Útreikningur FÍB standist enga skoðun Magnús Jochum Pálsson skrifar 3. september 2024 23:15 Erlendur S. Þorsteinsson reiknifræðingur segir útreikning FÍB ekki ganga upp. Verst sé að hann hafi náð svona miklu flugi. Vísir/Vilhelm/aðsent Færsla á vef Félags íslenskra bifreiðaeigenda þar sem flutningsgeta strætisvagns er borin saman við flutningsgetu einkabíla hefur vakið mikil viðbrögð. Reiknifræðingur segir útreikningana ekki standast skoðun sama hvernig á þá er litið. „Einfalt reikningsdæmi sýnir að einkabíllinn hefur vinninginn yfir strætisvagninn,“ sagði í færslu sem birtist á vef FÍB í dag. Ástæðan sé að á sama tíma og fullur strætisvagn ferðist um tveggja akreina götu með fimmtíu farþega á einni mínútu geti 450 bílar farið sömu leið á sama tíma. Eftir að færslan fór á flug á samfélagsmiðlum var talan leiðrétt í færslunni í 150 bíla. En hvort sem það eru 150 eða 450 einkabílar gengur reikningsdæmið hins vegar ekki upp. Reiknifræðingurinn Erlendur S. Þorsteinsson er einn þeirra sem hefur furðað sig á útreikningunum. Óskiljanlegur útreikningur „Ég horfði á þetta og ég skildi ekki alveg hvað var verið að reyna að gera þarna,“ segir Erlendur inntur eftir viðbrögðum við færslunni. „FÍB virðist vera að hugsa þetta þannig að þú sitjir einhvers staðar og horfir á bílana fara fram hjá. Það er miklu eðlilegra að horfa ofan á flötinn, ímynda sér ákveðinn reit að ákveðinni stærð og velta fyrir sér hvað þú getur pakkað mörgum bílum í reitinn. Svo fylgistu með þessum reit flytjast með umferðinni og þá ertu alltaf að horfa á sömu bílana,“ segir Erlendur „Hvað geturðu pakkað mörgum bílum af mismunandi stærð inn í svæðið?“ spyr Erlendur og það snúist alltaf um hvað strætisvagn sé stór miðað við einkabílinn, með bili séu það tveir til þrír bílar per strætisvagn. „Ef þú horfir praktískt á umferðina á háannatíma á morgnana þá er gjarnan bara einn í bíl. Ef þú tekur Strætó á sama tíma þá færðu ekki sæti,“ segir hann. Hvort tekur minna pláss, níu strætisvagnar eða 450 bílar? Fyndnast segir Erlendur vera að meira að segja í skökkum útreikningum FÍB þá hafi strætó vinninginn fram yfir einkabílinn. „Þeir sögðu að til þess að Strætó væri jafngildur einkabílnum þyrfti níu strætisvagna. Ef maður tekur það trúanlegt þá þarftu 450 bíla í stað níu strætisvagna. Þá er spurningin hvort tekur minna pláss, níu strætisvagnar eða 450 bílar?“ „Þeir lækkuðu töluna síðan niður í 150 þegar þeir föttuðu að þeir höfðu spurt gervigreindina að einhverri vitleysu,“ segir hann. „Stenst enga skoðun“ Það sem sé þó sérstaklega pirrandi, að sögn Erlends, sé að jafnrangur útreikningur og þessi skuli vera tekinn upp af FÍB og rata þaðan án gagnrýni í fjölmiðla. „Einhver spurði Copilot-gervigreindina spurningar og gaf vitlaust prompt og fékk þar af leiðandi vitlausa niðurstöðu. Það varð að ummælum á Borgarlínu-umræðuhópnum á Facebook. Það var sett gagnrýnislaust á vef FÍB og síðan tekið gagnrýnislaust upp í frétt á mbl,“ segir Erlendur um ferðalag reikningsdæmisins. „Þetta er einhver svona disinformation-póstur sem fer á óvænt flug og endar alla leið í Morgunblaðinu. En þetta stenst enga skoðun,“ segir hann. Spurning um að massaflytja fólk tvisvar á dag Erlendur segir augljóst að fólk sé ekki sammála um hvernig eigi að leysa umferðina. Fólk í úthverfum verði að gera sér grein fyrir fórnarkostnaðinum við að búa þar. Allt hafi verið byggt upp með bíla í huga og Borgarlínan virðist ein geta bætt úr því. „Sumir hafa góða ástæðu til að búa í úthverfunum. Konan mín vildi garð og þess vegna búum við í úthverfum, segir Erlendur. „Við gerðum okkur alveg grein fyrir því þegar við fluttum úr miðbænum í úthverfi Kópavogs hvað það myndi kosta okkur.“ Deilurnar um hvað eigi að gera eru að mati Erlendar ævintýralegar. „Umferðin er bara vandamál tvisvar á dag, á morgnana og síðdegis, þegar allir fara á sama tíma í og úr vinnu og skóla. Þannig þetta er bara spurning um að massaflytja fólk og hvernig ætlum við að gera það?“ „Það eru engar betri hugmyndir en Borgarlína, meira að segja Sjálfstæðismenn í sveitarfélögum í kringum Reykjavík hafa sagt það,“ segir hann. Strætó Bílar Umferð Samgöngur Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
„Einfalt reikningsdæmi sýnir að einkabíllinn hefur vinninginn yfir strætisvagninn,“ sagði í færslu sem birtist á vef FÍB í dag. Ástæðan sé að á sama tíma og fullur strætisvagn ferðist um tveggja akreina götu með fimmtíu farþega á einni mínútu geti 450 bílar farið sömu leið á sama tíma. Eftir að færslan fór á flug á samfélagsmiðlum var talan leiðrétt í færslunni í 150 bíla. En hvort sem það eru 150 eða 450 einkabílar gengur reikningsdæmið hins vegar ekki upp. Reiknifræðingurinn Erlendur S. Þorsteinsson er einn þeirra sem hefur furðað sig á útreikningunum. Óskiljanlegur útreikningur „Ég horfði á þetta og ég skildi ekki alveg hvað var verið að reyna að gera þarna,“ segir Erlendur inntur eftir viðbrögðum við færslunni. „FÍB virðist vera að hugsa þetta þannig að þú sitjir einhvers staðar og horfir á bílana fara fram hjá. Það er miklu eðlilegra að horfa ofan á flötinn, ímynda sér ákveðinn reit að ákveðinni stærð og velta fyrir sér hvað þú getur pakkað mörgum bílum í reitinn. Svo fylgistu með þessum reit flytjast með umferðinni og þá ertu alltaf að horfa á sömu bílana,“ segir Erlendur „Hvað geturðu pakkað mörgum bílum af mismunandi stærð inn í svæðið?“ spyr Erlendur og það snúist alltaf um hvað strætisvagn sé stór miðað við einkabílinn, með bili séu það tveir til þrír bílar per strætisvagn. „Ef þú horfir praktískt á umferðina á háannatíma á morgnana þá er gjarnan bara einn í bíl. Ef þú tekur Strætó á sama tíma þá færðu ekki sæti,“ segir hann. Hvort tekur minna pláss, níu strætisvagnar eða 450 bílar? Fyndnast segir Erlendur vera að meira að segja í skökkum útreikningum FÍB þá hafi strætó vinninginn fram yfir einkabílinn. „Þeir sögðu að til þess að Strætó væri jafngildur einkabílnum þyrfti níu strætisvagna. Ef maður tekur það trúanlegt þá þarftu 450 bíla í stað níu strætisvagna. Þá er spurningin hvort tekur minna pláss, níu strætisvagnar eða 450 bílar?“ „Þeir lækkuðu töluna síðan niður í 150 þegar þeir föttuðu að þeir höfðu spurt gervigreindina að einhverri vitleysu,“ segir hann. „Stenst enga skoðun“ Það sem sé þó sérstaklega pirrandi, að sögn Erlends, sé að jafnrangur útreikningur og þessi skuli vera tekinn upp af FÍB og rata þaðan án gagnrýni í fjölmiðla. „Einhver spurði Copilot-gervigreindina spurningar og gaf vitlaust prompt og fékk þar af leiðandi vitlausa niðurstöðu. Það varð að ummælum á Borgarlínu-umræðuhópnum á Facebook. Það var sett gagnrýnislaust á vef FÍB og síðan tekið gagnrýnislaust upp í frétt á mbl,“ segir Erlendur um ferðalag reikningsdæmisins. „Þetta er einhver svona disinformation-póstur sem fer á óvænt flug og endar alla leið í Morgunblaðinu. En þetta stenst enga skoðun,“ segir hann. Spurning um að massaflytja fólk tvisvar á dag Erlendur segir augljóst að fólk sé ekki sammála um hvernig eigi að leysa umferðina. Fólk í úthverfum verði að gera sér grein fyrir fórnarkostnaðinum við að búa þar. Allt hafi verið byggt upp með bíla í huga og Borgarlínan virðist ein geta bætt úr því. „Sumir hafa góða ástæðu til að búa í úthverfunum. Konan mín vildi garð og þess vegna búum við í úthverfum, segir Erlendur. „Við gerðum okkur alveg grein fyrir því þegar við fluttum úr miðbænum í úthverfi Kópavogs hvað það myndi kosta okkur.“ Deilurnar um hvað eigi að gera eru að mati Erlendar ævintýralegar. „Umferðin er bara vandamál tvisvar á dag, á morgnana og síðdegis, þegar allir fara á sama tíma í og úr vinnu og skóla. Þannig þetta er bara spurning um að massaflytja fólk og hvernig ætlum við að gera það?“ „Það eru engar betri hugmyndir en Borgarlína, meira að segja Sjálfstæðismenn í sveitarfélögum í kringum Reykjavík hafa sagt það,“ segir hann.
Strætó Bílar Umferð Samgöngur Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira