Refsing Trump í þagnargreiðslumáli ákveðin eftir kosningar Kjartan Kjartansson skrifar 6. september 2024 17:54 Trump þarf ekki að þola þá niðurlægingu að vera gerð refsing í sakamáli í miðri kosningabaráttunni. AP/Stefan Jeremiah Dómari í New York féllst á kröfu verjenda Donalds Trump um að fresta ákvörðun refsingar hans í þagnargreiðslumáli hans þar til fram yfir forsetakosningarnar í nóvember. Sagði hann dómstólinn ekki vilja hafa áhrif á kosningarnar. Trump var sakfelldur fyrir að falsa skjöl sem þess að hylma yfir þagnargreiðslur til fyrrverandi klámstjörnu í maí. Þar með varð hann fyrsti fyrrverandi forseti Bandaríkjanna til þess að hljóta dóm í sakamáli. Honum hefur þó enn ekki verið gerð refsing vegna brota sinna. Juan Merchan, dómarinn í málinu, féllst í dag á kröfu lögmanna Trump um að fresta ákvörðun refsingar sem átti að fara fram 18. september. Þeir héldu því fram að dómstóllinn truflaði gang kosninganna með því að ákveða refsingu Trump í miðri kosningabaráttunni. Í rökstuðningi sínum sagðist Merchan vilja forðast ásýnd þess að athafnir dómstólsins hefði einhver áhrif á framboð Trump, sama hversu ósanngjarnar ásakanir um það væru. Refsing Trump verður því ákveðin 26. nóvember, nokkrum vikum eftir kjördag. Verjendur Trump hafa ekki aðeins sóst eftir því að fresta ákvörðun refsingarinnar heldur einnig að alríkisdómstóll taki málið úr höndum ríkisdómstólsins í New York. Alríkisdómstóllinn hafnaði þeirri kröfu á þriðjudag. Trump áfrýjaði þeirri niðurstöðu strax. Þá hafa þeir krafist þess að Merchan ógildi dóminn og vísi málinu frá á þeim forsendum að Trump njóti friðhelgi á grundvelli tímamótadóms Hæstaréttar Bandaríkjanna fyrr á þessu ári. Merchan frestaði jafnframt ákvörðun um þá kröfu fram yfir kosningar. Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Erlend sakamál Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Trump var sakfelldur fyrir að falsa skjöl sem þess að hylma yfir þagnargreiðslur til fyrrverandi klámstjörnu í maí. Þar með varð hann fyrsti fyrrverandi forseti Bandaríkjanna til þess að hljóta dóm í sakamáli. Honum hefur þó enn ekki verið gerð refsing vegna brota sinna. Juan Merchan, dómarinn í málinu, féllst í dag á kröfu lögmanna Trump um að fresta ákvörðun refsingar sem átti að fara fram 18. september. Þeir héldu því fram að dómstóllinn truflaði gang kosninganna með því að ákveða refsingu Trump í miðri kosningabaráttunni. Í rökstuðningi sínum sagðist Merchan vilja forðast ásýnd þess að athafnir dómstólsins hefði einhver áhrif á framboð Trump, sama hversu ósanngjarnar ásakanir um það væru. Refsing Trump verður því ákveðin 26. nóvember, nokkrum vikum eftir kjördag. Verjendur Trump hafa ekki aðeins sóst eftir því að fresta ákvörðun refsingarinnar heldur einnig að alríkisdómstóll taki málið úr höndum ríkisdómstólsins í New York. Alríkisdómstóllinn hafnaði þeirri kröfu á þriðjudag. Trump áfrýjaði þeirri niðurstöðu strax. Þá hafa þeir krafist þess að Merchan ógildi dóminn og vísi málinu frá á þeim forsendum að Trump njóti friðhelgi á grundvelli tímamótadóms Hæstaréttar Bandaríkjanna fyrr á þessu ári. Merchan frestaði jafnframt ákvörðun um þá kröfu fram yfir kosningar.
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Erlend sakamál Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira