Hvers vegna borðar fólkið ekki bara kökur? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar 12. september 2024 18:01 Spurningin hér að ofan er höfð eftir Marie Antoinette Frakkadrottningu. Hún missti þetta út úr sér, þegar soltinn lýðurinn heimtaði brauð til að seðja hungur sitt í aðdraganda frönsku byltingarinnar árið 1789. Áslaug Arna – ein af prinsessum Sjálfstæðisflokksins, ekki satt? – bregst við eins og drottningin, þegar ungir Sjálfstæðismenn krefja hana svara í örvæntingu sinni um, hvers vegna Sjálfstæðisflokkurinn er að veslast upp þessi misserin? Hún segist hafa vandað um við þá bæði á nýafstöðnum flokksráðsfundi og í Mbl. (06.09.24). Hvar mega þeir leita huggunar í raunum sínum? Svarið verður ekki skilið á annan veg en þann, að þeir eigi að fara með bænirnar sínar, helst kvölds og morgna: „Stétt með stétt og báknið burt“ – Amen. Mér skilst af undirtektum, að þeir telji sig vera litlu nær. Mér er málið „pínulítið“skylt, af því að Áslaug Arna vitnar í útvarpsviðtal, sem Bryndís átti við kunnan atvinnurekanda fyrir u.þ.b. 30 árum síðan. Hann hafði sögu að segja frá því, að Alþýðuflokknum (blessuð sé minning hans) tókst á kreppuárunum á fjórða áratugnum að fá því framgengt, að fátækt fólk væri ekki svipt atkvæðisréttinum, þóttþað þyrfti „að þiggja af sveit“, hvort heldur var vegna heilsubrests eða atvinnnuleysis. Fátækt væri ekki glæpur, sem kallaði á refsingu. Þvert á móti: Hinir fátæku ættu að nýta atkvæðisréttinn- mannréttindi – til að berjast gegn fátækt. Íhaldið – eins og það var réttilega kallað í den – var á móti því. Það ætti ekki að umbuna fólki fyrir leti og framtaksleysi. Og þetta sama íhald fór hamförum á þingi gegn lögleiðingu atvinnuleysistrygginga. Rökin voru þau, að þar með væri verið að verðlauna fólk fyrir „leti og framtaksleysi“. Rúsínan í pilsuendanum hjá Bryndísi var sú, að þegar kjördagur rann upp, brá svo við, „þurfalingarnir“ umbunuðu andstæðingum sínum – misnotuðu atkvæðisréttinn og kusu íhaldið. Sumir kölluðu þetta húsbóndahollustu - og þótti gott. Aðrir kenndu undirgefni af þessu tagi við þrælslund og kúgun – og þótti snautlegt. FLAGÐ UNDIR FÖGRU SKINNI? Hvað kemur þetta sálarháska ungra Sjálfstæðismanna við? Margt og mikið, þegar að er gáð. Eitt er sýndarveruleiki hátíðarræðunnar – annað er veruleiki hversdagslífsins, sem margir búa við. Hátíðarræðan hennar Áslaugar Örnu á lítið skylt við veruleika hinnar einstæðu móður með börn á framfæri, sem á ekki fyrir leigunni. Dæmin eru óteljandi. Ég læt nokkur nægja, því að lesandinn kannast áreiðanlega við miklu fleiri af eigin lífsreynslu. (1) Á Íslandi búa núna tvær þjóðir: Annars vegar fámenn stétt ofurríkra, sem eru smám saman að eignast Ísland með gögnum þess og gæðum. Sú þjóð býr við allsnægir. Hins vegar er fjölmennur og vaxandi hópur fólks, þar sem launin duga ekki til framfærslu, og húsaleigu - og vaxtaokur bindur í skuldaþrældóm. Fjármagnseigendur og lánadrottnar búa við verðtryggingu, sem jafnframt hneppir lántakendur og leigjendur í skuldafangelsi.Í átíðarræðunni lofsyngja þeir sjálfstæði eigin húsnæðis en markaðurinn dæmir leigjandann í ævilangan skuldaþrældóm. (2) Hinir ofurríku safna auði í skjóli pólitísks valds, sem hefur fært þeim einkaleyfi á nýtingu auðlinda í eigu þjóðarinnar. Að þessu leyti erum vð líkari Rússlandi Putins en draumnum um hið norræna velferðarríki. Samanburðrinn við Noreg afhjúpar mismuninn. Norðmenn eru nú skuldlaus þjóð, af því að því að arðurinn af auðlindunum rennur til norsku þjóðarinnar en ekki fáeinna auðkýfinga. (3) Við erum ekki jöfn fyrir lögunum. Einkaleyfishafarnir skrá eignarhaldsfélög sín í skattaskjólum (t.d. á Kýpur) og nota skattfrjálst fé sitt til að kaupa upp fyrirtæki í einokunarstöðu eða í fákeppni með samráði, sbr. skipafélögin tvö sem annast út- og innflutning þjóðarinnar. (4) Vegna skattundankomu hinna ofurríku eru tekjur tekjustofnar ríkisins hjá okkar fámennu þjóð við það að bresta – og þar með innviðir samfélagsins: Heilbrigðis-, skóla- og vegakerfið eru aðþrotum komin. Tekjur hinna ríku eru aðallega fjarmagnstekjur. Þær bera lægri skatta en laun og renna alls ekki til sveitarfélaga viðkomandi. Hinir ofurríku fá þar með bæði skattívilnanir og fría þjónustu frá samfélaginu. (5) Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins afnam árið 1999 verkamanna- bústaðakerfið, sem Alþýðuflokkurinn kom á árið 1929. Og seldu 11 þúsund íbúðir út úr félagslegu kerfi. Það er varla til sú borg í Evrópu, sem býður ekki upp á félagslegt húsnæðiskerfi, þar sem fólk á val milli kaupa eða leigu á viðráðanlegum kjörum. Félagslega kerfið dekkar yfirleitt milli 20%- 40% af húsnæðismarkaðnum. Hér eru fáein fjárfestingar- og verktakafyrirtæki (með allt að 100% hagnaðarkröfu) allsráðandi á markaðnum. Heilli kynslóð hefur veriðúthýst. Gjaldþrot íbúðalánasjóðs Framsóknarflokksins hangir eins og snara um háls skattgreiðenda og lífeyrissjóða. (6) Ísland hefur á seinustu árum hrapað niður samanburðarlistann yfir spilltustu þjóðfélög meðal þróaðra ríkja. Þessi spilling birtist okkur hvert sem litið er: Í fákeppni og okri fjármálakerfisins; í pólítískum mannaráðningum ríkis og ríkisstofnana og skattfríðindum og ívilnunum auðstéttarinnar. Þetta eru bara nokkur dæmi. Klíkuskapurinn er allsráðandi. Það er stétt gegn stétt. Eða flagð undir fögru sinni. Það er von, að fyrrvarandi kjósendum Sjálfstæðisflokksins blöskri. Það kostar sitt að misnota kosningaréttinn. (Höfundur var formaður Alþýðuflokksins - jafnaðarmanna flokks Íslands - 1984-96). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Baldvin Hannibalsson Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Mest lesið Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 07.12.2024 Halldór Skoðun Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Ahimsa: Siðferði kjöts og innflytjendamála Rajan Parrikar skrifar Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stigmögnun ofbeldis í nánum samböndum Kristín Snorradóttir skrifar Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir skrifar Skoðun Mun ný ríkisstjórn Íslands endurskoða hvalveiðileyfið? Elissa Phillips skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við raforkuöryggi almennings til framtíðar? Dagur Helgason skrifar Skoðun Erindisleysa Kennarasambandsins Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Óvenjuleg hálka Sara Oskarsson skrifar Skoðun Það eru margar leiðir til að lækka vexti Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Voru aðdragandi og úrslit þingkosninga lýðræðisleg? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar Sjá meira
Spurningin hér að ofan er höfð eftir Marie Antoinette Frakkadrottningu. Hún missti þetta út úr sér, þegar soltinn lýðurinn heimtaði brauð til að seðja hungur sitt í aðdraganda frönsku byltingarinnar árið 1789. Áslaug Arna – ein af prinsessum Sjálfstæðisflokksins, ekki satt? – bregst við eins og drottningin, þegar ungir Sjálfstæðismenn krefja hana svara í örvæntingu sinni um, hvers vegna Sjálfstæðisflokkurinn er að veslast upp þessi misserin? Hún segist hafa vandað um við þá bæði á nýafstöðnum flokksráðsfundi og í Mbl. (06.09.24). Hvar mega þeir leita huggunar í raunum sínum? Svarið verður ekki skilið á annan veg en þann, að þeir eigi að fara með bænirnar sínar, helst kvölds og morgna: „Stétt með stétt og báknið burt“ – Amen. Mér skilst af undirtektum, að þeir telji sig vera litlu nær. Mér er málið „pínulítið“skylt, af því að Áslaug Arna vitnar í útvarpsviðtal, sem Bryndís átti við kunnan atvinnurekanda fyrir u.þ.b. 30 árum síðan. Hann hafði sögu að segja frá því, að Alþýðuflokknum (blessuð sé minning hans) tókst á kreppuárunum á fjórða áratugnum að fá því framgengt, að fátækt fólk væri ekki svipt atkvæðisréttinum, þóttþað þyrfti „að þiggja af sveit“, hvort heldur var vegna heilsubrests eða atvinnnuleysis. Fátækt væri ekki glæpur, sem kallaði á refsingu. Þvert á móti: Hinir fátæku ættu að nýta atkvæðisréttinn- mannréttindi – til að berjast gegn fátækt. Íhaldið – eins og það var réttilega kallað í den – var á móti því. Það ætti ekki að umbuna fólki fyrir leti og framtaksleysi. Og þetta sama íhald fór hamförum á þingi gegn lögleiðingu atvinnuleysistrygginga. Rökin voru þau, að þar með væri verið að verðlauna fólk fyrir „leti og framtaksleysi“. Rúsínan í pilsuendanum hjá Bryndísi var sú, að þegar kjördagur rann upp, brá svo við, „þurfalingarnir“ umbunuðu andstæðingum sínum – misnotuðu atkvæðisréttinn og kusu íhaldið. Sumir kölluðu þetta húsbóndahollustu - og þótti gott. Aðrir kenndu undirgefni af þessu tagi við þrælslund og kúgun – og þótti snautlegt. FLAGÐ UNDIR FÖGRU SKINNI? Hvað kemur þetta sálarháska ungra Sjálfstæðismanna við? Margt og mikið, þegar að er gáð. Eitt er sýndarveruleiki hátíðarræðunnar – annað er veruleiki hversdagslífsins, sem margir búa við. Hátíðarræðan hennar Áslaugar Örnu á lítið skylt við veruleika hinnar einstæðu móður með börn á framfæri, sem á ekki fyrir leigunni. Dæmin eru óteljandi. Ég læt nokkur nægja, því að lesandinn kannast áreiðanlega við miklu fleiri af eigin lífsreynslu. (1) Á Íslandi búa núna tvær þjóðir: Annars vegar fámenn stétt ofurríkra, sem eru smám saman að eignast Ísland með gögnum þess og gæðum. Sú þjóð býr við allsnægir. Hins vegar er fjölmennur og vaxandi hópur fólks, þar sem launin duga ekki til framfærslu, og húsaleigu - og vaxtaokur bindur í skuldaþrældóm. Fjármagnseigendur og lánadrottnar búa við verðtryggingu, sem jafnframt hneppir lántakendur og leigjendur í skuldafangelsi.Í átíðarræðunni lofsyngja þeir sjálfstæði eigin húsnæðis en markaðurinn dæmir leigjandann í ævilangan skuldaþrældóm. (2) Hinir ofurríku safna auði í skjóli pólitísks valds, sem hefur fært þeim einkaleyfi á nýtingu auðlinda í eigu þjóðarinnar. Að þessu leyti erum vð líkari Rússlandi Putins en draumnum um hið norræna velferðarríki. Samanburðrinn við Noreg afhjúpar mismuninn. Norðmenn eru nú skuldlaus þjóð, af því að því að arðurinn af auðlindunum rennur til norsku þjóðarinnar en ekki fáeinna auðkýfinga. (3) Við erum ekki jöfn fyrir lögunum. Einkaleyfishafarnir skrá eignarhaldsfélög sín í skattaskjólum (t.d. á Kýpur) og nota skattfrjálst fé sitt til að kaupa upp fyrirtæki í einokunarstöðu eða í fákeppni með samráði, sbr. skipafélögin tvö sem annast út- og innflutning þjóðarinnar. (4) Vegna skattundankomu hinna ofurríku eru tekjur tekjustofnar ríkisins hjá okkar fámennu þjóð við það að bresta – og þar með innviðir samfélagsins: Heilbrigðis-, skóla- og vegakerfið eru aðþrotum komin. Tekjur hinna ríku eru aðallega fjarmagnstekjur. Þær bera lægri skatta en laun og renna alls ekki til sveitarfélaga viðkomandi. Hinir ofurríku fá þar með bæði skattívilnanir og fría þjónustu frá samfélaginu. (5) Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins afnam árið 1999 verkamanna- bústaðakerfið, sem Alþýðuflokkurinn kom á árið 1929. Og seldu 11 þúsund íbúðir út úr félagslegu kerfi. Það er varla til sú borg í Evrópu, sem býður ekki upp á félagslegt húsnæðiskerfi, þar sem fólk á val milli kaupa eða leigu á viðráðanlegum kjörum. Félagslega kerfið dekkar yfirleitt milli 20%- 40% af húsnæðismarkaðnum. Hér eru fáein fjárfestingar- og verktakafyrirtæki (með allt að 100% hagnaðarkröfu) allsráðandi á markaðnum. Heilli kynslóð hefur veriðúthýst. Gjaldþrot íbúðalánasjóðs Framsóknarflokksins hangir eins og snara um háls skattgreiðenda og lífeyrissjóða. (6) Ísland hefur á seinustu árum hrapað niður samanburðarlistann yfir spilltustu þjóðfélög meðal þróaðra ríkja. Þessi spilling birtist okkur hvert sem litið er: Í fákeppni og okri fjármálakerfisins; í pólítískum mannaráðningum ríkis og ríkisstofnana og skattfríðindum og ívilnunum auðstéttarinnar. Þetta eru bara nokkur dæmi. Klíkuskapurinn er allsráðandi. Það er stétt gegn stétt. Eða flagð undir fögru sinni. Það er von, að fyrrvarandi kjósendum Sjálfstæðisflokksins blöskri. Það kostar sitt að misnota kosningaréttinn. (Höfundur var formaður Alþýðuflokksins - jafnaðarmanna flokks Íslands - 1984-96).
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar