„Það þarf neyðaraðgerðir við þessu neyðarástandi“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 10. september 2024 19:33 Alþýðusamband Íslands (ASÍ), BSRB og Kennarasamband Íslands (KÍ) boðuðu til mótmæla á Austurvelli klukkan 16 í dag. Á sama tíma hófst fyrsti þingfundur vetrarins. vísir/vilhelm Mótmæli Alþýðusambands Íslands (ASÍ), BSRB og Kennarasambands Íslands (KÍ) fóru fram í dag. Fólk lét engan bilbug á sér finna þrátt fyrir vind, kulda og að mótmælin hafi verið boðuð með stuttum fyrirvara, fjölmennti á Austurvöll og lét vel í sér heyra. Mótmælendur söfnuðust saman á Austurvelli við þingsetningu og sökuðu stjórnvöld um aðgerðaleysi gegn verðbólgu. Fólk sem fréttastofa ræddi við sagðist hafa fengið sig fullsatt af ríkisstjórninni og háu verðlagi. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, kallaði eftir neyðaraðgerðum við neyðarástandi. Ýmis skilti og aðra merkingar voru höfð uppi á mótmælunum.vísir/vilhelm Einn mótmælandi sem gaf sig á tal við fréttastofu sagðist alls ekki vera vongóður að þingmenn og stjórnvöld hlusti á mótmælendur. Hann hélt á skilti sem stóð á „BURT með kapítalískt einræði!“ og sagðist hafa mætt snemma á Austurvöll til að sjá þingmennina ganga frá Dómkirkjunni yfir í þingsalinn þegar þingsetningin fór fram. „Ég er mjög þreyttur að ríkisstjórnin er bara að vinna fyrir auðmenni. Það er djúp krísa í húsnæði með verðbólgu og með heilbrigðiskerfið. Okkur langar í þjónustu, við sem kjósum, við sem vinnum.“ Hér má sjá skiltið sem um ræðir hér að ofan.vísir/vilhelm Annar mótmælandi sagði að það eina í stöðunni væri að losna við ríkisstjórnina sem fyrst. „Í dag er verið að leggja fram fjárlög og það er látið eins og allt sé hér í góðu lagi á meðan, mér sýnist fjórar af hverjum fimm barnafjölskyldum vera gjörsamlega úr takti við alla pólitíska umræðu ríkisstjórnarinnar.“ Töluvert margmenni var á fundinum.vísir/vilhelm Magnús Þór Jónsson, formaður KÍ, Sonja Þorbergsdóttir, formaður BSRB, Halla Gunnarsdóttir, varaformaður VR, og Þórarinn Eyfjörð, formaður Sameykis voru ræðufólk dagsins á fundinum. Gestir tóku vel undir orð ræðufólksins og mátti heyra „vanhæf ríkisstjórn, vanhæf ríkisstjórn,“ óma frá gestum í átt að þinghúsi. Talsvert var einnig um baul og klapp á fundinum. Fólk lét í sér heyra þrátt fyrir vind á fundinum.vísir/vilhelm Magnús Þór Jónsson, formaður KÍ, Sonja Þorbergsdóttir, formaður BSRB, Halla Gunnarsdóttir, varaformaður VR, og Þórarinn Eyfjörð, formaður Sameykis, ásamt Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR.vísir/vilhelm Ragnar Þór Ingólfsson, varaforseti ASÍ og formaður VR, var með fundarstjórn. Að loknum fundi sagðist hann vera mjög ánægður með mætinguna og vonaðist eftir enn betri mætingu á komandi mótmælum. Ragnar Þór Ingólfsson, varaforseti ASÍ og formaður VR, fór með fundarstjórn.vísir/vilhelm „Ég er ekkert sérstaklega vongóður. Ég held að það þurfi fleiri mótmæli og enn þá betri mætingu. Við skulum sjá, við skulum sjá hvað setur. Vonandi verða þetta ákveðin skilaboð og kveikja til að vekja fólk aðeins upp, því það gerist ekkert nema við berjumst fyrir því.“ Sonja tók undir orð Ragnars og sagði í samtali við fréttastofu að mikilvægast væri að færa einbeitingu stjórnvalda yfir á að bæta kjör heimilanna á landinu. „Þetta var dúndur mæting miðað við mjög stuttan fyrirvara. Ef við ætlum að rjúfa vítahring verðbólguvaxta þá þarf að tryggja uppbyggingu á húsnæði, það þarf neyðaraðgerðir við þessu neyðarástandi. Það er eitthvað sem stjórnvöld þurfa að grípa boltann með núna.“ Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.vísir/vilhelm Hælisleitendur frá Venesúela mótmæltu frávísun frá landinu.vísir/vilhelm Þjóðfáni Palestínu blasti við víða á fundinum.vísir/vilhelm Töluvert var um klapp og köll í dag.vísir/vilhelm Alþingi Kjaramál Félagsmál Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Sjá meira
Mótmælendur söfnuðust saman á Austurvelli við þingsetningu og sökuðu stjórnvöld um aðgerðaleysi gegn verðbólgu. Fólk sem fréttastofa ræddi við sagðist hafa fengið sig fullsatt af ríkisstjórninni og háu verðlagi. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, kallaði eftir neyðaraðgerðum við neyðarástandi. Ýmis skilti og aðra merkingar voru höfð uppi á mótmælunum.vísir/vilhelm Einn mótmælandi sem gaf sig á tal við fréttastofu sagðist alls ekki vera vongóður að þingmenn og stjórnvöld hlusti á mótmælendur. Hann hélt á skilti sem stóð á „BURT með kapítalískt einræði!“ og sagðist hafa mætt snemma á Austurvöll til að sjá þingmennina ganga frá Dómkirkjunni yfir í þingsalinn þegar þingsetningin fór fram. „Ég er mjög þreyttur að ríkisstjórnin er bara að vinna fyrir auðmenni. Það er djúp krísa í húsnæði með verðbólgu og með heilbrigðiskerfið. Okkur langar í þjónustu, við sem kjósum, við sem vinnum.“ Hér má sjá skiltið sem um ræðir hér að ofan.vísir/vilhelm Annar mótmælandi sagði að það eina í stöðunni væri að losna við ríkisstjórnina sem fyrst. „Í dag er verið að leggja fram fjárlög og það er látið eins og allt sé hér í góðu lagi á meðan, mér sýnist fjórar af hverjum fimm barnafjölskyldum vera gjörsamlega úr takti við alla pólitíska umræðu ríkisstjórnarinnar.“ Töluvert margmenni var á fundinum.vísir/vilhelm Magnús Þór Jónsson, formaður KÍ, Sonja Þorbergsdóttir, formaður BSRB, Halla Gunnarsdóttir, varaformaður VR, og Þórarinn Eyfjörð, formaður Sameykis voru ræðufólk dagsins á fundinum. Gestir tóku vel undir orð ræðufólksins og mátti heyra „vanhæf ríkisstjórn, vanhæf ríkisstjórn,“ óma frá gestum í átt að þinghúsi. Talsvert var einnig um baul og klapp á fundinum. Fólk lét í sér heyra þrátt fyrir vind á fundinum.vísir/vilhelm Magnús Þór Jónsson, formaður KÍ, Sonja Þorbergsdóttir, formaður BSRB, Halla Gunnarsdóttir, varaformaður VR, og Þórarinn Eyfjörð, formaður Sameykis, ásamt Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR.vísir/vilhelm Ragnar Þór Ingólfsson, varaforseti ASÍ og formaður VR, var með fundarstjórn. Að loknum fundi sagðist hann vera mjög ánægður með mætinguna og vonaðist eftir enn betri mætingu á komandi mótmælum. Ragnar Þór Ingólfsson, varaforseti ASÍ og formaður VR, fór með fundarstjórn.vísir/vilhelm „Ég er ekkert sérstaklega vongóður. Ég held að það þurfi fleiri mótmæli og enn þá betri mætingu. Við skulum sjá, við skulum sjá hvað setur. Vonandi verða þetta ákveðin skilaboð og kveikja til að vekja fólk aðeins upp, því það gerist ekkert nema við berjumst fyrir því.“ Sonja tók undir orð Ragnars og sagði í samtali við fréttastofu að mikilvægast væri að færa einbeitingu stjórnvalda yfir á að bæta kjör heimilanna á landinu. „Þetta var dúndur mæting miðað við mjög stuttan fyrirvara. Ef við ætlum að rjúfa vítahring verðbólguvaxta þá þarf að tryggja uppbyggingu á húsnæði, það þarf neyðaraðgerðir við þessu neyðarástandi. Það er eitthvað sem stjórnvöld þurfa að grípa boltann með núna.“ Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.vísir/vilhelm Hælisleitendur frá Venesúela mótmæltu frávísun frá landinu.vísir/vilhelm Þjóðfáni Palestínu blasti við víða á fundinum.vísir/vilhelm Töluvert var um klapp og köll í dag.vísir/vilhelm
Alþingi Kjaramál Félagsmál Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent