Hver er ég og hvert er ég að fara? Ellý Tómasdóttir skrifar 18. september 2024 08:31 Unglingsárin eru tímabil mikilla breytinga. Unglingar eru að móta sjálfsmyndina sína, finna út hverjir þeir eru, og ákveða hvaða leiðir þeir vilja fara í lífinu. Í þessum hraða heimi, þar sem áreiti frá samfélagsmiðlum, vinum og umhverfinu er stöðugt er nauðsynlegt að staldra við og líta inn á við. Góð sjálfsmynd er ekki eitthvað sem er sjálfgefin eða óbreytanleg, hún þróast með tímanum. Unglingar spyrja sig oft spurninga eins og „Hver er ég?“ og „Hvað vil ég gera?“. Þau eru að reyna að finna sinn stað í lífinu og oftast gera þau það í gegnum félagsleg samskipti, reynslu og áhugamál. Þetta er oft krefjandi tími þar sem þau upplifa bæði þrýsting frá jafnöldrum og samfélaginu í heild. Að staldra við og velta fyrir sér hver maður er og hvert maður er að fara er nauðsynlegt ferli. Það veitir unglingum tækifæri til að íhuga markmið sín, áhugamál og gildi. Með því að staldra við og hugsa um tilfinningar og hegðunarmynstur geta þau öðlast betri skilning á því hver þau eru og hverju þau standa frammi fyrir. Það getur einnig hjálpað þeim að taka upplýstar ákvarðanir um hvernig einstaklingar þau vilja vera og hvernig styrkleikar þeirra geta nýst þeim í framtíðinni. Aukin sjálfsþekking Þegar unglingar gefa sér tíma til að hugsa um eigin tilfinningar og viðbrögð í mismunandi aðstæðum, aukast möguleikar þeirra á að skilja sjálfa sig betur. Þessi sjálfsþekking gerir þeim kleift að taka upplýstari ákvarðanir og eiga í heilbrigðum samskiptum við aðra. Sjálfskoðun getur verið krefjandi, þar sem unglingar þurfa oft að horfast í augu við erfiðar staðreyndir um sjálfa sig. Hins vegar getur þessi áskorun líka verið mikilvægur hluti af persónulegum þroska þeirra. Með því að staldra við og líta inn á við, fá þau tækifæri til að vaxa og þroskast á heilbrigðan hátt. Hlutverk okkar sem eldri erum Foreldrar gegna mikilvægu hlutverki að leiðbeina unglingum í gegnum þetta ferli. Þegar foreldrar eru til staðar sem stuðningur, tryggir það að unglingarnir fái rétta leiðsögn og stuðning þegar þeir standa frammi fyrir áskorunum. Mikilvægt er að foreldrar hlusti á börnin sín og stuðli að opnu samtali um tilfinningar og væntingar þeirra. Ef þau finna að við erum til staðar og höfum trú á þeim getur það skilað sér í öflugri og sjálfsöruggari einstaklingum til framtíðar. Unglingar sem alast upp með lítið bakland standa oft frammi fyrir ýmsum hindrunum sem geta haft áhrif á sjálfsmynd þeirra. Með skorti á stuðningi heiman frá getur það reynst þeim erfiðara að sjá fyrir sér bjarta framtíð, sérstaklega ef þau skortir jákvæðar fyrirmyndir í lífinu. Slíkt getur leitt til þess að unglingar leita í umhverfi sem veitir þeim þann stuðning sem þau skortir, jafnvel þó að það umhverfi leiði þá á ranga braut. Verum fyrirmyndir Mikilvægi góðra fyrirmynda er ekki hægt að vanmeta. Fyrirmyndir geta veitt unglingum innblástur, markmið og von um betra líf. Einnig hjálpa þær til við að móta gildi og viðhorf, sem skipta sköpum þegar unglingar taka mikilvægar ákvarðanir um líf sitt. Þó unglingar geti stundum villst af leið, er vonin ávalt til staðar. Með því að veita stuðning, samkennd og leiðsögn getum við fullorðnafólkið hjálpað þeim að sjá möguleika á breytingum og stutt þau á leið sinni aftur á rétta braut. Það er nauðsynlegt að skapa umhverfi þar sem unglingar finna fyrir öryggi og tilheyrandi stuðningi, sem veitir þeim tækifæri til að vaxa og þroskast. Þegar fullorðnir, hvort sem það eru foreldrar, kennarar eða aðrir, gefa unglingnum tíma og sýna þeim jákvæða athygli, getur það haft djúpstæð áhrif á líf þeirra og opnað dyr að bjartari framtíð. Munum að hver unglingur er einstakur og með því að vera til staðar, hlusta og leiðbeina getum við hjálpað þeim að finna sína leið og móta sjálfsmynd sína á jákvæðan hátt. Höfundur er verkefnastjóri frístundaþjónustu og forvarnarfulltrúi í Sveitarfélaginu Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson Skoðun Skoðun Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Sjá meira
Unglingsárin eru tímabil mikilla breytinga. Unglingar eru að móta sjálfsmyndina sína, finna út hverjir þeir eru, og ákveða hvaða leiðir þeir vilja fara í lífinu. Í þessum hraða heimi, þar sem áreiti frá samfélagsmiðlum, vinum og umhverfinu er stöðugt er nauðsynlegt að staldra við og líta inn á við. Góð sjálfsmynd er ekki eitthvað sem er sjálfgefin eða óbreytanleg, hún þróast með tímanum. Unglingar spyrja sig oft spurninga eins og „Hver er ég?“ og „Hvað vil ég gera?“. Þau eru að reyna að finna sinn stað í lífinu og oftast gera þau það í gegnum félagsleg samskipti, reynslu og áhugamál. Þetta er oft krefjandi tími þar sem þau upplifa bæði þrýsting frá jafnöldrum og samfélaginu í heild. Að staldra við og velta fyrir sér hver maður er og hvert maður er að fara er nauðsynlegt ferli. Það veitir unglingum tækifæri til að íhuga markmið sín, áhugamál og gildi. Með því að staldra við og hugsa um tilfinningar og hegðunarmynstur geta þau öðlast betri skilning á því hver þau eru og hverju þau standa frammi fyrir. Það getur einnig hjálpað þeim að taka upplýstar ákvarðanir um hvernig einstaklingar þau vilja vera og hvernig styrkleikar þeirra geta nýst þeim í framtíðinni. Aukin sjálfsþekking Þegar unglingar gefa sér tíma til að hugsa um eigin tilfinningar og viðbrögð í mismunandi aðstæðum, aukast möguleikar þeirra á að skilja sjálfa sig betur. Þessi sjálfsþekking gerir þeim kleift að taka upplýstari ákvarðanir og eiga í heilbrigðum samskiptum við aðra. Sjálfskoðun getur verið krefjandi, þar sem unglingar þurfa oft að horfast í augu við erfiðar staðreyndir um sjálfa sig. Hins vegar getur þessi áskorun líka verið mikilvægur hluti af persónulegum þroska þeirra. Með því að staldra við og líta inn á við, fá þau tækifæri til að vaxa og þroskast á heilbrigðan hátt. Hlutverk okkar sem eldri erum Foreldrar gegna mikilvægu hlutverki að leiðbeina unglingum í gegnum þetta ferli. Þegar foreldrar eru til staðar sem stuðningur, tryggir það að unglingarnir fái rétta leiðsögn og stuðning þegar þeir standa frammi fyrir áskorunum. Mikilvægt er að foreldrar hlusti á börnin sín og stuðli að opnu samtali um tilfinningar og væntingar þeirra. Ef þau finna að við erum til staðar og höfum trú á þeim getur það skilað sér í öflugri og sjálfsöruggari einstaklingum til framtíðar. Unglingar sem alast upp með lítið bakland standa oft frammi fyrir ýmsum hindrunum sem geta haft áhrif á sjálfsmynd þeirra. Með skorti á stuðningi heiman frá getur það reynst þeim erfiðara að sjá fyrir sér bjarta framtíð, sérstaklega ef þau skortir jákvæðar fyrirmyndir í lífinu. Slíkt getur leitt til þess að unglingar leita í umhverfi sem veitir þeim þann stuðning sem þau skortir, jafnvel þó að það umhverfi leiði þá á ranga braut. Verum fyrirmyndir Mikilvægi góðra fyrirmynda er ekki hægt að vanmeta. Fyrirmyndir geta veitt unglingum innblástur, markmið og von um betra líf. Einnig hjálpa þær til við að móta gildi og viðhorf, sem skipta sköpum þegar unglingar taka mikilvægar ákvarðanir um líf sitt. Þó unglingar geti stundum villst af leið, er vonin ávalt til staðar. Með því að veita stuðning, samkennd og leiðsögn getum við fullorðnafólkið hjálpað þeim að sjá möguleika á breytingum og stutt þau á leið sinni aftur á rétta braut. Það er nauðsynlegt að skapa umhverfi þar sem unglingar finna fyrir öryggi og tilheyrandi stuðningi, sem veitir þeim tækifæri til að vaxa og þroskast. Þegar fullorðnir, hvort sem það eru foreldrar, kennarar eða aðrir, gefa unglingnum tíma og sýna þeim jákvæða athygli, getur það haft djúpstæð áhrif á líf þeirra og opnað dyr að bjartari framtíð. Munum að hver unglingur er einstakur og með því að vera til staðar, hlusta og leiðbeina getum við hjálpað þeim að finna sína leið og móta sjálfsmynd sína á jákvæðan hátt. Höfundur er verkefnastjóri frístundaþjónustu og forvarnarfulltrúi í Sveitarfélaginu Árborg.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun