Rakel Dögg: Lokuðum vel varnarlega og Alfa skildi liðin að sóknarlega Þorsteinn Hjálmsson skrifar 14. september 2024 18:56 Rakel Dögg fer vel af stað í starfi sem aðalþjálfari Fram. vísir / viktor freyr „Mér fannst frammistaðan frábær. Auðvitað er alltaf eitthvað sem þú getur rýnt í og allt það en mér fannst við heilt yfir frábærar,“ sagði Rakel Dögg Bragadóttir, þjálfari Fram, eftir eins marks sigur sinna kvenna á liði Hauka. Lokatölur 27-26 í Lambhagahöllinni. Haukar byrjuðu betur en Rakel Dögg fannst sýnar konur sýna sterkan karakter með því að snúa þeirri stöðu við sem hún var að vonum ánægð með. „Mér fannst við í pínu basli í fyrri hálfleik, eigum erfitt með að skora. Við náum bara að snúa því við og ég er ógeðslega ánægð með stelpurnar hvernig þær héldu áfram. Við vorum í beinskeyttum árásum og að skapa okkur færi og náðum að draga upp sóknarleikinn. Við náðum líka að þétta varnarleikinn aðeins betur. Mér fannst við byrja fyrstu tuttugu mínúturnar aðeins of götóttar, en við náðum aðeins að þétta. Þetta var erfiður leikur en heilt yfir skemmtilegur og það er frábært að ná sigri.“ Aðspurð hver munurinn á liðunum hafi verið á lokakaflanum þar sem Fram kom sér í bílstjórasætið í leiknum, þá svaraði Rakel Dögg því á þennan veg. „Mér fannst við ná að loka vel á þær varnarlega. Mér fannst við lesa stöðurnar vel varnarlega og náum að loka á þær og náum nokkrum hröðum mörkum svo var Darija frábær í markinu. Alfa kemur svo og stígur upp sóknarlega, þannig hún er líka það sem skilur að hjá okkur sóknarlega í dag, ekki það að mér fannst allar hinar frábærar og skila góðu dagsverki.“ Leikhléið undir lokin Fram tók leikhlé þegar 18 sekúndur voru eftir af leiknum og einu marki yfir. Þær töpuðu boltanum þó fljótlega og munaði minnstu að Haukar næðu að jafna, en skot Söru Odden fór fram hjá marki Fram. En hvað var planið í þessu lokaleikhléi Fram? „Planið þegar er svona lítið eftir og við vitum að þær fara maður á mann þá snýst þetta bara aðeins um að róa hausinn og minna þær á að við getum haldið á boltanum í þrjár sekúndur og bara taka boltalaus hlaup. Það var í raun eina planið og eina sem hægt er að gera í svona stöðu. Við vorum bara óheppin, Kristrún missir boltann og þær fá tækifæri til þess að komast í sókn. Svona bara gerist, eðlilegt að taugarnar séu smá þandar,“ sagði Rakel Dögg að lokum. Handbolti Olís-deild kvenna Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Sjáðu dóminn sára á Víkinga: VAR hafi reddað málum með vafasömum hætti Fótbolti Fleiri fréttir Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið Danir fela HM-styttuna Svaðilför og svik umboðsmanns: „Þeir eiginlega bara gengu fram af mér“ Orri Freyr fullkominn í Meistaradeildinni í kvöld Framarar á toppinn eftir sigur á Akureyri Aron sá eini sem spilaði í Íslendingaslag Keyptu stærstu stjörnu Noregs af Íslendingaliðinu Frábær útisigur Magdeburg í Pólland „Hefði verið algjörlega brjálaður ef dæminu hefði verið snúið við“ „Þetta var skrautlegur handboltaleikur“ Eyjakonur náðu í fyrsta stigið sitt í 123 daga Sigvaldi sá eini sem komst á blað í Meistaradeildinni Agnar Smári semur til ársins 2027 Uppgjörið: Haukar - ÍBV 28-24 | Eyjamenn sjálfum sér verstir Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu „Mátt kvarta ef þú ert með einhverja hugmynd til að leysa vandamálið“ Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? „Gott að koma inn á og fá nokkrar mínútur“ Uppgjörið: Valur - FH 33-26 | Sannfærandi heimasigur á Hlíðarenda og toppbaráttan herðist Sjá meira
Haukar byrjuðu betur en Rakel Dögg fannst sýnar konur sýna sterkan karakter með því að snúa þeirri stöðu við sem hún var að vonum ánægð með. „Mér fannst við í pínu basli í fyrri hálfleik, eigum erfitt með að skora. Við náum bara að snúa því við og ég er ógeðslega ánægð með stelpurnar hvernig þær héldu áfram. Við vorum í beinskeyttum árásum og að skapa okkur færi og náðum að draga upp sóknarleikinn. Við náðum líka að þétta varnarleikinn aðeins betur. Mér fannst við byrja fyrstu tuttugu mínúturnar aðeins of götóttar, en við náðum aðeins að þétta. Þetta var erfiður leikur en heilt yfir skemmtilegur og það er frábært að ná sigri.“ Aðspurð hver munurinn á liðunum hafi verið á lokakaflanum þar sem Fram kom sér í bílstjórasætið í leiknum, þá svaraði Rakel Dögg því á þennan veg. „Mér fannst við ná að loka vel á þær varnarlega. Mér fannst við lesa stöðurnar vel varnarlega og náum að loka á þær og náum nokkrum hröðum mörkum svo var Darija frábær í markinu. Alfa kemur svo og stígur upp sóknarlega, þannig hún er líka það sem skilur að hjá okkur sóknarlega í dag, ekki það að mér fannst allar hinar frábærar og skila góðu dagsverki.“ Leikhléið undir lokin Fram tók leikhlé þegar 18 sekúndur voru eftir af leiknum og einu marki yfir. Þær töpuðu boltanum þó fljótlega og munaði minnstu að Haukar næðu að jafna, en skot Söru Odden fór fram hjá marki Fram. En hvað var planið í þessu lokaleikhléi Fram? „Planið þegar er svona lítið eftir og við vitum að þær fara maður á mann þá snýst þetta bara aðeins um að róa hausinn og minna þær á að við getum haldið á boltanum í þrjár sekúndur og bara taka boltalaus hlaup. Það var í raun eina planið og eina sem hægt er að gera í svona stöðu. Við vorum bara óheppin, Kristrún missir boltann og þær fá tækifæri til þess að komast í sókn. Svona bara gerist, eðlilegt að taugarnar séu smá þandar,“ sagði Rakel Dögg að lokum.
Handbolti Olís-deild kvenna Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Sjáðu dóminn sára á Víkinga: VAR hafi reddað málum með vafasömum hætti Fótbolti Fleiri fréttir Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið Danir fela HM-styttuna Svaðilför og svik umboðsmanns: „Þeir eiginlega bara gengu fram af mér“ Orri Freyr fullkominn í Meistaradeildinni í kvöld Framarar á toppinn eftir sigur á Akureyri Aron sá eini sem spilaði í Íslendingaslag Keyptu stærstu stjörnu Noregs af Íslendingaliðinu Frábær útisigur Magdeburg í Pólland „Hefði verið algjörlega brjálaður ef dæminu hefði verið snúið við“ „Þetta var skrautlegur handboltaleikur“ Eyjakonur náðu í fyrsta stigið sitt í 123 daga Sigvaldi sá eini sem komst á blað í Meistaradeildinni Agnar Smári semur til ársins 2027 Uppgjörið: Haukar - ÍBV 28-24 | Eyjamenn sjálfum sér verstir Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu „Mátt kvarta ef þú ert með einhverja hugmynd til að leysa vandamálið“ Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? „Gott að koma inn á og fá nokkrar mínútur“ Uppgjörið: Valur - FH 33-26 | Sannfærandi heimasigur á Hlíðarenda og toppbaráttan herðist Sjá meira