„Pælið í að vera á móti þessum gæja í stórfiskaleik“ Valur Páll Eiríksson skrifar 18. september 2024 16:02 Erfitt er að ná Murray þegar hann kemst á ferðina. Ric Tapia/Getty Images Misgóð tilþrif sáust í NFL-deildinni um síðustu helgi. Einhverjir sýndu frábær tilþrif, til að mynda Kyler Murray í liði Arizona Cardinals, en aðrir verri, eins og David Montgomery í liði Detroit Lions. Tilþrif helgarinnar voru nokkur og að venju farið yfir þau í Lokasókninni sem gerði aðra umferð NFL-deildarinnar upp. Klippa: Tilþrif vikunnar: Pezkall og kistuberar Jalen Tolbert, innherji hjá Dallas Cowboys, átti ótrúlegt grip og sömu sögu er að segja af Calvin Ridley, útherja hjá Tennessee Titans, sem greip boltann í raun á fáránlegan máta í endamarkinu til að skora snertimark. Kyler Murray, leikstjórnandi Arizona Cardinals, vakti þá einnig athygli fyrir gott hlaup með boltann. Murray er ekki hár í loftinu og virkar oft eins og verið sé að spila myndefni hratt þegar hann hleypur á milli þungra varnarmanna. „Pælið í að vera á móti þessum gæja í stórfiskaleik. Það er ekki hægt að klukka hann,“ segir þáttastjórnandinn Andri Ólafsson, í Lokasókninni og sérfræðingurinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson líkti honum við „Pezkall“. „Það vantar bara tölvuleikjatónlist undir,“ segir Henry Birgir Gunnarsson um hlaup Murrays. Montgomery hékk í lausu lofti eins og sjá má í klippunni.Vísir/Lokasóknin Innherjar Cincinnati Bengals, þeir Erick All og Mike Gesicki, áttu báðir skemmtileg tilþrif. Þó misvel heppnuð, líkt og sjá farið var yfir í Lokasókninni. All var keyrður í jörðina og Gesicki tók skemmtilegt hopp. Þá var kómískt þegar David Montgomery, hlaupari í liði Detroit Lions, var tæklaður af varnarmönnum Tampa Bay Buccaneers. Þeir voru um fimm sem tóku á Montgomery „eins og kistuberar,“ líkt og Eiríkur Stefán orðaði það. NFL Lokasóknin Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin og Bónus-deild kvenna Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Þrjú gull og sjö íslensk verðlaun á Norðurlandamótinu í MMA Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Ráku þjálfarann eftir enn ein vonbrigðin Guéhi genginn til liðs við City „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Bað um að fara frá Keflavík Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Jón Erik skíðaði sig inn á Ólympíuleikana Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Sjá meira
Tilþrif helgarinnar voru nokkur og að venju farið yfir þau í Lokasókninni sem gerði aðra umferð NFL-deildarinnar upp. Klippa: Tilþrif vikunnar: Pezkall og kistuberar Jalen Tolbert, innherji hjá Dallas Cowboys, átti ótrúlegt grip og sömu sögu er að segja af Calvin Ridley, útherja hjá Tennessee Titans, sem greip boltann í raun á fáránlegan máta í endamarkinu til að skora snertimark. Kyler Murray, leikstjórnandi Arizona Cardinals, vakti þá einnig athygli fyrir gott hlaup með boltann. Murray er ekki hár í loftinu og virkar oft eins og verið sé að spila myndefni hratt þegar hann hleypur á milli þungra varnarmanna. „Pælið í að vera á móti þessum gæja í stórfiskaleik. Það er ekki hægt að klukka hann,“ segir þáttastjórnandinn Andri Ólafsson, í Lokasókninni og sérfræðingurinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson líkti honum við „Pezkall“. „Það vantar bara tölvuleikjatónlist undir,“ segir Henry Birgir Gunnarsson um hlaup Murrays. Montgomery hékk í lausu lofti eins og sjá má í klippunni.Vísir/Lokasóknin Innherjar Cincinnati Bengals, þeir Erick All og Mike Gesicki, áttu báðir skemmtileg tilþrif. Þó misvel heppnuð, líkt og sjá farið var yfir í Lokasókninni. All var keyrður í jörðina og Gesicki tók skemmtilegt hopp. Þá var kómískt þegar David Montgomery, hlaupari í liði Detroit Lions, var tæklaður af varnarmönnum Tampa Bay Buccaneers. Þeir voru um fimm sem tóku á Montgomery „eins og kistuberar,“ líkt og Eiríkur Stefán orðaði það.
NFL Lokasóknin Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin og Bónus-deild kvenna Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Þrjú gull og sjö íslensk verðlaun á Norðurlandamótinu í MMA Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Ráku þjálfarann eftir enn ein vonbrigðin Guéhi genginn til liðs við City „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Bað um að fara frá Keflavík Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Jón Erik skíðaði sig inn á Ólympíuleikana Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Sjá meira