Hæstiréttur tekur ummæli Páls ekki fyrir og sýknan stendur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. september 2024 14:31 Ummæli Páls voru ómerkt í héraði en hann sýknaður af kröfum Arnars og Þórðar í Landsrétti. Þar við situr. Vísir Hæstiréttur mun ekki taka fyrir meiðyrðamál tveggja blaðamanna gegn Páli Vilhjálmssyni, bloggara og kennara. Páll var sýknaður af öllum kröfum blaðamannanna í Landsrétti, og því standa ummæli hans. Þeir Þórður Snær Júlíusson, sem þá var ritstjóri Heimildarinnar, og Arnar Þór Ingólfsson, blaðamaður sama miðils, stefndu Páli fyrir meiðyrði og kröfðust ómerkingar á tvennum ummælum á bloggsíðu hans á vefsvæði Mbl.is. Annars vegar voru það ummæli um að tvímenningarnir hefðu átt „aðild, beina eða óbeina“ að því að Páli Steingrímssyni, skipstjóra hjá Samherja, hefði verið byrlað og síma hans stolið. Hins vegar voru það ummæli Páls um að saksóknari gæfi út ákæru á hendur blaðamönnunum. Snúið við milli dómstiga Í Héraðsdómi Reykjavíkur var Páll dæmdur til að greiða blaðamönnunum 300 þúsund krónur, hvorum fyrir sig, auk málskostnaðar upp á 700 þúsund krónur. Landsréttur sýknaði Pál hins vegar af öllum kröfum blaðamannanna í maí síðastliðnum. Málskostnaður féll niður á báðum dómstigum. Í ákvörðun Hæstaréttar var saga málsins rakin lítillega, auk þess sem kom fram að Páll hefði lagst gegn málskotsbeiðni þeirra Þórðar og Arnars. Þá er fjallað um dóma sem gengið hafa í málinu, bæði í héraði og í Landsrétti, og tekið fram að Landsréttur hefði að endingu talið að tjáning Páls rúmaðist innan tjáningarfrelsisins í skilningi stjórnarskrárinnar og mannréttindasáttmála Evrópu. Hvorki almennt gildi né sérstaklega mikilvægir hagsmunir „Leyfisbeiðendur byggja á því að úrslit málsins hafi verulegt almennt gildi og vísa einkum til þess að Landsréttur hafi komist að þeirri niðurstöðu að ummæli gagnaðila hafi falið í sér staðhæfingar um staðreyndir en hins vegar beitt aðferðarfræði við mat á þeim sem eigi við um mat á gildisdómum. Sú aðferðarfræði sé í andstöðu við dómaframkvæmd og hafi niðurstaðan almenna þýðingu varðandi stjórnarskrárvarin mannréttindi, bæði með tilliti til tjáningarfrelsis og friðhelgi einkalífs og æruverndar. Leyfisbeiðendur byggja jafnframt á því að úrslit málsins varði mikilvæga hagsmuni þeirra. Þá hafi málsmeðferð fyrir Landsrétti verið stórlega ábótavant og vísa leyfisbeiðendur meðal annars til þess að rökstuðningi í dómi Landsréttar sé mjög áfátt auk þess sem niðurstaðan sé reist á málsástæðu sem gagnaðili hafi ekki byggt á í málinu. Loks byggja leyfisbeiðendur á því að dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur að formi og efni,“ segir í ákvörðun Hæstaréttar, sem taldi hvorki að úrslit málsins hefðu verulegt almennt gildi, né að það varðaði sérstaklega mikilvæga hagsmuni Þórðar og Arnars. Fjölmiðlar Dómsmál Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Páll sýknaður Páll Vilhjálmsson framhaldsskólakennari og bloggari hefur verið sýknaður af öllum kröfum tveggja blaðamanna á Heimildinni í Landsrétti. 31. maí 2024 14:07 „Ég er orðinn ýmsu vanur en þetta sló mig verulega“ Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Heimildarinnar, áður Kjarnans, sagðist fyrir dómi í morgun aldrei hafa hitt Pál Steingrímsson skipsstjóra, aldrei stolið af honum síma, né hefði hann átt beinan eða óbeinan þátt í að byrla honum né nokkrum manni. Þá sagði hann skýrslu réttarmeinafræðings sýna fram á að Páli hefði í raun aldrei verið byrlað. Verjandi Páls Vilhjálmssonar sagði málið ekki flókið og að það snérist um tjáningarfrelsi. 27. febrúar 2023 14:36 Óþægilegt að sitja undir ásökunum um þjófnað og byrlun Arnar Þór Ingólfsson, blaðamaður á Heimildinni, áður Kjarnanum, segist hafa verið mjög hissa þegar Páll Vilhjálmsson bloggari og kennari sakaði hann og kollega hans um að hafa byrlað skipstjóra Samherja og stolið af honum síma til að geta skrifað fréttir. Páll mætti ekki í dómsal í morgun. 27. febrúar 2023 11:16 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Þeir Þórður Snær Júlíusson, sem þá var ritstjóri Heimildarinnar, og Arnar Þór Ingólfsson, blaðamaður sama miðils, stefndu Páli fyrir meiðyrði og kröfðust ómerkingar á tvennum ummælum á bloggsíðu hans á vefsvæði Mbl.is. Annars vegar voru það ummæli um að tvímenningarnir hefðu átt „aðild, beina eða óbeina“ að því að Páli Steingrímssyni, skipstjóra hjá Samherja, hefði verið byrlað og síma hans stolið. Hins vegar voru það ummæli Páls um að saksóknari gæfi út ákæru á hendur blaðamönnunum. Snúið við milli dómstiga Í Héraðsdómi Reykjavíkur var Páll dæmdur til að greiða blaðamönnunum 300 þúsund krónur, hvorum fyrir sig, auk málskostnaðar upp á 700 þúsund krónur. Landsréttur sýknaði Pál hins vegar af öllum kröfum blaðamannanna í maí síðastliðnum. Málskostnaður féll niður á báðum dómstigum. Í ákvörðun Hæstaréttar var saga málsins rakin lítillega, auk þess sem kom fram að Páll hefði lagst gegn málskotsbeiðni þeirra Þórðar og Arnars. Þá er fjallað um dóma sem gengið hafa í málinu, bæði í héraði og í Landsrétti, og tekið fram að Landsréttur hefði að endingu talið að tjáning Páls rúmaðist innan tjáningarfrelsisins í skilningi stjórnarskrárinnar og mannréttindasáttmála Evrópu. Hvorki almennt gildi né sérstaklega mikilvægir hagsmunir „Leyfisbeiðendur byggja á því að úrslit málsins hafi verulegt almennt gildi og vísa einkum til þess að Landsréttur hafi komist að þeirri niðurstöðu að ummæli gagnaðila hafi falið í sér staðhæfingar um staðreyndir en hins vegar beitt aðferðarfræði við mat á þeim sem eigi við um mat á gildisdómum. Sú aðferðarfræði sé í andstöðu við dómaframkvæmd og hafi niðurstaðan almenna þýðingu varðandi stjórnarskrárvarin mannréttindi, bæði með tilliti til tjáningarfrelsis og friðhelgi einkalífs og æruverndar. Leyfisbeiðendur byggja jafnframt á því að úrslit málsins varði mikilvæga hagsmuni þeirra. Þá hafi málsmeðferð fyrir Landsrétti verið stórlega ábótavant og vísa leyfisbeiðendur meðal annars til þess að rökstuðningi í dómi Landsréttar sé mjög áfátt auk þess sem niðurstaðan sé reist á málsástæðu sem gagnaðili hafi ekki byggt á í málinu. Loks byggja leyfisbeiðendur á því að dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur að formi og efni,“ segir í ákvörðun Hæstaréttar, sem taldi hvorki að úrslit málsins hefðu verulegt almennt gildi, né að það varðaði sérstaklega mikilvæga hagsmuni Þórðar og Arnars.
Fjölmiðlar Dómsmál Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Páll sýknaður Páll Vilhjálmsson framhaldsskólakennari og bloggari hefur verið sýknaður af öllum kröfum tveggja blaðamanna á Heimildinni í Landsrétti. 31. maí 2024 14:07 „Ég er orðinn ýmsu vanur en þetta sló mig verulega“ Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Heimildarinnar, áður Kjarnans, sagðist fyrir dómi í morgun aldrei hafa hitt Pál Steingrímsson skipsstjóra, aldrei stolið af honum síma, né hefði hann átt beinan eða óbeinan þátt í að byrla honum né nokkrum manni. Þá sagði hann skýrslu réttarmeinafræðings sýna fram á að Páli hefði í raun aldrei verið byrlað. Verjandi Páls Vilhjálmssonar sagði málið ekki flókið og að það snérist um tjáningarfrelsi. 27. febrúar 2023 14:36 Óþægilegt að sitja undir ásökunum um þjófnað og byrlun Arnar Þór Ingólfsson, blaðamaður á Heimildinni, áður Kjarnanum, segist hafa verið mjög hissa þegar Páll Vilhjálmsson bloggari og kennari sakaði hann og kollega hans um að hafa byrlað skipstjóra Samherja og stolið af honum síma til að geta skrifað fréttir. Páll mætti ekki í dómsal í morgun. 27. febrúar 2023 11:16 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Páll sýknaður Páll Vilhjálmsson framhaldsskólakennari og bloggari hefur verið sýknaður af öllum kröfum tveggja blaðamanna á Heimildinni í Landsrétti. 31. maí 2024 14:07
„Ég er orðinn ýmsu vanur en þetta sló mig verulega“ Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Heimildarinnar, áður Kjarnans, sagðist fyrir dómi í morgun aldrei hafa hitt Pál Steingrímsson skipsstjóra, aldrei stolið af honum síma, né hefði hann átt beinan eða óbeinan þátt í að byrla honum né nokkrum manni. Þá sagði hann skýrslu réttarmeinafræðings sýna fram á að Páli hefði í raun aldrei verið byrlað. Verjandi Páls Vilhjálmssonar sagði málið ekki flókið og að það snérist um tjáningarfrelsi. 27. febrúar 2023 14:36
Óþægilegt að sitja undir ásökunum um þjófnað og byrlun Arnar Þór Ingólfsson, blaðamaður á Heimildinni, áður Kjarnanum, segist hafa verið mjög hissa þegar Páll Vilhjálmsson bloggari og kennari sakaði hann og kollega hans um að hafa byrlað skipstjóra Samherja og stolið af honum síma til að geta skrifað fréttir. Páll mætti ekki í dómsal í morgun. 27. febrúar 2023 11:16