Þurfa ekki lengur að treysta á olíuna Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. september 2024 11:51 Forstjóri Landsvirkjunar og forstjóri Orkubús Vestfjarða skrifuðu undir tímamótasamning í húsakynnum Landsvirkjunar í morgun. Vísir/Einar Nýr samningur sem Orkubú Vestfjarða og Landsvirkjun gerðu með sér í dag um sölu á raforku til fjarvarmaveitna á Vestfjörðum mun tryggja raforkuafhendingu til mikilla muna næstu fjögur árin. Forstjóri Orkubús Vestfjarða segir samninginn mikilvægan þátt í orkuskiptum Vestfjarða. Orkubú Vestfjarða hefur það sem af er ári varið um sjö hundruð milljónum í olíukaup til að keyra dísilvélar á skerðingardögum en á þessu ári hafa skerðingar á raforkuafhendingu numið 104 sólarhringum. Þetta gæti, því sem næst, heyrt sögunni til með samningi sem gerður var við Landsvirkjun í dag. Hörður Arnarson er forstjóri Landsvirkjunar. „Þetta er mikilvægt skref að taka; að draga úr skerðingum vegna húshitunar. Þetta hefur verið selt í skerðanlegum orkusamningum á mjög lágu verði en nú er Orkuveitan að taka mjög mikilvægt skref að gera samning aum betri gæði á vörunni þannig að þeir eiga að lenda í mun minni skerðingum og styðja þá við þessa orkuskiptavegferð sem þeir eru á,“ segir Hörður. Þessum samningi er ætlað að brúa bilið á meðan Orkubú Vestfjarða þróar hitaveitur til að nýta þann jarðhita sem fannst í sumar í Tungudal. Draga verulega úr kolefnisspori Vestfjarða Elías Jónatansson, forstjóri Orkubús Vestfjarða segir þetta gríðarstórt skref í orkuskiptum á Vestfjörðum. „Hann mun draga mjög verulega úr kolefnisspori Vestfjarða. Þetta hefur verið langstærsti þátturinn í því undanfarin ár þegar við höfum þurft að brenna olíu. Við nánast hættum að brenna olíu vegna skerðinga hjá Landsvirkjun. Þessi nýi samningur þýðir, ef við berum þetta saman við árið í ár þá höfum við þegar verið skert í 104 sólarhringa. Þessi samningur lágmarkar þennan tíma vegna þess að hámarksskerðing verður 4 sólarhringar,“ sagði Elías Jónatansson, forstjóri Orkubús Vestfjarða. Jarðhiti Landsvirkjun Orkumál Orkuskipti Umhverfismál Bensín og olía Tengdar fréttir Gæti haft gríðarlega þýðingu fyrir Ísafjörð Nærri sextíu stiga heitt vatn er fundið á Ísafirði. Á næstu vikum skýrist hvort magnið dugar til að kynda öll hús í höfuðstað Vestfjarða. Fyrir vestan er heitavatnsfundinum líkt við gullfund en Orkubú Vestfjarða neyddist í vetur til að brenna olíu fyrir yfir hálfan milljarð króna. 27. maí 2024 20:40 Rafmagn fór af á Vestfjörðum vegna veðurs Rafmagn fór víða af á Vestfjörðum um klukkan hálf tvö eftir hádegi. Norðan- og sunnanverðir Vestfirðir ganga nú á rafmagni frá varaaflsvélum og virkjunum. 30. janúar 2022 14:42 Fundu loks heitt vatn í Tungudal Rannsóknarboranir í Tungudal í Ísafirði báru loks árangur í dag. Fimmtíu og fimm gráðu heitt vatn fannst í holu sem verkkaupi hefur ákveðið að fóðra og rýma, merki þess að holuna skuli nýta. Það eru ánægjuleg tíðindi fyrir Ísfirðinga sem geta mögulega látið af olíubrennslu til húshitunar í framtíðinni. 26. maí 2024 19:56 „Þetta er bara eins og að finna gull“ Heitt vatn fannst í Tungudal í Skutulsfirði í gær. Bæjarstjórinn segir þetta eins og að finna gull en orkuverð á svæðinu er með því hæsta á öllu landinu. 27. maí 2024 11:42 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Sjá meira
Orkubú Vestfjarða hefur það sem af er ári varið um sjö hundruð milljónum í olíukaup til að keyra dísilvélar á skerðingardögum en á þessu ári hafa skerðingar á raforkuafhendingu numið 104 sólarhringum. Þetta gæti, því sem næst, heyrt sögunni til með samningi sem gerður var við Landsvirkjun í dag. Hörður Arnarson er forstjóri Landsvirkjunar. „Þetta er mikilvægt skref að taka; að draga úr skerðingum vegna húshitunar. Þetta hefur verið selt í skerðanlegum orkusamningum á mjög lágu verði en nú er Orkuveitan að taka mjög mikilvægt skref að gera samning aum betri gæði á vörunni þannig að þeir eiga að lenda í mun minni skerðingum og styðja þá við þessa orkuskiptavegferð sem þeir eru á,“ segir Hörður. Þessum samningi er ætlað að brúa bilið á meðan Orkubú Vestfjarða þróar hitaveitur til að nýta þann jarðhita sem fannst í sumar í Tungudal. Draga verulega úr kolefnisspori Vestfjarða Elías Jónatansson, forstjóri Orkubús Vestfjarða segir þetta gríðarstórt skref í orkuskiptum á Vestfjörðum. „Hann mun draga mjög verulega úr kolefnisspori Vestfjarða. Þetta hefur verið langstærsti þátturinn í því undanfarin ár þegar við höfum þurft að brenna olíu. Við nánast hættum að brenna olíu vegna skerðinga hjá Landsvirkjun. Þessi nýi samningur þýðir, ef við berum þetta saman við árið í ár þá höfum við þegar verið skert í 104 sólarhringa. Þessi samningur lágmarkar þennan tíma vegna þess að hámarksskerðing verður 4 sólarhringar,“ sagði Elías Jónatansson, forstjóri Orkubús Vestfjarða.
Jarðhiti Landsvirkjun Orkumál Orkuskipti Umhverfismál Bensín og olía Tengdar fréttir Gæti haft gríðarlega þýðingu fyrir Ísafjörð Nærri sextíu stiga heitt vatn er fundið á Ísafirði. Á næstu vikum skýrist hvort magnið dugar til að kynda öll hús í höfuðstað Vestfjarða. Fyrir vestan er heitavatnsfundinum líkt við gullfund en Orkubú Vestfjarða neyddist í vetur til að brenna olíu fyrir yfir hálfan milljarð króna. 27. maí 2024 20:40 Rafmagn fór af á Vestfjörðum vegna veðurs Rafmagn fór víða af á Vestfjörðum um klukkan hálf tvö eftir hádegi. Norðan- og sunnanverðir Vestfirðir ganga nú á rafmagni frá varaaflsvélum og virkjunum. 30. janúar 2022 14:42 Fundu loks heitt vatn í Tungudal Rannsóknarboranir í Tungudal í Ísafirði báru loks árangur í dag. Fimmtíu og fimm gráðu heitt vatn fannst í holu sem verkkaupi hefur ákveðið að fóðra og rýma, merki þess að holuna skuli nýta. Það eru ánægjuleg tíðindi fyrir Ísfirðinga sem geta mögulega látið af olíubrennslu til húshitunar í framtíðinni. 26. maí 2024 19:56 „Þetta er bara eins og að finna gull“ Heitt vatn fannst í Tungudal í Skutulsfirði í gær. Bæjarstjórinn segir þetta eins og að finna gull en orkuverð á svæðinu er með því hæsta á öllu landinu. 27. maí 2024 11:42 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Sjá meira
Gæti haft gríðarlega þýðingu fyrir Ísafjörð Nærri sextíu stiga heitt vatn er fundið á Ísafirði. Á næstu vikum skýrist hvort magnið dugar til að kynda öll hús í höfuðstað Vestfjarða. Fyrir vestan er heitavatnsfundinum líkt við gullfund en Orkubú Vestfjarða neyddist í vetur til að brenna olíu fyrir yfir hálfan milljarð króna. 27. maí 2024 20:40
Rafmagn fór af á Vestfjörðum vegna veðurs Rafmagn fór víða af á Vestfjörðum um klukkan hálf tvö eftir hádegi. Norðan- og sunnanverðir Vestfirðir ganga nú á rafmagni frá varaaflsvélum og virkjunum. 30. janúar 2022 14:42
Fundu loks heitt vatn í Tungudal Rannsóknarboranir í Tungudal í Ísafirði báru loks árangur í dag. Fimmtíu og fimm gráðu heitt vatn fannst í holu sem verkkaupi hefur ákveðið að fóðra og rýma, merki þess að holuna skuli nýta. Það eru ánægjuleg tíðindi fyrir Ísfirðinga sem geta mögulega látið af olíubrennslu til húshitunar í framtíðinni. 26. maí 2024 19:56
„Þetta er bara eins og að finna gull“ Heitt vatn fannst í Tungudal í Skutulsfirði í gær. Bæjarstjórinn segir þetta eins og að finna gull en orkuverð á svæðinu er með því hæsta á öllu landinu. 27. maí 2024 11:42