Samfélag þar sem börn bana hvort öðru Jón Ferdínand Estherarson skrifar 5. september 2024 09:02 Mikill harmleikur hefur skekið landið okkar undanfarna daga. Ótímabært og ólýsanlega hryllilegt dauðsfall ungrar stúlku eftir banvæna hnífaárás af hálfu annars ungmennis á síðastliðinni Menningarnótt. Hún hefur nú verið borin til grafar. Fæst okkar þekktu Bryndísi Klöru Birgisdóttur en öll fyllumst við sorg og óhug vegna þessa atburðar. Dauði Bryndísar gerðist ekki í tómarúmi eins og mikið hefur verið rætt síðan þessi skelfilega árás átti sér stað. Alvarlegt ofbeldi sem og vopnaburður hefur aukist meðal ungmenna undanfarin misseri. Samhliða því hefur gætt aukinnar vanlíðanar, óhamingju, kvíða og þunglyndis meðal ungs fólks og barna og viðvörunarbjöllum verið hringt í tíma og ótíma víða um samfélagið. Öllu sjaldnar er þó rætt um aukna tíðni fátæktar meðal barna og fullorðinna og áhrifa aukinnar misskiptingar, en það hefur einnig versnað mjög á undanförnum árum og félagslegri heilsu samfélagsins hrakað stöðugt í kjölfarið enda er það vel þekkt stærð í félagsvísindunum að aukið ofbeldi og vansæld fylgir gjarnan aukinni örbirgð og misskiptingu. Það er löngu kominn tími á það að við segjum hingað og ekki lengra þó betur hefði mátt fara ef við hefðum gert það fyrr. Við þurfum bráðnauðsynlega að endurskoða ýmislegt í fari okkar samfélags því allir mælikvarðar eru að segja okkur það að við höfum fallið kirfilega á prófinu. Er það þannig eðlilegt að á meðan að yfirlýsingar um miklar áhyggjur heyrast frá stjórnvöldum af auknum vopnaburði ungs fólks höfum við á sama tíma vopnvætt lögregluna og alið bæði á úlfúð og hræðsluáróðri gagnvart hvort öðru og gegn því fólki sem er í hvað viðkvæmastri stöðu í samfélaginu? Á sama tíma og aðgerðahópar ríkisstjórnarinnar boða samtíning óljósra aðgerða um samþættingu aðgerða til að stemma stigu við aukningu alvarlegs ofbeldis meðal ungmenna, þá horfa ungmenni upp á lögregluna beita síaukinni hörku og harðræði í ofbeldisfullri framgöngu sinni gegn ungu fólki sem mótmælir þjóðarmorði á Gaza og yfirvöld og stofnanir fara fram með fordæmalausri grimmd gagnvart varnarlausu flóttafólki í neyð, þar með talið barni í hjólastól með alvarlegan hrörnunarsjúkdóm. Er það eitthvað annað en firrt að við höfum búið ungu fólki og börnum þannig í haginn að þeirra bíður fátt annað en óöryggi og eilífðargildra á húsnæðismarkaði? Húsnæðiskreppan er ekki ný af nálinni en versnar stöðugt og fréttir í hverri viku og hverjum mánuði segja okkur að hún muni aðeins halda áfram að versna þótt lóðabraskarar og fjárfestar græði á tá og fingri á stöðunni. Ef börn og ungmenni njóta ekki þeirra forréttinda að búa við stuðning efnaðra foreldra hvert eiga þau þá til dæmis að snúa sér til að klífa mörg hundruð þúsunda króna leigu fyrir mygluétna íbúðarholu, með allt að þriggja mánaða tryggingu sem greiða skal fyrirfram? Íbúðar sem þeim er síðan gjarnan hent út úr í nokkra mánuði á ári svo leigusalinn geti grætt ennþá meir á ferðamönnum í skammtímaleigu. Hvert eiga þau að leita til að afla tekna upp þá á rúmu milljón króna á mánuði sem þarf til að kaupa sér meðalíbúð? Það er næsta víst að þorri þeirra starfa sem þeim býðst í hinum fyrirferðamikla ferðamannaiðnaði bjóða ekki upp á slík laun. Ekki það að börnunum okkar sé óskandi yfirhöfuð að festa sig í stórhættulegum íslenskum fasteignalánum sem þau munu brenna sig á í framtíðinni um leið og efnahagslegir vindar blása óhagstætt og stýrivaxtaskrúfunni verður óspart beitt til að þrengja að þeim á meðan að ráðherrar og þingmenn rífast um persónuleg gæluverkefni sín eða keppast við að gera vel við fjármálaöflin. Hvernig ætli börnum og ungmennum líði þegar þau mæta í framhaldsskólann eða háskólann og eiga erfitt með að lesa? Ef svo lukkulega vill til að þau geti þó lesið, hvert eiga þau að snúa sér til að eiga við afborganirnar af námslánunum sem hanga munu eins og akkeri um hálsa þeirra í jafnvel áratugi? Ef þau útskrifast svo úr framhaldsnámi og heyja afkomustríðið á vinnumarkaði með lánin, skuldirnar eða leiguna á bakinu getur unga fólkið okkar því næst vænst þess að horfa upp á syni og dætur hinna auðugu og vel tengdu með lögheimilisskráningu í Garðabæ eða Seltjarnarnesi fá rjómann af öllum hátt launuðum störfum og tækifærum. Hvert á það þá að snúa sér ef það nýtur ekki forréttinda hinnar alíslensku frændhygli? Tækifærisleysi virðist þannig því miður bíða óskaplega margra barna, ungmenna og ungs fólks. Hvernig ætli andleg heilsa barnanna okkar sé þegar að foreldrar þeirra eru líka þjáðir og þjakaðir vegna dýrtíðar lífskjarakrísunnar, húsnæðiskreppunnar og krónískrar kulnunar? Hvað þá þegar að foreldrar sumir neyðast til að vinna fleiri en eina vinnu til að rétt svo ná að brúa bilið á milli mánaða. Hvar er samneytið og félagslega heilsubótin af nærveru og umönnun foreldra sem neyðast til að vinna myrkranna á milli eða eru of kulnuð til að finna fyrir eigin tilfinningum, hvað þá barnanna? Þegar þunglyndið og kvíðinn hótar svo að hola sálartetrið að innan, hvert eiga ungmenni þessa lands að snúa sér til aðstoðar? Kaupa sér rándýra viðtalstíma hjá sálfræðingi sem sligar fjárhag þerra og foreldra þeirra enn frekar? Eða leita hjálpar hjá heilbrigðis- og velferðarkerfum hins opinbera, sem eru bæði fjársoltin og undirmönnuð til fjölmargra ára, undir ofþrýstingi vegna gífurlegrar fólksfjölgunar og bíða ýmist einkavæðingarferlis eða eru þegar orðin því að bráð sem hver önnur markaðsvara fyrir fjárfesta til að græða á? Það er kannski ekki skrítið að örvænting sé orðin mjög algeng líðan meðal ungs fólks og barna í dag og ákjósanlegra sé að flýja frekar inn í heim samfélagsmiðla með tilheyrandi vítahringsáhrifum fyrir andlega heilsu. Afkomukvíðinn og firringin í samfélaginu okkar er slík að það verður stundum erfitt að sjá ljósið eða tilganginn. Örvæntingin sem leiðir unga manneskju til að bera vopn, beita alvarlegu ofbeldi og jafnvel stinga jafnaldra sína til bana verður aldrei til í tómarúmi, heldur er hún afurð brostins samfélags. En samfélagið er mannanna verk og við erum fullfær um að breyta þeirri vegferð sem við erum á. Það verður þó ekki gert fyrr en við horfumst af fullri alvöru í augu við vandamálin. Höfundur er þýðandi og stjórnmálasagnfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stunguárás við Skúlagötu Ofbeldi barna Vopnaburður barna og ungmenna Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Mikill harmleikur hefur skekið landið okkar undanfarna daga. Ótímabært og ólýsanlega hryllilegt dauðsfall ungrar stúlku eftir banvæna hnífaárás af hálfu annars ungmennis á síðastliðinni Menningarnótt. Hún hefur nú verið borin til grafar. Fæst okkar þekktu Bryndísi Klöru Birgisdóttur en öll fyllumst við sorg og óhug vegna þessa atburðar. Dauði Bryndísar gerðist ekki í tómarúmi eins og mikið hefur verið rætt síðan þessi skelfilega árás átti sér stað. Alvarlegt ofbeldi sem og vopnaburður hefur aukist meðal ungmenna undanfarin misseri. Samhliða því hefur gætt aukinnar vanlíðanar, óhamingju, kvíða og þunglyndis meðal ungs fólks og barna og viðvörunarbjöllum verið hringt í tíma og ótíma víða um samfélagið. Öllu sjaldnar er þó rætt um aukna tíðni fátæktar meðal barna og fullorðinna og áhrifa aukinnar misskiptingar, en það hefur einnig versnað mjög á undanförnum árum og félagslegri heilsu samfélagsins hrakað stöðugt í kjölfarið enda er það vel þekkt stærð í félagsvísindunum að aukið ofbeldi og vansæld fylgir gjarnan aukinni örbirgð og misskiptingu. Það er löngu kominn tími á það að við segjum hingað og ekki lengra þó betur hefði mátt fara ef við hefðum gert það fyrr. Við þurfum bráðnauðsynlega að endurskoða ýmislegt í fari okkar samfélags því allir mælikvarðar eru að segja okkur það að við höfum fallið kirfilega á prófinu. Er það þannig eðlilegt að á meðan að yfirlýsingar um miklar áhyggjur heyrast frá stjórnvöldum af auknum vopnaburði ungs fólks höfum við á sama tíma vopnvætt lögregluna og alið bæði á úlfúð og hræðsluáróðri gagnvart hvort öðru og gegn því fólki sem er í hvað viðkvæmastri stöðu í samfélaginu? Á sama tíma og aðgerðahópar ríkisstjórnarinnar boða samtíning óljósra aðgerða um samþættingu aðgerða til að stemma stigu við aukningu alvarlegs ofbeldis meðal ungmenna, þá horfa ungmenni upp á lögregluna beita síaukinni hörku og harðræði í ofbeldisfullri framgöngu sinni gegn ungu fólki sem mótmælir þjóðarmorði á Gaza og yfirvöld og stofnanir fara fram með fordæmalausri grimmd gagnvart varnarlausu flóttafólki í neyð, þar með talið barni í hjólastól með alvarlegan hrörnunarsjúkdóm. Er það eitthvað annað en firrt að við höfum búið ungu fólki og börnum þannig í haginn að þeirra bíður fátt annað en óöryggi og eilífðargildra á húsnæðismarkaði? Húsnæðiskreppan er ekki ný af nálinni en versnar stöðugt og fréttir í hverri viku og hverjum mánuði segja okkur að hún muni aðeins halda áfram að versna þótt lóðabraskarar og fjárfestar græði á tá og fingri á stöðunni. Ef börn og ungmenni njóta ekki þeirra forréttinda að búa við stuðning efnaðra foreldra hvert eiga þau þá til dæmis að snúa sér til að klífa mörg hundruð þúsunda króna leigu fyrir mygluétna íbúðarholu, með allt að þriggja mánaða tryggingu sem greiða skal fyrirfram? Íbúðar sem þeim er síðan gjarnan hent út úr í nokkra mánuði á ári svo leigusalinn geti grætt ennþá meir á ferðamönnum í skammtímaleigu. Hvert eiga þau að leita til að afla tekna upp þá á rúmu milljón króna á mánuði sem þarf til að kaupa sér meðalíbúð? Það er næsta víst að þorri þeirra starfa sem þeim býðst í hinum fyrirferðamikla ferðamannaiðnaði bjóða ekki upp á slík laun. Ekki það að börnunum okkar sé óskandi yfirhöfuð að festa sig í stórhættulegum íslenskum fasteignalánum sem þau munu brenna sig á í framtíðinni um leið og efnahagslegir vindar blása óhagstætt og stýrivaxtaskrúfunni verður óspart beitt til að þrengja að þeim á meðan að ráðherrar og þingmenn rífast um persónuleg gæluverkefni sín eða keppast við að gera vel við fjármálaöflin. Hvernig ætli börnum og ungmennum líði þegar þau mæta í framhaldsskólann eða háskólann og eiga erfitt með að lesa? Ef svo lukkulega vill til að þau geti þó lesið, hvert eiga þau að snúa sér til að eiga við afborganirnar af námslánunum sem hanga munu eins og akkeri um hálsa þeirra í jafnvel áratugi? Ef þau útskrifast svo úr framhaldsnámi og heyja afkomustríðið á vinnumarkaði með lánin, skuldirnar eða leiguna á bakinu getur unga fólkið okkar því næst vænst þess að horfa upp á syni og dætur hinna auðugu og vel tengdu með lögheimilisskráningu í Garðabæ eða Seltjarnarnesi fá rjómann af öllum hátt launuðum störfum og tækifærum. Hvert á það þá að snúa sér ef það nýtur ekki forréttinda hinnar alíslensku frændhygli? Tækifærisleysi virðist þannig því miður bíða óskaplega margra barna, ungmenna og ungs fólks. Hvernig ætli andleg heilsa barnanna okkar sé þegar að foreldrar þeirra eru líka þjáðir og þjakaðir vegna dýrtíðar lífskjarakrísunnar, húsnæðiskreppunnar og krónískrar kulnunar? Hvað þá þegar að foreldrar sumir neyðast til að vinna fleiri en eina vinnu til að rétt svo ná að brúa bilið á milli mánaða. Hvar er samneytið og félagslega heilsubótin af nærveru og umönnun foreldra sem neyðast til að vinna myrkranna á milli eða eru of kulnuð til að finna fyrir eigin tilfinningum, hvað þá barnanna? Þegar þunglyndið og kvíðinn hótar svo að hola sálartetrið að innan, hvert eiga ungmenni þessa lands að snúa sér til aðstoðar? Kaupa sér rándýra viðtalstíma hjá sálfræðingi sem sligar fjárhag þerra og foreldra þeirra enn frekar? Eða leita hjálpar hjá heilbrigðis- og velferðarkerfum hins opinbera, sem eru bæði fjársoltin og undirmönnuð til fjölmargra ára, undir ofþrýstingi vegna gífurlegrar fólksfjölgunar og bíða ýmist einkavæðingarferlis eða eru þegar orðin því að bráð sem hver önnur markaðsvara fyrir fjárfesta til að græða á? Það er kannski ekki skrítið að örvænting sé orðin mjög algeng líðan meðal ungs fólks og barna í dag og ákjósanlegra sé að flýja frekar inn í heim samfélagsmiðla með tilheyrandi vítahringsáhrifum fyrir andlega heilsu. Afkomukvíðinn og firringin í samfélaginu okkar er slík að það verður stundum erfitt að sjá ljósið eða tilganginn. Örvæntingin sem leiðir unga manneskju til að bera vopn, beita alvarlegu ofbeldi og jafnvel stinga jafnaldra sína til bana verður aldrei til í tómarúmi, heldur er hún afurð brostins samfélags. En samfélagið er mannanna verk og við erum fullfær um að breyta þeirri vegferð sem við erum á. Það verður þó ekki gert fyrr en við horfumst af fullri alvöru í augu við vandamálin. Höfundur er þýðandi og stjórnmálasagnfræðingur.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar