Innlent

Börn sem flytja vopn til landsins og fjöllistamenn

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Sindri Sindrason les kvöldfréttir á Stöð 2 í kvöld.
Sindri Sindrason les kvöldfréttir á Stöð 2 í kvöld. vísir/vilhelm

Tollurinn lagði hald á átján skotvopn á fyrstu átta mánuðum ársins sem er mun meira en fyrir ári. Dæmi eru um að börn komi með vopn heim úr sólarlandafríum. Við skoðum sýnishorn af þeim vopnum sem tollurinn hefur haldlagt.

Framboð Katrínar Jakobsdóttur til forseta Íslands var það langdýrasta af öllum sem Ríkisendurskoðun hefur samþykkt skoðun á. Atkvæðið var dýrast hjá Helgu Þórisdóttur, eða 64 þúsund.

Rúm þrjátíu prósent Íslendinga nota ólöglega sjónvarpsþjónustu. Forstjóri norrænna samtaka um hugverkavernd segir ágóða sölunnar meðal annars fara í að fjármagna skipulagða glæpastarfsemi eins og vændi og smygl.

Við hittum fjöllistahóp sem treður upp í Hörpu um helgina, verðum í beinni frá hátíðarsýningu Elly í Borgarleikhúsinu og frá Októberfest.

Klippa: Kvöldfréttir 6. september 2024



Fleiri fréttir

Sjá meira


×