Tími er auðlind - átt þú tíma fyrir barnið þitt? Sabína Steinunn Halldórsdóttir skrifar 4. september 2024 16:01 Mér hefur í gegnum tíðina verið tírætt um samveru og gæðastundir. Ég sé reglulega fallegar tilvitnanir þess efnis að börn muni ekki sinn besta dag við skjáinn - en þau muni sínar bestu stundir með forráðamönnum. Eins tilvitnanir þar sem við fullorðna fólkið erum minnt á að börnin eru mjög stutt ung - lítil og stækki á ógnarhraða. Þá kemur upp í hugann góð setning sem var eitt sinn sögð við mig þegar ég var nokkuð þreytt í móðurhlutverkinu „mundu að dagarnir geta verið langir en árin eru stutt“. Hvað reynist mér best - hvað er mitt mat? Svarið mitt á löngu dögunum er ÚTIVERA - samvera úti í náttúrunni, gæðastund án allra markmiða, engin kvöð um tíma, kílómetra eða ákefð. Bara VERA - tilfellið er að náttúran hefur jákvæð áhrif á heilsuna okkar, sefar kerfin, lækkar hvíldarpúls, lækkar blóðþrýsting, lækkar stress hormón og léttir lund, sérstaklega ef þú mætir náttúrunni í hæglæti með barni. Japanskir vísindamenn hafa um árabil fært heiminum rannsóknir um gildi skógarbaða. Þar í landi má finna heilu skógana sem eru einvörðungu notaðir til slíkra baða. Hér er ekki átt við bað með sápu heldur skóga þar sem markmiðið er hæglæti, faðma tré og taka inn með öllum skynfærunum átta jákvæða orku. Hlusta á náttúruna og heyra hvað hún er að segja, ilma af gróðrinum markvisst, horfa og sjá, finna fyrir undirlagi og áferð allt í kringum okkur. Engin sérstök tæki og tól önnur en líkaminn að draga til sín orku án allra utanaðkomandi áreita, samfélagsmiðla og skarkala mannmergðar. Fjöldi rannsókna hefur sýnt fram á jákvæð áhrif skógarbaða á hina ýmsu lífstílssjúkdóma, þunglyndi, kvíða, stress svo ekki sé talað um svefngæði og fleira og fleira. Skógarbað hefur ekki aðeins jákvæð áhrif á líkamlega og andlega heilsu okkar heldur líka stórkostleg áhrif á félagslega heilsu, tengslamyndun og heildstætt á þroska barna. Tengslamyndun er einmitt ein af forsendum þess að börn þroskist eðlilega. Talið er að fyrstu 3 - 5 árin skipti sköpum og hafi umtalsverð áhrif á allt líf einstaklinga. Katrín Kristjánsdóttir sálfræðingur bendir á mikilvægi tengslamyndunar fyrir heilsu okkar í nýjasta hlaðvarpsþætti "Með lífið í lúkunum" sem Erla Guðmundsdóttir stýrir. Þátturinn er að mínu mati skyldu hlustun. Kristín er hafsjór af upplýsingum og vitnar í fjölda rannsókna sér til stuðnings. Góð tengslamyndun á yngri árum er forsenda þess að barn myndi góð tengsl sjálft á eldri árum. Sem kemur okkur einmitt að loka hnykknum á þessum pistli mínum. Tími, samvera, gæðastund í náttúrunni, skógarbað, er eitt besta verkfærið sem völ er á fyrir tengslamyndun. Þó bæði barn og forráðamaður séu þreytt í lok dags þá hvílir græn náttúran okkur. Gefur tækifæri til að ræða verkefni dagsins, gefa skynfærunum tækifæri til að njóta sín og hreinlega hvílast, endurhlaða sig, og róar taugakerfið. Hér talar konan af reynslu og ávinningurinn er undantekningar laust meiri einbeiting við frjálsan leik þegar heim er komið, minni skjátími ef nokkur, betri svefn, betri matarlyst og betri einbeiting við kvöld lesturinn. Markmið okkar eru misjöfn í lífinu og forsendur misjafnar. Markmið eru af hinu góða fyrir suma og forráðamenn margir hverjir með háleit markmið um svo og svo marga km, tinda og skref daglega. Sumir hafa ekki tíma fyrir slík markmið vegna anna í vinnu og ójöfnuðar í samfélagi okkar. Enn fleiri setja gæðastundir í öndvegi. Hvað sem öllu líður þá erum við öll alltaf að reyna okkar besta - vera nógu góðir forráðamenn og viljum verja tíma með börnunum okkar. Hvet ykkur til að setja gæðastundir í forgang barnanna vegna. Nýta tímann vel þegar þau eru ung því sá tími kemur ekki aftur. Gæðastund innandyra er frábær en úti í náttúrunni fáið þið stærra og meira áreiti fyrir skynfærin ykkar, fyrir heilsu barnanna. Til að breyta hegðun er betra að bæta við einhverju í stað þess að hætta öðru á einum degi. Tíu mínútur í náttúrunni á dag er æðisleg byrjun. Tuttugu mínútur annan hvern dag meiriháttar, 30 mínútur annan hvern dag vikuna þar eftir og þannig bæta í alveg þar til þið getið ekki án gæðasunda verið daglega. Tími er dýrmæt auðlind - munið að njóta en ekki þjóta;) M.ed. íþrótta- og heilsufræðingur með áherslu á heilsu barna. Eigandi Færni til framtíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Tilgangslausi skólinn Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Enga verkfræðinga á Vopnafjörð, takk Gunnar Ásgrímsson Skoðun Ætlar Ísland sömu leið og Svíar? Reynir Böðvarsson Skoðun Þegar hveitið er dýrara en brauðið Benedikt Gíslason Skoðun Manngerðar hörmungar á Flateyri Sigurjón Þórðarson Skoðun Evrópska vexti takk! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun „Hagkvæm nýting skólahúsnæðis“ Dröfn Farestveit Skoðun Þegar spegillinn lýgur: Líkamsskynjunarröskun Ásmundur Gunnarsson Skoðun Nýtt upphaf! Guðmundur Árni Stefánsson Skoðun Gjaldmiðlar Íslands Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Ætlar Ísland sömu leið og Svíar? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Aðeins meira um Kópavogsmódelið Sverrir J. Dalsgaard skrifar Skoðun Að koma í heiminn, að fæðast með öllu því sem verður Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Öflugar konur eru okkar von Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þegar hveitið er dýrara en brauðið Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Neyð og mjúkur sandur Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Hryðjuverkaríkið Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Menntun sem nýtist í starfi Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun „Hagkvæm nýting skólahúsnæðis“ Dröfn Farestveit skrifar Skoðun Hvar er hamingjan? Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Tilgangslausi skólinn Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Evrópska vexti takk! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Manngerðar hörmungar á Flateyri Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Enga verkfræðinga á Vopnafjörð, takk Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Að grafa undan trúverðugleika ákæruvaldsins Almar Þ. Möller skrifar Skoðun Kaupmáttarrýrnun háskólamenntaðra Jóhann G. Þórarinsson skrifar Skoðun Að skapa sér stöðu og heimta pening! Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Mikilvægi vísinda í þróun endurhæfingarstarfs á Reykjalundi Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Fiskeldi í Fjallabyggð eins og þruma úr heiðskíru lofti Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Gjaldmiðlar Íslands Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Mannréttindabarátta í fimmtíu ár Anna Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Sannleikurinn um Evrópusambandið IV: Samfélagsleg, efnahagsleg og varnarleg samstaða Evrópu lífsnauðsyn! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar spegillinn lýgur: Líkamsskynjunarröskun Ásmundur Gunnarsson skrifar Skoðun Ráðamenn hverfa frá refsistefnunni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Nýtt upphaf! Guðmundur Árni Stefánsson skrifar Skoðun Hvers vegna borðar fólkið ekki bara kökur? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Ferðaþjónustan - hvernig gengur? Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Mikilvægi vísinda í þróun endurhæfingarstarfs á Reykjalundi Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hugrenningar forstöðumanns Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Reykjavíkurborg leikur stórt hlutverk í verðbólgustöðunni Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Mér hefur í gegnum tíðina verið tírætt um samveru og gæðastundir. Ég sé reglulega fallegar tilvitnanir þess efnis að börn muni ekki sinn besta dag við skjáinn - en þau muni sínar bestu stundir með forráðamönnum. Eins tilvitnanir þar sem við fullorðna fólkið erum minnt á að börnin eru mjög stutt ung - lítil og stækki á ógnarhraða. Þá kemur upp í hugann góð setning sem var eitt sinn sögð við mig þegar ég var nokkuð þreytt í móðurhlutverkinu „mundu að dagarnir geta verið langir en árin eru stutt“. Hvað reynist mér best - hvað er mitt mat? Svarið mitt á löngu dögunum er ÚTIVERA - samvera úti í náttúrunni, gæðastund án allra markmiða, engin kvöð um tíma, kílómetra eða ákefð. Bara VERA - tilfellið er að náttúran hefur jákvæð áhrif á heilsuna okkar, sefar kerfin, lækkar hvíldarpúls, lækkar blóðþrýsting, lækkar stress hormón og léttir lund, sérstaklega ef þú mætir náttúrunni í hæglæti með barni. Japanskir vísindamenn hafa um árabil fært heiminum rannsóknir um gildi skógarbaða. Þar í landi má finna heilu skógana sem eru einvörðungu notaðir til slíkra baða. Hér er ekki átt við bað með sápu heldur skóga þar sem markmiðið er hæglæti, faðma tré og taka inn með öllum skynfærunum átta jákvæða orku. Hlusta á náttúruna og heyra hvað hún er að segja, ilma af gróðrinum markvisst, horfa og sjá, finna fyrir undirlagi og áferð allt í kringum okkur. Engin sérstök tæki og tól önnur en líkaminn að draga til sín orku án allra utanaðkomandi áreita, samfélagsmiðla og skarkala mannmergðar. Fjöldi rannsókna hefur sýnt fram á jákvæð áhrif skógarbaða á hina ýmsu lífstílssjúkdóma, þunglyndi, kvíða, stress svo ekki sé talað um svefngæði og fleira og fleira. Skógarbað hefur ekki aðeins jákvæð áhrif á líkamlega og andlega heilsu okkar heldur líka stórkostleg áhrif á félagslega heilsu, tengslamyndun og heildstætt á þroska barna. Tengslamyndun er einmitt ein af forsendum þess að börn þroskist eðlilega. Talið er að fyrstu 3 - 5 árin skipti sköpum og hafi umtalsverð áhrif á allt líf einstaklinga. Katrín Kristjánsdóttir sálfræðingur bendir á mikilvægi tengslamyndunar fyrir heilsu okkar í nýjasta hlaðvarpsþætti "Með lífið í lúkunum" sem Erla Guðmundsdóttir stýrir. Þátturinn er að mínu mati skyldu hlustun. Kristín er hafsjór af upplýsingum og vitnar í fjölda rannsókna sér til stuðnings. Góð tengslamyndun á yngri árum er forsenda þess að barn myndi góð tengsl sjálft á eldri árum. Sem kemur okkur einmitt að loka hnykknum á þessum pistli mínum. Tími, samvera, gæðastund í náttúrunni, skógarbað, er eitt besta verkfærið sem völ er á fyrir tengslamyndun. Þó bæði barn og forráðamaður séu þreytt í lok dags þá hvílir græn náttúran okkur. Gefur tækifæri til að ræða verkefni dagsins, gefa skynfærunum tækifæri til að njóta sín og hreinlega hvílast, endurhlaða sig, og róar taugakerfið. Hér talar konan af reynslu og ávinningurinn er undantekningar laust meiri einbeiting við frjálsan leik þegar heim er komið, minni skjátími ef nokkur, betri svefn, betri matarlyst og betri einbeiting við kvöld lesturinn. Markmið okkar eru misjöfn í lífinu og forsendur misjafnar. Markmið eru af hinu góða fyrir suma og forráðamenn margir hverjir með háleit markmið um svo og svo marga km, tinda og skref daglega. Sumir hafa ekki tíma fyrir slík markmið vegna anna í vinnu og ójöfnuðar í samfélagi okkar. Enn fleiri setja gæðastundir í öndvegi. Hvað sem öllu líður þá erum við öll alltaf að reyna okkar besta - vera nógu góðir forráðamenn og viljum verja tíma með börnunum okkar. Hvet ykkur til að setja gæðastundir í forgang barnanna vegna. Nýta tímann vel þegar þau eru ung því sá tími kemur ekki aftur. Gæðastund innandyra er frábær en úti í náttúrunni fáið þið stærra og meira áreiti fyrir skynfærin ykkar, fyrir heilsu barnanna. Til að breyta hegðun er betra að bæta við einhverju í stað þess að hætta öðru á einum degi. Tíu mínútur í náttúrunni á dag er æðisleg byrjun. Tuttugu mínútur annan hvern dag meiriháttar, 30 mínútur annan hvern dag vikuna þar eftir og þannig bæta í alveg þar til þið getið ekki án gæðasunda verið daglega. Tími er dýrmæt auðlind - munið að njóta en ekki þjóta;) M.ed. íþrótta- og heilsufræðingur með áherslu á heilsu barna. Eigandi Færni til framtíðar.
Skoðun Sannleikurinn um Evrópusambandið IV: Samfélagsleg, efnahagsleg og varnarleg samstaða Evrópu lífsnauðsyn! Ole Anton Bieltvedt skrifar