Sjóðheitur í Bestu deildinni í dag en kom heim í kulnun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. september 2024 09:10 Viðari Erni hefur gengið vel að undanförnu eftir hæga byrjun. Vísir/Sigurjón Viðar Örn Kjartansson byrjaði sumarið ekki vel með KA í Bestu deildinni í fótbolta en hefur raðað inn mörkum í síðustu leikjum á sama tíma og KA-liðið hefur þotið upp töfluna og komist í bikarúrslitaleikinn. Viðar Örn þakkar auknu sjálfstrausti fyrir en hann hefur skorað fimm mörk í síðustu fjórum leikjum eftir að hafa verið án marks í fyrstu sextán leikjum sínum með KA í deild og bikar. Viðar samdi við KA fyrir tímabilið en fyrir það hafði hann ekki spilað knattspyrnu í að verða hálft ár. Hann rifti samningi sínum við búlgarska félagið CSKA 1949 og var um tíma án félags. Viðar Örn hefur skorað fimm í síðustu fjórum leikjum.Vísir/Diego Gerist mjög hratt „Þegar fyrsta markið kemur og eftir nokkrar góðar frammistöður þarna á undan þá fær maður mjög mikið sjálfstraust. Liðsfélagarnir eru duglegir að finna mig og þá fara mörkin að koma,“ sagði Viðar Örn í samtali við Stefán Árna Pálsson. „Það gerist mjög hratt og síðustu leikir eru búnir að vera mjög góðir hjá mér persónulega og hjá liðnu,“ sagði Viðar. Var sjálfstraustið hans komið mjög langt niður um tíma? Ég var í einhverri kulnun „Ég spilaði ekki fótbolta lengi. Ég var í einhverri kulnun, ég veit ekki hvað það var. Það kom mikið upp í vetur um það hvert maður ætti að fara. Einhver veginn fannst mér voðalítið af því spennandi,“ sagði Viðar. „Svo leið bara of langur tími þegar maður spilaði ekki. Síðan fer ég til KA og er að glíma við smá meiðsli. Ég hélt að ég yrði kominn í stand miklu fyrr. Svo var ég það ekki og liðinu gengur illa í byrjun. Þetta var svolítið erfitt í byrjun,“ sagði Viðar. Líður frábærlega inn á vellinum „Núna líður manni frábærlega inn á vellinum og ég er spenntur fyrir því að gera enn betur,“ sagði Viðar. Hann talaði um einhvers konar kulnun en var hann kominn með leið á fótbolta þegar hann kemur til KA? „Í raun get ég alveg sagt það opinberlega. Ég var í Búlgaríu og það gekk ekkert frábærlega þar. Ég rifti samningnum þar og svo var ég ekkert viss hvað ég ætlaði að gera,“ sagði Viðar. „Ég var búinn að vera lengi úti. Það gekk ágætlega í Grikklandi svo sem en það þarf bara eitt lélegt ‚move' þegar þú ert kominn á ákveðinn aldur. Þá er ekkert margt spennandi sem kemur eftir það. Ég verð að viðurkenna að ég var ekkert rosalega spenntur fyrir að koma mér aftur af stað,“ sagði Viðar. Það má horfa á alla fréttina hér fyrir ofan. Besta deild karla KA Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira
Viðar Örn þakkar auknu sjálfstrausti fyrir en hann hefur skorað fimm mörk í síðustu fjórum leikjum eftir að hafa verið án marks í fyrstu sextán leikjum sínum með KA í deild og bikar. Viðar samdi við KA fyrir tímabilið en fyrir það hafði hann ekki spilað knattspyrnu í að verða hálft ár. Hann rifti samningi sínum við búlgarska félagið CSKA 1949 og var um tíma án félags. Viðar Örn hefur skorað fimm í síðustu fjórum leikjum.Vísir/Diego Gerist mjög hratt „Þegar fyrsta markið kemur og eftir nokkrar góðar frammistöður þarna á undan þá fær maður mjög mikið sjálfstraust. Liðsfélagarnir eru duglegir að finna mig og þá fara mörkin að koma,“ sagði Viðar Örn í samtali við Stefán Árna Pálsson. „Það gerist mjög hratt og síðustu leikir eru búnir að vera mjög góðir hjá mér persónulega og hjá liðnu,“ sagði Viðar. Var sjálfstraustið hans komið mjög langt niður um tíma? Ég var í einhverri kulnun „Ég spilaði ekki fótbolta lengi. Ég var í einhverri kulnun, ég veit ekki hvað það var. Það kom mikið upp í vetur um það hvert maður ætti að fara. Einhver veginn fannst mér voðalítið af því spennandi,“ sagði Viðar. „Svo leið bara of langur tími þegar maður spilaði ekki. Síðan fer ég til KA og er að glíma við smá meiðsli. Ég hélt að ég yrði kominn í stand miklu fyrr. Svo var ég það ekki og liðinu gengur illa í byrjun. Þetta var svolítið erfitt í byrjun,“ sagði Viðar. Líður frábærlega inn á vellinum „Núna líður manni frábærlega inn á vellinum og ég er spenntur fyrir því að gera enn betur,“ sagði Viðar. Hann talaði um einhvers konar kulnun en var hann kominn með leið á fótbolta þegar hann kemur til KA? „Í raun get ég alveg sagt það opinberlega. Ég var í Búlgaríu og það gekk ekkert frábærlega þar. Ég rifti samningnum þar og svo var ég ekkert viss hvað ég ætlaði að gera,“ sagði Viðar. „Ég var búinn að vera lengi úti. Það gekk ágætlega í Grikklandi svo sem en það þarf bara eitt lélegt ‚move' þegar þú ert kominn á ákveðinn aldur. Þá er ekkert margt spennandi sem kemur eftir það. Ég verð að viðurkenna að ég var ekkert rosalega spenntur fyrir að koma mér aftur af stað,“ sagði Viðar. Það má horfa á alla fréttina hér fyrir ofan.
Besta deild karla KA Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira