Veljum íslenskuna Lísbet Einarsdóttir skrifar 3. september 2024 14:33 Að skilja og geta talað íslensku er mikilvægur þáttur þess að aðlagst samfélaginu, vinnumarkaði og þá vinnustað. Að þekkja og skilja menningarleg blæbrigði, félagsleg viðmið, siði og venjur og þannig geta verið virkur þátttakandi. er fyrir alla ómetanlegt. Að geta átt skilvirk samskipti við samstarfsfólk, samferðafólk og viðskiptavini þar sem það á við eykur samvinnu og framleiðni. Það getur sannarlegar bætt atvinnumöguleika og opnað fyrir fleiri starfsmöguleika og tækifæri til vaxtar. Að kunna tungumálið auðveldar ennfremur hversdagsleg verkefni, svo sem samskipti sem geta verið tilkomin vegna barna, við skóla og aðrar stofnanir sem og til að ferðast á milli staða með almenningssamgöngum, versla eða fá aðgang að þjónustu utan vinnu, sem mögulega getur stuðlað að betri lífsgæðum. Að því sögðu þarf að gera betur. Við þurfum að huga að þeim sem eru af erlendum uppruna og koma hingað til lands til að lifa og starfa. Við þurfum að veita þeim tækifæri til að verða hluti af samfélaginu okkar. Það er á ábyrgð einstaklinganna sjálfra að læra íslenskuna en einnig vinnustaða, að gera kröfu á og stuðla að menningu sem hvetur til og styður við íslenskunám og að íslenska sé töluð þar sem því er komið við. Við þurfum að huga vel að þeim einstaklingum sem hér eru fæddir og tala aðeins sitt móðurmál, íslensku. Þeir eru fjölmargir og það er vont að geta ekki bjargað sér á heimaslóðum. Það er ekki ásættanlegt. Við þurfum líka að huga að þeim sem koma hingað sem gestir og sýna þeim með stolti samfélagið okkar, kynna fyrir þeim tungumálið sem er okkur svo dýrmætt, siði og venjur. Til að við getum það þurfum við að huga að því að fólkið sem þjónustar gestina okkar tali einhverja íslensku. Að minnsta kosti bjóði góðan daginn áður en gripið er til enskunnar. Það er ekki í lagi að matseðlar á veitingastöðum séu aðeins á ensku, að merkingar og leiðbeiningar séu nær einungis á ensku. Það er ekki heldur í lagi að starfsfólk í þjónustustörfum, í verslun, á veitingastöðum, tali sömuleiðis enga eða mjög takmarkaða íslensku. Það er alls ekki í lagi og við getum gert svo miklu betur. Það eru forréttindi fyrir okkar litlu þjóð að eiga sitt eigið tungumál og við megum ekki kasta því fyrir róða. Það er samfélagsleg ábyrgð okkar allra að hvetja til þess að íslenskan sé fyrsta tungumál þar sem því verður komð við, í ræðu og riti. Ávinningurinn er margþættur og samfélagslega ómetanlegur. Starfsmenntasjóðir atvinnulífsins eru fjölmargir og flestir ef ekki allir styrkja íslenskunám. Í gegnum Starfsafl, einn af starfsmenntasjóðum atvinnulífsins, getur einstaklingur fengið fullan styrk vegna íslenskunáms á fyrsta mánuði í starfi. Að sama skapi geta fyrirtæki sótt um styrk vegna íslenskunáms starfsfólks þar sem styrkurinn er 90% af reikningi, og fjöldi fyrirtækja nýtir sér það. Það er því ekki skortur á fjármagni sem ætti að koma í veg fyrir eða hindra íslenskunám. Það er eitthvað allt annað sem stendur þar í vegi og við þurfum að ná tökum á því svo íslenskunám, innan og utan vinnustaða, hjá einstaklingum og fyrirtækjum, fái blómstrað, öllum til heilla. Við getum þetta og gott betur. Höfundur er framkvæmdastjóri Starfsafls fræðslusjóðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Innflytjendamál Mest lesið Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir Skoðun Halldór 08.03.2025 Halldór Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Ætlar Þorgerður Katrín að standa vörð um alþjóðlega lagakerfið? Magnús Magnússon skrifar Skoðun Var friður fyrir sjálfstæði Ísraels? Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun 10 atriði varðandi símabann í skólum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Horfumst í augu og stígum yfir þröskuldinn Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Tilveran með ADHD Sigrún V. Heimisdóttir skrifar Skoðun Stillum saman strengi í ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll! Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Að skilja og geta talað íslensku er mikilvægur þáttur þess að aðlagst samfélaginu, vinnumarkaði og þá vinnustað. Að þekkja og skilja menningarleg blæbrigði, félagsleg viðmið, siði og venjur og þannig geta verið virkur þátttakandi. er fyrir alla ómetanlegt. Að geta átt skilvirk samskipti við samstarfsfólk, samferðafólk og viðskiptavini þar sem það á við eykur samvinnu og framleiðni. Það getur sannarlegar bætt atvinnumöguleika og opnað fyrir fleiri starfsmöguleika og tækifæri til vaxtar. Að kunna tungumálið auðveldar ennfremur hversdagsleg verkefni, svo sem samskipti sem geta verið tilkomin vegna barna, við skóla og aðrar stofnanir sem og til að ferðast á milli staða með almenningssamgöngum, versla eða fá aðgang að þjónustu utan vinnu, sem mögulega getur stuðlað að betri lífsgæðum. Að því sögðu þarf að gera betur. Við þurfum að huga að þeim sem eru af erlendum uppruna og koma hingað til lands til að lifa og starfa. Við þurfum að veita þeim tækifæri til að verða hluti af samfélaginu okkar. Það er á ábyrgð einstaklinganna sjálfra að læra íslenskuna en einnig vinnustaða, að gera kröfu á og stuðla að menningu sem hvetur til og styður við íslenskunám og að íslenska sé töluð þar sem því er komið við. Við þurfum að huga vel að þeim einstaklingum sem hér eru fæddir og tala aðeins sitt móðurmál, íslensku. Þeir eru fjölmargir og það er vont að geta ekki bjargað sér á heimaslóðum. Það er ekki ásættanlegt. Við þurfum líka að huga að þeim sem koma hingað sem gestir og sýna þeim með stolti samfélagið okkar, kynna fyrir þeim tungumálið sem er okkur svo dýrmætt, siði og venjur. Til að við getum það þurfum við að huga að því að fólkið sem þjónustar gestina okkar tali einhverja íslensku. Að minnsta kosti bjóði góðan daginn áður en gripið er til enskunnar. Það er ekki í lagi að matseðlar á veitingastöðum séu aðeins á ensku, að merkingar og leiðbeiningar séu nær einungis á ensku. Það er ekki heldur í lagi að starfsfólk í þjónustustörfum, í verslun, á veitingastöðum, tali sömuleiðis enga eða mjög takmarkaða íslensku. Það er alls ekki í lagi og við getum gert svo miklu betur. Það eru forréttindi fyrir okkar litlu þjóð að eiga sitt eigið tungumál og við megum ekki kasta því fyrir róða. Það er samfélagsleg ábyrgð okkar allra að hvetja til þess að íslenskan sé fyrsta tungumál þar sem því verður komð við, í ræðu og riti. Ávinningurinn er margþættur og samfélagslega ómetanlegur. Starfsmenntasjóðir atvinnulífsins eru fjölmargir og flestir ef ekki allir styrkja íslenskunám. Í gegnum Starfsafl, einn af starfsmenntasjóðum atvinnulífsins, getur einstaklingur fengið fullan styrk vegna íslenskunáms á fyrsta mánuði í starfi. Að sama skapi geta fyrirtæki sótt um styrk vegna íslenskunáms starfsfólks þar sem styrkurinn er 90% af reikningi, og fjöldi fyrirtækja nýtir sér það. Það er því ekki skortur á fjármagni sem ætti að koma í veg fyrir eða hindra íslenskunám. Það er eitthvað allt annað sem stendur þar í vegi og við þurfum að ná tökum á því svo íslenskunám, innan og utan vinnustaða, hjá einstaklingum og fyrirtækjum, fái blómstrað, öllum til heilla. Við getum þetta og gott betur. Höfundur er framkvæmdastjóri Starfsafls fræðslusjóðs.
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar
Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun