Segja ummæli Quang Le tilhæfulaus og ósönn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. september 2024 15:19 Quang Le var bæði einn umsvifamesti veitingamaður landsins auk þess að reka gistiheimili í miðbæ Reykjavíkur. Hann er grunaður um mansal og skipulagða glæpastarfsemi. vísir Alþýðusamband Íslands sakar athafnamanninn Quang Le um rógburð í viðtali á Mbl.is þar sem hann vegi að einstökum starfsmönnum. Ummælin séu að öllu leyti tilhæfulaus og ósönn. Lögregla segir að viðamikilli rannsókn á málinu miða vel. Quang Le, sem breytti nafni sínu í Davíð Viðarsson, er sakaður um mansal, peningaþvætti og skipulagða brotastarfsemi í umfangsmiklu máli sem lögregla hefur til skoðunar. Quang Le hafnar öllum ásökunum í viðtali við Mbl.is en setur fram alvarlegar ásakanir í garð Alþýðusambands Íslands. Starfsmaður þess hafi hótað starfsfólki að vera vikið úr landi ef það bæri ekki sakir á Quang Le. Ólöglegur matvælalager og umfangsmikil lögregluaðgerð Málið má rekja til október í fyrra þegar matvælaeftirlit heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur gerði óvænta úttekt á lager Vy-þrifa í eigu Quang Le. Í mars síðastliðnum réðst svo lögregla til umfangsmikilla aðgerða vegna rökstudds gruns um mansal, peningaþvætti, brot á atvinnuréttindum útlendinga og gruns um skipulagða brotastarfsemi. Nokkrir voru handteknir, þeirra á meðal Quang Le, kærasta hans og skyldmenni. Hann sat í gæsluvarðhaldi í fjórtán vikur vegna málsins. Meðal ásakana í garð Quang Le eru þær að hann hafi fengið starfsfólk til sín frá Víetnam gegn greiðslu og að hann hafi krafið starfsfólk sitt um að endurgreiða laun í reiðufé. Þá hefur karlmaður að nafni Davíð Viðarsson, sem hefur verið skráður faðir barna Quang Le í hálfan annan áratug, sagst brenndur af samskiptum sínum við Quang Le. Í viðtalinu við Mbl.is segir Quang Le að starfsmaður ASÍ hafi hótað starfsfólki Quang Le á veitingastöðunum sem hann rak. Þrýstingur af hendi ASÍ séu fóturinn fyrir ásökunum starfsfólks og sömuleiðis loforð þess efnis að fólk gæti sótt háar fjárhæðir í þrotabú fyrirtækja hans. Þau hafa hvert á fætur öðrum farið í gjaldþrot á árinu á meðan Quang Le var í gæsluvarðhaldi. „En það sem skiptir mestu í þessu er það að ASÍ sagði við starfsfólkið að það væri með falsaða gráðu og hótaði að reka fólk úr landi. En ef það myndi spila með gegn mér þá myndi fólk fá að starfa áfram á Íslandi og gera það sem það vill. Alltaf var þessi undirliggjandi hótun um að reka fólk úr landi,“ segir Quang Le í viðtalinu. Frænka hans hafi verið meðal þeirra sem fengu hótun frá ASÍ og því sagst hafa greitt Quang Le háar fjárhæðir til að koma til Íslands frá Víetnam. „Þetta kemur allt frá ASÍ. Sami maðurinn þar sagði þeim frá þessu. Hann gerði þeim í raun tilboð í staðinn fyrir að segja frá. Og að auki lofaði hann þeim að þau yrðu ekki flutt úr landi.“ „Öllu leyti tilhæfulaus ummæli“ Alþýðusamband Íslands sendi frá sér yfirlýsingu um þrjúleytið vegna ummæla Quang Le í viðtalinu. „Á fréttavefnum mbl.is eru í dag, 18. september 2024, birt miður vönduð og ósönn ummæli kaupsýslumannsins Quang Le um starfshætti Alþýðusambands Íslands (ASÍ) og vinnustaðaeftirlitsfulltrúa. Einnig er vegið að einstökum starfsmönnum með rógburði. Ummæli þessi eru að öllu leyti tilhæfulaus og ósönn,“ segir í yfirlýsingunni. „ASÍ ber fullt traust til vinnustaðaeftirlitsfulltrúa sinna og er stolt af þeim árangri sem náðst hefur undanfarin misseri í baráttunni gegn mansali og misneytingu á íslenskum vinnumarkaði. Handtaka Quang Le og aðgerðir gegn honum og öðrum sem tengjast málinu eru á ábyrgð lögreglu og í þar til gerðum farvegi.“ Finnbjörn A. Hermannsson forseti ASÍ og Halldór Oddsson sviðsstjóri lögfræði- og vinnumarkaðssviðs ASÍ skrifa undir yfirlýsinguna. Einhverjar vikur eftir af rannsókn Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að rannsókn málsins hjá lögreglu sé mjög viðamikil en miði vel. Hann segir að líklega muni einhverjar vikur líða áður en málið fer frá lögreglu á borð Héraðssaksóknara, sem muni svo ákveða hvort ákæra verði gefin út í málinu. Mál Davíðs Viðarssonar (Quang Le) Lögreglumál ASÍ Vinnumarkaður Tengdar fréttir Quang Le hakkaður á Facebook Óþekktur aðili hefur komist yfir Facebook-aðgang veitingamannsins Quang Le, sem breytti nafni sínu í Davíð Viðarsson í fyrra. Viðkomandi hefur tekið sig til og birt skjáskot af ýmsum upplýsingum um veitingamanninn á Facebook-síðu hans. 30. apríl 2024 11:31 Sakborningum í máli Quang Le fjölgar Sakborningar í máli veitingamannsins Quangs Lé eru nú orðnir tólf talsins. Þrír fengu stöðu sakbornings í málinu eftir húsleit lögreglu á tveimur stöðum á höfuðborgarsvæðinu í byrjun maímánaðar. 20. júní 2024 17:18 Félag í eigu Quang Lé gjaldþrota Vietnamese Cuisine ehf, félag í eigu Quang Lé, hefur verið úrskurðað gjaldþrota. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu í dag. 4. júní 2024 14:06 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Quang Le, sem breytti nafni sínu í Davíð Viðarsson, er sakaður um mansal, peningaþvætti og skipulagða brotastarfsemi í umfangsmiklu máli sem lögregla hefur til skoðunar. Quang Le hafnar öllum ásökunum í viðtali við Mbl.is en setur fram alvarlegar ásakanir í garð Alþýðusambands Íslands. Starfsmaður þess hafi hótað starfsfólki að vera vikið úr landi ef það bæri ekki sakir á Quang Le. Ólöglegur matvælalager og umfangsmikil lögregluaðgerð Málið má rekja til október í fyrra þegar matvælaeftirlit heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur gerði óvænta úttekt á lager Vy-þrifa í eigu Quang Le. Í mars síðastliðnum réðst svo lögregla til umfangsmikilla aðgerða vegna rökstudds gruns um mansal, peningaþvætti, brot á atvinnuréttindum útlendinga og gruns um skipulagða brotastarfsemi. Nokkrir voru handteknir, þeirra á meðal Quang Le, kærasta hans og skyldmenni. Hann sat í gæsluvarðhaldi í fjórtán vikur vegna málsins. Meðal ásakana í garð Quang Le eru þær að hann hafi fengið starfsfólk til sín frá Víetnam gegn greiðslu og að hann hafi krafið starfsfólk sitt um að endurgreiða laun í reiðufé. Þá hefur karlmaður að nafni Davíð Viðarsson, sem hefur verið skráður faðir barna Quang Le í hálfan annan áratug, sagst brenndur af samskiptum sínum við Quang Le. Í viðtalinu við Mbl.is segir Quang Le að starfsmaður ASÍ hafi hótað starfsfólki Quang Le á veitingastöðunum sem hann rak. Þrýstingur af hendi ASÍ séu fóturinn fyrir ásökunum starfsfólks og sömuleiðis loforð þess efnis að fólk gæti sótt háar fjárhæðir í þrotabú fyrirtækja hans. Þau hafa hvert á fætur öðrum farið í gjaldþrot á árinu á meðan Quang Le var í gæsluvarðhaldi. „En það sem skiptir mestu í þessu er það að ASÍ sagði við starfsfólkið að það væri með falsaða gráðu og hótaði að reka fólk úr landi. En ef það myndi spila með gegn mér þá myndi fólk fá að starfa áfram á Íslandi og gera það sem það vill. Alltaf var þessi undirliggjandi hótun um að reka fólk úr landi,“ segir Quang Le í viðtalinu. Frænka hans hafi verið meðal þeirra sem fengu hótun frá ASÍ og því sagst hafa greitt Quang Le háar fjárhæðir til að koma til Íslands frá Víetnam. „Þetta kemur allt frá ASÍ. Sami maðurinn þar sagði þeim frá þessu. Hann gerði þeim í raun tilboð í staðinn fyrir að segja frá. Og að auki lofaði hann þeim að þau yrðu ekki flutt úr landi.“ „Öllu leyti tilhæfulaus ummæli“ Alþýðusamband Íslands sendi frá sér yfirlýsingu um þrjúleytið vegna ummæla Quang Le í viðtalinu. „Á fréttavefnum mbl.is eru í dag, 18. september 2024, birt miður vönduð og ósönn ummæli kaupsýslumannsins Quang Le um starfshætti Alþýðusambands Íslands (ASÍ) og vinnustaðaeftirlitsfulltrúa. Einnig er vegið að einstökum starfsmönnum með rógburði. Ummæli þessi eru að öllu leyti tilhæfulaus og ósönn,“ segir í yfirlýsingunni. „ASÍ ber fullt traust til vinnustaðaeftirlitsfulltrúa sinna og er stolt af þeim árangri sem náðst hefur undanfarin misseri í baráttunni gegn mansali og misneytingu á íslenskum vinnumarkaði. Handtaka Quang Le og aðgerðir gegn honum og öðrum sem tengjast málinu eru á ábyrgð lögreglu og í þar til gerðum farvegi.“ Finnbjörn A. Hermannsson forseti ASÍ og Halldór Oddsson sviðsstjóri lögfræði- og vinnumarkaðssviðs ASÍ skrifa undir yfirlýsinguna. Einhverjar vikur eftir af rannsókn Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að rannsókn málsins hjá lögreglu sé mjög viðamikil en miði vel. Hann segir að líklega muni einhverjar vikur líða áður en málið fer frá lögreglu á borð Héraðssaksóknara, sem muni svo ákveða hvort ákæra verði gefin út í málinu.
Mál Davíðs Viðarssonar (Quang Le) Lögreglumál ASÍ Vinnumarkaður Tengdar fréttir Quang Le hakkaður á Facebook Óþekktur aðili hefur komist yfir Facebook-aðgang veitingamannsins Quang Le, sem breytti nafni sínu í Davíð Viðarsson í fyrra. Viðkomandi hefur tekið sig til og birt skjáskot af ýmsum upplýsingum um veitingamanninn á Facebook-síðu hans. 30. apríl 2024 11:31 Sakborningum í máli Quang Le fjölgar Sakborningar í máli veitingamannsins Quangs Lé eru nú orðnir tólf talsins. Þrír fengu stöðu sakbornings í málinu eftir húsleit lögreglu á tveimur stöðum á höfuðborgarsvæðinu í byrjun maímánaðar. 20. júní 2024 17:18 Félag í eigu Quang Lé gjaldþrota Vietnamese Cuisine ehf, félag í eigu Quang Lé, hefur verið úrskurðað gjaldþrota. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu í dag. 4. júní 2024 14:06 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Quang Le hakkaður á Facebook Óþekktur aðili hefur komist yfir Facebook-aðgang veitingamannsins Quang Le, sem breytti nafni sínu í Davíð Viðarsson í fyrra. Viðkomandi hefur tekið sig til og birt skjáskot af ýmsum upplýsingum um veitingamanninn á Facebook-síðu hans. 30. apríl 2024 11:31
Sakborningum í máli Quang Le fjölgar Sakborningar í máli veitingamannsins Quangs Lé eru nú orðnir tólf talsins. Þrír fengu stöðu sakbornings í málinu eftir húsleit lögreglu á tveimur stöðum á höfuðborgarsvæðinu í byrjun maímánaðar. 20. júní 2024 17:18
Félag í eigu Quang Lé gjaldþrota Vietnamese Cuisine ehf, félag í eigu Quang Lé, hefur verið úrskurðað gjaldþrota. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu í dag. 4. júní 2024 14:06