Tryggja selt til Þýskalands Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. september 2024 09:57 Smári Ríkarðsson, framkvæmdastjóri Tryggja, Bernd Knof, formaður stjórnar, og Baldvin Samúelsson, stjórnarmaður hjá Tryggja og Leading Brokers United á Íslandi. Tryggja ehf., sem er elsta vátryggingamiðlunin á Íslandi, hefur verið selt til samevrópsku tryggingasamstæðunnar GGW Group í Þýskalandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Tryggja sem verður með sölunni samstarfsfyrirtæki Leading Brokers United. Undir þeim hatti eru vátryggingarmiðlanir GGW Group sameinaðar. „Með innlimun Tryggja í samstæðuna er GGW Group að víkka enn frekar út starfsemi sína í Evrópu og er að fara inn á mjög spennandi vátryggingamarkað að mati forsvarsmanna GGW Group. Við það að ganga til liðs við GGW Group skapast ótal tækifæri fyrir Tryggja til að tengjast fjölbreyttum hópi vátryggingamiðlara og MGA-miðlara hjá GGW Group í Þýskalandi og öðrum Evrópulöndum, einkum og sér í lagi með tilliti til atvinnugreina og sérsviða. Með því að vera „coverholder“ hjá Lloyd’s mun Tryggja jafnframt efla ásýnd GGW-samstæðunnar á markaðnum og auka aðdráttarafl hennar gagnvart innlendum og alþjóðlegum vátryggjendum,“ segir í tilkynningu. Kaupverðið á Tryggja er ekki gefið upp í tilkynningu. „Við hlökkum mikið til að vinna með kollegum okkar hjá GGW Group og þeirra samstarfsfyrirtækjum. Með þeirra sérsniðna vöruframboði og rótgrónum viðskiptasamböndum við atvinnulíf og einkaaðila jafnt sem vátryggjendur, mun Tryggja án efa leggja sitt af mörkum til áframhaldandi velgengni GGW Group,“ segir Baldvin Samúelsson, starfandi stjórnarformaður Tryggja. Smári Ríkarðsson, framkvæmdastjóri Tryggja, bætir við: „Sem rótgróið fyrirtæki á íslenska markaðnum með frábær viðskiptasambönd yfir landamæri, erum við spennt fyrir samrunanum við GGW Group, einn farsælasta og örast vaxandi vátryggingamiðlara í Evrópu.“ Dr. Tobias Warweg, stofnandi og forstjóri GGW Group, er einnig ánægður með viðskiptin. „Baldvin og Smári, með sinni snerpu, framsýnum hugmyndum og kraftmiklu teymi, falla fullkomlega að okkar framtíðarsýn um að gera GGW Group leiðandi á markaðnum í Evrópu,“ segir hann. Tryggja var stofnað árið 1995 og býður fram þjónustu sína sem Lloyd’s coverholder. Hjá fyrirtækinu starfa um 20 manns sem þjónusta fjölbreyttan hóp viðskiptavina úr atvinnulífi og stjórnsýslu. GGW Group eru samtök eigendastýrðra vátryggingamiðlara sem sameinast undir yfirheitinu Leading Brokers United, og MGA-miðlara sem sameinast undir vörumerkinu Wecoy Underwriting. Frá stofnun þess árið 2020 í Þýskalandi hafa meira en 60 samstarfsfyrirtæki gengið til liðs við GGW Group í Þýskalandi og öðrum Evrópulöndum. Rúmlega 1.800 manns starfa nú hjá samstæðunni sem er meðal leiðandi aðila í greininni. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í Hamborg. Tryggingar Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
„Með innlimun Tryggja í samstæðuna er GGW Group að víkka enn frekar út starfsemi sína í Evrópu og er að fara inn á mjög spennandi vátryggingamarkað að mati forsvarsmanna GGW Group. Við það að ganga til liðs við GGW Group skapast ótal tækifæri fyrir Tryggja til að tengjast fjölbreyttum hópi vátryggingamiðlara og MGA-miðlara hjá GGW Group í Þýskalandi og öðrum Evrópulöndum, einkum og sér í lagi með tilliti til atvinnugreina og sérsviða. Með því að vera „coverholder“ hjá Lloyd’s mun Tryggja jafnframt efla ásýnd GGW-samstæðunnar á markaðnum og auka aðdráttarafl hennar gagnvart innlendum og alþjóðlegum vátryggjendum,“ segir í tilkynningu. Kaupverðið á Tryggja er ekki gefið upp í tilkynningu. „Við hlökkum mikið til að vinna með kollegum okkar hjá GGW Group og þeirra samstarfsfyrirtækjum. Með þeirra sérsniðna vöruframboði og rótgrónum viðskiptasamböndum við atvinnulíf og einkaaðila jafnt sem vátryggjendur, mun Tryggja án efa leggja sitt af mörkum til áframhaldandi velgengni GGW Group,“ segir Baldvin Samúelsson, starfandi stjórnarformaður Tryggja. Smári Ríkarðsson, framkvæmdastjóri Tryggja, bætir við: „Sem rótgróið fyrirtæki á íslenska markaðnum með frábær viðskiptasambönd yfir landamæri, erum við spennt fyrir samrunanum við GGW Group, einn farsælasta og örast vaxandi vátryggingamiðlara í Evrópu.“ Dr. Tobias Warweg, stofnandi og forstjóri GGW Group, er einnig ánægður með viðskiptin. „Baldvin og Smári, með sinni snerpu, framsýnum hugmyndum og kraftmiklu teymi, falla fullkomlega að okkar framtíðarsýn um að gera GGW Group leiðandi á markaðnum í Evrópu,“ segir hann. Tryggja var stofnað árið 1995 og býður fram þjónustu sína sem Lloyd’s coverholder. Hjá fyrirtækinu starfa um 20 manns sem þjónusta fjölbreyttan hóp viðskiptavina úr atvinnulífi og stjórnsýslu. GGW Group eru samtök eigendastýrðra vátryggingamiðlara sem sameinast undir yfirheitinu Leading Brokers United, og MGA-miðlara sem sameinast undir vörumerkinu Wecoy Underwriting. Frá stofnun þess árið 2020 í Þýskalandi hafa meira en 60 samstarfsfyrirtæki gengið til liðs við GGW Group í Þýskalandi og öðrum Evrópulöndum. Rúmlega 1.800 manns starfa nú hjá samstæðunni sem er meðal leiðandi aðila í greininni. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í Hamborg.
Tryggingar Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira