Eitt versta sumar aldarinnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. september 2024 15:26 Svona var oft umhorfs á vegum landsins í sumar. Vísir/Vilhelm Sumarið 2024 var óvenju kalt og blautt, samkvæmt gögnum Veðurstofunnar. Sérfræðingur í veðurfarsrannsóknum gefur sumrinu slaka einkunn - það hafi verið með þeim verri á þessari öld. Þá fara fyrstu dagar septembermánaðar ekki heldur mjúkum höndum um íbúa víða á landinu. September er genginn í garð og sannkallað haustveður er í kortunum þessa fyrstu daga mánaðarins. Gul stormviðvörun er í gildi á Breiðafirði fram eftir degi í dag og á morgun tekur önnur stormviðvörun gildi á norðanverðu landinu; Norðurlandi vestra, norðurlandi eystra, Vestfjörðum og miðhálendi. „Þannig að við biðjum fólk að huga að því sem er lauslegt utandyra í görðum og svoleiðis og við vörum við ferðalögum með bíla sem eru viðkvæmir fyrir vindi, með aftanívagna og þannig lagað,“ segir Þorsteinn V. Jónsson veðurfræðingur. Við þetta má bæta að loftmengun frá eldgosinu gæti gætt á suðvesturhluta landsins í dag á morgun; í Vogum, Suðurnesjum- og Reykjanesbæ í dag en á höfuðborgarsvæðinu á morgun. Óvenjulega kalt og úrkomusamt sumar En aftur að veðri og tíðarfari. Veðurstofan skilgreinir september sem sumarmánuð, þó að í hugum flestra samanstandi sumarið af mánuðunum júní, júlí og ágúst. Og sumarmánuðurnir þrír í ár hafa ekki verið upp á marga fiska - það staðfesta gögnin. „Sumarið var tiltölulega kalt og úrkomusamt. Það sem var mjög óvenjulegt í sumar var að loftþrýstingur var mjög lágur og því fylgir mikill lægðagangur og mjög óhagstæð tíð, mikil úrkoma og hvassviðrasamt,“ segir Kristín Björg Ólafsdóttir, sérfræðingur í veðurfarsrannsóknum hjá Veðurstofunni. „Meðalhiti sumarsins frá júní til ágúst í Reykjavík hefur ekki verið eins lágur síðan 1993 þannig að þetta er óvenjukalt og á mörgum stöðum kaldasta sumar aldarinnar, frá 2000 semsagt.“ Trausti Jónsson veðurfræðingur gaf sumrinu 2024 nýlega falleinkunn. Sumarið í Reykjavík fékk 14 stig af 48 á Hungurdiskum, bloggsíðu Trausta, og Akureyri fékk einkunnina 15 á sama skala. Kristín tekur undir. „Jájá, þetta skorar ekki mjög háa einkunn sem gott sumar, hvergi á landinu.“ Þannig að það er óhætt að segja að þetta sé eitt af verstu sumrum á þessari öld? „Já, eitt af verstu, já.“ Veður Tengdar fréttir Svalasta sumarið í þrjátíu ár Ágústmánuður var sá kaldasti sem mælst hefur í Reykjavík og á Akureyri á þessari öld. Hann var kaldur og úrkomusamur líkt og sumarið í heild. Sumarið í Reykjavík var það svalasta í rúm þrjátíu ár. 4. september 2024 11:09 Mest lesið Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sjá meira
September er genginn í garð og sannkallað haustveður er í kortunum þessa fyrstu daga mánaðarins. Gul stormviðvörun er í gildi á Breiðafirði fram eftir degi í dag og á morgun tekur önnur stormviðvörun gildi á norðanverðu landinu; Norðurlandi vestra, norðurlandi eystra, Vestfjörðum og miðhálendi. „Þannig að við biðjum fólk að huga að því sem er lauslegt utandyra í görðum og svoleiðis og við vörum við ferðalögum með bíla sem eru viðkvæmir fyrir vindi, með aftanívagna og þannig lagað,“ segir Þorsteinn V. Jónsson veðurfræðingur. Við þetta má bæta að loftmengun frá eldgosinu gæti gætt á suðvesturhluta landsins í dag á morgun; í Vogum, Suðurnesjum- og Reykjanesbæ í dag en á höfuðborgarsvæðinu á morgun. Óvenjulega kalt og úrkomusamt sumar En aftur að veðri og tíðarfari. Veðurstofan skilgreinir september sem sumarmánuð, þó að í hugum flestra samanstandi sumarið af mánuðunum júní, júlí og ágúst. Og sumarmánuðurnir þrír í ár hafa ekki verið upp á marga fiska - það staðfesta gögnin. „Sumarið var tiltölulega kalt og úrkomusamt. Það sem var mjög óvenjulegt í sumar var að loftþrýstingur var mjög lágur og því fylgir mikill lægðagangur og mjög óhagstæð tíð, mikil úrkoma og hvassviðrasamt,“ segir Kristín Björg Ólafsdóttir, sérfræðingur í veðurfarsrannsóknum hjá Veðurstofunni. „Meðalhiti sumarsins frá júní til ágúst í Reykjavík hefur ekki verið eins lágur síðan 1993 þannig að þetta er óvenjukalt og á mörgum stöðum kaldasta sumar aldarinnar, frá 2000 semsagt.“ Trausti Jónsson veðurfræðingur gaf sumrinu 2024 nýlega falleinkunn. Sumarið í Reykjavík fékk 14 stig af 48 á Hungurdiskum, bloggsíðu Trausta, og Akureyri fékk einkunnina 15 á sama skala. Kristín tekur undir. „Jájá, þetta skorar ekki mjög háa einkunn sem gott sumar, hvergi á landinu.“ Þannig að það er óhætt að segja að þetta sé eitt af verstu sumrum á þessari öld? „Já, eitt af verstu, já.“
Veður Tengdar fréttir Svalasta sumarið í þrjátíu ár Ágústmánuður var sá kaldasti sem mælst hefur í Reykjavík og á Akureyri á þessari öld. Hann var kaldur og úrkomusamur líkt og sumarið í heild. Sumarið í Reykjavík var það svalasta í rúm þrjátíu ár. 4. september 2024 11:09 Mest lesið Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sjá meira
Svalasta sumarið í þrjátíu ár Ágústmánuður var sá kaldasti sem mælst hefur í Reykjavík og á Akureyri á þessari öld. Hann var kaldur og úrkomusamur líkt og sumarið í heild. Sumarið í Reykjavík var það svalasta í rúm þrjátíu ár. 4. september 2024 11:09