Hvar er hamingjan? Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar 13. september 2024 13:01 Þegar einstaklingum líður svo illa í samfélagi að þeir vilja ekki vera hluti af því og skaða því bæði aðra og sjálfa sig, er þá ekki eitthvað að samfélaginu? Þurfum við þá ekki að breyta samfélaginu frekar en að einbeita okkur að eintaklingnum og hans „vandamálum“ (lesist: göllum)? Við gerum þetta með bæði gæludýr og lítil börn, ef þeim líður illa reynum við að greina orsökina og breyta svo umhverfinu í kringum þau. Ef ungabarn sefur ekki nóg vegna birtu í herberginu, þá setjum við upp myrkvunargluggatjöld. Ef barn hræðist myrkur á háttatíma setjum við upp fallegt næturljós. Ef heimilishundurinn er dapur vegna langrar fjarveru heimilisfólks er sett upp prógramm þar sem heimilisfólk skiptist á að skreppa heim í hádeginu eða koma fyrr heim á daginn til að veita honum félagsskap og hreyfingu. Í stuttu máli, við horfum ekki á þessar sálir og segjum „það er eitthvað að þér, lagaðu þig“ heldur berum við skyn til að sjá að umhverfi þeirra er ekki sem best er á kosið, og finnum lausnir. Einhvernveginn missum við svo þetta skyn með tímanum, þegar börnin fara í skóla, verða unglingar og svo fullorðið fólk, þá verður það einhvernveginn meira og meira þeirra einkamál hvort þau þrífast í samfélaginu sem við sköpum þeim. Og á endanum finnst okkur ekkert að samfélaginu heldur eitthvað AÐ þessum einstaklingum og sendum þeim skýr skilaboð um það. Svo reynum við bara að aftengja þá með stofnanavist og lyfjum, setjum þá jafnvel í afgangsflokkinn „bótaþegar“ og lítum á þennan „hóp“ sem aðskilinn frá samélaginu, eins og orðalagið „koma þeim út í samfélagið á ný“ ber alltaf sorglegt vitni um. Fyrir okkur er SAMFÉLAGIÐ í lagi en ákveðinn „hópur“ einstaklinga dálítið gallaður því honum líður ekki vel í því. En samt finnst okkur ekki þörf á að breyta samfélaginu, eða hvað? Því svona hefur samfélagið verið svo lengi og „mér og mínum“ gengur vel í því eins og það er, hagvöxtur er blabla, skýr teikn á lofti um að vextir blablabla, menntastigið er blablablabla og verg þjóðarframleiðslablablablablabla. Breski hagfræðiprófessorinn Richard Layard hefur þó lengi bent á að velsæld þjóðar sé ekki hægt að mæla með hagtölunum einum saman, hann kom meira að segja til Íslands á síðasta ári með þennan boðskap sinn, hlustuðu einhver á hann? Layard er og einn af stofnendum alþjóðlegrar hreyfingar, Action for Happiness, sem hefur þá einu stefnu að auka Hamingju í heiminum og aðstoða fólk við að finna leiðir til að skapa Hamingjusamari samfélög. Synd að ekki skyldi tækifærið notað, þegar Layard heimsótti Ísland, og á fót settur íslenskur armur þessarar hreyfingar en það er auðvitað ekki útséð með það. Hins vegar fékk ég dulítið á tilfinninguna að boðskapur prófessorsins hafi bara þótt krúttlegur og við hæfi að bjóða karlinum að tala á nýju Velsældarþingi sem haldið var þá í fyrsta sinn. Í ár opnaði núverandi forsætisráðherra þingið með ávarpi þar sem hann talaði mikið um Velsældaráherslur ríkisstjórnarinnar sem voru settar á blað árið 2019 og eru að mörgu leyti jákvæðar en lýsa einnig nokkuð þröngum skilningi á velsæld, þar sem allt er sett í samhengi við fjárútlát, fjárfestingar og uppskeru í formi hagvaxtar. Þar er til að mynda ekki minnst einu orði á Hamingjuna.Kannski er kominn tími til að íslenskt samfélag, með stjórnvöld í fararbroddi, setji Hamingju ofar á forgangslistann, eða á forgangslistann yfir höfuð? Hvernig myndi einstaklingum farnast ef samfélagið gerði þeim kleift að lifa Hamingjusömu lífi? Hvernig væri menntakerfið ef yfirmarkmið þess væri að nemendur væru Hamingjusamir? Hvernig væri heilbrigðiskerfið ef yfirmarkmið þess væri að notendur fengju ekki bara bót meina sinna, heldur væru einfaldlega Hamingjusamir? Hugsið ykkur velferðarkerfi sem sinnti ekki bara grunnþörfum fólks heldur hefði Hamingju þess að leiðarljósi. Hvernig væri þjóðfélag sem hefði það að ymarkmiði að hver og einn borgari þess væri Hamingjusamur? Hefur einhverntíma verið minnst á Hamingjuna í stefnuræðu forsætisráðherra? Hefur einhverntíma verið stefnt að því að efla Hamingju fólks í stefnuskrám ríkisstjórna? Tala forsetar einhverntíma um Hamingjuna í 17. Júní ræðum? Hvar er Hamingjan? Höfundur er Hamingjuþjálfi hjá Andanu Happiness Coaching Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þegar einstaklingum líður svo illa í samfélagi að þeir vilja ekki vera hluti af því og skaða því bæði aðra og sjálfa sig, er þá ekki eitthvað að samfélaginu? Þurfum við þá ekki að breyta samfélaginu frekar en að einbeita okkur að eintaklingnum og hans „vandamálum“ (lesist: göllum)? Við gerum þetta með bæði gæludýr og lítil börn, ef þeim líður illa reynum við að greina orsökina og breyta svo umhverfinu í kringum þau. Ef ungabarn sefur ekki nóg vegna birtu í herberginu, þá setjum við upp myrkvunargluggatjöld. Ef barn hræðist myrkur á háttatíma setjum við upp fallegt næturljós. Ef heimilishundurinn er dapur vegna langrar fjarveru heimilisfólks er sett upp prógramm þar sem heimilisfólk skiptist á að skreppa heim í hádeginu eða koma fyrr heim á daginn til að veita honum félagsskap og hreyfingu. Í stuttu máli, við horfum ekki á þessar sálir og segjum „það er eitthvað að þér, lagaðu þig“ heldur berum við skyn til að sjá að umhverfi þeirra er ekki sem best er á kosið, og finnum lausnir. Einhvernveginn missum við svo þetta skyn með tímanum, þegar börnin fara í skóla, verða unglingar og svo fullorðið fólk, þá verður það einhvernveginn meira og meira þeirra einkamál hvort þau þrífast í samfélaginu sem við sköpum þeim. Og á endanum finnst okkur ekkert að samfélaginu heldur eitthvað AÐ þessum einstaklingum og sendum þeim skýr skilaboð um það. Svo reynum við bara að aftengja þá með stofnanavist og lyfjum, setjum þá jafnvel í afgangsflokkinn „bótaþegar“ og lítum á þennan „hóp“ sem aðskilinn frá samélaginu, eins og orðalagið „koma þeim út í samfélagið á ný“ ber alltaf sorglegt vitni um. Fyrir okkur er SAMFÉLAGIÐ í lagi en ákveðinn „hópur“ einstaklinga dálítið gallaður því honum líður ekki vel í því. En samt finnst okkur ekki þörf á að breyta samfélaginu, eða hvað? Því svona hefur samfélagið verið svo lengi og „mér og mínum“ gengur vel í því eins og það er, hagvöxtur er blabla, skýr teikn á lofti um að vextir blablabla, menntastigið er blablablabla og verg þjóðarframleiðslablablablablabla. Breski hagfræðiprófessorinn Richard Layard hefur þó lengi bent á að velsæld þjóðar sé ekki hægt að mæla með hagtölunum einum saman, hann kom meira að segja til Íslands á síðasta ári með þennan boðskap sinn, hlustuðu einhver á hann? Layard er og einn af stofnendum alþjóðlegrar hreyfingar, Action for Happiness, sem hefur þá einu stefnu að auka Hamingju í heiminum og aðstoða fólk við að finna leiðir til að skapa Hamingjusamari samfélög. Synd að ekki skyldi tækifærið notað, þegar Layard heimsótti Ísland, og á fót settur íslenskur armur þessarar hreyfingar en það er auðvitað ekki útséð með það. Hins vegar fékk ég dulítið á tilfinninguna að boðskapur prófessorsins hafi bara þótt krúttlegur og við hæfi að bjóða karlinum að tala á nýju Velsældarþingi sem haldið var þá í fyrsta sinn. Í ár opnaði núverandi forsætisráðherra þingið með ávarpi þar sem hann talaði mikið um Velsældaráherslur ríkisstjórnarinnar sem voru settar á blað árið 2019 og eru að mörgu leyti jákvæðar en lýsa einnig nokkuð þröngum skilningi á velsæld, þar sem allt er sett í samhengi við fjárútlát, fjárfestingar og uppskeru í formi hagvaxtar. Þar er til að mynda ekki minnst einu orði á Hamingjuna.Kannski er kominn tími til að íslenskt samfélag, með stjórnvöld í fararbroddi, setji Hamingju ofar á forgangslistann, eða á forgangslistann yfir höfuð? Hvernig myndi einstaklingum farnast ef samfélagið gerði þeim kleift að lifa Hamingjusömu lífi? Hvernig væri menntakerfið ef yfirmarkmið þess væri að nemendur væru Hamingjusamir? Hvernig væri heilbrigðiskerfið ef yfirmarkmið þess væri að notendur fengju ekki bara bót meina sinna, heldur væru einfaldlega Hamingjusamir? Hugsið ykkur velferðarkerfi sem sinnti ekki bara grunnþörfum fólks heldur hefði Hamingju þess að leiðarljósi. Hvernig væri þjóðfélag sem hefði það að ymarkmiði að hver og einn borgari þess væri Hamingjusamur? Hefur einhverntíma verið minnst á Hamingjuna í stefnuræðu forsætisráðherra? Hefur einhverntíma verið stefnt að því að efla Hamingju fólks í stefnuskrám ríkisstjórna? Tala forsetar einhverntíma um Hamingjuna í 17. Júní ræðum? Hvar er Hamingjan? Höfundur er Hamingjuþjálfi hjá Andanu Happiness Coaching
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun