Hættum að meiða, misþyrma og éta ”systur okkar og bræður”! Ole Anton Bieltvedt skrifar 15. september 2024 07:02 Fyrir par árum var mikið fjallað um blóðmerahald, en það byggist á því, að blóði er tappað af fylfullum merum, 5 lítrum í senn, vikulega, 8 sinnum hvert haust, en hver einstök blóðtaka jafngildir tæplega 20% af heildarblóðmagni hryssunnar. Samtals 40 lítrum á 8 vikum. Heildarblóðmagn dýrsins er rúmir 25 lítrar. Hrikalegt. Þetta hefur verið gert, vitaskuld með fullri vitund þeirra stjórnvalda, sem eiga að hafa krítískt eftirlit með svona starfsemi, þrátt fyrir það, að flestir eða allir fræði- og vísindamenn á þessu sviði telji, að mest megi taka 10% af blóði hryssu á mánaðar fresti, í okkar tilviki um 2,5 lítra, í stað 20 lítra. Hvernig getur þetta glóruleysi og hrikalega dýraníð viðgengizt!? Í Þýzkalandi er blóðtaka af fylfullum eða mjólkandi merum stranglega bönnuð, vegna þess viðkvæma ástands, sem merararnar eru þá í - fylfullar eða mjólkandi með folaldi - í öllum 27 löndum ESB, svo og í Sviss er svo blóðmerahald bannað. Hér er, sem sagt, allt að 8-földu magni þess blóðs, sem eðlilegt væri talið að taka mætti úr fullfrískri meri, sem hvorki væri fylfull né mjólkandi, tappað af hryssum, sem eru bæði fylfullar og mjólkandi! Við þetta bætist svo það ofbeldi og þær meiðingar, sem beita þarf dýrin, til að koma þeim í blóðtökubás og negla þær þar, og svo þeir áverkar, sem dýrunum eru veittir, vikulega um 8 vikna skeið, með hálfs sentímetra breiðri blóðtökunál, sem rekin er í gegnum margfalda húð og svo ínn í slagæð dýrisins, og það í 15 mínútur, af eiðsvörðum “dýralæknum”. Þetta er búið að vera í gangi í 40 ár, hefur blasað við á tugum bæja, og MAST hefur átt að hafa eftirlit með þessu - að dýravelferð væri tryggð -, en nánast enginn hefur gert eitthvað með þetta, ekki einu sinni MAST, sem fremur hefur borið blak af starfseminni, en hitt. Svandís Svavarsdóttir, sem kennir sig við grænt, hvaðst ætla að taka faglega á þessu í hitteðfyrra, í samræmi við gildandi dýraverndarlög, en lét svo þetta illvirki bara halda áfram, í nánast óbreyttu formi. Treysti sér greinilega ekki í slaginn við landbúnaðarklíku B og D. Þessi hugleiðing mín snýst þó ekki bara um okkur, mannfólkið, og okkar framferði og skort á mannúð gagnvart dýrum, heldur líka um dýrin og okkur. Samvist manna og dýra. Hestar, blóðmerar, eru auðvitað spendýr, en mannfólkið er líka spendýr. Spendýr eru ólík að formi, gerð og stærð, en eru í grundvallaratriðum öll eins sköpuð. Öll spendýr, ekki bara maðurinn, eru sköpuð með margslungnu tilfinningalífi, finna fyrir andlegri og líkamlegri vanlíðan og þjáningu, óttast og hræðast, kveljast af meiðslum og áverkum, kvíða reyndar líka fyrir, hryggjast, syrgja, hlakka til og gleðjast, allt eins og við. Tilraunir eru gerðar á músum, rottum, kanínum, hundum og öpum - oftast reyndar með hræðilegu kvalræði fyrir dýrin, sem sjaldnast lifa tilraunir af - og er árangur og niðurstöður síðan notaðar fyrir lyfjaþróun og nýjar lækningaaðferðir fyrir mannfólkið. Þetta sýnir auðvitað og sannar náin tengsl og feykileg líkindi allra spendýra, menn meðtaldir. Nýlegt dæmi um það, hversu lík öll spendýr og menn eru, er ígræðsla hjarta úr svíni í mann, sem virkaði. Í 57 ára gamlan Bandaríkjamann, sem var með lífshættulegan hjartasjúkdóm, var fyrir par árum grætt hjarta úr svíni, sem reyndar hafði verið eitthvað aðlagað, með genabreytingum, og lifði maðurinn af um nokkurt skeið. Hjartaígræðsla úr svíni í mann virkaði! Áður hafði það gerzt, að hjartalokur úr svínum höfðu verið græddar í menn, húð af svínum grædd á brunasár manna, og svínsnýra grætt í mann. Hér er líka vert að nefna, að rannsóknir hafa sýnt, að svín búa yfir ótrúlega miklum vitsmunum, alveg á við t.a.n. hunda. Við, spendýrin, erum semsé í grunninn öll sköpuð eins, nema, hvað maðurinn er auðvitað gráðugri, grimmari og miskunnarlausari, en önnur spendýr. Og, hann einn drepur án þarfar, sér til skemmtunr og gleði, af lægstu hvötum; drápslosta. Önnur spendýr, rándýr, drepa aðeins af þörf. Punkturinn er þessi: Við, menn og önnur spendýr, erum ein stór og margbreytileg fjölskylda, þannig, að þegar við erum að halda, slátra og éta önnur spendýr, erum við, í raun, að halda, slátra og éta nátengdar lífverur. Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum og fallegu steikurnar á grillinu, eru hold og vöðvar ”systra okkar og bræðra”. Við fordæmum Kínverja og Kóreumenn fyrir að halda, slátra og éta hunda. Fyrir mér er þetta líka ógeðslegt, ég elska hunda, þeir hafa verið mínir beztu vinir, en á sama tíma höldum við svín, og það við verstu skilyrði, járnum gylturnar t.a.m. niður, langtímum saman, svo þær geta ekki hreyft sig, af ótta við, að þær kæfi allt of marga grísi, sem gylturnar eru neyddar til að ganga með og eignast, með hormónalyfjum (sem eru svo framleidd úr blóði blóðhryssanna); tíðarhringurinn rofinn, þannig, að þær geti átt grísi oftar og meir, en náttúrulegt er. Græðgi mannsins og tilfinningaleysi á sér engin mörk. Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Fyrir par árum var mikið fjallað um blóðmerahald, en það byggist á því, að blóði er tappað af fylfullum merum, 5 lítrum í senn, vikulega, 8 sinnum hvert haust, en hver einstök blóðtaka jafngildir tæplega 20% af heildarblóðmagni hryssunnar. Samtals 40 lítrum á 8 vikum. Heildarblóðmagn dýrsins er rúmir 25 lítrar. Hrikalegt. Þetta hefur verið gert, vitaskuld með fullri vitund þeirra stjórnvalda, sem eiga að hafa krítískt eftirlit með svona starfsemi, þrátt fyrir það, að flestir eða allir fræði- og vísindamenn á þessu sviði telji, að mest megi taka 10% af blóði hryssu á mánaðar fresti, í okkar tilviki um 2,5 lítra, í stað 20 lítra. Hvernig getur þetta glóruleysi og hrikalega dýraníð viðgengizt!? Í Þýzkalandi er blóðtaka af fylfullum eða mjólkandi merum stranglega bönnuð, vegna þess viðkvæma ástands, sem merararnar eru þá í - fylfullar eða mjólkandi með folaldi - í öllum 27 löndum ESB, svo og í Sviss er svo blóðmerahald bannað. Hér er, sem sagt, allt að 8-földu magni þess blóðs, sem eðlilegt væri talið að taka mætti úr fullfrískri meri, sem hvorki væri fylfull né mjólkandi, tappað af hryssum, sem eru bæði fylfullar og mjólkandi! Við þetta bætist svo það ofbeldi og þær meiðingar, sem beita þarf dýrin, til að koma þeim í blóðtökubás og negla þær þar, og svo þeir áverkar, sem dýrunum eru veittir, vikulega um 8 vikna skeið, með hálfs sentímetra breiðri blóðtökunál, sem rekin er í gegnum margfalda húð og svo ínn í slagæð dýrisins, og það í 15 mínútur, af eiðsvörðum “dýralæknum”. Þetta er búið að vera í gangi í 40 ár, hefur blasað við á tugum bæja, og MAST hefur átt að hafa eftirlit með þessu - að dýravelferð væri tryggð -, en nánast enginn hefur gert eitthvað með þetta, ekki einu sinni MAST, sem fremur hefur borið blak af starfseminni, en hitt. Svandís Svavarsdóttir, sem kennir sig við grænt, hvaðst ætla að taka faglega á þessu í hitteðfyrra, í samræmi við gildandi dýraverndarlög, en lét svo þetta illvirki bara halda áfram, í nánast óbreyttu formi. Treysti sér greinilega ekki í slaginn við landbúnaðarklíku B og D. Þessi hugleiðing mín snýst þó ekki bara um okkur, mannfólkið, og okkar framferði og skort á mannúð gagnvart dýrum, heldur líka um dýrin og okkur. Samvist manna og dýra. Hestar, blóðmerar, eru auðvitað spendýr, en mannfólkið er líka spendýr. Spendýr eru ólík að formi, gerð og stærð, en eru í grundvallaratriðum öll eins sköpuð. Öll spendýr, ekki bara maðurinn, eru sköpuð með margslungnu tilfinningalífi, finna fyrir andlegri og líkamlegri vanlíðan og þjáningu, óttast og hræðast, kveljast af meiðslum og áverkum, kvíða reyndar líka fyrir, hryggjast, syrgja, hlakka til og gleðjast, allt eins og við. Tilraunir eru gerðar á músum, rottum, kanínum, hundum og öpum - oftast reyndar með hræðilegu kvalræði fyrir dýrin, sem sjaldnast lifa tilraunir af - og er árangur og niðurstöður síðan notaðar fyrir lyfjaþróun og nýjar lækningaaðferðir fyrir mannfólkið. Þetta sýnir auðvitað og sannar náin tengsl og feykileg líkindi allra spendýra, menn meðtaldir. Nýlegt dæmi um það, hversu lík öll spendýr og menn eru, er ígræðsla hjarta úr svíni í mann, sem virkaði. Í 57 ára gamlan Bandaríkjamann, sem var með lífshættulegan hjartasjúkdóm, var fyrir par árum grætt hjarta úr svíni, sem reyndar hafði verið eitthvað aðlagað, með genabreytingum, og lifði maðurinn af um nokkurt skeið. Hjartaígræðsla úr svíni í mann virkaði! Áður hafði það gerzt, að hjartalokur úr svínum höfðu verið græddar í menn, húð af svínum grædd á brunasár manna, og svínsnýra grætt í mann. Hér er líka vert að nefna, að rannsóknir hafa sýnt, að svín búa yfir ótrúlega miklum vitsmunum, alveg á við t.a.n. hunda. Við, spendýrin, erum semsé í grunninn öll sköpuð eins, nema, hvað maðurinn er auðvitað gráðugri, grimmari og miskunnarlausari, en önnur spendýr. Og, hann einn drepur án þarfar, sér til skemmtunr og gleði, af lægstu hvötum; drápslosta. Önnur spendýr, rándýr, drepa aðeins af þörf. Punkturinn er þessi: Við, menn og önnur spendýr, erum ein stór og margbreytileg fjölskylda, þannig, að þegar við erum að halda, slátra og éta önnur spendýr, erum við, í raun, að halda, slátra og éta nátengdar lífverur. Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum og fallegu steikurnar á grillinu, eru hold og vöðvar ”systra okkar og bræðra”. Við fordæmum Kínverja og Kóreumenn fyrir að halda, slátra og éta hunda. Fyrir mér er þetta líka ógeðslegt, ég elska hunda, þeir hafa verið mínir beztu vinir, en á sama tíma höldum við svín, og það við verstu skilyrði, járnum gylturnar t.a.m. niður, langtímum saman, svo þær geta ekki hreyft sig, af ótta við, að þær kæfi allt of marga grísi, sem gylturnar eru neyddar til að ganga með og eignast, með hormónalyfjum (sem eru svo framleidd úr blóði blóðhryssanna); tíðarhringurinn rofinn, þannig, að þær geti átt grísi oftar og meir, en náttúrulegt er. Græðgi mannsins og tilfinningaleysi á sér engin mörk. Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun