Fótbolti

Trompaðist eftir mis­heppnaða hælsendingu í dauðafæri: „Nei! Nei! Nei!“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Simone Inzaghi brjálaðist þegar Matteo Darmian gaf hælspyrnu í dauðafæri gegn Manchester City.
Simone Inzaghi brjálaðist þegar Matteo Darmian gaf hælspyrnu í dauðafæri gegn Manchester City. stöð 2 sport

Simone Inzaghi, knattspyrnustjóri Inter, fannst ekkert sniðugt við hælspyrnuna sem Matteo Darmian reyndi þegar hann komst í dauðafæri í leiknum gegn Manchester City.

Inter sótti City heim í Meistaradeild Evrópu í gær. Leikurinn var frekar lokaður en nokkur færi litu þó dagsins ljós.

Darmian fékk eitt það besta í upphafi seinni hálfleiks. En í stað þess að skjóta reyndi bakvörðurinn hælsendingu sem misheppnaðist algjörlega. 

„Nei, hvað ertu að gera?!“ hrópaði Albert Ingason í Meistaradeildarmessunni þegar hann sá hvað Darmian gerði.

Myndavélinni var í kjölfarið beint að Inzaghi sem var langt frá því að vera sáttur við Darmian.

„Nei! Nei! Nei!“ gat Guðmundur Benediktsson sér til um að Inzaghi væri að segja. „Darmian! Darmian! Darmian!“

Klippa: Meistaradeildarmessan - Inzaghi reiður

Innslagið úr Meistaradeildarmessunni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir

Fannst stemningin á Etihad steindauð

Peter Schmeichel segir að andrúmsloftið á Etihad hafi ekki hjálpað Manchester City í leiknum gegn Inter í Meistaradeild Evrópu í gær. Hann sagði að engin stemmning hefði verið hjá stuðningsmönnum City.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×