„Fengu frítt að borða í hádeginu þannig þeir geta ekki kvartað“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. september 2024 20:44 Magnús Stefánsson, þjálfari ÍBV. Vísir/Hulda Margrét Magnús Stefánsson, þjálfari ÍBV, segir að aðeins eitt stig gegn bikarmeisturum Vals á útivelli í opnunarleik Olís-deildar karla í kvöld hafi verið vonbrigði. „Já, ég get alveg tekið undir það. Þetta eru vonbrigði. Við vorum í bílstjórasætinu í sextíu mínútur og með leikinn svolítið í okkar höndum,“ sagði Magnús í viðtali við Vísi í leikslok. „Við vorum með góða stjórn á leiknum og strákarnir gerðu þetta vel. Þeir höfðu góða stjórn á leiknum en svo kemur þarna augnablik í seinni hálfleik þar sem við dettum aðeins úr því sem við viljum gera og hleypum þeim þannig inn í leikinn aftur. En ég er mjög sáttur með drengina og kraftinn sem þeir komu með. Ég er mjög ánægður með mína drengi.“ Eyjamenn náðu mest fjögurra marka forskoti í seinni hálfleik, en Magnús segist hreinlega ekki vita hvað vantaði upp á til að klára leikinn. „Það er góð spurning, í fljótu bragði hef ég engin svör hvað það varðar. Það sem mér dettur fyrs í hug er kaflinn sem við förum úr okkar skipulagi í seinni hálfleik og hleypum þeim bara inn í leikinn.“ „Við fáum líka tvær óþarfa brottvísanir og það er erfitt og dýrt að vera manni færri á móti liði eins og Val. Þeir eru mjög vel skipulagðir og það er erfitt. Ég hefði kannski viljað sjá okkur gera aðeins betur varnarlega varðandi þessar brottvísanir. Það er eiginlega bara það.“ „Hræðilegt víti hjá Kára“ Alls fóru fimm víti í súginn í leiknum, en Valsmenn misnotuðu þrjú vítaköst og Eyjamenn tvö. Magnús segir að mögulega hafi verið smá haustbragur á liðunum og bætir við að Kári Kristján viti vel upp á sig sökina. „Þetta var náttúrulega bara hræðilegt víti hjá Kára. Hann veit það manna best að hann á að skila þessu í netið á þessum tímapunkti í leiknum. Ég þarf ekkert að segja honum það.“ „Haustbragur og ekki haustbragur. Ég veit það ekki. Mér fannst bæði lið koma bara nokkuð vel spilandi til leiks og ég myndi segja að bæði lið mæti bara nokkuð klár til leiks eftir sumarfrí.“ Að lokum var Magnús svo spurður út í það klúður að þeir Petar Jokanovic og Marino Gabrieri hafi ekki getað tekið þátt í leiknum sökum þess að það gleymdist einfaldlega að staðfesta félagsskiptin á heimasíðu HSÍ. „Þú verður eiginlega bara að taka símtalið upp á skrifstofu ÍBV og fá þetta á hreint. Þú lætur mig svo vita hvað kemur út úr því.“ „Þeir fengu að fljóta frítt með og frítt að borða í hádeginu þannig þeir geta ekki kvartað neitt,“ sagði Magnús að lokum. Olís-deild karla ÍBV Valur Mest lesið Fiorentina þarf ekki að kaupa Albert verði hann dæmdur Fótbolti Spilaði fótbolta í efstu deild á Englandi, Frakklandi og Spáni en æfir nú körfubolta Fótbolti „Þurfum að vera fljótir að læra“ Handbolti Stjarnan sótti ekki gull í greipar Eyjamanna Handbolti Tiger í enn eina bakaðgerðina Golf Valur ekki í vandræðum í Vestmannaeyjum Handbolti „Þór/KA-Víkingur verður stærsti leikur landsins í öllum deildum” Íslenski boltinn Íslenskt markaflóð í Svíþjóð Handbolti Uppgjörið: Valur - Afturelding 31-34 | Frábær sigur gestanna Handbolti „Það sem svíður mest er að við fáum helling af möguleikum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan sótti ekki gull í greipar Eyjamanna „Þurfum að vera fljótir að læra“ Valur ekki í vandræðum í Vestmannaeyjum Íslenskt markaflóð í Svíþjóð Uppgjörið: Valur - Afturelding 31-34 | Frábær sigur gestanna „Í versta falli fer allt til fjandans, svo kemur nýr dagur“ „Alltaf gaman að spila í KA heimilinu” HK lagði Íslandsmeistarana og Grótta vann í Breiðholti Uppgjörið: KA - Haukar 26-34 | Stórsigur gestanna á Akureyri Haukur gekk frá lærisveinum Guðmundar Guðmundur Bragi gerði gæfumuninn Ein sú besta framlengir um þrjú ár Orri Freyr hafði betur gegn Viktori Gísla Birkir Fannar í Kaplakrika út leiktíðina Íslendingalið Kolstad mátti þola tap gegn stórliði Barcelona Þórir valdi enga úr gullliði Ólympíuleikanna í nýjasta hópinn Þórir ekki maður millivegarins: „Ég sem eyðilagði partýið“ Líður eins og hún geti sagt Þóri allt Fær ekki keppnisleyfi þar sem uppeldisbætur hafa ekki verið greiddar Þórir hættir sem þjálfari þeirra norsku Teitur Örn frábær og Gummersbach mætir FH Viggó og Andri Már öflugir í sigri Leipzig Þorsteinn Leó hafði betur gegn Stiven og Orri Freyr fer vel af stað Valur líka í Evrópudeildina eftir háspennu í Króatíu Grótta stakk KA af í fyrsta leik Ómar og Gísli heitir en Elvar og Arnar flugu inn í Evrópudeildina Grótta hrelldi ÍBV í fyrsta leik en meistararnir fóru á flug Fram og ÍR með stórsigra í Olís-deildunum Arnór hafði betur gegn Guðmundi Ólafur ekki með FH næstu vikurnar Sjá meira
„Já, ég get alveg tekið undir það. Þetta eru vonbrigði. Við vorum í bílstjórasætinu í sextíu mínútur og með leikinn svolítið í okkar höndum,“ sagði Magnús í viðtali við Vísi í leikslok. „Við vorum með góða stjórn á leiknum og strákarnir gerðu þetta vel. Þeir höfðu góða stjórn á leiknum en svo kemur þarna augnablik í seinni hálfleik þar sem við dettum aðeins úr því sem við viljum gera og hleypum þeim þannig inn í leikinn aftur. En ég er mjög sáttur með drengina og kraftinn sem þeir komu með. Ég er mjög ánægður með mína drengi.“ Eyjamenn náðu mest fjögurra marka forskoti í seinni hálfleik, en Magnús segist hreinlega ekki vita hvað vantaði upp á til að klára leikinn. „Það er góð spurning, í fljótu bragði hef ég engin svör hvað það varðar. Það sem mér dettur fyrs í hug er kaflinn sem við förum úr okkar skipulagi í seinni hálfleik og hleypum þeim bara inn í leikinn.“ „Við fáum líka tvær óþarfa brottvísanir og það er erfitt og dýrt að vera manni færri á móti liði eins og Val. Þeir eru mjög vel skipulagðir og það er erfitt. Ég hefði kannski viljað sjá okkur gera aðeins betur varnarlega varðandi þessar brottvísanir. Það er eiginlega bara það.“ „Hræðilegt víti hjá Kára“ Alls fóru fimm víti í súginn í leiknum, en Valsmenn misnotuðu þrjú vítaköst og Eyjamenn tvö. Magnús segir að mögulega hafi verið smá haustbragur á liðunum og bætir við að Kári Kristján viti vel upp á sig sökina. „Þetta var náttúrulega bara hræðilegt víti hjá Kára. Hann veit það manna best að hann á að skila þessu í netið á þessum tímapunkti í leiknum. Ég þarf ekkert að segja honum það.“ „Haustbragur og ekki haustbragur. Ég veit það ekki. Mér fannst bæði lið koma bara nokkuð vel spilandi til leiks og ég myndi segja að bæði lið mæti bara nokkuð klár til leiks eftir sumarfrí.“ Að lokum var Magnús svo spurður út í það klúður að þeir Petar Jokanovic og Marino Gabrieri hafi ekki getað tekið þátt í leiknum sökum þess að það gleymdist einfaldlega að staðfesta félagsskiptin á heimasíðu HSÍ. „Þú verður eiginlega bara að taka símtalið upp á skrifstofu ÍBV og fá þetta á hreint. Þú lætur mig svo vita hvað kemur út úr því.“ „Þeir fengu að fljóta frítt með og frítt að borða í hádeginu þannig þeir geta ekki kvartað neitt,“ sagði Magnús að lokum.
Olís-deild karla ÍBV Valur Mest lesið Fiorentina þarf ekki að kaupa Albert verði hann dæmdur Fótbolti Spilaði fótbolta í efstu deild á Englandi, Frakklandi og Spáni en æfir nú körfubolta Fótbolti „Þurfum að vera fljótir að læra“ Handbolti Stjarnan sótti ekki gull í greipar Eyjamanna Handbolti Tiger í enn eina bakaðgerðina Golf Valur ekki í vandræðum í Vestmannaeyjum Handbolti „Þór/KA-Víkingur verður stærsti leikur landsins í öllum deildum” Íslenski boltinn Íslenskt markaflóð í Svíþjóð Handbolti Uppgjörið: Valur - Afturelding 31-34 | Frábær sigur gestanna Handbolti „Það sem svíður mest er að við fáum helling af möguleikum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan sótti ekki gull í greipar Eyjamanna „Þurfum að vera fljótir að læra“ Valur ekki í vandræðum í Vestmannaeyjum Íslenskt markaflóð í Svíþjóð Uppgjörið: Valur - Afturelding 31-34 | Frábær sigur gestanna „Í versta falli fer allt til fjandans, svo kemur nýr dagur“ „Alltaf gaman að spila í KA heimilinu” HK lagði Íslandsmeistarana og Grótta vann í Breiðholti Uppgjörið: KA - Haukar 26-34 | Stórsigur gestanna á Akureyri Haukur gekk frá lærisveinum Guðmundar Guðmundur Bragi gerði gæfumuninn Ein sú besta framlengir um þrjú ár Orri Freyr hafði betur gegn Viktori Gísla Birkir Fannar í Kaplakrika út leiktíðina Íslendingalið Kolstad mátti þola tap gegn stórliði Barcelona Þórir valdi enga úr gullliði Ólympíuleikanna í nýjasta hópinn Þórir ekki maður millivegarins: „Ég sem eyðilagði partýið“ Líður eins og hún geti sagt Þóri allt Fær ekki keppnisleyfi þar sem uppeldisbætur hafa ekki verið greiddar Þórir hættir sem þjálfari þeirra norsku Teitur Örn frábær og Gummersbach mætir FH Viggó og Andri Már öflugir í sigri Leipzig Þorsteinn Leó hafði betur gegn Stiven og Orri Freyr fer vel af stað Valur líka í Evrópudeildina eftir háspennu í Króatíu Grótta stakk KA af í fyrsta leik Ómar og Gísli heitir en Elvar og Arnar flugu inn í Evrópudeildina Grótta hrelldi ÍBV í fyrsta leik en meistararnir fóru á flug Fram og ÍR með stórsigra í Olís-deildunum Arnór hafði betur gegn Guðmundi Ólafur ekki með FH næstu vikurnar Sjá meira