Kröfur upp á um 13 milljarða í þrotabú Skagans 3X Lovísa Arnardóttir skrifar 14. september 2024 07:29 Frá athafnasvæði Skagans 3X á Akranesi. Vísir/Arnar Gerðar hafa verið kröfur í þrotabú Skagans 3X sem nema um þrettán milljörðum króna. Fyrirtækið var úrskurðað gjaldþrota í júlí. Stærstu kröfurnar í búið eru almennar kröfur sem nema um níu milljörðum. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag. Frestur til að lýsa kröfu í búið rann út á mánudag í þessari viku. Þar kemur einnig fram að stærstu kröfuhafarnir séu fasteignafélagið Grenjar ehf. á Akranesi. Fyrirtækið leigði húsnæði Grenja undir starfsemi sína. Grenjar lýsir sjö kröfum í þrotabúið samkvæmt frétt Morgunblaðsins sem nema um 4,4 milljörðum króna. Þá gera einnig kröfu í þrotabúið færeyska fiskvinnslufyrirtækið Varðin Pelagic P/F og SFV11 Holding. Kröfur þeirra eru upp á meira en milljarð. Þá kemur einnig fram í frétt Morgunblaðsins að skiptastjóri taki ekki afstöðu til almennra krafna því ljóst sé að ekkert fáist greitt upp í þær. Þá gerir Íslandsbanki veðkröfu upp á um 2,9 milljarða. Forgangskröfur eru svo um 880 milljónir en skiptastjóri hefur samkvæmt frétt Morgunblaðsins þegar hafnað kröfum upp á um 600 milljónum. Voru að skoða tilboð Greint var frá því við lok síðasta mánaðar að einhver tilboð hefðu borist í þrotabúið en ekkert í allar eignir í heilu lagi síðan slíku tilboði var hafnað stuttu eftir að tilkynnt var um gjaldþrotið. Skaginn 3X, hátæknifyrirtæki sem framleiddi tæki til matvælaframleiðslu, varð gjaldþrota og öllum 128 starfsmönnum þess sagt upp í byrjun júlí. Skömmu eftir gjaldþrotið barst tilboð allar í eignir þess sem var háð ýmsum skilyrðum, þar á meðal kaupum á fasteignum sem þrotabúið átti ekki. Fram kom svo í fréttum um miðjan ágúst að ekki hafi tekist að ganga að því tilboði og því væri nú stefnt að því að selja eignir þrotabúsins í bútum. Akranes Gjaldþrot Gjaldþrot Skagans 3X Tengdar fréttir Bæjarstjórn hefur ekki gefið upp von um endurreisn Skagans 3X Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar lýsir yfir miklum harmi yfir þeirri stöðu sem upp er komin í máli Skagans 3X en hún hefur þó ekki gefið upp alla von um endurreista starfsemi fyrirtækisins á Akranesi. 19. ágúst 2024 18:18 Enginn byggi upp fyrirtæki til að standa í veg fyrir endurreisn þess Grenjar ehf., sem er eigandi fasteigna á Akranesi sem félagið Skaginn 3X leigði fyrir starfsemi sína, hafna því að endurreisn síðarnefnda félagsins hafi ekki náð fram að ganga vegna þess að ekki náðist samkomulag við félagið. Sárt sé að sitja undir „uppspuna og óhróðri“ um slíkt. 17. ágúst 2024 13:29 „Þetta var bara okkar líf og nú er það farið“ Starfsfólk Skagans 3X er í áfalli þar sem tilraunir til að selja fyrirtækið í heilu lagi hafa ekki gengið eftir. Útlit er fyrir að starfsemin verði seld í bútum. 16. ágúst 2024 19:01 Mest lesið Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Viðskipti innlent Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Viðskipti innlent Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Viðskipti innlent Fleiri fréttir Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Sjá meira
Þar kemur einnig fram að stærstu kröfuhafarnir séu fasteignafélagið Grenjar ehf. á Akranesi. Fyrirtækið leigði húsnæði Grenja undir starfsemi sína. Grenjar lýsir sjö kröfum í þrotabúið samkvæmt frétt Morgunblaðsins sem nema um 4,4 milljörðum króna. Þá gera einnig kröfu í þrotabúið færeyska fiskvinnslufyrirtækið Varðin Pelagic P/F og SFV11 Holding. Kröfur þeirra eru upp á meira en milljarð. Þá kemur einnig fram í frétt Morgunblaðsins að skiptastjóri taki ekki afstöðu til almennra krafna því ljóst sé að ekkert fáist greitt upp í þær. Þá gerir Íslandsbanki veðkröfu upp á um 2,9 milljarða. Forgangskröfur eru svo um 880 milljónir en skiptastjóri hefur samkvæmt frétt Morgunblaðsins þegar hafnað kröfum upp á um 600 milljónum. Voru að skoða tilboð Greint var frá því við lok síðasta mánaðar að einhver tilboð hefðu borist í þrotabúið en ekkert í allar eignir í heilu lagi síðan slíku tilboði var hafnað stuttu eftir að tilkynnt var um gjaldþrotið. Skaginn 3X, hátæknifyrirtæki sem framleiddi tæki til matvælaframleiðslu, varð gjaldþrota og öllum 128 starfsmönnum þess sagt upp í byrjun júlí. Skömmu eftir gjaldþrotið barst tilboð allar í eignir þess sem var háð ýmsum skilyrðum, þar á meðal kaupum á fasteignum sem þrotabúið átti ekki. Fram kom svo í fréttum um miðjan ágúst að ekki hafi tekist að ganga að því tilboði og því væri nú stefnt að því að selja eignir þrotabúsins í bútum.
Akranes Gjaldþrot Gjaldþrot Skagans 3X Tengdar fréttir Bæjarstjórn hefur ekki gefið upp von um endurreisn Skagans 3X Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar lýsir yfir miklum harmi yfir þeirri stöðu sem upp er komin í máli Skagans 3X en hún hefur þó ekki gefið upp alla von um endurreista starfsemi fyrirtækisins á Akranesi. 19. ágúst 2024 18:18 Enginn byggi upp fyrirtæki til að standa í veg fyrir endurreisn þess Grenjar ehf., sem er eigandi fasteigna á Akranesi sem félagið Skaginn 3X leigði fyrir starfsemi sína, hafna því að endurreisn síðarnefnda félagsins hafi ekki náð fram að ganga vegna þess að ekki náðist samkomulag við félagið. Sárt sé að sitja undir „uppspuna og óhróðri“ um slíkt. 17. ágúst 2024 13:29 „Þetta var bara okkar líf og nú er það farið“ Starfsfólk Skagans 3X er í áfalli þar sem tilraunir til að selja fyrirtækið í heilu lagi hafa ekki gengið eftir. Útlit er fyrir að starfsemin verði seld í bútum. 16. ágúst 2024 19:01 Mest lesið Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Viðskipti innlent Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Viðskipti innlent Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Viðskipti innlent Fleiri fréttir Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Sjá meira
Bæjarstjórn hefur ekki gefið upp von um endurreisn Skagans 3X Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar lýsir yfir miklum harmi yfir þeirri stöðu sem upp er komin í máli Skagans 3X en hún hefur þó ekki gefið upp alla von um endurreista starfsemi fyrirtækisins á Akranesi. 19. ágúst 2024 18:18
Enginn byggi upp fyrirtæki til að standa í veg fyrir endurreisn þess Grenjar ehf., sem er eigandi fasteigna á Akranesi sem félagið Skaginn 3X leigði fyrir starfsemi sína, hafna því að endurreisn síðarnefnda félagsins hafi ekki náð fram að ganga vegna þess að ekki náðist samkomulag við félagið. Sárt sé að sitja undir „uppspuna og óhróðri“ um slíkt. 17. ágúst 2024 13:29
„Þetta var bara okkar líf og nú er það farið“ Starfsfólk Skagans 3X er í áfalli þar sem tilraunir til að selja fyrirtækið í heilu lagi hafa ekki gengið eftir. Útlit er fyrir að starfsemin verði seld í bútum. 16. ágúst 2024 19:01