Manninum er gefið að sök að hafa kastað óþekktum hlut í höfuð konunnar sem hlaut opið sár á höfði, höfuðkúpubrot og mar á heila fyrir vikið.
Í ákæru segir að hún hafi fallið á gólfið við þetta, en þá hafi brotnað upp úr hægri augntönn hennar.
Maðurinn er líka ákærður fyrir að aðra árás í garð konunnar, sem er sögð hafa átt sér stað skömmu á eftir fyrri árásinni. Í ákæru segir að þau hafi verið á leið fótgangandi frá heimili mannsins þegar hann sparkaði í hægri fótlegg hennar. Fyrir vikið hafi hún hlotið roða og bólgu við hægri hnéskel.
Þar að auki er maðurinn ákærður fyrir fíkniefna- og vopnalagabrot, en hann er sagður hafa haft í vörslum sínum 4,55 grömm af amfetamíni og tvær axir sem lögregla lagði hald á.
Konan krefst þriggja milljóna króna í miskabætur. Ekki kemur fram í ákærunni hvort eða hvernig maðurinn og konan tengist, en hann er ekki ákærður fyrir brot í nánu sambandi. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur.