„Ég stend við þessa ákvörðun“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 13. september 2024 19:26 Dómsmálaráðherra stendur keik við ákvörðun sína Vísir Dómsmálaráðherra stendur keik við ákvörðun sína um að veita Helga Magnúsi Gunnarssyni vararíkissaksóknara ekki lausn frá störfum, þrátt fyrir gagnrýni. Hún segir eðlilegt að fram komi ólík sjónarmið enda eigi málið sér fá sem engin fordæmi. Ríkissaksóknari telur umræðu um málið hafa verið óvægna gagnvart embættinu. Ákvörðun dómsmálaráðherra um að leysa Helga Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknara ekki frá störfum hefur sætt gagnrýni úr ýmsum áttum. Meðal annars hafa Róbert Spanó, fyrrverandi forseti Mannréttindadómstóls Evrópu og Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari, lýst efasemdum um þær forsendur sem ráðherra gefur sér til stuðnings ákvörðuninni. Þá hefur lögmaðurinn Almar Möller einnig lýst efasemdum, þó úr annarri átt. Í svari Sigríðar Friðjónsdóttur ríkissaksóknara við fyrirspurn fréttastofu í dag segist hún telja að hallað hafi verulega á embætti ríkissaksóknara og á ákæruvaldið í umfjöllun fjölmiðla um málið, í „því moldviðri“ sem Helga Magnúsi hafi tekist að magna upp. Þá ýtrekar hún að málið lúti ekki að persónu Helga Magnúsar, heldur að sjálfstæði og hlutleysi ákæruvaldsins og trausti almennings til þess. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segist standa keik við ákvörðun sína, innt eftir viðbrögðum við framkominni gagnrýni. „Ég stend við þessa ákvörðun. Það hefur komið skýrt fram í máli mínu að ég leitaði ráðgjafar bæði innan og utan ráðuneytisins. Ég fékk tvær virtar lögfræðistofur til að gefa mér álit, þeim bar ekki saman og það varðaði aðallega tjáningarfrelsið,“ segir Guðrún. „Það er ekkert óeðlilegt við það þó að lögspekingar stigi núna fram og hafi sínar skoðanir í sitt hvora áttina, enda á þetta mál sér fá ef nokkur fordæmi. Þess vegna meðal annars ákvað ég að gæta meðalhófs í ákvörðun minni.“ Óttast þú ekki að þetta rýri traust til ákæruvaldsins? „Nei, ég óttast það ekki. Það er undir auðvitað ákæruvaldinu komið að vanda sín vinnubrögð og vinna vel og af öryggi og trausti í þágu þjóðarinnar og ég treysti þeim til þess,“ svarar Guðrún. Lögmennska Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Stjórnsýsla Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira
Ákvörðun dómsmálaráðherra um að leysa Helga Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknara ekki frá störfum hefur sætt gagnrýni úr ýmsum áttum. Meðal annars hafa Róbert Spanó, fyrrverandi forseti Mannréttindadómstóls Evrópu og Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari, lýst efasemdum um þær forsendur sem ráðherra gefur sér til stuðnings ákvörðuninni. Þá hefur lögmaðurinn Almar Möller einnig lýst efasemdum, þó úr annarri átt. Í svari Sigríðar Friðjónsdóttur ríkissaksóknara við fyrirspurn fréttastofu í dag segist hún telja að hallað hafi verulega á embætti ríkissaksóknara og á ákæruvaldið í umfjöllun fjölmiðla um málið, í „því moldviðri“ sem Helga Magnúsi hafi tekist að magna upp. Þá ýtrekar hún að málið lúti ekki að persónu Helga Magnúsar, heldur að sjálfstæði og hlutleysi ákæruvaldsins og trausti almennings til þess. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segist standa keik við ákvörðun sína, innt eftir viðbrögðum við framkominni gagnrýni. „Ég stend við þessa ákvörðun. Það hefur komið skýrt fram í máli mínu að ég leitaði ráðgjafar bæði innan og utan ráðuneytisins. Ég fékk tvær virtar lögfræðistofur til að gefa mér álit, þeim bar ekki saman og það varðaði aðallega tjáningarfrelsið,“ segir Guðrún. „Það er ekkert óeðlilegt við það þó að lögspekingar stigi núna fram og hafi sínar skoðanir í sitt hvora áttina, enda á þetta mál sér fá ef nokkur fordæmi. Þess vegna meðal annars ákvað ég að gæta meðalhófs í ákvörðun minni.“ Óttast þú ekki að þetta rýri traust til ákæruvaldsins? „Nei, ég óttast það ekki. Það er undir auðvitað ákæruvaldinu komið að vanda sín vinnubrögð og vinna vel og af öryggi og trausti í þágu þjóðarinnar og ég treysti þeim til þess,“ svarar Guðrún.
Lögmennska Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Stjórnsýsla Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira