Bolli baðst afsökunar eftir orrahríð dagsins Magnús Jochum Pálsson og Bjarki Sigurðsson skrifa 4. september 2024 21:35 Áslaug Arna skaut ansi harkaleg á Bolla eftir ummæli hans í morgun. Nanna Kristín segir sjálfstæðiskonur taka afsökunarbeiðni hans gilda og bjóða hann aftur velkominn í flokkinn. Ásgeir Bolli Kristinsson, betur þekktur sem Bolli í Sautján, hefur beðist afsökunar á ummælum sínum um stúlkur í Sjálfstæðisflokknum. Formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna segir ummælan dæma sig sjálf en tekur afsökunarbeiðninni og býður Bolla aftur velkominn í flokkinn. Bolli ræddi í morgun við Vísi um viðbótarlista tengdan Sjálfstæðisflokknum í þingkosningum á næsta ári, svokallaðan DD-lista. Þar sagði hann að einungis þeir sem hefðu áorkað einhverju fengju sæti á listanum og bætti svo við að það væri ekki verið að leita að „einhverjum nýútskrifuðum stúlkum sem ætla bara að blása á sér hárið og naglalakka sig.“ Ummælin vöktu strax hörð viðbrögð og svöruðu nokkrir Sjálfstæðismenn Bolla fullum hálsi. Til að mynda skrifaði Áslaug Arna færslu á X þar sem hún sagði „Hjá sumum er Bollinn alltaf hálf tómur, en hjá „nýútskrifuðum” stelpum með blásið hár og naglalakk er Bollinn fullur!“ Hjá sumum er Bollinn alltaf hálf tómur, en hjá „nýútskrifuðum” stelpum með blásið hár og naglalakk er Bollinn fullur!— Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (@aslaugarna) September 4, 2024 Hödd Vilhjálmsdóttur almannatengli fannst áhugavert að „krúttleg karlremba á áttræðisaldri“ hefði áhyggjur af blæstri og naglalökkun ungra kvenna. Hún skildi ekki hvernig Bolli hefði tíma fyrir DD-listann þegar svo mikill tími hjá honum færi í að viðhalda svörtu hárinu. Bolli ræddi DD-listann aftur í Reykjavík síðdegis í dag og baðst þá afsökunar á ummælum sínum. Fréttastofa ræddi við Nönnu Kristínu Tryggvadóttur, formann Landssambands sjálfstæðiskvenna, um ummæli Bolla. Ummælin dæmi sig sjálf Hvernig leggjast þessi ummæli Bolla í þig? „Mér finnst þessi ummæli dæma sig sjálf. Það er enginn stjórnmálaflokkur á Íslandi sem hefur betri sögu að segja þegar kemur að jafnréttismálum. Við áttum fyrsta kvenborgarstjórann, fyrsta kvenráðherrann og tvo yngstu kvenráðherra sögunnar,“ segir Nanna. „Þetta eru allt konur sem eru eða hafa verið á þeim stað sem þær eru af því þær eru framúrskarandi stjórnmálamenn og öflugir leiðtogar, oft með blásið hár en engu að síður framúrskarandi,“ bætir hún við. Taka Bolla opnum örmum Bolli hefur beðist afsökunar. Er þetta afsökunarbeiðni sem þið takið við? „Að sjálfsögðu. Það er ánægjulegt að heyra að Bolli sé aftur genginn til liðs við okkur Sjálfstæðismenn eftir að hafa sagt skilið við okkur 2019,“ segir hún. Hvernig hafa viðbrögð Sjálfstæðiskvenna verið í kringum þig? „Við höfum svo sem ekkert verið að velta okkur upp úr þessu í dag frekar en aðra daga. Við erum að einbeita okkur að því sem skiptir máli og þetta kannski ekki efst á blaði þar,“ segir Nanna. Var lítillækkandi að heyra þessi ummæli? „Ég held að þetta sé fyrst og fremst eitthvað sem lítillækki þann sem lætur þessi orð falla. En hann hefur dregið þau til baka og beðist afsökunar og það er flott,“ segir hún. Jafnréttismál Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Gæslan fylgist með rússnesku olíuskipi í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Fleiri fréttir Ólíðandi að börnin verði heima einn og hálfan dag á viku vegna manneklu Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Sjá meira
Bolli ræddi í morgun við Vísi um viðbótarlista tengdan Sjálfstæðisflokknum í þingkosningum á næsta ári, svokallaðan DD-lista. Þar sagði hann að einungis þeir sem hefðu áorkað einhverju fengju sæti á listanum og bætti svo við að það væri ekki verið að leita að „einhverjum nýútskrifuðum stúlkum sem ætla bara að blása á sér hárið og naglalakka sig.“ Ummælin vöktu strax hörð viðbrögð og svöruðu nokkrir Sjálfstæðismenn Bolla fullum hálsi. Til að mynda skrifaði Áslaug Arna færslu á X þar sem hún sagði „Hjá sumum er Bollinn alltaf hálf tómur, en hjá „nýútskrifuðum” stelpum með blásið hár og naglalakk er Bollinn fullur!“ Hjá sumum er Bollinn alltaf hálf tómur, en hjá „nýútskrifuðum” stelpum með blásið hár og naglalakk er Bollinn fullur!— Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (@aslaugarna) September 4, 2024 Hödd Vilhjálmsdóttur almannatengli fannst áhugavert að „krúttleg karlremba á áttræðisaldri“ hefði áhyggjur af blæstri og naglalökkun ungra kvenna. Hún skildi ekki hvernig Bolli hefði tíma fyrir DD-listann þegar svo mikill tími hjá honum færi í að viðhalda svörtu hárinu. Bolli ræddi DD-listann aftur í Reykjavík síðdegis í dag og baðst þá afsökunar á ummælum sínum. Fréttastofa ræddi við Nönnu Kristínu Tryggvadóttur, formann Landssambands sjálfstæðiskvenna, um ummæli Bolla. Ummælin dæmi sig sjálf Hvernig leggjast þessi ummæli Bolla í þig? „Mér finnst þessi ummæli dæma sig sjálf. Það er enginn stjórnmálaflokkur á Íslandi sem hefur betri sögu að segja þegar kemur að jafnréttismálum. Við áttum fyrsta kvenborgarstjórann, fyrsta kvenráðherrann og tvo yngstu kvenráðherra sögunnar,“ segir Nanna. „Þetta eru allt konur sem eru eða hafa verið á þeim stað sem þær eru af því þær eru framúrskarandi stjórnmálamenn og öflugir leiðtogar, oft með blásið hár en engu að síður framúrskarandi,“ bætir hún við. Taka Bolla opnum örmum Bolli hefur beðist afsökunar. Er þetta afsökunarbeiðni sem þið takið við? „Að sjálfsögðu. Það er ánægjulegt að heyra að Bolli sé aftur genginn til liðs við okkur Sjálfstæðismenn eftir að hafa sagt skilið við okkur 2019,“ segir hún. Hvernig hafa viðbrögð Sjálfstæðiskvenna verið í kringum þig? „Við höfum svo sem ekkert verið að velta okkur upp úr þessu í dag frekar en aðra daga. Við erum að einbeita okkur að því sem skiptir máli og þetta kannski ekki efst á blaði þar,“ segir Nanna. Var lítillækkandi að heyra þessi ummæli? „Ég held að þetta sé fyrst og fremst eitthvað sem lítillækki þann sem lætur þessi orð falla. En hann hefur dregið þau til baka og beðist afsökunar og það er flott,“ segir hún.
Jafnréttismál Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Gæslan fylgist með rússnesku olíuskipi í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Fleiri fréttir Ólíðandi að börnin verði heima einn og hálfan dag á viku vegna manneklu Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Sjá meira