„Þetta er ákall frá ungmennunum sjálfum“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. september 2024 21:59 Valgeir Þór Jakobsson, formaður Samfés. aðsend Formaður Samfés vonar að tilveruréttur félagsmiðstöðva og ungmennahúsa verði festur í sessi í framhaldi af boðuðum aðgerðum stjórnvalda vegna ofbeldis meðal barna og gegn börnum. Hann segir ungt fólk sjálft kalla eftir því að hafa meiri og betri aðgang að félagsmiðstöðvum, starfsemi sem hafi sannað forvarnargildi sitt. Fram kom í fréttum í dag að þúsundir barna eru á biðlista eftir ýmis konar úrræðum á borð við greiningar og geðheilbrigðisþjónustu. Biðtími getur numið allt að þremur árum. Þá hafa stjórnvöld hákveðið að auka fjármagn og fjölga aðgerðum vegna ofbeldis meðal barna og gegn börnum. Fjórtán aðgerðir voru kynntar fyrr í sumar og hefur þeim nú verið fjölgað í 25, í framhaldi af ákalli eftir auknum aðgerðum í kjölfar alvarlegrar hnífstunguárásar á menningarnótt. Um helmingur aðgerða sem bætt hefur verið við varða heilbrigðisþjónustu við börn með einum eða öðrum hætti. Þá snúa boðaðar aðgerðir meðal annars einnig að því að efla ungmennastarf en árlegur starfsdagur Samfés, samtaka félagsmiðstöðva, var í dag þegar saman kom starfsfólk félagsmiðstöðva hvaðanæva að af landinu. Í ár er ofbeldi meðal ungmenna og forvarnargildi félagsmiðstöðva og ungmennahúsa ofarlega á baugi að sögn Valgeirs Þórs Jakobssonar, formanns Samfés. „Við höfum áhyggjur og það er frábært forvarnastarf sem er komið í gang. Við viljum leggja mesta áherslu á það sem vel er gert, það er verið að reyna að grípa boltann héðan og þaðan, en það hefur bara ekki verið nóg hingað til. Það þarf það sem er í gangi núna, samfélagslegt átak, þverfaglegt,“ segir Valgeir. Hann fagnar boðuðum aðgerðum en hann segir mikið forvarnargildi felast í starfsemi félagsmiðstöðva og ungmennahúsa. „Þetta er ákall frá ungmennunum sjálfum, þau vilja meiri opnanir í félagsmiðstöðvum og ungmennahúsum og að það sé tryggt. Ekki að það sé sveiflukennt,“ segir Valgeir. Hann segir mikilvægt að eiga í stöðugu samtali, og því sé vettvangur á borð við daginn í dag afar mikilvægur, þar sem starfsfólk félagsmiðstöðva um allt land kemur saman og deilir reynslu sinni og ræðir málin. „Forvarnir eru fjárfesting til langtíma og það að skerða forvarnarstarf það hjálpar engu samfélagi,“ segir Valgeir. „Það hefur til dæmis verið erfitt fyrir marga í okkar starfi að geta ekki gefið börnunum og ungmennunum þá hjálp sem þau þurfa bara vegna biðlista bara vegna biðlista eða ekki nógu alvarlegra mála og annað.“ Ofbeldi gegn börnum Vopnaburður barna og ungmenna Börn og uppeldi Félagasamtök Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Fleiri fréttir Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sjá meira
Fram kom í fréttum í dag að þúsundir barna eru á biðlista eftir ýmis konar úrræðum á borð við greiningar og geðheilbrigðisþjónustu. Biðtími getur numið allt að þremur árum. Þá hafa stjórnvöld hákveðið að auka fjármagn og fjölga aðgerðum vegna ofbeldis meðal barna og gegn börnum. Fjórtán aðgerðir voru kynntar fyrr í sumar og hefur þeim nú verið fjölgað í 25, í framhaldi af ákalli eftir auknum aðgerðum í kjölfar alvarlegrar hnífstunguárásar á menningarnótt. Um helmingur aðgerða sem bætt hefur verið við varða heilbrigðisþjónustu við börn með einum eða öðrum hætti. Þá snúa boðaðar aðgerðir meðal annars einnig að því að efla ungmennastarf en árlegur starfsdagur Samfés, samtaka félagsmiðstöðva, var í dag þegar saman kom starfsfólk félagsmiðstöðva hvaðanæva að af landinu. Í ár er ofbeldi meðal ungmenna og forvarnargildi félagsmiðstöðva og ungmennahúsa ofarlega á baugi að sögn Valgeirs Þórs Jakobssonar, formanns Samfés. „Við höfum áhyggjur og það er frábært forvarnastarf sem er komið í gang. Við viljum leggja mesta áherslu á það sem vel er gert, það er verið að reyna að grípa boltann héðan og þaðan, en það hefur bara ekki verið nóg hingað til. Það þarf það sem er í gangi núna, samfélagslegt átak, þverfaglegt,“ segir Valgeir. Hann fagnar boðuðum aðgerðum en hann segir mikið forvarnargildi felast í starfsemi félagsmiðstöðva og ungmennahúsa. „Þetta er ákall frá ungmennunum sjálfum, þau vilja meiri opnanir í félagsmiðstöðvum og ungmennahúsum og að það sé tryggt. Ekki að það sé sveiflukennt,“ segir Valgeir. Hann segir mikilvægt að eiga í stöðugu samtali, og því sé vettvangur á borð við daginn í dag afar mikilvægur, þar sem starfsfólk félagsmiðstöðva um allt land kemur saman og deilir reynslu sinni og ræðir málin. „Forvarnir eru fjárfesting til langtíma og það að skerða forvarnarstarf það hjálpar engu samfélagi,“ segir Valgeir. „Það hefur til dæmis verið erfitt fyrir marga í okkar starfi að geta ekki gefið börnunum og ungmennunum þá hjálp sem þau þurfa bara vegna biðlista bara vegna biðlista eða ekki nógu alvarlegra mála og annað.“
Ofbeldi gegn börnum Vopnaburður barna og ungmenna Börn og uppeldi Félagasamtök Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Fleiri fréttir Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sjá meira