Með ólíkindum og merki um taumlausa græðgi Árni Sæberg skrifar 11. september 2024 16:39 Vilhjálmur er ekki ánægður með Benedikt Gíslason og hans menn í Arion banka. Vísir Vilhjálmur Birgisson segir ákvörðun Arion banka um að hækka vexti á verðtryggðum lánum með ólíkindum og merki um taumlausa græðgi, sem hann segir hafa fengið að viðgangast á íslenskum fjármálamarkaði um árabil. Arion banki tilkynnti í morgun að vextir á verðtryggðum íbúðalánum hækkuðu frá og með deginum í dag um 0,5 og 0,6 prósentustig. Það gerir fimmtán prósent hækkun á breytilegum vöxtum og tólf prósent á föstum. Í tilkynningu bankans segir að breytingar á vöxtum verðtryggra útlána séu meðal annars tilkomnar vegna hækkunar á ávöxtunarkröfu verðtryggðrar fjármögnunar. Verðtryggingarjöfnuður jákvæður um tæpa 500 milljarða „Það er náttúrulega algjörlega með ólíkindum að horfa upp á gríðarlega hækkun á verðtryggðum vöxtum hjá Arion banka, um 0,50 punkta og upp í 0,60. Þetta lýsir bara, á góðri íslensku, þessari taumlausu græðgi sem hefur fengið að viðgangast í fjármálakerfinu hér á landi,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins og Verkalýðsfélags Akraness, í samtali við Vísi. Í þessu samhengi sé mjög mikilvægt á því að átta sig á því að verðtryggingarjöfnuður viðskiptabankanna þriggja er jákvæður um 490 milljarða króna, sem sé sögulegt hámark. Verðtryggingarjöfnuður er munurinn á verðtryggðum eignum og skuldum. Með öðrum orðum eiga viðskiptabankarnir 490 milljörðum meira í verðtryggðum eignum en þeir skulda. Munurinn hefur stóraukist undanfarin misseri þar sem fólk flýr hækkandi afborganir í hlýjan faðm verðtryggingarinnar í síauknum mæli. Það gerir það að verkum að raunvextir á verðtryggðum lánum hafa hækkað og munu að öllum líkindum halda áfram að hækka. „Með öðrum orðum, þeir hagnast til dæmis á því, ef verðbólga hækkar um eitt prósent, viðskiptabankarnir þrír um 4,9 milljarða,“ segir Vilhjálmur. Leiðrétting: Upphaflega var haft eftir Vilhjálmi að hagnaðurinn væri 49 milljarðar en rétt er að hann væri 4,9 milljarðar. Fimm prósent raunvextir óboðlegir Þá segir Vilhjálmur að það sé með ólíkindum að raunvextir á verðtryggðu húsnæðisláni séu tæplega fimm prósent. „Ég vil í þessu samhengi minna á að þegar Ólafslögin voru sett, þegar verðtryggingin var sett á árið 1979, kom fram í rökstuðningi að það myndi þýða að vextir yrðu ekki hærri en eitt til tvö prósent af verðtryggðum lánum. Núna eru þeir að detta í fimm prósent. Þetta var rökstuðningurinn á sínum tíma þegar verið var að réttlæta verðtrygginguna. En þetta er segin saga, svona er farið með íslenska neytendur og það er löngutímabært að íslenskir stjórnmálamenn fari að axla ábyrgð á því hvernig er farið með íslenska neytendur, íslensk heimili. Og ekki bara íslensk heimili heldur líka lítil og meðalstór fyrirtæki hér á landi. Af því að þetta okurvaxtaumhverfi sem hér ríkir verður að fara að linna í eitt skipti fyrir öll, af því að það gengur ekki upp að við séum með tvöfalt til þrefalt vaxtastig miðað við löndin sem við viljum bera okkur saman við.“ Fjármálafyrirtæki Arion banki Fjármál heimilisins Efnahagsmál Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Olíuefni í Bugles sem eiga ekki að vera í snakkinu Opinn fundur HMS um endurmat brunabótamats Kalla inn geislavirka límmiða Verðlagssæti Íslands enn eitt árið komi ekki á óvart Konur geta tryggt sig á meðgöngu í fyrsta sinn Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Nóa-nammið hækkar í stórum skrefum Rækja fannst í skinkusalati „Það er svo mikið rugl í gangi“ Húsgagnahöllin sektuð fyrir ósanngjarnar auglýsingar Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Bílastæðafyrirtæki fá á baukinn Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Gera fjölmargar breytingar á kílómetragjaldinu Tveggja ára skjár fæst ekki bættur vegna „dauðs depils“ Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Sjá meira
Arion banki tilkynnti í morgun að vextir á verðtryggðum íbúðalánum hækkuðu frá og með deginum í dag um 0,5 og 0,6 prósentustig. Það gerir fimmtán prósent hækkun á breytilegum vöxtum og tólf prósent á föstum. Í tilkynningu bankans segir að breytingar á vöxtum verðtryggra útlána séu meðal annars tilkomnar vegna hækkunar á ávöxtunarkröfu verðtryggðrar fjármögnunar. Verðtryggingarjöfnuður jákvæður um tæpa 500 milljarða „Það er náttúrulega algjörlega með ólíkindum að horfa upp á gríðarlega hækkun á verðtryggðum vöxtum hjá Arion banka, um 0,50 punkta og upp í 0,60. Þetta lýsir bara, á góðri íslensku, þessari taumlausu græðgi sem hefur fengið að viðgangast í fjármálakerfinu hér á landi,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins og Verkalýðsfélags Akraness, í samtali við Vísi. Í þessu samhengi sé mjög mikilvægt á því að átta sig á því að verðtryggingarjöfnuður viðskiptabankanna þriggja er jákvæður um 490 milljarða króna, sem sé sögulegt hámark. Verðtryggingarjöfnuður er munurinn á verðtryggðum eignum og skuldum. Með öðrum orðum eiga viðskiptabankarnir 490 milljörðum meira í verðtryggðum eignum en þeir skulda. Munurinn hefur stóraukist undanfarin misseri þar sem fólk flýr hækkandi afborganir í hlýjan faðm verðtryggingarinnar í síauknum mæli. Það gerir það að verkum að raunvextir á verðtryggðum lánum hafa hækkað og munu að öllum líkindum halda áfram að hækka. „Með öðrum orðum, þeir hagnast til dæmis á því, ef verðbólga hækkar um eitt prósent, viðskiptabankarnir þrír um 4,9 milljarða,“ segir Vilhjálmur. Leiðrétting: Upphaflega var haft eftir Vilhjálmi að hagnaðurinn væri 49 milljarðar en rétt er að hann væri 4,9 milljarðar. Fimm prósent raunvextir óboðlegir Þá segir Vilhjálmur að það sé með ólíkindum að raunvextir á verðtryggðu húsnæðisláni séu tæplega fimm prósent. „Ég vil í þessu samhengi minna á að þegar Ólafslögin voru sett, þegar verðtryggingin var sett á árið 1979, kom fram í rökstuðningi að það myndi þýða að vextir yrðu ekki hærri en eitt til tvö prósent af verðtryggðum lánum. Núna eru þeir að detta í fimm prósent. Þetta var rökstuðningurinn á sínum tíma þegar verið var að réttlæta verðtrygginguna. En þetta er segin saga, svona er farið með íslenska neytendur og það er löngutímabært að íslenskir stjórnmálamenn fari að axla ábyrgð á því hvernig er farið með íslenska neytendur, íslensk heimili. Og ekki bara íslensk heimili heldur líka lítil og meðalstór fyrirtæki hér á landi. Af því að þetta okurvaxtaumhverfi sem hér ríkir verður að fara að linna í eitt skipti fyrir öll, af því að það gengur ekki upp að við séum með tvöfalt til þrefalt vaxtastig miðað við löndin sem við viljum bera okkur saman við.“
Fjármálafyrirtæki Arion banki Fjármál heimilisins Efnahagsmál Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Olíuefni í Bugles sem eiga ekki að vera í snakkinu Opinn fundur HMS um endurmat brunabótamats Kalla inn geislavirka límmiða Verðlagssæti Íslands enn eitt árið komi ekki á óvart Konur geta tryggt sig á meðgöngu í fyrsta sinn Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Nóa-nammið hækkar í stórum skrefum Rækja fannst í skinkusalati „Það er svo mikið rugl í gangi“ Húsgagnahöllin sektuð fyrir ósanngjarnar auglýsingar Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Bílastæðafyrirtæki fá á baukinn Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Gera fjölmargar breytingar á kílómetragjaldinu Tveggja ára skjár fæst ekki bættur vegna „dauðs depils“ Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf