Sjúkratryggingar grunaðar um ríkisaðstoð Árni Sæberg skrifar 18. september 2024 15:20 ESA grunar Sjúkratryggingar um ríkisaðstoð. Vísir/Egill Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, ákvað í dag að hefja formlega rannsókn á meintri ríkisaðstoð í tengslum við tvo samninga um greiðsluþáttöku Sjúkratrygginga Íslands fyrir læknisfræðilega myndgreiningarþjónustu. Í fréttatilkynningu þess efnis segir að formleg rannsókn sé nú hafin í kjölfar kvörtunar sem barst í maí 2023 þar sem því hafi verið haldið fram að núverandi samningar um greiðsluþáttöku fyrir læknisfræðilega myndgreiningarþjónustu kunni að brjóta í bága við EES reglur um ríkisaðstoð. Læknisfræðileg myndgreining sé notuð af læknum til að fá ýmsar myndir af líkamshlutum í greiningar- eða meðferðarskyni. Þriðja fyrirtækið á markaði kvartaði Nánar tiltekið varði kvörtunin samninga heilbrigðisráðuneytisins á vegum Sjúkratrygginga Íslands við tvö fyrirtæki sem veita læknisfræðilega myndgreiningarþjónustu, fyrirtækin sem um ræðir séu Læknisfræðileg myndgreining og Íslensk myndgreining. Íslensk myndgreining á og rekur Röntgen Orkuhúsið og Læknisfræðilegar myndgreiningar á og rekur Röntgen Domus. Fyrirtækin bjóða meðal annars upp á röntgenrannsóknir, tölvusneiðmyndatökur, ómöun, segulómun og skyggnirannsóknir. Landsréttur hafnaði því í maí að fyrirtækin fengju að sameinast. Kvartandi haldi því fram að Sjúkratryggingar íslands hafi greitt umfram markaðsverð fyrir myndgreiningar til þessara tveggja fyrirtækja, sem hafi valdið röskun á samkeppni. Frá 1995 hafi Sjúkratryggingar Íslands samið við þrjá þjónustuaðila um myndgreiningarþjónustu. Samningarnir við Íslenska myndgreiningu og Læknisfræðilega myndgreiningu hafi verið gerðir án útboðs eða samkeppni milli aðila um framlagningu tilboða og á þessu stigi málsins þyki ESA óljóst hvernig samið var um verð fyrir þjónustuna sem þessi tvö fyrirtæki bjóða. Hafi greitt tveimur fyrirtækjunum meira en því þriðja Svo virðist sem verðið hafi ekki verið ákveðið á markaðsforsendum, þar sem skortur virðist vera á kostnaðargreiningu auk þess sem núverandi viðmið séu ónákvæm, ógagnsæ og órökstudd. Enn fremur virðist sem íslensk stjórnvöld hafi greitt í kringum fimmtán prósentum meira fyrir þjónustuna frá fyrirtækjunum tveimur, í samanburði við verð sem greitt hafi verið til þess þriðja, sem veiti sambærilega þjónustu. ESA muni rannsaka hvort samningarnir feli í sér ríkisaðstoð og, ef svo er, hvort slík aðstoð samrýmist EES-reglum. Ákvörðun um að hefja málsmeðferð þýði ekki að ESA hafi komist að niðurstöðu um brot. Ákvörðunin þýði aðeins að ESA muni hefja ítarlega rannsókn. Tryggingar Heilbrigðismál Evrópusambandið Sjúkratryggingar Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Jón Ólafur nýr formaður SA Viðskipti innlent Fleiri fréttir Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Sjá meira
Í fréttatilkynningu þess efnis segir að formleg rannsókn sé nú hafin í kjölfar kvörtunar sem barst í maí 2023 þar sem því hafi verið haldið fram að núverandi samningar um greiðsluþáttöku fyrir læknisfræðilega myndgreiningarþjónustu kunni að brjóta í bága við EES reglur um ríkisaðstoð. Læknisfræðileg myndgreining sé notuð af læknum til að fá ýmsar myndir af líkamshlutum í greiningar- eða meðferðarskyni. Þriðja fyrirtækið á markaði kvartaði Nánar tiltekið varði kvörtunin samninga heilbrigðisráðuneytisins á vegum Sjúkratrygginga Íslands við tvö fyrirtæki sem veita læknisfræðilega myndgreiningarþjónustu, fyrirtækin sem um ræðir séu Læknisfræðileg myndgreining og Íslensk myndgreining. Íslensk myndgreining á og rekur Röntgen Orkuhúsið og Læknisfræðilegar myndgreiningar á og rekur Röntgen Domus. Fyrirtækin bjóða meðal annars upp á röntgenrannsóknir, tölvusneiðmyndatökur, ómöun, segulómun og skyggnirannsóknir. Landsréttur hafnaði því í maí að fyrirtækin fengju að sameinast. Kvartandi haldi því fram að Sjúkratryggingar íslands hafi greitt umfram markaðsverð fyrir myndgreiningar til þessara tveggja fyrirtækja, sem hafi valdið röskun á samkeppni. Frá 1995 hafi Sjúkratryggingar Íslands samið við þrjá þjónustuaðila um myndgreiningarþjónustu. Samningarnir við Íslenska myndgreiningu og Læknisfræðilega myndgreiningu hafi verið gerðir án útboðs eða samkeppni milli aðila um framlagningu tilboða og á þessu stigi málsins þyki ESA óljóst hvernig samið var um verð fyrir þjónustuna sem þessi tvö fyrirtæki bjóða. Hafi greitt tveimur fyrirtækjunum meira en því þriðja Svo virðist sem verðið hafi ekki verið ákveðið á markaðsforsendum, þar sem skortur virðist vera á kostnaðargreiningu auk þess sem núverandi viðmið séu ónákvæm, ógagnsæ og órökstudd. Enn fremur virðist sem íslensk stjórnvöld hafi greitt í kringum fimmtán prósentum meira fyrir þjónustuna frá fyrirtækjunum tveimur, í samanburði við verð sem greitt hafi verið til þess þriðja, sem veiti sambærilega þjónustu. ESA muni rannsaka hvort samningarnir feli í sér ríkisaðstoð og, ef svo er, hvort slík aðstoð samrýmist EES-reglum. Ákvörðun um að hefja málsmeðferð þýði ekki að ESA hafi komist að niðurstöðu um brot. Ákvörðunin þýði aðeins að ESA muni hefja ítarlega rannsókn.
Tryggingar Heilbrigðismál Evrópusambandið Sjúkratryggingar Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Jón Ólafur nýr formaður SA Viðskipti innlent Fleiri fréttir Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent