Tryggir ÍBV Bestu deildar sæti í dag? | „Þetta eru leikirnir sem þú vilt spila“ Aron Guðmundsson skrifar 14. september 2024 12:16 Hermann Hreiðarsson er þjálfari ÍBV sem er einum sigri frá því að tryggja sér sæti í Bestu deild karla fyrir næsta tímabil Vísir/Hulda Margrét Eyjamenn eru með örlögin í sínum höndum fyrir lokaumferð Lengjudeildar karla í fótbolta í dag. Sigur gegn Leikni Reykjavík gulltryggir sæti ÍBV í Bestu deildinni á næsta tímabili og myndi um leið binda endi á stutta veru liðsins í næstefstu deild. Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV segir sína menn klára í alvöru leik gegn hættulegu liði Leiknis sem hefur að engu öðru að keppa nema stoltinu. Spennan í Lengjudeildinni hefur verið nær óbærileg á tímabilinu og sökum þess að aðeins topplið deildarinnar tryggir sér beint sæti upp í Bestu deildina, á meðan að liðin í öðru til fimmta sæti fara í útsláttarkeppni, er óhætt að segja að spennan nái hámarki í lokaumferð dagsins. Fyrir hana eru það lærisveinar Hermanns Hreiðarssonar úr Vestmannaeyjum sem standa best að vígi á toppi deildarinnar með eins stigs forystu á Fjölni í öðru sætinu. Lið Grafarvogsbúa er það eina sem getur hrifsað toppsætið af ÍBV í dag. En til þess að gera það þarf Fjölnir að bera sigur úr bítum gegn Keflavík á útivelli og um leið treysta á að Eyjamenn misstígi sig gegn Leikni í Breiðholtinu, annað hvort tapi leiknum eða geri jafntefli. Eyjamenn vita að sigur í leik dagsins sér til þess að ÍBV snúi aftur í efstu deild. Staða sem Hermann þjálfari hefði tekið fagnandi ef honum hefði verið boðið hún fyrir tímabilið. „Að sjálfsögðu. Maður hefði hrifsað það af hverjum sem er,“ segir Hermann í samtali við Vísi í morgun. Hermann hefur marga fjöruna sopið sem atvinnu- og landsliðsmaður í fótbolta og nú sem þjálfari. Hann veit sem víst að Leiknir getur reynst hættulegur andstæðingur í dag þrátt fyrir að liðið hafi að engu að keppa nema stoltinu. Það eru oft erfiðustu andstæðingarnir. „Þeir eru með hörku lið. Við þurfum að eiga okkar dag og þá sér leikurinn um sig sjálfur. Við þurfum bara að spila vel og njóta þess að spila. Þetta eru leikirnir sem þú vilt spila. Stóru leikirnir með stórum verðlaunum. Við ætlum að njóta dagsins í botn og erum klárir í alvöru leik. “ Með þá staðreynd í huga að sigur í dag gulltryggir ykkur sæti í Bestu deildinni á næsta tímabili. Hvað viltu sjá frá þínum mönnum í dag? „Í rauninni bara það sem að ég hef séð í allt sumar. Bara þetta vinnuframlag og stemningu í liðinu sem hefur fleytt okkur langt. Við höfum farið mjög langt á stemningunni, leikgleði og vinnusemi. Ég vil bara sjá það frá mínum mönnum. Að menn séu að njóta þess að spila sinn fótbolta. Við höfum verið að spila skemmtilegan bolta. Orkumikinn bolta. Það er það sem maður fer fram á fyrir hvern einasta leik.“ Frítt er í Herjólf í tilefni dagsins og má gera ráð fyrir því að Eyjamenn fjölmenni upp á land og í Breiðholtið til þess að styðja við bakið á sínum mönnum er þeir leggja í loka atlöguna í átt að Bestu deildar sæti. „Jú það er engin spurning. Það er stemning fyrir þessum leik. Enda mikið undir. Við ætlum að gera þetta að skemmtilegum degi. Það verður gaman í Breiðholtinu.“ Lokaumferð Lengjudeildarinnar hefst klukkan tvö í dag. Við greinum frá úrslitum hennar hér á Vísi. Lengjudeild karla Besta deild karla ÍBV Vestmannaeyjar Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Fleiri fréttir Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ Sjá meira
Spennan í Lengjudeildinni hefur verið nær óbærileg á tímabilinu og sökum þess að aðeins topplið deildarinnar tryggir sér beint sæti upp í Bestu deildina, á meðan að liðin í öðru til fimmta sæti fara í útsláttarkeppni, er óhætt að segja að spennan nái hámarki í lokaumferð dagsins. Fyrir hana eru það lærisveinar Hermanns Hreiðarssonar úr Vestmannaeyjum sem standa best að vígi á toppi deildarinnar með eins stigs forystu á Fjölni í öðru sætinu. Lið Grafarvogsbúa er það eina sem getur hrifsað toppsætið af ÍBV í dag. En til þess að gera það þarf Fjölnir að bera sigur úr bítum gegn Keflavík á útivelli og um leið treysta á að Eyjamenn misstígi sig gegn Leikni í Breiðholtinu, annað hvort tapi leiknum eða geri jafntefli. Eyjamenn vita að sigur í leik dagsins sér til þess að ÍBV snúi aftur í efstu deild. Staða sem Hermann þjálfari hefði tekið fagnandi ef honum hefði verið boðið hún fyrir tímabilið. „Að sjálfsögðu. Maður hefði hrifsað það af hverjum sem er,“ segir Hermann í samtali við Vísi í morgun. Hermann hefur marga fjöruna sopið sem atvinnu- og landsliðsmaður í fótbolta og nú sem þjálfari. Hann veit sem víst að Leiknir getur reynst hættulegur andstæðingur í dag þrátt fyrir að liðið hafi að engu að keppa nema stoltinu. Það eru oft erfiðustu andstæðingarnir. „Þeir eru með hörku lið. Við þurfum að eiga okkar dag og þá sér leikurinn um sig sjálfur. Við þurfum bara að spila vel og njóta þess að spila. Þetta eru leikirnir sem þú vilt spila. Stóru leikirnir með stórum verðlaunum. Við ætlum að njóta dagsins í botn og erum klárir í alvöru leik. “ Með þá staðreynd í huga að sigur í dag gulltryggir ykkur sæti í Bestu deildinni á næsta tímabili. Hvað viltu sjá frá þínum mönnum í dag? „Í rauninni bara það sem að ég hef séð í allt sumar. Bara þetta vinnuframlag og stemningu í liðinu sem hefur fleytt okkur langt. Við höfum farið mjög langt á stemningunni, leikgleði og vinnusemi. Ég vil bara sjá það frá mínum mönnum. Að menn séu að njóta þess að spila sinn fótbolta. Við höfum verið að spila skemmtilegan bolta. Orkumikinn bolta. Það er það sem maður fer fram á fyrir hvern einasta leik.“ Frítt er í Herjólf í tilefni dagsins og má gera ráð fyrir því að Eyjamenn fjölmenni upp á land og í Breiðholtið til þess að styðja við bakið á sínum mönnum er þeir leggja í loka atlöguna í átt að Bestu deildar sæti. „Jú það er engin spurning. Það er stemning fyrir þessum leik. Enda mikið undir. Við ætlum að gera þetta að skemmtilegum degi. Það verður gaman í Breiðholtinu.“ Lokaumferð Lengjudeildarinnar hefst klukkan tvö í dag. Við greinum frá úrslitum hennar hér á Vísi.
Lengjudeild karla Besta deild karla ÍBV Vestmannaeyjar Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Fleiri fréttir Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ Sjá meira