Er allt í baklás? Þú getur meira en þú heldur... Guðlaugur Birgisson skrifar 8. september 2024 14:02 Á hverju ári er haldinn alþjóðlegur dagur sjúkraþjálfunar. Nú ber hann upp á daginn í dag, sunnudaginn 8.september. Heimssamband sjúkraþjálfara WCPT stendur að deginum og notum við sjúkraþjálfarar daginn til þess að vekja athygli á okkar störfum sem spanna vítt svið. Í ár er dagurinn tileinkaður umfjöllun um mjóbaksverki og öflugt starf sjúkraþjálfara hvað varðar forvarnir, greiningu og meðferð þeirra. Verkir í mjóbaki eru helsta ástæða færniskerðingar í heiminum í dag. Árið 2020 upplifðu 619 milljón manns í heiminum mjóbaksverki eða 1 af hverjum 13jarðarbúum. Þetta er 60% aukning frá árinu 1990. Áætlað er að 843 milljónir alls mannkyns muni glíma við mjóbaksverki árið 2050. Talið er að 90% allra tilfella séu óskilgreind, þ.e. ekki hægt að rekja beint til skaða á tilteknum taugum, liðum, vöðvum, liðböndum eða alvarlegra undirliggjandi sjúkdóma. Hvað varðar lengd einkenna þá eru góðu fréttirnar þær að minnihluti þeirra sem upplifir verki í mjóbaki þróar með sér langvarandi einkenni (hefur verki í meira en 3 mánuði). Langvarandi verkjaupplifun er oft á tíðum samspil líkamlegs og andlegs álags í daglegu lífi sem og fyrri áfallasögu. Sjúkraþjálfarar eru í lykilhlutverki þegar kemur að forvörnum, greiningu og meðferð mjóbaksverkja. Með sértækum æfingum, fræðslu og ráðleggingum er varða líkamlegt álag og lífsstíl má fyrirbyggja mjóbakseinkenni og ennfremur auka lífsgæði þeirra sem glíma við langtíma verki. Í gegnum sérhæfða meðferð við langvinnum mjóbaksverjum gera sjúkraþjálfarar fólki kleift að vera virkara í daglegu lífi og öðlast betri stjórn á langvarandi einkennum. Heimssamband sjúkraþjálfara lét fyrir stuttu útbúa veggspjöld og upplýsingablöð með ýmsum fróðleik um mjóbaksverki í tilefni alþjóðlegs dags sjúkraþjálfara. Félag sjúkraþjálfara hefur nú látið þýða þessa útgáfu og má sjá afraksturinn á slóðinni: https://www.sjukrathjalfun.is/um-felagid/utgafa/frettir/althjodadagur-sjukrathjalfunar-er-8.-september. Endilega kíkið á það. Í lokin langar mig að óska öllum sjúkraþjálfurum á Íslandi til hamingju með alþjóðlega daginn í dag! Höfundur er sjúkraþjálfari og lýðheilsufræðingur á Reykjalundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Á hverju ári er haldinn alþjóðlegur dagur sjúkraþjálfunar. Nú ber hann upp á daginn í dag, sunnudaginn 8.september. Heimssamband sjúkraþjálfara WCPT stendur að deginum og notum við sjúkraþjálfarar daginn til þess að vekja athygli á okkar störfum sem spanna vítt svið. Í ár er dagurinn tileinkaður umfjöllun um mjóbaksverki og öflugt starf sjúkraþjálfara hvað varðar forvarnir, greiningu og meðferð þeirra. Verkir í mjóbaki eru helsta ástæða færniskerðingar í heiminum í dag. Árið 2020 upplifðu 619 milljón manns í heiminum mjóbaksverki eða 1 af hverjum 13jarðarbúum. Þetta er 60% aukning frá árinu 1990. Áætlað er að 843 milljónir alls mannkyns muni glíma við mjóbaksverki árið 2050. Talið er að 90% allra tilfella séu óskilgreind, þ.e. ekki hægt að rekja beint til skaða á tilteknum taugum, liðum, vöðvum, liðböndum eða alvarlegra undirliggjandi sjúkdóma. Hvað varðar lengd einkenna þá eru góðu fréttirnar þær að minnihluti þeirra sem upplifir verki í mjóbaki þróar með sér langvarandi einkenni (hefur verki í meira en 3 mánuði). Langvarandi verkjaupplifun er oft á tíðum samspil líkamlegs og andlegs álags í daglegu lífi sem og fyrri áfallasögu. Sjúkraþjálfarar eru í lykilhlutverki þegar kemur að forvörnum, greiningu og meðferð mjóbaksverkja. Með sértækum æfingum, fræðslu og ráðleggingum er varða líkamlegt álag og lífsstíl má fyrirbyggja mjóbakseinkenni og ennfremur auka lífsgæði þeirra sem glíma við langtíma verki. Í gegnum sérhæfða meðferð við langvinnum mjóbaksverjum gera sjúkraþjálfarar fólki kleift að vera virkara í daglegu lífi og öðlast betri stjórn á langvarandi einkennum. Heimssamband sjúkraþjálfara lét fyrir stuttu útbúa veggspjöld og upplýsingablöð með ýmsum fróðleik um mjóbaksverki í tilefni alþjóðlegs dags sjúkraþjálfara. Félag sjúkraþjálfara hefur nú látið þýða þessa útgáfu og má sjá afraksturinn á slóðinni: https://www.sjukrathjalfun.is/um-felagid/utgafa/frettir/althjodadagur-sjukrathjalfunar-er-8.-september. Endilega kíkið á það. Í lokin langar mig að óska öllum sjúkraþjálfurum á Íslandi til hamingju með alþjóðlega daginn í dag! Höfundur er sjúkraþjálfari og lýðheilsufræðingur á Reykjalundi.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun