Með ólíkindum og merki um taumlausa græðgi Árni Sæberg skrifar 11. september 2024 16:39 Vilhjálmur er ekki ánægður með Benedikt Gíslason og hans menn í Arion banka. Vísir Vilhjálmur Birgisson segir ákvörðun Arion banka um að hækka vexti á verðtryggðum lánum með ólíkindum og merki um taumlausa græðgi, sem hann segir hafa fengið að viðgangast á íslenskum fjármálamarkaði um árabil. Arion banki tilkynnti í morgun að vextir á verðtryggðum íbúðalánum hækkuðu frá og með deginum í dag um 0,5 og 0,6 prósentustig. Það gerir fimmtán prósent hækkun á breytilegum vöxtum og tólf prósent á föstum. Í tilkynningu bankans segir að breytingar á vöxtum verðtryggra útlána séu meðal annars tilkomnar vegna hækkunar á ávöxtunarkröfu verðtryggðrar fjármögnunar. Verðtryggingarjöfnuður jákvæður um tæpa 500 milljarða „Það er náttúrulega algjörlega með ólíkindum að horfa upp á gríðarlega hækkun á verðtryggðum vöxtum hjá Arion banka, um 0,50 punkta og upp í 0,60. Þetta lýsir bara, á góðri íslensku, þessari taumlausu græðgi sem hefur fengið að viðgangast í fjármálakerfinu hér á landi,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins og Verkalýðsfélags Akraness, í samtali við Vísi. Í þessu samhengi sé mjög mikilvægt á því að átta sig á því að verðtryggingarjöfnuður viðskiptabankanna þriggja er jákvæður um 490 milljarða króna, sem sé sögulegt hámark. Verðtryggingarjöfnuður er munurinn á verðtryggðum eignum og skuldum. Með öðrum orðum eiga viðskiptabankarnir 490 milljörðum meira í verðtryggðum eignum en þeir skulda. Munurinn hefur stóraukist undanfarin misseri þar sem fólk flýr hækkandi afborganir í hlýjan faðm verðtryggingarinnar í síauknum mæli. Það gerir það að verkum að raunvextir á verðtryggðum lánum hafa hækkað og munu að öllum líkindum halda áfram að hækka. „Með öðrum orðum, þeir hagnast til dæmis á því, ef verðbólga hækkar um eitt prósent, viðskiptabankarnir þrír um 4,9 milljarða,“ segir Vilhjálmur. Leiðrétting: Upphaflega var haft eftir Vilhjálmi að hagnaðurinn væri 49 milljarðar en rétt er að hann væri 4,9 milljarðar. Fimm prósent raunvextir óboðlegir Þá segir Vilhjálmur að það sé með ólíkindum að raunvextir á verðtryggðu húsnæðisláni séu tæplega fimm prósent. „Ég vil í þessu samhengi minna á að þegar Ólafslögin voru sett, þegar verðtryggingin var sett á árið 1979, kom fram í rökstuðningi að það myndi þýða að vextir yrðu ekki hærri en eitt til tvö prósent af verðtryggðum lánum. Núna eru þeir að detta í fimm prósent. Þetta var rökstuðningurinn á sínum tíma þegar verið var að réttlæta verðtrygginguna. En þetta er segin saga, svona er farið með íslenska neytendur og það er löngutímabært að íslenskir stjórnmálamenn fari að axla ábyrgð á því hvernig er farið með íslenska neytendur, íslensk heimili. Og ekki bara íslensk heimili heldur líka lítil og meðalstór fyrirtæki hér á landi. Af því að þetta okurvaxtaumhverfi sem hér ríkir verður að fara að linna í eitt skipti fyrir öll, af því að það gengur ekki upp að við séum með tvöfalt til þrefalt vaxtastig miðað við löndin sem við viljum bera okkur saman við.“ Fjármálafyrirtæki Arion banki Fjármál heimilisins Efnahagsmál Mest lesið Segir aðför Eflingar með ólíkindum Viðskipti innlent Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Neytendur Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Samstarf B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Atvinnulíf United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskipti erlent Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Atvinnulíf Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Atvinnulíf Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Neytendur Rekstrarfélag Ítalíu á Frakkastíg gjaldþrota Viðskipti innlent Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Stefnt á að koma upp 98 hleðslustöðvum í Kópavogi Gengu langt í að vinna að lausn þótt bíllinn væri ekki í ábyrgð Hafa rúmir opnunartímar áhrif á verðlag? Stöðva þurfi rányrkju bílastæðaeigenda Segir engar breytingar hafa verið gerðar á uppskrift SS pylsna Útlit fyrir frekari verðhækkanir á kaffimarkaði Þrjár verslanir í Múlunum sektaðar eftir rassíu Neytendastofu Þetta kostar skyndibiti á Íslandi Fær bætur vegna brúnu blettanna í mottunni Með ólíkindum og merki um taumlausa græðgi Arion banki hækkar vexti hressilega Greiðslubyrði gæti farið hríðlækkandi á næsta ári Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Skinkan langódýrust í Prís Fasteignasali gaf rangar upplýsingar og situr uppi með reikninginn Kílómetragjaldið verst fyrir þá tekjulægri Óttast að fólk kaupi eitruð barnaföt fyrir jólin Sjá meira
Arion banki tilkynnti í morgun að vextir á verðtryggðum íbúðalánum hækkuðu frá og með deginum í dag um 0,5 og 0,6 prósentustig. Það gerir fimmtán prósent hækkun á breytilegum vöxtum og tólf prósent á föstum. Í tilkynningu bankans segir að breytingar á vöxtum verðtryggra útlána séu meðal annars tilkomnar vegna hækkunar á ávöxtunarkröfu verðtryggðrar fjármögnunar. Verðtryggingarjöfnuður jákvæður um tæpa 500 milljarða „Það er náttúrulega algjörlega með ólíkindum að horfa upp á gríðarlega hækkun á verðtryggðum vöxtum hjá Arion banka, um 0,50 punkta og upp í 0,60. Þetta lýsir bara, á góðri íslensku, þessari taumlausu græðgi sem hefur fengið að viðgangast í fjármálakerfinu hér á landi,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins og Verkalýðsfélags Akraness, í samtali við Vísi. Í þessu samhengi sé mjög mikilvægt á því að átta sig á því að verðtryggingarjöfnuður viðskiptabankanna þriggja er jákvæður um 490 milljarða króna, sem sé sögulegt hámark. Verðtryggingarjöfnuður er munurinn á verðtryggðum eignum og skuldum. Með öðrum orðum eiga viðskiptabankarnir 490 milljörðum meira í verðtryggðum eignum en þeir skulda. Munurinn hefur stóraukist undanfarin misseri þar sem fólk flýr hækkandi afborganir í hlýjan faðm verðtryggingarinnar í síauknum mæli. Það gerir það að verkum að raunvextir á verðtryggðum lánum hafa hækkað og munu að öllum líkindum halda áfram að hækka. „Með öðrum orðum, þeir hagnast til dæmis á því, ef verðbólga hækkar um eitt prósent, viðskiptabankarnir þrír um 4,9 milljarða,“ segir Vilhjálmur. Leiðrétting: Upphaflega var haft eftir Vilhjálmi að hagnaðurinn væri 49 milljarðar en rétt er að hann væri 4,9 milljarðar. Fimm prósent raunvextir óboðlegir Þá segir Vilhjálmur að það sé með ólíkindum að raunvextir á verðtryggðu húsnæðisláni séu tæplega fimm prósent. „Ég vil í þessu samhengi minna á að þegar Ólafslögin voru sett, þegar verðtryggingin var sett á árið 1979, kom fram í rökstuðningi að það myndi þýða að vextir yrðu ekki hærri en eitt til tvö prósent af verðtryggðum lánum. Núna eru þeir að detta í fimm prósent. Þetta var rökstuðningurinn á sínum tíma þegar verið var að réttlæta verðtrygginguna. En þetta er segin saga, svona er farið með íslenska neytendur og það er löngutímabært að íslenskir stjórnmálamenn fari að axla ábyrgð á því hvernig er farið með íslenska neytendur, íslensk heimili. Og ekki bara íslensk heimili heldur líka lítil og meðalstór fyrirtæki hér á landi. Af því að þetta okurvaxtaumhverfi sem hér ríkir verður að fara að linna í eitt skipti fyrir öll, af því að það gengur ekki upp að við séum með tvöfalt til þrefalt vaxtastig miðað við löndin sem við viljum bera okkur saman við.“
Fjármálafyrirtæki Arion banki Fjármál heimilisins Efnahagsmál Mest lesið Segir aðför Eflingar með ólíkindum Viðskipti innlent Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Neytendur Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Samstarf B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Atvinnulíf United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskipti erlent Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Atvinnulíf Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Atvinnulíf Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Neytendur Rekstrarfélag Ítalíu á Frakkastíg gjaldþrota Viðskipti innlent Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Stefnt á að koma upp 98 hleðslustöðvum í Kópavogi Gengu langt í að vinna að lausn þótt bíllinn væri ekki í ábyrgð Hafa rúmir opnunartímar áhrif á verðlag? Stöðva þurfi rányrkju bílastæðaeigenda Segir engar breytingar hafa verið gerðar á uppskrift SS pylsna Útlit fyrir frekari verðhækkanir á kaffimarkaði Þrjár verslanir í Múlunum sektaðar eftir rassíu Neytendastofu Þetta kostar skyndibiti á Íslandi Fær bætur vegna brúnu blettanna í mottunni Með ólíkindum og merki um taumlausa græðgi Arion banki hækkar vexti hressilega Greiðslubyrði gæti farið hríðlækkandi á næsta ári Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Skinkan langódýrust í Prís Fasteignasali gaf rangar upplýsingar og situr uppi með reikninginn Kílómetragjaldið verst fyrir þá tekjulægri Óttast að fólk kaupi eitruð barnaföt fyrir jólin Sjá meira