Stjórnarandstaðan notuð til uppfyllingar á Alþingi Heimir Már Pétursson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 17. september 2024 20:25 Stjórnarflokkarnir hafa birt lista yfir 217 mál fyrir komandi þingvetur. Fyrir utan fjárlagafrumvarpið hafa einungis tvö þeirra komið fram á Alþingi. Vísir/Vilhelm Þingmenn Vinstri grænna hafa lagt fram þingsályktun með stuðningi þingmanna Pírata og Samfylkingar um að ríkisstjórnin beiti sér fyrir alþjóðlegum viðskiptaþvingunum gagnvart Ísrael. Engin stjórnarmál voru á dagskrá Alþingis í dag. Þingfundur var óvenju stuttur í dag eða rétt rúmir tveir tímar. Fyrir utan umræður um störf þingsins voru einungis frumvörp frá stjórnarandstöðunni á dagskrá og ein þingsályktunartillaga frá þingmönnum Vinstri grænna í meðflutningi þingmanna Pírata og Samfylkingar. Í umræðum um störf þingsins var vakin athygli á ríkisstjórnin hefði aðeins lagt fram tvö mál á þinginu fyrir utan fjárlagafrumvarpið. En rúmlega tvö hundruð mál eru á málaskrá ríkisstjórnarinnar. Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar var einn þeirra sem vakti athygli á þessari stöðu en hann ræddi líka nýjustu vendingar í máli hælisleitandans Yazan Tamimi og fjölskyldu hans, sem stóð til að flytja úr landi aðfararnótt mánudags. Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar fordæmir að langveikt barn í hjólastól sé peð í átökum við ríkisstjórnarborðið.Vísir/Vilhelm „Í stað þess að vera tilbúin í þingvetur með raunverulegum aðgerðum fyrir fólk og fyrirtæki ber mest á ósættinu sem er auðvitað ekki nýtt. En það er óvenju nöturlegt að þessu sinni. Algerlega óháð því hvaða skoðun menn og flokkar hafa á hælileitendamálum hljótum við öll að fordæma að langveikt barn í hjólastól sé peð og fórnarlamb átaka við ríkisstjórnarborðið,“ sagði Sigmar. Atburðarásin undanfarið væri engum til sóma og ógn við Heilsu Yazan Tamimi. Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar tók málið einnig upp í umræðum um störf þingsins. „Yazan á að fá efnismeðferð segir einn ráðherrann. Ákvörðun um brottvísun stendur segir annar. Litlar líkur til þess að þessi drengur verði fluttur burt, segir sá þriðji,“ sagði Jóhann Páll. Á meðan biði langveikur strákur milli vonar og ótta á sjúkrahúsi. Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar segir mál að linni varðandi hringlanda með stöðu Yanizar Tamimis. Skapa þurfi honum og fjölskyldu hans öryggi.Vísir/Vilhelm „Það er komið nóg af þessu. Drengurinn og fjölskylda hans, sem hafa orðið núna leiksoppur í einhverju pólitísku leikriti,verða að fá fullvissu um það, heilsu drengsins vegna, fullvissu um það frá stjórnvöldum að hann sé óhultur á sjúkrahúsi. Að hann fái að njóta öryggis á sjúkrastofnun eins og gildir almennt um sjúklinga,“ sagði Jóhann Páll Jóhannsson. Engin stjórnarmál til umræðu Fjögur frumvörp frá stjórnarandstöðunni, þar af tvö frá Ingu Sæland og þingmönnum Flokks fólksins, voru rædd og afgreidd til nefnda og annarrar umræðu í dag. Inga sagði mál stjórnarandstöðunnar notuð sem uppfyllingarefni þegar engin mál lægju fyrir frá ríkisstjórninni. Hún endurflutti annars vegar frumvarp um að húsnæðisliðurinn verði tekinn úr útreikningi neysluverðs og hins vegar frumvarp um afnám verðtryggingar á lánum til neytenda. Inga Sæland formaður Flokks fólksins var frummælandi tveggja af fjórum frumvörpum sem rædd voru á Alþingi í dag. „Við í Flokki fólksins höfum ætíð barist fyrir því að reyna að tryggja afkomu heimila og lítilla og meðalstórra fyrirtækja í landinu. Nú erum við að óska eftir því að húsnæðisliðurinn verði tekinn út úr vísitölu, sem er margviðurkennt að myndi koma hér verðbólgunni í 3,6 prósent,“ sagði Inga í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hún sagði að afnám verðtryggingar í neytendalánum yrði gríðarleg kjarabót. „Jafnvel þrátt fyrir að við séum uppfyllingarefni og séum búin að leggja fram 71 þingmál í Flokki fólksins, þá er ég að vonast til þess að minnsta kosti að þetta með húsnæðisliðinn verði tekið í fangið og fái að ganga lýðræðislegt ferli í gegnum Alþingi, til tilbreytingar. Það er nú það sem allir ráðherrar, meira og minna, eru að grobba sig af, að nú væri 3,6 prósent verðbólga ef húsnæðisliðurinn væri ekki í vísitölunni. Þannig að, gjörið svo vel,“ sagði Inga. Hún sagði það hafa verið reynslu Flokks fólksins að stjórnarandstaðan væri ákveðið uppfyllingarefni á þingi. „Það er um það bil helmingur þingmanna sem ekki sitja í ráðherrastólum, sem eru að vinna hér baki brotnu allan veturinn. Þeirra mál, við mælum fyrir flestum þeirra, festast síðan í nefnd og verður aldrei neitt meira af þeim,“ sagði Inga. Viðskiptaþvinganir á Ísrael „verðskuldað næsta skref“ Stjórnarþingmaðurinn Steinunn Þóra Árnadóttir mælti fyrir þingsályktun ásamt þremur öðrum þingmönnum Vinstri grænna og þingmönnum úr Viðreisn, Samfylkingu og Pírötum um viðskiptaþvinganir gagnvart Ísrael. „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórn Íslands að beita sér fyrir því að alþjóðlegum viðskiptaþvingunum verði komið á gagnvart Ísrael vegna framgöngu Ísraelshers í Palestínu,” segir orðrétt í þingsályktunartillögunni. Steinunn er ekki óvön því að sem stjórnarþingmaður að tillögur hennar varðandi úrsögn Íslands úr NATO nái ekki fram að ganga. Steinunn Þóra Árnadóttir.Vísir/Sigurjón Hún segist ekki viss um að það séu sérstök tíðindi að hún sé einn flutningsmanna tillögunnar. „Ég hef beitt mér fyrir málefnum sem snúa að Palestínu hingað til. Mér fannst tímabært að leggja fram svona þingsályktunartillögu,“ sagði Steinunn Þóra. Þér finnst þá væntanlega í leiðinni að ríkisstjórnin hafi ekki gengið nógu langt í þessum efnum? „Ég held að það sé hægt að gera betur hér. Það hefur ýmislegt gott verið gert. Alþingi samþykkti þingsályktunartillögu einróma, það fannst mér skipta gríðarlega miklu máli. Við höfum verið að styðja Palestínu og flóttamannastarfið þar, þannig að mér finnst þetta vera verðskuldað næsta skref að Ísland taki.“ Hún segist telja að skref sem þetta myndi hafa áhrif á framgöngu Ísraels í Palestínu ef fleiri þjóðir tækju sig saman um slíkar aðgerðir. „Viðskipti Íslands við Ísrael eru lítil, en með því að fá fleiri þjóðir í lið með okkur myndi það hafa alvöru vægi.“ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Hælisleitendur Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Verðlag Kjaramál Tengdar fréttir Telur litlar líkur á að Yazan verði vísað úr landi Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra segir það hans skoðun að líta eigi til Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna við úrlausn mála eins og í máli Yazans Tamimi. Samspil Barnasáttmálans við aðra löggjöf þurfi að skoða betur og það þurfi að vinna betur. 17. september 2024 14:00 „Langveikt barn í hjólastól peð og fórnarlamb átaka við ríkisstjórnarborðið“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar sumir hverjir þjörmuðu að ríkisstjórninni vegna máls Yazans en víst er að mikil spenna ríkir um framtíð ríkisstjórnarinnar undir dagskrárliðnum Störf þingsins nú rétt í þessu. 17. september 2024 14:22 „Ég hótaði ekki stjórnarslitum“ Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður Vinstri grænna, segist ekki hafa hótað stjórnarslitum yrði brottflutningi Yazans Tamimi og fjölskyldu ekki frestað. Hann vill þó ekkert gefa upp um það hvort málið gæti leitt til stjórnarslita. 17. september 2024 12:04 Hundruð mótmæla brottvísun Yazan Um tvö hundrað manns mótmæla fyrirhuguðum brottflutningi Yazan Tamini, ellefu ára langveiks drengs frá Palestínu, við Hverfisgötu. Ríkisstjórnin fundar þar núna í morgunsárið á sínum reglulega þriðjudagsfundi og er mál Yazans eitt þeirra sem er á dagskrá fundarins. Búið er að loka Hverfisgötunni við Lækjargötu vegna mótmælanna. 17. september 2024 08:24 Bjarni segir brottvísunina standa Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir brottvísun Yazans Tamimi standa. Ríkisstjórnin muni ekki taka ákvörðun um brottvísun, það verði að fara að lögum. Yazan er ellefu ára drengur frá Palestínu sem glímir við hrörnunarsjúkdóm. Beiðni hans og fjölskyldu um vernd hér á landi var synjað á árinu. 17. september 2024 11:22 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Fleiri fréttir „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Sjá meira
Þingfundur var óvenju stuttur í dag eða rétt rúmir tveir tímar. Fyrir utan umræður um störf þingsins voru einungis frumvörp frá stjórnarandstöðunni á dagskrá og ein þingsályktunartillaga frá þingmönnum Vinstri grænna í meðflutningi þingmanna Pírata og Samfylkingar. Í umræðum um störf þingsins var vakin athygli á ríkisstjórnin hefði aðeins lagt fram tvö mál á þinginu fyrir utan fjárlagafrumvarpið. En rúmlega tvö hundruð mál eru á málaskrá ríkisstjórnarinnar. Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar var einn þeirra sem vakti athygli á þessari stöðu en hann ræddi líka nýjustu vendingar í máli hælisleitandans Yazan Tamimi og fjölskyldu hans, sem stóð til að flytja úr landi aðfararnótt mánudags. Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar fordæmir að langveikt barn í hjólastól sé peð í átökum við ríkisstjórnarborðið.Vísir/Vilhelm „Í stað þess að vera tilbúin í þingvetur með raunverulegum aðgerðum fyrir fólk og fyrirtæki ber mest á ósættinu sem er auðvitað ekki nýtt. En það er óvenju nöturlegt að þessu sinni. Algerlega óháð því hvaða skoðun menn og flokkar hafa á hælileitendamálum hljótum við öll að fordæma að langveikt barn í hjólastól sé peð og fórnarlamb átaka við ríkisstjórnarborðið,“ sagði Sigmar. Atburðarásin undanfarið væri engum til sóma og ógn við Heilsu Yazan Tamimi. Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar tók málið einnig upp í umræðum um störf þingsins. „Yazan á að fá efnismeðferð segir einn ráðherrann. Ákvörðun um brottvísun stendur segir annar. Litlar líkur til þess að þessi drengur verði fluttur burt, segir sá þriðji,“ sagði Jóhann Páll. Á meðan biði langveikur strákur milli vonar og ótta á sjúkrahúsi. Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar segir mál að linni varðandi hringlanda með stöðu Yanizar Tamimis. Skapa þurfi honum og fjölskyldu hans öryggi.Vísir/Vilhelm „Það er komið nóg af þessu. Drengurinn og fjölskylda hans, sem hafa orðið núna leiksoppur í einhverju pólitísku leikriti,verða að fá fullvissu um það, heilsu drengsins vegna, fullvissu um það frá stjórnvöldum að hann sé óhultur á sjúkrahúsi. Að hann fái að njóta öryggis á sjúkrastofnun eins og gildir almennt um sjúklinga,“ sagði Jóhann Páll Jóhannsson. Engin stjórnarmál til umræðu Fjögur frumvörp frá stjórnarandstöðunni, þar af tvö frá Ingu Sæland og þingmönnum Flokks fólksins, voru rædd og afgreidd til nefnda og annarrar umræðu í dag. Inga sagði mál stjórnarandstöðunnar notuð sem uppfyllingarefni þegar engin mál lægju fyrir frá ríkisstjórninni. Hún endurflutti annars vegar frumvarp um að húsnæðisliðurinn verði tekinn úr útreikningi neysluverðs og hins vegar frumvarp um afnám verðtryggingar á lánum til neytenda. Inga Sæland formaður Flokks fólksins var frummælandi tveggja af fjórum frumvörpum sem rædd voru á Alþingi í dag. „Við í Flokki fólksins höfum ætíð barist fyrir því að reyna að tryggja afkomu heimila og lítilla og meðalstórra fyrirtækja í landinu. Nú erum við að óska eftir því að húsnæðisliðurinn verði tekinn út úr vísitölu, sem er margviðurkennt að myndi koma hér verðbólgunni í 3,6 prósent,“ sagði Inga í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hún sagði að afnám verðtryggingar í neytendalánum yrði gríðarleg kjarabót. „Jafnvel þrátt fyrir að við séum uppfyllingarefni og séum búin að leggja fram 71 þingmál í Flokki fólksins, þá er ég að vonast til þess að minnsta kosti að þetta með húsnæðisliðinn verði tekið í fangið og fái að ganga lýðræðislegt ferli í gegnum Alþingi, til tilbreytingar. Það er nú það sem allir ráðherrar, meira og minna, eru að grobba sig af, að nú væri 3,6 prósent verðbólga ef húsnæðisliðurinn væri ekki í vísitölunni. Þannig að, gjörið svo vel,“ sagði Inga. Hún sagði það hafa verið reynslu Flokks fólksins að stjórnarandstaðan væri ákveðið uppfyllingarefni á þingi. „Það er um það bil helmingur þingmanna sem ekki sitja í ráðherrastólum, sem eru að vinna hér baki brotnu allan veturinn. Þeirra mál, við mælum fyrir flestum þeirra, festast síðan í nefnd og verður aldrei neitt meira af þeim,“ sagði Inga. Viðskiptaþvinganir á Ísrael „verðskuldað næsta skref“ Stjórnarþingmaðurinn Steinunn Þóra Árnadóttir mælti fyrir þingsályktun ásamt þremur öðrum þingmönnum Vinstri grænna og þingmönnum úr Viðreisn, Samfylkingu og Pírötum um viðskiptaþvinganir gagnvart Ísrael. „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórn Íslands að beita sér fyrir því að alþjóðlegum viðskiptaþvingunum verði komið á gagnvart Ísrael vegna framgöngu Ísraelshers í Palestínu,” segir orðrétt í þingsályktunartillögunni. Steinunn er ekki óvön því að sem stjórnarþingmaður að tillögur hennar varðandi úrsögn Íslands úr NATO nái ekki fram að ganga. Steinunn Þóra Árnadóttir.Vísir/Sigurjón Hún segist ekki viss um að það séu sérstök tíðindi að hún sé einn flutningsmanna tillögunnar. „Ég hef beitt mér fyrir málefnum sem snúa að Palestínu hingað til. Mér fannst tímabært að leggja fram svona þingsályktunartillögu,“ sagði Steinunn Þóra. Þér finnst þá væntanlega í leiðinni að ríkisstjórnin hafi ekki gengið nógu langt í þessum efnum? „Ég held að það sé hægt að gera betur hér. Það hefur ýmislegt gott verið gert. Alþingi samþykkti þingsályktunartillögu einróma, það fannst mér skipta gríðarlega miklu máli. Við höfum verið að styðja Palestínu og flóttamannastarfið þar, þannig að mér finnst þetta vera verðskuldað næsta skref að Ísland taki.“ Hún segist telja að skref sem þetta myndi hafa áhrif á framgöngu Ísraels í Palestínu ef fleiri þjóðir tækju sig saman um slíkar aðgerðir. „Viðskipti Íslands við Ísrael eru lítil, en með því að fá fleiri þjóðir í lið með okkur myndi það hafa alvöru vægi.“
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Hælisleitendur Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Verðlag Kjaramál Tengdar fréttir Telur litlar líkur á að Yazan verði vísað úr landi Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra segir það hans skoðun að líta eigi til Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna við úrlausn mála eins og í máli Yazans Tamimi. Samspil Barnasáttmálans við aðra löggjöf þurfi að skoða betur og það þurfi að vinna betur. 17. september 2024 14:00 „Langveikt barn í hjólastól peð og fórnarlamb átaka við ríkisstjórnarborðið“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar sumir hverjir þjörmuðu að ríkisstjórninni vegna máls Yazans en víst er að mikil spenna ríkir um framtíð ríkisstjórnarinnar undir dagskrárliðnum Störf þingsins nú rétt í þessu. 17. september 2024 14:22 „Ég hótaði ekki stjórnarslitum“ Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður Vinstri grænna, segist ekki hafa hótað stjórnarslitum yrði brottflutningi Yazans Tamimi og fjölskyldu ekki frestað. Hann vill þó ekkert gefa upp um það hvort málið gæti leitt til stjórnarslita. 17. september 2024 12:04 Hundruð mótmæla brottvísun Yazan Um tvö hundrað manns mótmæla fyrirhuguðum brottflutningi Yazan Tamini, ellefu ára langveiks drengs frá Palestínu, við Hverfisgötu. Ríkisstjórnin fundar þar núna í morgunsárið á sínum reglulega þriðjudagsfundi og er mál Yazans eitt þeirra sem er á dagskrá fundarins. Búið er að loka Hverfisgötunni við Lækjargötu vegna mótmælanna. 17. september 2024 08:24 Bjarni segir brottvísunina standa Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir brottvísun Yazans Tamimi standa. Ríkisstjórnin muni ekki taka ákvörðun um brottvísun, það verði að fara að lögum. Yazan er ellefu ára drengur frá Palestínu sem glímir við hrörnunarsjúkdóm. Beiðni hans og fjölskyldu um vernd hér á landi var synjað á árinu. 17. september 2024 11:22 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Fleiri fréttir „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Sjá meira
Telur litlar líkur á að Yazan verði vísað úr landi Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra segir það hans skoðun að líta eigi til Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna við úrlausn mála eins og í máli Yazans Tamimi. Samspil Barnasáttmálans við aðra löggjöf þurfi að skoða betur og það þurfi að vinna betur. 17. september 2024 14:00
„Langveikt barn í hjólastól peð og fórnarlamb átaka við ríkisstjórnarborðið“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar sumir hverjir þjörmuðu að ríkisstjórninni vegna máls Yazans en víst er að mikil spenna ríkir um framtíð ríkisstjórnarinnar undir dagskrárliðnum Störf þingsins nú rétt í þessu. 17. september 2024 14:22
„Ég hótaði ekki stjórnarslitum“ Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður Vinstri grænna, segist ekki hafa hótað stjórnarslitum yrði brottflutningi Yazans Tamimi og fjölskyldu ekki frestað. Hann vill þó ekkert gefa upp um það hvort málið gæti leitt til stjórnarslita. 17. september 2024 12:04
Hundruð mótmæla brottvísun Yazan Um tvö hundrað manns mótmæla fyrirhuguðum brottflutningi Yazan Tamini, ellefu ára langveiks drengs frá Palestínu, við Hverfisgötu. Ríkisstjórnin fundar þar núna í morgunsárið á sínum reglulega þriðjudagsfundi og er mál Yazans eitt þeirra sem er á dagskrá fundarins. Búið er að loka Hverfisgötunni við Lækjargötu vegna mótmælanna. 17. september 2024 08:24
Bjarni segir brottvísunina standa Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir brottvísun Yazans Tamimi standa. Ríkisstjórnin muni ekki taka ákvörðun um brottvísun, það verði að fara að lögum. Yazan er ellefu ára drengur frá Palestínu sem glímir við hrörnunarsjúkdóm. Beiðni hans og fjölskyldu um vernd hér á landi var synjað á árinu. 17. september 2024 11:22