Skipti öllu máli að telja drykkina Lovísa Arnardóttir skrifar 7. október 2024 07:02 Svala og Hildur sjá saman um rekstur teymisins. Vísir/Vilhelm Formaður Matthildarsamtaka um skaðaminnkun, segir áríðandi að tekist sé á við vímuefnanotkun í samfélaginu með raunsæi. Nýtt vettvangsteymi á vegum samtakanna veitti skaðaminnkunarþjónustu og sálrænan stuðning á tónlistarviðburðum í sumar. Langflestir leituðu til þeirra vegna vímuefnatengdra mála og andlegrar vanlíðanar og voru heimsóknir hátt í tvö hundruð á fimm viðburðum. Matthildarteymið hefur í sumar sinnt lágþröskulda skaðaminnkandi heilbrigðisaðstoð á tónlistarhátíðum og viðburðum í sumar. Matthildarteymið er fyrsta verkefnið á Íslandi sem veitir slíka þjónustu. Sambærileg skaðaminnkunarverkefni hafi verið starfrækt erlendis til margra ára. Í grunninn veitir Matthildarteymið lágþröskulda skaðaminnkandi þjónustu, heilbrigðisaðstoð og sálrænan stuðning. Hjúkrunartaskan sem sjálfboðaliðar eru með í herberginu og þegar þau fara á vettvang.Aðsend Teymið veitir þjónustu allan sólarhringinn og er þjónustan staðbundin og færanleg. Þau setja þjónustu upp í sérstöku herbergi en eru einnig með síma sem gestir geta hringt í eða sent SMS til að óska eftir upplýsingum eða aðstoð. Flestir rúmlega tvítugir „Við förum þá til fólks. Það hefur til dæmis nýst mjög vel þegar fólk hefur verið í krísuástandi eða treystir sér ekki til að koma í herbergið. Einnig göngum við um svæðin með Gatorade og Corny og spjöllum við fólk og tökum stöðuna. Þá fáum við alls konar samtöl og spurningar,“ segir Svala Jóhannesardóttir verkefnastýra og einn af stofnendum teymisins. Hátíðirnar sem teymið fór á í sumar voru Lunga, Hátíðni, Norðanpaunk, Sleikur sem er hinsegin klúbbakvöld og svo Buxur sem er teknóviðburður skipulagður meðal annars af raftónlistarmanninum Bjarka. „Fyrsta árið vildum við leggja áherslu á hátíðir og viðburði þar sem færri en þúsund manns sóttu. Á meðan við erum að byggja upp þekkingu okkar og ramma betur inn þjónustuna sem við veitum“ segir Svala. Sjálfboðaliðar Matthildateymisins á Norðanpaunk. Frá vinstri Hildur, Kitty Árna, Selma, Elva Margrét og Oktavía. Aðsend Til þeirra leituðu hátt í 200 manns og veitti teymið 315 þjónustuinngrip. Flestir voru á aldrinum 20 til 24 ára og var fjórðungur á aldrinum 25 til 30 ára. 47 prósent voru konur, 41 prósent karlar og 12 prósent kynsegin. Farið yfir skammtastærðir Svala segir teymið vinna eftir hugmyndafræði skaðaminnkunar, hugmyndafræði um öruggara rými [e. safer space] og áfallamiðaðri nálgun [e. trauma informed service]. Þjónustan sem þau veita er margþætt en sem dæmi aðstoða þau fólk vegna minni háttar slysa og veita skyndihjálp auk þess sem þau bjóða upp á sálrænan stuðning. Þá sinna þau einnig yfirsetu og stuðningi þegar fólki líður illa andlega eða hefur innbyrt of mikið af áfengi eða öðrum vímugjöfum. Dæmi um þær vörur sem eru í boði þegar Matthildarteymið kemur í heimsókn.Aðsend Matthildarteymið veitir einnig skaðaminnkandi ráðgjöf og fræðslu og er þá, til dæmis, að veita fólki leiðbeiningar um öruggari vímuefnanotkun og forvarnir gegn ofskömmtun. Þá dreifa þau einnig skaðaminnkandi búnað eins og smokkum, eyrnatöppum og búnaði fyrir vímuefnanotkun, sem dæmi hreinum rörum og saltvatni fyrir notkun í gegnum nef. „Þá förum við í gegnum ákveðið skaðaminnkandi samtal með fólkinu og förum yfir reynslu þess af efninu sem það hyggst nota. Spyrjum hvernig líkamlegt og andlegt heilsufar þess er og hvort það sé að taka önnur lyf vegna samverkandi áhrifa. Veitum fræðslu um vímuefnið sem það hyggst nota, eins og hvernig áhrifin séu, hvað þarf að varast og svo tímalengd á virkni þess. Við förum einnig í gegnum viðmið á skammtastærðum. Markmiðið með samtalinu er að fólk öðlist betri þekkingu á efninu sem það hyggst nota og einnig að draga úr líkum á neikvæðum afleiðingum og að sjálfsögðu alltaf að auka öryggi fólks,“ segir Svala. Annað sem Matthildarteymið veitir er aðgengi að Naloxone nefúða, bráðalyfi við ofskömmtun á ópíóíðum, og einnig fræðslu um ópíóíðaofskömmtun. Teymið dreifir meðal annars Naloxone til gesta og skipuleggjenda hátíðanna. Algengast að skima fyrir MDMA Svala segir mikinn skort á Íslandi vera á efnagreiningu á vímuefnum og að notendur hafi ekki aðgengi að slíku. „Eftir að hafa farið á alla þessa viðburði finnum við fyrir miklu ákalli frá ungu fólki varðandi það. Við bjóðum upp á einföld vímuefnapróf. Hvort það sé fentanyl í neysluskammtinum og svo hvort að það efni sem þau telja sig vera með sé raunverulega það sem þau eru með. Við bjóðum upp á einnota próf og er markmiðið að fólk viti aðeins betur hvað það er að taka og sérstaklega hvort það sé eitthvað hættulegt efni eins og fentanyl í því sem það hefur ákveðið að nota.“ Herbergi teymisins á Lunga á Seyðisfirði.Aðsend Hún segir algengast að þau skimi MDMA og ketamín. Aldrei hafi fundist fentanyl í þeim efnum sem þau hafa skimað. „Þegar fólk er að nota vímuefni sem eru ólögleg samkvæmt löggjöfinni, þá eru þau framleidd ólöglega undir engu gæðaeftirliti eða kröfum frá ríkinu. Í þeim vímuefnum ríkir alltaf mesta hættan á að efnin séu með skaðlegum og hættulegum íblöndunarefnum. Notandinn veit þá í raun aldrei nákvæmlega hvað hann er að taka og það er það sem er hættulegast. Með því að bjóða fólki einföld vímuefnapróf er markmiðið okkar að reyna að draga úr líkum á bráðatilfellum, ofskömmtun eða jafnvel dauðsföllum.“ Slysa- og fallhætta Það eru þó alls ekki allir sem leita til teymisins vegna ólöglegra vímuefna. Langflestir eru að nota áfengi og þurfa heilbrigðisaðstoð eða sálrænan stuðning. Svala útskýrir að samhliða notkun áfengis sé oft slysa- og fallhætta og einnig getur sá vímugjafi ýtt undir undirliggjandi vanlíðan. Sumir vilji einfaldlega bara leita til þeirra til að ræða um áfengisnotkun sína. Skaðaminnkun er líka fyrir löglega vímugjafa eins og áfengi og lyfseðilsskyld lyf. Það gleymist oft í umræðunni Markmiðið með þeirra þjónustu sé að aðstoða fólk við að nota áfengi og aðra vímugjafa, á meðvitaðri og öruggari hátt. „Eins og með vímugjafann áfengi. Þá er til dæmis mikilvægt fyrir fólk að vita hvaða áhrif efnið hefur á meðvitund þess og líkamlega getu, að hreyfigeta og jafnvægisskyn raskist. Að áfengi er sljóvgandi vímuefni og við getum misst ákveðna færni og verðum kærulausari. En það er líka sú víma sem fólk sækist eftir með áfengi. Áhyggjurnar fara og kvíðinn og stressið í daglega lífinu fer í ákveðinn tíma. Við fórum yfir þessa þætti með fólki“ segir Svala. Þá segir hún teymið einnig veita skaðaminnkandi leiðbeiningar um áfengi, til dæmis um hversu mikilvægt það er að hafa tölu á drykkjunum sínum. Tekur tuttugu mínútur að finna fyrir áhrifum „Það tekur tuttugu mínútur fyrir okkur að ná hámarki í virkni eftir inntöku áfengis. Skaðaminnkandi leiðbeiningar fyrir áfengi eru meðal annars að drekka áfengi hægt og rólega og í litlum sopum og að drekka vatnsglas eða íþróttadrykk á milli hvers drykkjar. Það hjálpar mjög mikið að hafa yfirsýn á magninu, að telja drykkina sína og að þekkja mörkin með tilliti til áhrifa. Svo leggjum við mjög mikla áherslu á að áður en fólk byrjar að drekka áfengi að það sé búið að ákveða hvernig það ætli að komast heim. Það er ein mikilvægasta forvörnin gegn ölvunarakstri.“ Svala segir að auk þess geti verið hættulegt að blanda áfengi saman við aðra vímugjafa. Áfengi hafi eitrunaráhrif á líffæri og líkaminn leggi áherslu á að koma áfenginu fyrst út. Á meðan fari aðrir vímugjafar í biðstöðu. „Því flestir aðrir vímugjafar valda minni skaða fyrir líkamann okkar en áfengi og því er ekki gott að blanda áfengi við aðra vímugjafa. Til dæmis, ef þú ert að drekka áfengi og tekur MDMA. Þá geta áhrifin af MDMA komið mun seinna því líkaminn er að leggja áherslu á að koma áfenginu fyrst út, þar eru mestu eitrunaráhrifin, þannig að hættan er að einstaklingur taki inn annan skammt af MDMA. Þá er búið að taka inn tvöfaldan skammt sem getur valdið vanlíðan og hættulegum einkennum. Svo er áfengi einnig sljóvgandi vímuefni og því er hættulegt að blanda áfengi saman við aðra sljóvgandi vímugjafa, eins og ketamíni, ópíóíðum og benzodiazepine-lyfjum.“ Margar ástæður fyrir vanlíðan Matthildarteymið veitir einnig sálrænan stuðning og var þriðjungur heimsókna til teymisins vegna andlegrar vanlíðunar. „Fólk er þá að leita til okkar sem líður ekki vel. Það geta verið margar ástæður fyrir því. Það getur verið að upplifa kvíða, áfallastreitueinkenni eða að það sé of mikið áreiti í gangi og ráði ekki við þær aðstæður að vera á útihátíð,“ segir Svala. Sjá einnig: „Landsliðið“ búið að skila tillögu og von á vímuefnastefnu Þá segir hún fólk einnig hafa opnað sig um geðraskanir, sjálfsvígshugsanir og ýmislegt annað. „Ég held að ástæðan fyrir því sé að þjónusta teymisins er svo mikið lágþröskulda. Fólk getur komið hvenær sem er sólarhringsins og fengið samtal við einstakling sem hefur þekkingu á að veita slíkan stuðning og mætir þér á þínum eigin forsendum og af samkennd.“ Sumir séu jafnvel að opna á þessi vandamál í fyrsta sinn. „Það er svo dýrmætt. Í því samtali getum við veitt sálrænan stuðning og einnig fræðslu um önnur úrræði og leiðbeint og hvatt fólk til að leita til þeirra. Þetta eru bæði vægari mál en líka alvarlegri mál þar sem er verið að segja frá ofbeldi eða miklum geðrænum áskorunum. Algjörlega fordæmalaus Úrræðin sem þau vísa fólki í eru til dæmis Bergið – headspace, Bjarkahlíð, heilsugæsla, Píeta og Samtökin 78. „Við erum að fá til okkar fólk sem er ekki að nýta hefðbundna heilbrigðisþjónustu og hefur ekki mikla þekkingu á öðrum úrræðum sem eru í boði. Það er eitthvað sem kom okkur dálítið á óvart og því er afar ánægjulegt að geta verið þessi brú eða skref fyrir fólk í viðeigandi þjónustu og úrræði “ segir Svala og heldur áfram: Við finnum fyrir miklu þakklæti frá fólki sem leitar til okkar og oft er fólk að hitta einhvern í fyrsta skipti sem það getur átt heiðarlegt samtal um vímuefnanotkun sína. Þá veitum við allar þær upplýsingar og ráðgjöf sem það er að leitast eftir, bæði varðandi lögleg og ólögleg efni. Við gerum engan greinarmun þar á og finnum að fólki finnst þetta samtal mjög dýrmætt“ segir Svala. Sjá einnig: Skoða að bjóða gestum upp á vímuefni til skaðaminnkunar Oft sé jafnvel um að ræða fólk sem hafi notað vímuefni reglulega í langan tíma en hafi aldrei rætt notkun sína við neinn. „Þau hafa aldrei átt skaðaminnkandi samtal og hafa í rauninni aldrei rætt um vímuefnanotkun sína við neinn, nema kannski félaga. Við reynum því að grípa hvert og eitt sem kemur til okkar mjög vel.“ Fæstir glími við vanda Svala segir það nýtt á Íslandi að veitt sé skaðaminnkandi þjónusta til fólks sem ekki á við vímuefnavanda að stríða. „Það er nýtt hér á landi en langstærsti hluti vímuefnanotenda er ekki að glíma við vímuefnavanda, hinn svokallaði almenni borgari sem er í skemmtanalífinu, Það er mikilvægt að sá hópur, eins og aðrir, hafi áreiðanlegar upplýsingar til að tryggja öryggi sitt og þeirra sem í kringum hann eru.“ Hér stóð fólki til boða að leggja sig. Á meðan sátu sjálfboðaliðar yfir þeim og veittu þeim stuðning.Aðsend Svala segir þau sem leita til þeirra spyrja mikið um sambærilega þjónustu í Reykjavík. Hún segir Matthildarsamtökin vera með það í skoðun hvort það sé hægt en það standi og falli með því hvort þau fái styrki til að viðhalda þjónustunni. Föst viðvera í Reykjavík „Það er eitt að fara á hátíðir og veita þjónustuna þar. En við teljum það í raun næsta skrefið að bjóða einnig upp á þjónustuna reglulega á höfuðborgarsvæðinu, það er það sem fólk hefur verið að kalla eftir“. Hún segir sambærileg verkefni séu í boði í helstu borgum í Evrópu. Þá sé ákveðinn opnunartími og fólk getur fengið þar margs konar aðstoð í tengslum við vímuefni og fræðslu. „Ein af aðaláherslum skaðaminnkunar er raunsæi. Við verðum að horfast í augu við það að við búum í samfélagi þar sem meirihluti fólks notar vímugjafa. Við megum ekki stinga höfðinu í sandinn heldur þurfum við að vera með lýðheilsuinngrip og stuðning sem kemur á móts við fólk á öllum stigum vímuefnanotkunar. Til að tryggja öryggi og velferð fólks“. Fíkn Heilbrigðismál Geðheilbrigði Tengdar fréttir Lítill hópur heldur uppi sölunni í ÁTVR Takmarkaður hópur fólks kaupir langmest af því áfengi sem selt er í Vínbúðum Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins. En þetta er sama fólk og glímir við áfengisvanda. 3. apríl 2024 11:27 Mamma bara María þegar mæðgurnar eru saman á vakt Mæðgurnar María Sveinsdóttir og Inga Rún Snorradóttir vinna saman á móttökugeðdeild fíknimeðferðar á Landspítalanum. María segir starf sitt á deildinni hafa haft áhrif á uppeldi barna sinna og viðhorf til fíknisjúkdómsins. Báðar segja þær starfið á deildinni hafa mikil áhrif á líf sitt og þær ákvarðanir sem þær taka. 21. september 2024 07:03 „Eins og eitt stórt þvagpróf af Reykjavík“ Fyrstu niðurstöður mælinga á ópíóíðum í fráveituvatni á Íslandi sýna að neysla þeirra er nokkuð jöfn alla daga vikunnar. Meiri sveiflur er að finna í neyslu á hefðbundnari vímuefnum eins og MDMA, kókaíni, amfetamíni og kannabis. 9. september 2024 09:01 Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Fleiri fréttir Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Sjá meira
Langflestir leituðu til þeirra vegna vímuefnatengdra mála og andlegrar vanlíðanar og voru heimsóknir hátt í tvö hundruð á fimm viðburðum. Matthildarteymið hefur í sumar sinnt lágþröskulda skaðaminnkandi heilbrigðisaðstoð á tónlistarhátíðum og viðburðum í sumar. Matthildarteymið er fyrsta verkefnið á Íslandi sem veitir slíka þjónustu. Sambærileg skaðaminnkunarverkefni hafi verið starfrækt erlendis til margra ára. Í grunninn veitir Matthildarteymið lágþröskulda skaðaminnkandi þjónustu, heilbrigðisaðstoð og sálrænan stuðning. Hjúkrunartaskan sem sjálfboðaliðar eru með í herberginu og þegar þau fara á vettvang.Aðsend Teymið veitir þjónustu allan sólarhringinn og er þjónustan staðbundin og færanleg. Þau setja þjónustu upp í sérstöku herbergi en eru einnig með síma sem gestir geta hringt í eða sent SMS til að óska eftir upplýsingum eða aðstoð. Flestir rúmlega tvítugir „Við förum þá til fólks. Það hefur til dæmis nýst mjög vel þegar fólk hefur verið í krísuástandi eða treystir sér ekki til að koma í herbergið. Einnig göngum við um svæðin með Gatorade og Corny og spjöllum við fólk og tökum stöðuna. Þá fáum við alls konar samtöl og spurningar,“ segir Svala Jóhannesardóttir verkefnastýra og einn af stofnendum teymisins. Hátíðirnar sem teymið fór á í sumar voru Lunga, Hátíðni, Norðanpaunk, Sleikur sem er hinsegin klúbbakvöld og svo Buxur sem er teknóviðburður skipulagður meðal annars af raftónlistarmanninum Bjarka. „Fyrsta árið vildum við leggja áherslu á hátíðir og viðburði þar sem færri en þúsund manns sóttu. Á meðan við erum að byggja upp þekkingu okkar og ramma betur inn þjónustuna sem við veitum“ segir Svala. Sjálfboðaliðar Matthildateymisins á Norðanpaunk. Frá vinstri Hildur, Kitty Árna, Selma, Elva Margrét og Oktavía. Aðsend Til þeirra leituðu hátt í 200 manns og veitti teymið 315 þjónustuinngrip. Flestir voru á aldrinum 20 til 24 ára og var fjórðungur á aldrinum 25 til 30 ára. 47 prósent voru konur, 41 prósent karlar og 12 prósent kynsegin. Farið yfir skammtastærðir Svala segir teymið vinna eftir hugmyndafræði skaðaminnkunar, hugmyndafræði um öruggara rými [e. safer space] og áfallamiðaðri nálgun [e. trauma informed service]. Þjónustan sem þau veita er margþætt en sem dæmi aðstoða þau fólk vegna minni háttar slysa og veita skyndihjálp auk þess sem þau bjóða upp á sálrænan stuðning. Þá sinna þau einnig yfirsetu og stuðningi þegar fólki líður illa andlega eða hefur innbyrt of mikið af áfengi eða öðrum vímugjöfum. Dæmi um þær vörur sem eru í boði þegar Matthildarteymið kemur í heimsókn.Aðsend Matthildarteymið veitir einnig skaðaminnkandi ráðgjöf og fræðslu og er þá, til dæmis, að veita fólki leiðbeiningar um öruggari vímuefnanotkun og forvarnir gegn ofskömmtun. Þá dreifa þau einnig skaðaminnkandi búnað eins og smokkum, eyrnatöppum og búnaði fyrir vímuefnanotkun, sem dæmi hreinum rörum og saltvatni fyrir notkun í gegnum nef. „Þá förum við í gegnum ákveðið skaðaminnkandi samtal með fólkinu og förum yfir reynslu þess af efninu sem það hyggst nota. Spyrjum hvernig líkamlegt og andlegt heilsufar þess er og hvort það sé að taka önnur lyf vegna samverkandi áhrifa. Veitum fræðslu um vímuefnið sem það hyggst nota, eins og hvernig áhrifin séu, hvað þarf að varast og svo tímalengd á virkni þess. Við förum einnig í gegnum viðmið á skammtastærðum. Markmiðið með samtalinu er að fólk öðlist betri þekkingu á efninu sem það hyggst nota og einnig að draga úr líkum á neikvæðum afleiðingum og að sjálfsögðu alltaf að auka öryggi fólks,“ segir Svala. Annað sem Matthildarteymið veitir er aðgengi að Naloxone nefúða, bráðalyfi við ofskömmtun á ópíóíðum, og einnig fræðslu um ópíóíðaofskömmtun. Teymið dreifir meðal annars Naloxone til gesta og skipuleggjenda hátíðanna. Algengast að skima fyrir MDMA Svala segir mikinn skort á Íslandi vera á efnagreiningu á vímuefnum og að notendur hafi ekki aðgengi að slíku. „Eftir að hafa farið á alla þessa viðburði finnum við fyrir miklu ákalli frá ungu fólki varðandi það. Við bjóðum upp á einföld vímuefnapróf. Hvort það sé fentanyl í neysluskammtinum og svo hvort að það efni sem þau telja sig vera með sé raunverulega það sem þau eru með. Við bjóðum upp á einnota próf og er markmiðið að fólk viti aðeins betur hvað það er að taka og sérstaklega hvort það sé eitthvað hættulegt efni eins og fentanyl í því sem það hefur ákveðið að nota.“ Herbergi teymisins á Lunga á Seyðisfirði.Aðsend Hún segir algengast að þau skimi MDMA og ketamín. Aldrei hafi fundist fentanyl í þeim efnum sem þau hafa skimað. „Þegar fólk er að nota vímuefni sem eru ólögleg samkvæmt löggjöfinni, þá eru þau framleidd ólöglega undir engu gæðaeftirliti eða kröfum frá ríkinu. Í þeim vímuefnum ríkir alltaf mesta hættan á að efnin séu með skaðlegum og hættulegum íblöndunarefnum. Notandinn veit þá í raun aldrei nákvæmlega hvað hann er að taka og það er það sem er hættulegast. Með því að bjóða fólki einföld vímuefnapróf er markmiðið okkar að reyna að draga úr líkum á bráðatilfellum, ofskömmtun eða jafnvel dauðsföllum.“ Slysa- og fallhætta Það eru þó alls ekki allir sem leita til teymisins vegna ólöglegra vímuefna. Langflestir eru að nota áfengi og þurfa heilbrigðisaðstoð eða sálrænan stuðning. Svala útskýrir að samhliða notkun áfengis sé oft slysa- og fallhætta og einnig getur sá vímugjafi ýtt undir undirliggjandi vanlíðan. Sumir vilji einfaldlega bara leita til þeirra til að ræða um áfengisnotkun sína. Skaðaminnkun er líka fyrir löglega vímugjafa eins og áfengi og lyfseðilsskyld lyf. Það gleymist oft í umræðunni Markmiðið með þeirra þjónustu sé að aðstoða fólk við að nota áfengi og aðra vímugjafa, á meðvitaðri og öruggari hátt. „Eins og með vímugjafann áfengi. Þá er til dæmis mikilvægt fyrir fólk að vita hvaða áhrif efnið hefur á meðvitund þess og líkamlega getu, að hreyfigeta og jafnvægisskyn raskist. Að áfengi er sljóvgandi vímuefni og við getum misst ákveðna færni og verðum kærulausari. En það er líka sú víma sem fólk sækist eftir með áfengi. Áhyggjurnar fara og kvíðinn og stressið í daglega lífinu fer í ákveðinn tíma. Við fórum yfir þessa þætti með fólki“ segir Svala. Þá segir hún teymið einnig veita skaðaminnkandi leiðbeiningar um áfengi, til dæmis um hversu mikilvægt það er að hafa tölu á drykkjunum sínum. Tekur tuttugu mínútur að finna fyrir áhrifum „Það tekur tuttugu mínútur fyrir okkur að ná hámarki í virkni eftir inntöku áfengis. Skaðaminnkandi leiðbeiningar fyrir áfengi eru meðal annars að drekka áfengi hægt og rólega og í litlum sopum og að drekka vatnsglas eða íþróttadrykk á milli hvers drykkjar. Það hjálpar mjög mikið að hafa yfirsýn á magninu, að telja drykkina sína og að þekkja mörkin með tilliti til áhrifa. Svo leggjum við mjög mikla áherslu á að áður en fólk byrjar að drekka áfengi að það sé búið að ákveða hvernig það ætli að komast heim. Það er ein mikilvægasta forvörnin gegn ölvunarakstri.“ Svala segir að auk þess geti verið hættulegt að blanda áfengi saman við aðra vímugjafa. Áfengi hafi eitrunaráhrif á líffæri og líkaminn leggi áherslu á að koma áfenginu fyrst út. Á meðan fari aðrir vímugjafar í biðstöðu. „Því flestir aðrir vímugjafar valda minni skaða fyrir líkamann okkar en áfengi og því er ekki gott að blanda áfengi við aðra vímugjafa. Til dæmis, ef þú ert að drekka áfengi og tekur MDMA. Þá geta áhrifin af MDMA komið mun seinna því líkaminn er að leggja áherslu á að koma áfenginu fyrst út, þar eru mestu eitrunaráhrifin, þannig að hættan er að einstaklingur taki inn annan skammt af MDMA. Þá er búið að taka inn tvöfaldan skammt sem getur valdið vanlíðan og hættulegum einkennum. Svo er áfengi einnig sljóvgandi vímuefni og því er hættulegt að blanda áfengi saman við aðra sljóvgandi vímugjafa, eins og ketamíni, ópíóíðum og benzodiazepine-lyfjum.“ Margar ástæður fyrir vanlíðan Matthildarteymið veitir einnig sálrænan stuðning og var þriðjungur heimsókna til teymisins vegna andlegrar vanlíðunar. „Fólk er þá að leita til okkar sem líður ekki vel. Það geta verið margar ástæður fyrir því. Það getur verið að upplifa kvíða, áfallastreitueinkenni eða að það sé of mikið áreiti í gangi og ráði ekki við þær aðstæður að vera á útihátíð,“ segir Svala. Sjá einnig: „Landsliðið“ búið að skila tillögu og von á vímuefnastefnu Þá segir hún fólk einnig hafa opnað sig um geðraskanir, sjálfsvígshugsanir og ýmislegt annað. „Ég held að ástæðan fyrir því sé að þjónusta teymisins er svo mikið lágþröskulda. Fólk getur komið hvenær sem er sólarhringsins og fengið samtal við einstakling sem hefur þekkingu á að veita slíkan stuðning og mætir þér á þínum eigin forsendum og af samkennd.“ Sumir séu jafnvel að opna á þessi vandamál í fyrsta sinn. „Það er svo dýrmætt. Í því samtali getum við veitt sálrænan stuðning og einnig fræðslu um önnur úrræði og leiðbeint og hvatt fólk til að leita til þeirra. Þetta eru bæði vægari mál en líka alvarlegri mál þar sem er verið að segja frá ofbeldi eða miklum geðrænum áskorunum. Algjörlega fordæmalaus Úrræðin sem þau vísa fólki í eru til dæmis Bergið – headspace, Bjarkahlíð, heilsugæsla, Píeta og Samtökin 78. „Við erum að fá til okkar fólk sem er ekki að nýta hefðbundna heilbrigðisþjónustu og hefur ekki mikla þekkingu á öðrum úrræðum sem eru í boði. Það er eitthvað sem kom okkur dálítið á óvart og því er afar ánægjulegt að geta verið þessi brú eða skref fyrir fólk í viðeigandi þjónustu og úrræði “ segir Svala og heldur áfram: Við finnum fyrir miklu þakklæti frá fólki sem leitar til okkar og oft er fólk að hitta einhvern í fyrsta skipti sem það getur átt heiðarlegt samtal um vímuefnanotkun sína. Þá veitum við allar þær upplýsingar og ráðgjöf sem það er að leitast eftir, bæði varðandi lögleg og ólögleg efni. Við gerum engan greinarmun þar á og finnum að fólki finnst þetta samtal mjög dýrmætt“ segir Svala. Sjá einnig: Skoða að bjóða gestum upp á vímuefni til skaðaminnkunar Oft sé jafnvel um að ræða fólk sem hafi notað vímuefni reglulega í langan tíma en hafi aldrei rætt notkun sína við neinn. „Þau hafa aldrei átt skaðaminnkandi samtal og hafa í rauninni aldrei rætt um vímuefnanotkun sína við neinn, nema kannski félaga. Við reynum því að grípa hvert og eitt sem kemur til okkar mjög vel.“ Fæstir glími við vanda Svala segir það nýtt á Íslandi að veitt sé skaðaminnkandi þjónusta til fólks sem ekki á við vímuefnavanda að stríða. „Það er nýtt hér á landi en langstærsti hluti vímuefnanotenda er ekki að glíma við vímuefnavanda, hinn svokallaði almenni borgari sem er í skemmtanalífinu, Það er mikilvægt að sá hópur, eins og aðrir, hafi áreiðanlegar upplýsingar til að tryggja öryggi sitt og þeirra sem í kringum hann eru.“ Hér stóð fólki til boða að leggja sig. Á meðan sátu sjálfboðaliðar yfir þeim og veittu þeim stuðning.Aðsend Svala segir þau sem leita til þeirra spyrja mikið um sambærilega þjónustu í Reykjavík. Hún segir Matthildarsamtökin vera með það í skoðun hvort það sé hægt en það standi og falli með því hvort þau fái styrki til að viðhalda þjónustunni. Föst viðvera í Reykjavík „Það er eitt að fara á hátíðir og veita þjónustuna þar. En við teljum það í raun næsta skrefið að bjóða einnig upp á þjónustuna reglulega á höfuðborgarsvæðinu, það er það sem fólk hefur verið að kalla eftir“. Hún segir sambærileg verkefni séu í boði í helstu borgum í Evrópu. Þá sé ákveðinn opnunartími og fólk getur fengið þar margs konar aðstoð í tengslum við vímuefni og fræðslu. „Ein af aðaláherslum skaðaminnkunar er raunsæi. Við verðum að horfast í augu við það að við búum í samfélagi þar sem meirihluti fólks notar vímugjafa. Við megum ekki stinga höfðinu í sandinn heldur þurfum við að vera með lýðheilsuinngrip og stuðning sem kemur á móts við fólk á öllum stigum vímuefnanotkunar. Til að tryggja öryggi og velferð fólks“.
Fíkn Heilbrigðismál Geðheilbrigði Tengdar fréttir Lítill hópur heldur uppi sölunni í ÁTVR Takmarkaður hópur fólks kaupir langmest af því áfengi sem selt er í Vínbúðum Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins. En þetta er sama fólk og glímir við áfengisvanda. 3. apríl 2024 11:27 Mamma bara María þegar mæðgurnar eru saman á vakt Mæðgurnar María Sveinsdóttir og Inga Rún Snorradóttir vinna saman á móttökugeðdeild fíknimeðferðar á Landspítalanum. María segir starf sitt á deildinni hafa haft áhrif á uppeldi barna sinna og viðhorf til fíknisjúkdómsins. Báðar segja þær starfið á deildinni hafa mikil áhrif á líf sitt og þær ákvarðanir sem þær taka. 21. september 2024 07:03 „Eins og eitt stórt þvagpróf af Reykjavík“ Fyrstu niðurstöður mælinga á ópíóíðum í fráveituvatni á Íslandi sýna að neysla þeirra er nokkuð jöfn alla daga vikunnar. Meiri sveiflur er að finna í neyslu á hefðbundnari vímuefnum eins og MDMA, kókaíni, amfetamíni og kannabis. 9. september 2024 09:01 Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Fleiri fréttir Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Sjá meira
Lítill hópur heldur uppi sölunni í ÁTVR Takmarkaður hópur fólks kaupir langmest af því áfengi sem selt er í Vínbúðum Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins. En þetta er sama fólk og glímir við áfengisvanda. 3. apríl 2024 11:27
Mamma bara María þegar mæðgurnar eru saman á vakt Mæðgurnar María Sveinsdóttir og Inga Rún Snorradóttir vinna saman á móttökugeðdeild fíknimeðferðar á Landspítalanum. María segir starf sitt á deildinni hafa haft áhrif á uppeldi barna sinna og viðhorf til fíknisjúkdómsins. Báðar segja þær starfið á deildinni hafa mikil áhrif á líf sitt og þær ákvarðanir sem þær taka. 21. september 2024 07:03
„Eins og eitt stórt þvagpróf af Reykjavík“ Fyrstu niðurstöður mælinga á ópíóíðum í fráveituvatni á Íslandi sýna að neysla þeirra er nokkuð jöfn alla daga vikunnar. Meiri sveiflur er að finna í neyslu á hefðbundnari vímuefnum eins og MDMA, kókaíni, amfetamíni og kannabis. 9. september 2024 09:01
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent