„Tilgangslaust“ að ræða um ensku stjörnurnar sem Heimir getur ekki notað Sindri Sverrisson skrifar 4. september 2024 11:34 Declan Rice á að baki þrjá A-landsleiki fyrir Írland. Getty/Neal Simpson Tvær af stjörnum enska landsliðsins í fótbolta, þeir Declan Rice og Jack Grealish, stæðu Heimi Hallgrímssyni til boða ef þeir hefðu haldið sig við að spila fyrir hönd Írlands. Heimir stýrir Írum í fyrsta sinn á laugardaginn, gegn Englandi í Dublin, þegar liðin mætast í Þjóðadeildinni. Leikurinn verður sýndur á Vodafone Sport. Rice og Grealish eru báðir fæddir og uppaldir á Englandi en eru af írskum ættum og spiluðu fyrir Írland. Rice náði meira að segja þremur A-landsleikjum fyrir Íra áður en þessi 25 ára miðjumaður Arsenal skipti yfir í enska landsliðið þar sem hann hefur nú spilað 58 leiki. Grealish lék fyrir Írland upp í U21-landsliðið en hefur síðan leikið 36 A-landsleiki fyrir England. John O‘Shea, aðstoðarmaður Heimis, hefur lítinn áhuga á að velta þeim Rice og Grealish fyrir sér miðað við svör hans í Irish Independent. Jack Grealish og Bukayo Saka á æfingu enska landsliðsins í vikunni.Getty/Eddie Keogh Alls konar hættur gegn silfurliði EM „Við einbeitum okkur að okkur sjálfum og leikmönnunum sem vilja vera hér og eru hér. Það er svo einfalt,“ sagði O‘Shea. „Hann [Rice] er ekki hérna. Hann er í enska hópnum svo það er tilgangslaust að ræða þetta,“ sagði O‘Shea og taldi ekki að nein sérstök áhersla yrði lögð á að eiga við Rice í leiknum: „Það þarf að eiga við marga hluti gegn þessum ensku leikmönnum. Þegar maður mætir liði sem var að spila úrslitaleik á EM þá veit maður að það eru margs konar hættur og möguleikar í stöðunni. Ég held að allir sjái að sama hvaða ellefu leikmenn þeir byrja með á vellinum, og miðað við þann hóp sem þeir hafa til að gera breytingar, þá verðum við að hafa fulla einbeitingu við að stöðva þá en svo er enn mikilvægara að við völdum þeim vandræðum sjálfir,“ sagði O‘Shea. England hefur misst út sterka leikmenn vegna meiðsla og veikinda, og verður til að mynda án Cole Palmer, Phil Foden, Ollie Watkins og Jude Bellingham. Þjóðadeild karla í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Enski boltinn Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Sjá meira
Heimir stýrir Írum í fyrsta sinn á laugardaginn, gegn Englandi í Dublin, þegar liðin mætast í Þjóðadeildinni. Leikurinn verður sýndur á Vodafone Sport. Rice og Grealish eru báðir fæddir og uppaldir á Englandi en eru af írskum ættum og spiluðu fyrir Írland. Rice náði meira að segja þremur A-landsleikjum fyrir Íra áður en þessi 25 ára miðjumaður Arsenal skipti yfir í enska landsliðið þar sem hann hefur nú spilað 58 leiki. Grealish lék fyrir Írland upp í U21-landsliðið en hefur síðan leikið 36 A-landsleiki fyrir England. John O‘Shea, aðstoðarmaður Heimis, hefur lítinn áhuga á að velta þeim Rice og Grealish fyrir sér miðað við svör hans í Irish Independent. Jack Grealish og Bukayo Saka á æfingu enska landsliðsins í vikunni.Getty/Eddie Keogh Alls konar hættur gegn silfurliði EM „Við einbeitum okkur að okkur sjálfum og leikmönnunum sem vilja vera hér og eru hér. Það er svo einfalt,“ sagði O‘Shea. „Hann [Rice] er ekki hérna. Hann er í enska hópnum svo það er tilgangslaust að ræða þetta,“ sagði O‘Shea og taldi ekki að nein sérstök áhersla yrði lögð á að eiga við Rice í leiknum: „Það þarf að eiga við marga hluti gegn þessum ensku leikmönnum. Þegar maður mætir liði sem var að spila úrslitaleik á EM þá veit maður að það eru margs konar hættur og möguleikar í stöðunni. Ég held að allir sjái að sama hvaða ellefu leikmenn þeir byrja með á vellinum, og miðað við þann hóp sem þeir hafa til að gera breytingar, þá verðum við að hafa fulla einbeitingu við að stöðva þá en svo er enn mikilvægara að við völdum þeim vandræðum sjálfir,“ sagði O‘Shea. England hefur misst út sterka leikmenn vegna meiðsla og veikinda, og verður til að mynda án Cole Palmer, Phil Foden, Ollie Watkins og Jude Bellingham.
Þjóðadeild karla í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Enski boltinn Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Sjá meira