Hver er ég og hvert er ég að fara? Ellý Tómasdóttir skrifar 18. september 2024 08:31 Unglingsárin eru tímabil mikilla breytinga. Unglingar eru að móta sjálfsmyndina sína, finna út hverjir þeir eru, og ákveða hvaða leiðir þeir vilja fara í lífinu. Í þessum hraða heimi, þar sem áreiti frá samfélagsmiðlum, vinum og umhverfinu er stöðugt er nauðsynlegt að staldra við og líta inn á við. Góð sjálfsmynd er ekki eitthvað sem er sjálfgefin eða óbreytanleg, hún þróast með tímanum. Unglingar spyrja sig oft spurninga eins og „Hver er ég?“ og „Hvað vil ég gera?“. Þau eru að reyna að finna sinn stað í lífinu og oftast gera þau það í gegnum félagsleg samskipti, reynslu og áhugamál. Þetta er oft krefjandi tími þar sem þau upplifa bæði þrýsting frá jafnöldrum og samfélaginu í heild. Að staldra við og velta fyrir sér hver maður er og hvert maður er að fara er nauðsynlegt ferli. Það veitir unglingum tækifæri til að íhuga markmið sín, áhugamál og gildi. Með því að staldra við og hugsa um tilfinningar og hegðunarmynstur geta þau öðlast betri skilning á því hver þau eru og hverju þau standa frammi fyrir. Það getur einnig hjálpað þeim að taka upplýstar ákvarðanir um hvernig einstaklingar þau vilja vera og hvernig styrkleikar þeirra geta nýst þeim í framtíðinni. Aukin sjálfsþekking Þegar unglingar gefa sér tíma til að hugsa um eigin tilfinningar og viðbrögð í mismunandi aðstæðum, aukast möguleikar þeirra á að skilja sjálfa sig betur. Þessi sjálfsþekking gerir þeim kleift að taka upplýstari ákvarðanir og eiga í heilbrigðum samskiptum við aðra. Sjálfskoðun getur verið krefjandi, þar sem unglingar þurfa oft að horfast í augu við erfiðar staðreyndir um sjálfa sig. Hins vegar getur þessi áskorun líka verið mikilvægur hluti af persónulegum þroska þeirra. Með því að staldra við og líta inn á við, fá þau tækifæri til að vaxa og þroskast á heilbrigðan hátt. Hlutverk okkar sem eldri erum Foreldrar gegna mikilvægu hlutverki að leiðbeina unglingum í gegnum þetta ferli. Þegar foreldrar eru til staðar sem stuðningur, tryggir það að unglingarnir fái rétta leiðsögn og stuðning þegar þeir standa frammi fyrir áskorunum. Mikilvægt er að foreldrar hlusti á börnin sín og stuðli að opnu samtali um tilfinningar og væntingar þeirra. Ef þau finna að við erum til staðar og höfum trú á þeim getur það skilað sér í öflugri og sjálfsöruggari einstaklingum til framtíðar. Unglingar sem alast upp með lítið bakland standa oft frammi fyrir ýmsum hindrunum sem geta haft áhrif á sjálfsmynd þeirra. Með skorti á stuðningi heiman frá getur það reynst þeim erfiðara að sjá fyrir sér bjarta framtíð, sérstaklega ef þau skortir jákvæðar fyrirmyndir í lífinu. Slíkt getur leitt til þess að unglingar leita í umhverfi sem veitir þeim þann stuðning sem þau skortir, jafnvel þó að það umhverfi leiði þá á ranga braut. Verum fyrirmyndir Mikilvægi góðra fyrirmynda er ekki hægt að vanmeta. Fyrirmyndir geta veitt unglingum innblástur, markmið og von um betra líf. Einnig hjálpa þær til við að móta gildi og viðhorf, sem skipta sköpum þegar unglingar taka mikilvægar ákvarðanir um líf sitt. Þó unglingar geti stundum villst af leið, er vonin ávalt til staðar. Með því að veita stuðning, samkennd og leiðsögn getum við fullorðnafólkið hjálpað þeim að sjá möguleika á breytingum og stutt þau á leið sinni aftur á rétta braut. Það er nauðsynlegt að skapa umhverfi þar sem unglingar finna fyrir öryggi og tilheyrandi stuðningi, sem veitir þeim tækifæri til að vaxa og þroskast. Þegar fullorðnir, hvort sem það eru foreldrar, kennarar eða aðrir, gefa unglingnum tíma og sýna þeim jákvæða athygli, getur það haft djúpstæð áhrif á líf þeirra og opnað dyr að bjartari framtíð. Munum að hver unglingur er einstakur og með því að vera til staðar, hlusta og leiðbeina getum við hjálpað þeim að finna sína leið og móta sjálfsmynd sína á jákvæðan hátt. Höfundur er verkefnastjóri frístundaþjónustu og forvarnarfulltrúi í Sveitarfélaginu Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Halldór 23.11.2024 Halldór Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Unglingsárin eru tímabil mikilla breytinga. Unglingar eru að móta sjálfsmyndina sína, finna út hverjir þeir eru, og ákveða hvaða leiðir þeir vilja fara í lífinu. Í þessum hraða heimi, þar sem áreiti frá samfélagsmiðlum, vinum og umhverfinu er stöðugt er nauðsynlegt að staldra við og líta inn á við. Góð sjálfsmynd er ekki eitthvað sem er sjálfgefin eða óbreytanleg, hún þróast með tímanum. Unglingar spyrja sig oft spurninga eins og „Hver er ég?“ og „Hvað vil ég gera?“. Þau eru að reyna að finna sinn stað í lífinu og oftast gera þau það í gegnum félagsleg samskipti, reynslu og áhugamál. Þetta er oft krefjandi tími þar sem þau upplifa bæði þrýsting frá jafnöldrum og samfélaginu í heild. Að staldra við og velta fyrir sér hver maður er og hvert maður er að fara er nauðsynlegt ferli. Það veitir unglingum tækifæri til að íhuga markmið sín, áhugamál og gildi. Með því að staldra við og hugsa um tilfinningar og hegðunarmynstur geta þau öðlast betri skilning á því hver þau eru og hverju þau standa frammi fyrir. Það getur einnig hjálpað þeim að taka upplýstar ákvarðanir um hvernig einstaklingar þau vilja vera og hvernig styrkleikar þeirra geta nýst þeim í framtíðinni. Aukin sjálfsþekking Þegar unglingar gefa sér tíma til að hugsa um eigin tilfinningar og viðbrögð í mismunandi aðstæðum, aukast möguleikar þeirra á að skilja sjálfa sig betur. Þessi sjálfsþekking gerir þeim kleift að taka upplýstari ákvarðanir og eiga í heilbrigðum samskiptum við aðra. Sjálfskoðun getur verið krefjandi, þar sem unglingar þurfa oft að horfast í augu við erfiðar staðreyndir um sjálfa sig. Hins vegar getur þessi áskorun líka verið mikilvægur hluti af persónulegum þroska þeirra. Með því að staldra við og líta inn á við, fá þau tækifæri til að vaxa og þroskast á heilbrigðan hátt. Hlutverk okkar sem eldri erum Foreldrar gegna mikilvægu hlutverki að leiðbeina unglingum í gegnum þetta ferli. Þegar foreldrar eru til staðar sem stuðningur, tryggir það að unglingarnir fái rétta leiðsögn og stuðning þegar þeir standa frammi fyrir áskorunum. Mikilvægt er að foreldrar hlusti á börnin sín og stuðli að opnu samtali um tilfinningar og væntingar þeirra. Ef þau finna að við erum til staðar og höfum trú á þeim getur það skilað sér í öflugri og sjálfsöruggari einstaklingum til framtíðar. Unglingar sem alast upp með lítið bakland standa oft frammi fyrir ýmsum hindrunum sem geta haft áhrif á sjálfsmynd þeirra. Með skorti á stuðningi heiman frá getur það reynst þeim erfiðara að sjá fyrir sér bjarta framtíð, sérstaklega ef þau skortir jákvæðar fyrirmyndir í lífinu. Slíkt getur leitt til þess að unglingar leita í umhverfi sem veitir þeim þann stuðning sem þau skortir, jafnvel þó að það umhverfi leiði þá á ranga braut. Verum fyrirmyndir Mikilvægi góðra fyrirmynda er ekki hægt að vanmeta. Fyrirmyndir geta veitt unglingum innblástur, markmið og von um betra líf. Einnig hjálpa þær til við að móta gildi og viðhorf, sem skipta sköpum þegar unglingar taka mikilvægar ákvarðanir um líf sitt. Þó unglingar geti stundum villst af leið, er vonin ávalt til staðar. Með því að veita stuðning, samkennd og leiðsögn getum við fullorðnafólkið hjálpað þeim að sjá möguleika á breytingum og stutt þau á leið sinni aftur á rétta braut. Það er nauðsynlegt að skapa umhverfi þar sem unglingar finna fyrir öryggi og tilheyrandi stuðningi, sem veitir þeim tækifæri til að vaxa og þroskast. Þegar fullorðnir, hvort sem það eru foreldrar, kennarar eða aðrir, gefa unglingnum tíma og sýna þeim jákvæða athygli, getur það haft djúpstæð áhrif á líf þeirra og opnað dyr að bjartari framtíð. Munum að hver unglingur er einstakur og með því að vera til staðar, hlusta og leiðbeina getum við hjálpað þeim að finna sína leið og móta sjálfsmynd sína á jákvæðan hátt. Höfundur er verkefnastjóri frístundaþjónustu og forvarnarfulltrúi í Sveitarfélaginu Árborg.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun