem nýta sér gjaldfrjálsa leikskóla í Kópavogi sé há- og millitekjufólk, með gott bakland og sveigjanlegan vinnutíma. Annar hópur sem líklegt er að nýti gjaldfrjálsu styttinguna eru foreldrar sem munar um hækkanir á leikskólagjöldum og taka ákvörðun um að minnka við sig í vinnu. Reynslan sýnir svo ekki verður um villst að í slíkum tilvikum kemur oftast í hlut kvenna að bregðast við breyttum fjölskylduaðstæðum með minni atvinnuþátttöku. Hvað atvinnuþátttökuna varðar ber að hafa í huga að nú þegar er tæplega þriðjungur kvenna á Íslandi í hlutastörfum. Samkvæmt niðurstöðum Vörðu, rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins, er helsta ástæðan fyrir skertu starfshlutfalli samræming fjölskyldu- og atvinnulífs. Leiða má að því líkur að Kópavogsmódelið verði til þess að konum í hlutastörfum fjölgi þar sem kröfur til þeirra tengdar samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs munu vaxa. Ákvörðun Kópavogsbæjar mun því skerða enn frekar fjárhagslegt sjálfstæði kvenna og hefta framþróun þeirra á vinnumarkaði. Loks er ónefndur sá hópur fólks sem ekki hefur möguleika á að stytta vinnudaginn, t.d. vegna lítils sveigjanleika í vinnu og skorts á baklandi. Gjaldskrárhækkanir og skert þjónusta í formi skráningadaga koma því af fullum þunga niður á þessu fólki. Í þessum hópi er láglauna- og verkafólk, fullvinnandi einstæðir foreldrar og fjölskyldur með veikt bakland. Brýnt er að nefna innflytjendur í þessu samhengi en atvinnuþátttaka þeirra er meiri en innfæddra á íslenskum vinnumarkaði auk þess sem þau hafa minna bakland, eðli málsins samkvæmt. Dulbúinn gjaldfrjáls leikskóli ASÍ gagnrýnir að ráðist sé í grundvallarbreytingar á grunninnviðum án þess að kafað sé í afleiðingar þeirra í víðum samfélagslegum skilningi. ASÍ gagnrýnir einnig að slík umskipti, sem varða sjálfan samfélagssáttmálann um rekstur leikskóla á forsendum jöfnuðar og kynjajafnréttis, séu framkvæmd án viðeigandi greininga á afleiðingum þeirra. Að lágmarki hefði Kópavogsbær átt að vinna jafnréttismat á slíkum breytingum, sem látið var ógert. ASÍ lítur það alvarlegum augum að slík kjaraskerðing vinnandi foreldra sé dulbúin sem „gjaldfrjáls" leikskóli, þegar slíkt stendur aðeins takmörkuðum hóp til boða með ófyrirséðum jafnréttisáhrifum. ASÍ hafnar því að linsa niðurskurðastefnu stýri þróun slíkra innviða. Ákall leikskólastarfsfólks um bættar starfsaðstæður og kjör er augljóslega réttmætt og um mikilvægi framlags þeirra til samfélagsins verður aldrei efast. Það framlag á að virða starfsfólki til launa og bætts aðbúnaðar í stað niðurskurðar og minni þjónustu við börn og foreldra. Finnbjörn A. Hermannsson, forseti ASÍGuðrún Margrét Guðmundsdóttir, jafnréttisfulltrúi ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnbjörn A. Hermannsson ASÍ Leikskólar Skóla- og menntamál Jafnréttismál Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Skoðun Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Alþýðusamband Íslands (ASÍ) hefur verulegar áhyggjur af þróun leikskólamála í nokkrum sveitarfélögum hér á landi. Þróunin hefur einkennst af hagræðingu sem bitnar á þjónustu við foreldra á vinnumarkaði, t.d. með hvötum til styttri dagvistunar, færri opnunardögum og hærra gjaldi fyrir foreldra sem reiða sig á fullan leikskóladag fyrir börnin sín. Í raun má tala um kjaraskerðingu launafólks í þessu samhengi. ASÍ telur að rýna þurfi gaumgæfilega í afleiðingar slíkrar þróunar; ekki síst út frá kynja- og stéttasjónarmiði. Reynslan kennir að iðulega hafa slíkar breytingar afleiðingar sem ýmist eru ekki sýnilegar eða stjórnmálafólk kýs að horfa fram hjá. Því er full ástæða til að láta yfirborðslega skoðun aldrei nægja þegar valdhafar ákveða breytingar sem varða hagsmuni almennings. Niðurskurðarstefna og lúmskar afleiðingar hennar Því skal haldið til haga að breytingarnar eru viðbragð við áratuga langri vanfjármögnun leikskólakerfisins sem bitnað hefur á kjörum og aðbúnaði starfsfólks. Þegar leikskólunum er svo lengi þröngur stakkur sniðinn virðist eina úrræðið til bættra starfsaðstæðna sú að stytta leikskóladaginn því borin von sé að fá aukið fjármagn. Það er gömul saga og ný að þegar grunninnviðir eru vanfjármagnaðir til lengri tíma virðist eina lausnin sú að einkavæða, draga úr gæðum eða skerða þjónustu. Þetta sjáum við glögglega í íslenska heilbrigðiskerfinu nú um stundir sem haldið hefur verið í fjársvelti til að greiða fyrir einkavæðingu innan þess. Nýlegar breytingar miða að því að færri börn séu í leikskólum á sama tíma til að draga úr álagi á starfsfólk. Slíkt veldur óhjákvæmilega auknu álagi á foreldra og fjölskyldur sem annað hvort hlaupa hraðar eða minnka við sig vinnu. Þannig er velferð starfsfólks í leikskólum annars vegar og foreldra hins vegar stillt upp andspænis hvort öðru. Nær væri að kalla stjórnvöld til ábyrðar og krefjast viðunandi fjármögnunar leikskóla, sem augljóslega heyra til grunninnviða samfélagsins. Kópavogsmódelið Kópavogsmódelið svokallaða er eitt skýrasta dæmi þessarar þróunar en svo kallast breytt stefna og ný nálgun í leikskólamálum bæjarins. Síðastliðið haust innleiddi Kópavogsbær breytingar sem fólust í því að sex klukkustunda leikskóladvöl var gerð gjaldfrjáls. Samhliða gjaldskrárbreytingum var þjónustan skert með fjölgun svokallaðra skráningadaga. Á móti hækkaði gjald þeirra foreldra sem þurftu á lengri vistun barna að halda. Forsvarsfólk Kópavogsbæjar og fjöldi leikskólastjóra og starfsfólks leikskóla í Kópavogi hafa lýst yfir ánægju sinni með fyrirkomulagið. Kópavogsbær státar sig af góðri útkomu; þriðjungur foreldra hafi stytt dvalartíma barna og fimmtungur nýti sér gjaldfrjálsa þjónustu, hlutfall sem var 2% fyrir breytingar. Á þennan veg hafi vinnuaðstæður starfsfólks batnað. Gildrurnar - kynjajafnrétti og jöfnuður Á Íslandi er há atvinnuþátttaka í alþjóðlegum samanburði, sér í lagi atvinnuþátttaka kvenna, sem stendur undir góðum lífskjörum hér á landi. Leikskólarnir hafa gegnt lykilhlutverki í því að gefa báðum foreldrum færi á að vinna utan heimilis og jafnan hefur verið lögð mikil áhersla á að þeir séu öllum aðgengilegir, óháð uppruna og efnahagsstöðu. Ætla má að hluti þeirra sem nýta sér gjaldfrjálsa leikskóla í Kópavogi sé há- og millitekjufólk, með gott bakland og sveigjanlegan vinnutíma. Annar hópur sem líklegt er að nýti gjaldfrjálsu styttinguna eru foreldrar sem munar um hækkanir á leikskólagjöldum og taka ákvörðun um að minnka við sig í vinnu. Reynslan sýnir svo ekki verður um villst að í slíkum tilvikum kemur oftast í hlut kvenna að bregðast við breyttum fjölskylduaðstæðum með minni atvinnuþátttöku. Hvað atvinnuþátttökuna varðar ber að hafa í huga að nú þegar er tæplega þriðjungur kvenna á Íslandi í hlutastörfum. Samkvæmt niðurstöðum Vörðu, rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins, er helsta ástæðan fyrir skertu starfshlutfalli samræming fjölskyldu- og atvinnulífs. Leiða má að því líkur að Kópavogsmódelið verði til þess að konum í hlutastörfum fjölgi þar sem kröfur til þeirra tengdar samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs munu vaxa. Ákvörðun Kópavogsbæjar mun því skerða enn frekar fjárhagslegt sjálfstæði kvenna og hefta framþróun þeirra á vinnumarkaði. Loks er ónefndur sá hópur fólks sem ekki hefur möguleika á að stytta vinnudaginn, t.d. vegna lítils sveigjanleika í vinnu og skorts á baklandi. Gjaldskrárhækkanir og skert þjónusta í formi skráningadaga koma því af fullum þunga niður á þessu fólki. Í þessum hópi er láglauna- og verkafólk, fullvinnandi einstæðir foreldrar og fjölskyldur með veikt bakland. Brýnt er að nefna innflytjendur í þessu samhengi en atvinnuþátttaka þeirra er meiri en innfæddra á íslenskum vinnumarkaði auk þess sem þau hafa minna bakland, eðli málsins samkvæmt. Dulbúinn gjaldfrjáls leikskóli ASÍ gagnrýnir að ráðist sé í grundvallarbreytingar á grunninnviðum án þess að kafað sé í afleiðingar þeirra í víðum samfélagslegum skilningi. ASÍ gagnrýnir einnig að slík umskipti, sem varða sjálfan samfélagssáttmálann um rekstur leikskóla á forsendum jöfnuðar og kynjajafnréttis, séu framkvæmd án viðeigandi greininga á afleiðingum þeirra. Að lágmarki hefði Kópavogsbær átt að vinna jafnréttismat á slíkum breytingum, sem látið var ógert. ASÍ lítur það alvarlegum augum að slík kjaraskerðing vinnandi foreldra sé dulbúin sem „gjaldfrjáls" leikskóli, þegar slíkt stendur aðeins takmörkuðum hóp til boða með ófyrirséðum jafnréttisáhrifum. ASÍ hafnar því að linsa niðurskurðastefnu stýri þróun slíkra innviða. Ákall leikskólastarfsfólks um bættar starfsaðstæður og kjör er augljóslega réttmætt og um mikilvægi framlags þeirra til samfélagsins verður aldrei efast. Það framlag á að virða starfsfólki til launa og bætts aðbúnaðar í stað niðurskurðar og minni þjónustu við börn og foreldra. Finnbjörn A. Hermannsson, forseti ASÍGuðrún Margrét Guðmundsdóttir, jafnréttisfulltrúi ASÍ.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun