Gerði sér mat úr kattaráti andlega veikrar konu Ólafur Björn Sverrisson skrifar 11. september 2024 23:44 Trump var ansi heitt í hamsi í gær. getty Eitt umtalaðasta atvikið frá kappræðum forsetaframbjóðenda í Bandaríkjunum í gærnótt er samsæriskenning Donald Trump um gæludýraát innflytjenda. Frekari upplýsingar hafa nú komið fram um meint dýraát, sem forsetinn fyrrverandi byggði kenningu sína á. Atvikið átti sér stað á tímapunkti í kappræðunum þar sem Trump var orðið ansi heitt í hamsi. Hann var spurður hvers vegna hann hefði, í sinni forsetatíð, verið mótfallinn frumvarpi sem myndi styrkja landamæravarnir. Andartökum fyrr hafði Harris skotið á dræma mætingu á kosningafundi Trump og slaka frammistöðu hans þar. Trump brást ókvæða við og sagði að enginn sæi ástæðu til að mæta á kosningafundi Harris, en hann væri aftur á móti með „stærstu kosningafundi í sögu stjórnmála“. Í stað þess að svara spurningunni um frumvarpið sneri hann sér að samsæriskenningu um gæludýraát innflytjenda. „Í Springfield eru þeir að borða hundana, fólkið sem kom. Þeir eru að borða kettina. Þeir eru að borða gæludýr fólksins sem bjó þarna. Þetta er það sem er að gerast við landið okkar,“ sagði Trump. Myndband af atvikinu má sjá hér að neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=lHycpIhnFcU">watch on YouTube</a> Samsæriskenning Trump virðist eiga rætur að rekja til færslu JD Vance, varaforsetaefni Trump, á X þar sem hann segir innflytjendur frá Haítí stunda það að borða gæludýr fólks. Það er hann sagður hafa eftir nýnasistahópum og hægriöfgamönnum, samkvæmt umfjöllun NPR. Staðhæfingarnar hafa verið afsannaðar af fjöldamörgum fjölmiðlum vestanhafs og stjórnandi kappræðanna David Muir gerði slíkt hið sama. Sagði ABC hafa haft samband við bæjarstjóra Springfield í Ohio-ríki, sem hafi staðfest að engin slík tilvik hefðu komið á borð lögreglu. Trump sagðist hins vegar hafa séð það í sjónvarpinu. Nú hafa komið fram upplýsingar sem varpa ljósi á uppruna samsæriskenningarinnar. TMZ greinir frá því að svo virðist sem að eitt tilfelli dýraáts hafi átt sér stað. Það hafi hins vegar verið í borginni Canton í Ohio og að bandarísk kona að nafni Allexis Telia Ferrell hafi verið staðinn að því að borða kött úti á miðri götu. Myndband úr búkmyndavél lögreglumanns sem kom á vettvang hefur farið víða um samfélagsmiðla. FACT CHECK (Share this as much as the misinformation!)CLAIM: Undocumented Haitian immigrants are stealing and eating people’s pets in Springfield, Ohio.TRUTH: Absolutely false!- The woman featured in the video is not Haitian; her name is Telia Ferrell, and she’s a U.S.… pic.twitter.com/uAifrOUPRJ— Brian Krassenstein (@krassenstein) September 9, 2024 Í frétt TMZ kemur auk þess fram að Ferrell sé ekki innflytjandi, heldur fædd og uppalin í Ohio. Hún eigi brotaferil að baki og að sögn yfirvalda glími hún við geðrænan vanda. Hún sitji nú í gæsluvarðhaldi. Áhorfendur kappræðanna gerðu sér einnig mat úr meintu dýraáti. Einhverjir birtu myndband af forviða hundum og köttum að hlusta á hræðsluáróður Trump. Líklega hefur þó verið átt við eftirfarandi myndband: THEY'RE EATING THE DOGS pic.twitter.com/lQqMW5l8pT— Tarquin 🇺🇦 (@Tarquin_Helmet) September 11, 2024 Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Sjá meira
Atvikið átti sér stað á tímapunkti í kappræðunum þar sem Trump var orðið ansi heitt í hamsi. Hann var spurður hvers vegna hann hefði, í sinni forsetatíð, verið mótfallinn frumvarpi sem myndi styrkja landamæravarnir. Andartökum fyrr hafði Harris skotið á dræma mætingu á kosningafundi Trump og slaka frammistöðu hans þar. Trump brást ókvæða við og sagði að enginn sæi ástæðu til að mæta á kosningafundi Harris, en hann væri aftur á móti með „stærstu kosningafundi í sögu stjórnmála“. Í stað þess að svara spurningunni um frumvarpið sneri hann sér að samsæriskenningu um gæludýraát innflytjenda. „Í Springfield eru þeir að borða hundana, fólkið sem kom. Þeir eru að borða kettina. Þeir eru að borða gæludýr fólksins sem bjó þarna. Þetta er það sem er að gerast við landið okkar,“ sagði Trump. Myndband af atvikinu má sjá hér að neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=lHycpIhnFcU">watch on YouTube</a> Samsæriskenning Trump virðist eiga rætur að rekja til færslu JD Vance, varaforsetaefni Trump, á X þar sem hann segir innflytjendur frá Haítí stunda það að borða gæludýr fólks. Það er hann sagður hafa eftir nýnasistahópum og hægriöfgamönnum, samkvæmt umfjöllun NPR. Staðhæfingarnar hafa verið afsannaðar af fjöldamörgum fjölmiðlum vestanhafs og stjórnandi kappræðanna David Muir gerði slíkt hið sama. Sagði ABC hafa haft samband við bæjarstjóra Springfield í Ohio-ríki, sem hafi staðfest að engin slík tilvik hefðu komið á borð lögreglu. Trump sagðist hins vegar hafa séð það í sjónvarpinu. Nú hafa komið fram upplýsingar sem varpa ljósi á uppruna samsæriskenningarinnar. TMZ greinir frá því að svo virðist sem að eitt tilfelli dýraáts hafi átt sér stað. Það hafi hins vegar verið í borginni Canton í Ohio og að bandarísk kona að nafni Allexis Telia Ferrell hafi verið staðinn að því að borða kött úti á miðri götu. Myndband úr búkmyndavél lögreglumanns sem kom á vettvang hefur farið víða um samfélagsmiðla. FACT CHECK (Share this as much as the misinformation!)CLAIM: Undocumented Haitian immigrants are stealing and eating people’s pets in Springfield, Ohio.TRUTH: Absolutely false!- The woman featured in the video is not Haitian; her name is Telia Ferrell, and she’s a U.S.… pic.twitter.com/uAifrOUPRJ— Brian Krassenstein (@krassenstein) September 9, 2024 Í frétt TMZ kemur auk þess fram að Ferrell sé ekki innflytjandi, heldur fædd og uppalin í Ohio. Hún eigi brotaferil að baki og að sögn yfirvalda glími hún við geðrænan vanda. Hún sitji nú í gæsluvarðhaldi. Áhorfendur kappræðanna gerðu sér einnig mat úr meintu dýraáti. Einhverjir birtu myndband af forviða hundum og köttum að hlusta á hræðsluáróður Trump. Líklega hefur þó verið átt við eftirfarandi myndband: THEY'RE EATING THE DOGS pic.twitter.com/lQqMW5l8pT— Tarquin 🇺🇦 (@Tarquin_Helmet) September 11, 2024
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Sjá meira