Einnig verður fjallað um launadeilu sem tengist veitingastaðnum Ítalíu en Efling sakar rekstraraðila staðarins um launaþjófnað. Efnt var til mótmæla fyrir utan staðinn í gærkvöldi.
Að auki fylgjumst við áfram með umræðum um fjárlögin sem kynnt voru á dögunum en menntamálaráðherra segir að fjármagn verði sett í þjóðarleikvanga á næsta ári auk þess sem afreksíþróttamenn fái 250 milljónir aukalega.
Í íþróttapakka dagsins verður það svo Besta deild karla sem verður í sviðsljósinu en þar rúllar boltinn aftur í kvöld eftir landsleikjahlé.