Ertu að æfa jafnvægið? Ásthildur E. Erlingsdóttir skrifar 5. september 2024 07:31 Sem sálfræðingur og foreldri velti ég fyrir mér samskiptum í nútímaþjóðfélagi og þá sérstaklega foreldra/forráðamanna og barna. Í hraða þjóðfélagsins í dag upplifi ég að margir hafi alveg brjálað að gera í allskonar utan heimilis þegar að vinnudegi líkur eða séu að vinna á fleiri en einum vinnustað. Síðan bætist við misjafnlega tímafrekur ferðatími milli staða og oft streitan við ná á ákveðnum tíma þangað sem verið er að fara. Þegar að heim er komið þarf síðan að sinna grunnþörfum og mögulega heimalærdómi. Tími til að bara vera er oft ekki á dagskránni þar sem eitt verkefni tekur við af öðru og yfir og allt um kring eru síðan samfélagsmiðlarnir. Verkefnalistinn í huganum getur verið langur og fjarlægðin á samfélagsmiðla er stutt, það getur verið erfitt að halda jafnvægi milli þeirra þátta sem við metum eða teljum mikilvæg fyrir okkur og hvað þarf eða verður að gera í dagsins önn. Hvernig er þitt jafnvægi sem foreldri? Erum við foreldrar meðvituð um að gefa okkur og börnum okkar tíma í amstri dagsins? Virkilega gefa okkur tíma til að eiga meðvituð samskipti hér og nú, stoppa við, leggja símann, tölvuna, pottinn eða körfuna með óhreina tauinu meðvitað frá okkur, horfa í andlit barnsins og hlusta þegar talað er við okkur? Gott er að muna að ungmennin okkar eru einnig í þörf fyrir virka hlustun frá foreldrum. Heyrum við spurninguna og gefum okkur augnabliks tíma til að meðtaka hvað er verið að biðja eða spyrja um? Gefum við okkur tíma til að hugsa hvernig við viljum svara og hverju viljum við svara? Hvenær stöldruðum við síðast við sem foreldrar og hugsuðum um hvað barnið mitt hefur fallegt bros, gáfum okkur leyfi til að gleyma okkur í leik eða dansa með þeim á stofugólfinu. Hvenær áttum við síðast samtal um eitthvað annað en skyldur og gáfum okkur tíma til að minna okkur á styrkleika þeirra eins og við minnum okkur á næsta verkefni á listanum? Æfum okkur í jafnvæginu. Höfundur er foreldri og klínískur sálfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Sem sálfræðingur og foreldri velti ég fyrir mér samskiptum í nútímaþjóðfélagi og þá sérstaklega foreldra/forráðamanna og barna. Í hraða þjóðfélagsins í dag upplifi ég að margir hafi alveg brjálað að gera í allskonar utan heimilis þegar að vinnudegi líkur eða séu að vinna á fleiri en einum vinnustað. Síðan bætist við misjafnlega tímafrekur ferðatími milli staða og oft streitan við ná á ákveðnum tíma þangað sem verið er að fara. Þegar að heim er komið þarf síðan að sinna grunnþörfum og mögulega heimalærdómi. Tími til að bara vera er oft ekki á dagskránni þar sem eitt verkefni tekur við af öðru og yfir og allt um kring eru síðan samfélagsmiðlarnir. Verkefnalistinn í huganum getur verið langur og fjarlægðin á samfélagsmiðla er stutt, það getur verið erfitt að halda jafnvægi milli þeirra þátta sem við metum eða teljum mikilvæg fyrir okkur og hvað þarf eða verður að gera í dagsins önn. Hvernig er þitt jafnvægi sem foreldri? Erum við foreldrar meðvituð um að gefa okkur og börnum okkar tíma í amstri dagsins? Virkilega gefa okkur tíma til að eiga meðvituð samskipti hér og nú, stoppa við, leggja símann, tölvuna, pottinn eða körfuna með óhreina tauinu meðvitað frá okkur, horfa í andlit barnsins og hlusta þegar talað er við okkur? Gott er að muna að ungmennin okkar eru einnig í þörf fyrir virka hlustun frá foreldrum. Heyrum við spurninguna og gefum okkur augnabliks tíma til að meðtaka hvað er verið að biðja eða spyrja um? Gefum við okkur tíma til að hugsa hvernig við viljum svara og hverju viljum við svara? Hvenær stöldruðum við síðast við sem foreldrar og hugsuðum um hvað barnið mitt hefur fallegt bros, gáfum okkur leyfi til að gleyma okkur í leik eða dansa með þeim á stofugólfinu. Hvenær áttum við síðast samtal um eitthvað annað en skyldur og gáfum okkur tíma til að minna okkur á styrkleika þeirra eins og við minnum okkur á næsta verkefni á listanum? Æfum okkur í jafnvæginu. Höfundur er foreldri og klínískur sálfræðingur.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun