Í tilefni af alþjóðlegum degi læsis: Brettum upp ermar! Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar 8. september 2024 07:02 Í tilefni af alþjóðlegum degi læsis, þann 8. september, hefur Félag læsisfræðinga á Íslandi (FLÍS) sent upplýsingar til leik- og grunnskóla varðandi hvernig aðstoða má foreldra við að efla læsi barna sinna. Leikskólar fengu sendar upplýsingar, til að deila með foreldrum, um gildi þess að lesa fyrir börn frá unga aldri þar sem grunnur að góðum málþroska og læsi er lagður strax á fyrstu æviárum barnsins. Þar má einnig finna hugmyndir að því hvernig gera má lestrarstundirnar að gæðastundum. Að lesa fyrir börn eflir ekki aðeins málþroska og stuðlar að betri lesskilningi seinna meir, heldur ýta lestrarstundir undir tengslamyndun, þær örva ímyndunaraflið og bæta einbeitingu og athygli svo dæmi séu tekin. Grunnskólar fengu send tvenns konar upplýsingablöð til að deila með foreldrum en heimalestrarþjálfun í grunnskóla er eitthvað sem nær hvert einasta heimili í landinu hefur reynslu af. Mikilvægt er að skólar styðji við heimilin svo að sá tími sem varið er í heimalestur nýtist vel og hann sé ánægjulegur bæði fyrir barnið og þann sem þjálfar lesturinn. Við höfum tekið saman nokkrar aðferðir, fyrir yngstu börnin og foreldra þeirra, sem hægt er að nota til að gera heimalesturinn bæði fjölbreyttan og áhugaverðan en aðferðunum fylgja myndbönd og annað efni af netinu sem geta leiðbeint foreldrum hvernig best er að bera sig að. Undirstaða góðs lesskilnings er góður málþroski og góð lesfimi. Ástæða er til að hafa áhyggjur af dvínandi lesskilningi barna á Íslandi en það þýðir hins vegar lítið að velta sé upp úr áhyggjum án athafna. Nærtækara er að bretta upp ermar og kenna börnum að velta fyrir sér og ígrunda texta ásamt því að læra aðferðir sem hjálpa þeim að ná tökum á nýjum, framandi orðum. Gagnvirkur lestur er mikið rannsökuð og gagnleg aðferð í glímunni við texta. Við höfum tekið saman einfalda útfærslu sem foreldrar og börn geta tileinkað sér. Það getur tekið nokkur skipti að ná tökum á aðferðinni en hún mun skila barninu betri vinnubrögðum við lestur og þar af leiðandi betri lesskilningi. Þessi aðferð er gagnleg fyrir alla nemendur sem eru búnir að ná nokkuð góðum tökum á lestri og geta einbeitt sér að innihaldi texta sem hæfir aldri og þroska. Eins og áður segir hefur efnið þegar verið sent á alla leik- og grunnskóla landsins en gögnin má einnig finna á Læsisspjallinu sem FLÍS heldur úti á Facebook. Gleðilegan dag læsis! Höfundur er formaður FLÍS. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Íslensk tunga Skóla- og menntamál Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun Skoðun Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Sjá meira
Í tilefni af alþjóðlegum degi læsis, þann 8. september, hefur Félag læsisfræðinga á Íslandi (FLÍS) sent upplýsingar til leik- og grunnskóla varðandi hvernig aðstoða má foreldra við að efla læsi barna sinna. Leikskólar fengu sendar upplýsingar, til að deila með foreldrum, um gildi þess að lesa fyrir börn frá unga aldri þar sem grunnur að góðum málþroska og læsi er lagður strax á fyrstu æviárum barnsins. Þar má einnig finna hugmyndir að því hvernig gera má lestrarstundirnar að gæðastundum. Að lesa fyrir börn eflir ekki aðeins málþroska og stuðlar að betri lesskilningi seinna meir, heldur ýta lestrarstundir undir tengslamyndun, þær örva ímyndunaraflið og bæta einbeitingu og athygli svo dæmi séu tekin. Grunnskólar fengu send tvenns konar upplýsingablöð til að deila með foreldrum en heimalestrarþjálfun í grunnskóla er eitthvað sem nær hvert einasta heimili í landinu hefur reynslu af. Mikilvægt er að skólar styðji við heimilin svo að sá tími sem varið er í heimalestur nýtist vel og hann sé ánægjulegur bæði fyrir barnið og þann sem þjálfar lesturinn. Við höfum tekið saman nokkrar aðferðir, fyrir yngstu börnin og foreldra þeirra, sem hægt er að nota til að gera heimalesturinn bæði fjölbreyttan og áhugaverðan en aðferðunum fylgja myndbönd og annað efni af netinu sem geta leiðbeint foreldrum hvernig best er að bera sig að. Undirstaða góðs lesskilnings er góður málþroski og góð lesfimi. Ástæða er til að hafa áhyggjur af dvínandi lesskilningi barna á Íslandi en það þýðir hins vegar lítið að velta sé upp úr áhyggjum án athafna. Nærtækara er að bretta upp ermar og kenna börnum að velta fyrir sér og ígrunda texta ásamt því að læra aðferðir sem hjálpa þeim að ná tökum á nýjum, framandi orðum. Gagnvirkur lestur er mikið rannsökuð og gagnleg aðferð í glímunni við texta. Við höfum tekið saman einfalda útfærslu sem foreldrar og börn geta tileinkað sér. Það getur tekið nokkur skipti að ná tökum á aðferðinni en hún mun skila barninu betri vinnubrögðum við lestur og þar af leiðandi betri lesskilningi. Þessi aðferð er gagnleg fyrir alla nemendur sem eru búnir að ná nokkuð góðum tökum á lestri og geta einbeitt sér að innihaldi texta sem hæfir aldri og þroska. Eins og áður segir hefur efnið þegar verið sent á alla leik- og grunnskóla landsins en gögnin má einnig finna á Læsisspjallinu sem FLÍS heldur úti á Facebook. Gleðilegan dag læsis! Höfundur er formaður FLÍS.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun