Verðbólga fari undir fimm prósent í lok árs Árni Sæberg skrifar 12. september 2024 10:47 Una Jónsdóttir er forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans. Vísir/Vilhelm Hagfræðideild Landsbankans spáir því að vísitala neysluverðs hækki um 0,08 prósent á milli mánaða í september og að verðbólga minnki úr 6,0 prósent niður í 5,7 prósent. Deildin á von á áframhaldandi lækkun næstu mánuði og að ársverðbólga verði komin niður í 4,9 prósent í lok árs. Íslandsbanki spáir örlítið meiri verðbólgu í lok árs. Í tilkynningu á vef Landsbankans segir að húsnæðisliðurinn og útsölulok á fötum og skóm hafi mest áhrif til hækkunar. Til lækkunar að þessu sinni sé það matarkarfan, flugfargjöld til útlanda og bensín. Auk þess muni gjaldfrjálsar skólamáltíðir valda því að liðurinn hótel og veitingastaðir lækki nokkuð. Minni verðbólgu spáð nú en eftir síðustu mælingu Samkvæmt skammtímaspá deildarinnar muni vísitala neysluverðs hækka um 0,23 prósent í október, standa óbreytt í nóvember og hækka um 0,32 prósent í desember. Gangi spáin eftir verði verðbólga 5,3 prósent í október og 4,9 prósent í nóvember og desember. Spáin sé aðeins lægri en síðasta spá sem birt var í kjölfar þess að Hagstofan birti ágústmælingu vísitölu neysluverðs. Munurinn skýrist aðallega af því að verðmælingar deildarinnar á bensíni og á mat og drykkjarvörum hafi verið nokkuð lægri en búist var við. Á móti geri deildin ráð fyrir aðeins veikari gengi. Íslandsbanki spáir líka minni verðbólgu Greining Íslandsbanka spáir því sömuleiðis að verðbólga muni hjaðna í september. Í tilkynningu segir að vissir liðir liti mælinguna þar sem áhrif útsöluloka og lækkun flugfargjalda vegast á. Lægri kostnaður við skólamáltíðir komi einnig við sögu í mánuðinum auk þess sem húsnæðisliður vegur enn þungt til hækkunar. Greingin spái því að vísitala neysluverðs hækki um 0,1 prósent í september frá fyrri mánuði. Gangi spáin eftir muni tólf mánaða verðbólga hjaðna úr 6,0 prósentum í 5,7 prósent. Samkvæmt spánni muni verðbólga hafa hjaðnað nokkuð hraustlega þegar árið verður liðið í aldanna skaut. Árvissir liðir vegist á í mælingu septembermánaðar sem verði keimlík ágústmælingunni. Þar sé ekki síst um að ræða áhrif útsöluloka en þau hafi verið með mildara móti í ágúst svo ætla megi að þau teygi sig af meiri krafti inn í september. Á móti vegi árviss lækkun flugfargjalda sem sést jafnan í september eftir háönn sumarsins í ferðaþjónustu. Hjöðnun verðbólgu muni halda áfram og vera 5,1 prósent í nóvember og desember. Landsbankinn Fjármálafyrirtæki Fjármál heimilisins Efnahagsmál Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Sjá meira
Í tilkynningu á vef Landsbankans segir að húsnæðisliðurinn og útsölulok á fötum og skóm hafi mest áhrif til hækkunar. Til lækkunar að þessu sinni sé það matarkarfan, flugfargjöld til útlanda og bensín. Auk þess muni gjaldfrjálsar skólamáltíðir valda því að liðurinn hótel og veitingastaðir lækki nokkuð. Minni verðbólgu spáð nú en eftir síðustu mælingu Samkvæmt skammtímaspá deildarinnar muni vísitala neysluverðs hækka um 0,23 prósent í október, standa óbreytt í nóvember og hækka um 0,32 prósent í desember. Gangi spáin eftir verði verðbólga 5,3 prósent í október og 4,9 prósent í nóvember og desember. Spáin sé aðeins lægri en síðasta spá sem birt var í kjölfar þess að Hagstofan birti ágústmælingu vísitölu neysluverðs. Munurinn skýrist aðallega af því að verðmælingar deildarinnar á bensíni og á mat og drykkjarvörum hafi verið nokkuð lægri en búist var við. Á móti geri deildin ráð fyrir aðeins veikari gengi. Íslandsbanki spáir líka minni verðbólgu Greining Íslandsbanka spáir því sömuleiðis að verðbólga muni hjaðna í september. Í tilkynningu segir að vissir liðir liti mælinguna þar sem áhrif útsöluloka og lækkun flugfargjalda vegast á. Lægri kostnaður við skólamáltíðir komi einnig við sögu í mánuðinum auk þess sem húsnæðisliður vegur enn þungt til hækkunar. Greingin spái því að vísitala neysluverðs hækki um 0,1 prósent í september frá fyrri mánuði. Gangi spáin eftir muni tólf mánaða verðbólga hjaðna úr 6,0 prósentum í 5,7 prósent. Samkvæmt spánni muni verðbólga hafa hjaðnað nokkuð hraustlega þegar árið verður liðið í aldanna skaut. Árvissir liðir vegist á í mælingu septembermánaðar sem verði keimlík ágústmælingunni. Þar sé ekki síst um að ræða áhrif útsöluloka en þau hafi verið með mildara móti í ágúst svo ætla megi að þau teygi sig af meiri krafti inn í september. Á móti vegi árviss lækkun flugfargjalda sem sést jafnan í september eftir háönn sumarsins í ferðaþjónustu. Hjöðnun verðbólgu muni halda áfram og vera 5,1 prósent í nóvember og desember.
Landsbankinn Fjármálafyrirtæki Fjármál heimilisins Efnahagsmál Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Sjá meira