„Fólk fer hreinlega grátandi frá mér“ Bjarki Sigurðsson skrifar 11. september 2024 19:26 Hulda Brá Magnadóttir starfar sem heila- og taugaskurðlæknir í New Hampshire í Bandaríkjunum. Vísir/Einar Sjúklingar þurfa að reiða fram rúma milljón króna til að komast í bakaðgerð hjá einkaaðilum. Verið er að búa til stéttaskiptingu í heilbrigðisþjónustu að sögn forstjóra og læknir segir fólk stundum bresta í grát þegar það heyrir verðið. Í mars auglýstu Sjúkratryggingar eftir einkaaðilum á heilbrigðismarkaði sem hefðu tök á því að framkvæma aðgerðir í þremur flokkum sem ekki eru til samningar um, þar á meðal bakaðgerðir vegna brjóskloss. Orkuhúsið hafði þegar hafið undirbúning á því að bjóða upp á slíkar aðgerðir og sendu inn erindi. Í júní voru forsvarsmennirnir boðaðir á fund með sjúkratryggingum en ekkert hefur gerst síðan þá. Á meðan greiða sjúklingar fullt verð eða bíða á biðlista hjá Landspítalanum. Einnig var fjallað um þetta mál í nýútgefnu Læknablaði. „Þeir eru því miður fáliðaðir og vilja geta tekið fleiri sjúklinga að sér. Þeir eru fáliðaðir og það er erfitt að komast að á skurðstofu á Landspítalanum. Núna eru þeir að senda fjórar af hverjum fimm tilvísunum frá sér því þeir anna bara ekki eftirspurn. Þess vegna erum við meðal annars farin af stað til að létta á álaginu á Landspítalanum,“ segir Dagný Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Læknastöðvarinnar í Orkuhúsinu. Dagný Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Læknastöðvarinnar í Orkuhúsinu.Vísir/Einar Hryllilega skert lífsgæði Hulda Brá Magnadóttir, heila- og taugaskurðlæknir, starfar í Bandaríkjunum en kemur til Íslands inn á milli til að framkvæma þessar aðgerðir í Orkuhúsinu. Hún segir marga sem ekki komast að á Landspítalanum þjást verulega. „Fólk er bara búið að ganga mánuðum saman haltrandi, þjást af verk niður í annan fótinn eða báða. Fólk sem er vant að ganga tíu kílómetra getur varla gengið hálfan, getur varla komist í gegnum búðina. Þetta eru bara hryllilega skert lífsgæði,“ segir Hulda. Með aðgerðarleysi heilbrigðisráðuneytisins og Sjúkratrygginga sé verið búa til stéttaskiptingu hvað varðar aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra og Sigurður H. Helgason, forstjóri Sjúkratrygginga.Vísir/Ívar Fannar/Egill „Það eru ekki allir sem geta reitt fram 1200 þúsund krónur til að komast í svona aðgerðir með stuttum fyrirvara. Þá verður augljós stéttaskipting í þjóðfélaginu,“ segir Dagný. „Auðvitað eru sumir sem geta alveg borgað og hafa skilning á því en það er bara svakalega mikið af fólki, langflestir draga ekkert eina komma tvær úr rassvasanum. Fólk fer bara hreinlega grátandi frá mér. þetta er ekki hægt. Þetta er bara ekki hægt,“ segir Hulda. Ert þú á biðlista eftir aðgerð hjá hinu opinbera sem einkaaðilar bjóða upp á gegn fullu gjaldi? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is. Heilbrigðismál Landspítalinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Í mars auglýstu Sjúkratryggingar eftir einkaaðilum á heilbrigðismarkaði sem hefðu tök á því að framkvæma aðgerðir í þremur flokkum sem ekki eru til samningar um, þar á meðal bakaðgerðir vegna brjóskloss. Orkuhúsið hafði þegar hafið undirbúning á því að bjóða upp á slíkar aðgerðir og sendu inn erindi. Í júní voru forsvarsmennirnir boðaðir á fund með sjúkratryggingum en ekkert hefur gerst síðan þá. Á meðan greiða sjúklingar fullt verð eða bíða á biðlista hjá Landspítalanum. Einnig var fjallað um þetta mál í nýútgefnu Læknablaði. „Þeir eru því miður fáliðaðir og vilja geta tekið fleiri sjúklinga að sér. Þeir eru fáliðaðir og það er erfitt að komast að á skurðstofu á Landspítalanum. Núna eru þeir að senda fjórar af hverjum fimm tilvísunum frá sér því þeir anna bara ekki eftirspurn. Þess vegna erum við meðal annars farin af stað til að létta á álaginu á Landspítalanum,“ segir Dagný Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Læknastöðvarinnar í Orkuhúsinu. Dagný Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Læknastöðvarinnar í Orkuhúsinu.Vísir/Einar Hryllilega skert lífsgæði Hulda Brá Magnadóttir, heila- og taugaskurðlæknir, starfar í Bandaríkjunum en kemur til Íslands inn á milli til að framkvæma þessar aðgerðir í Orkuhúsinu. Hún segir marga sem ekki komast að á Landspítalanum þjást verulega. „Fólk er bara búið að ganga mánuðum saman haltrandi, þjást af verk niður í annan fótinn eða báða. Fólk sem er vant að ganga tíu kílómetra getur varla gengið hálfan, getur varla komist í gegnum búðina. Þetta eru bara hryllilega skert lífsgæði,“ segir Hulda. Með aðgerðarleysi heilbrigðisráðuneytisins og Sjúkratrygginga sé verið búa til stéttaskiptingu hvað varðar aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra og Sigurður H. Helgason, forstjóri Sjúkratrygginga.Vísir/Ívar Fannar/Egill „Það eru ekki allir sem geta reitt fram 1200 þúsund krónur til að komast í svona aðgerðir með stuttum fyrirvara. Þá verður augljós stéttaskipting í þjóðfélaginu,“ segir Dagný. „Auðvitað eru sumir sem geta alveg borgað og hafa skilning á því en það er bara svakalega mikið af fólki, langflestir draga ekkert eina komma tvær úr rassvasanum. Fólk fer bara hreinlega grátandi frá mér. þetta er ekki hægt. Þetta er bara ekki hægt,“ segir Hulda. Ert þú á biðlista eftir aðgerð hjá hinu opinbera sem einkaaðilar bjóða upp á gegn fullu gjaldi? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is.
Ert þú á biðlista eftir aðgerð hjá hinu opinbera sem einkaaðilar bjóða upp á gegn fullu gjaldi? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is.
Heilbrigðismál Landspítalinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira