Tæki marga mánuði fyrir hraun að ná innviðum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. september 2024 12:52 Það tæki marga mánuði fyrir hraun að ná innviðum miðað við flæði þess nú. Vísir/Vilhelm Engir innviðir eru í hættu á Reykjanesskaga miðað við hraða hraunflæðis. Fastjóri aflögunar hjá Veðurstofu Íslands segir að innflæði í kvikuhólfið undir Svartsengi sé jafn mikið og flæðir úr í eldgosinu. Hættumat verður uppfært síðar í dag. Smám saman hefur hægt á eldgosinu við Sundhnúksgíga, sem hófst 22. ágúst síðastliðinn. „Það hefur hægt verulega á hraunflæði, það er nánast ekki neitt lengur. Bara örfáir metrar á dag, tíu metrar kannski. Það er mjög lítið að frétta af gosinu sjálfu. Það sem við höfum aftur á móti séð er að það er ekki lengur sig í Svartsengi, það hefur nánast ekki verið nein aflögun í Svartsengi síðustu daga,“ segir Benedikt Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofu Íslands. Ekkert landris Það sé túlkað þannig að flæði kviku inn í kvikuhólfið undir Svartsengi sé sambærilegt því sem fer út úr því í eldgosinu. „Þannig að við erum með eitthvað jafnvægi með flæði að neðan og upp á yfirborðið,“ segir Benedikt. Þannig að þið eruð ekki að mæla landris? „Nei, ekki eins og staðan er núna. Eflaust byrjar landris en við erum ekki að sjá það ennþá. Það tekur tíma að sjá hvort það er eitthvað minna landris en eins og staðan er núna er það frekar flatt. Við sjáum það kannski í næstu viku hvort það verði eins og í síðustu gosum.“ Benedikt Ófeigsson segir ekkert landris mælast nú.Vísir/Vilhelm Benedikt segir enga hættu stafa að innviðum eins og hraunflæðið er núna. „Miðað við núverandi flæði þá tekur marga mánuði fyrir hraun að ná einhverjum innviðum.“ Þá hafi jarðskjálftar nánast alveg hætt. „Skjálftavirknin hefur dottið verulega niður. Hún var svolítil í síðustu viku en hefur dottið niður og er mjög lítil núna,“ segir Benedikt. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Skjálftavirkni minnkað við kvikuganginn Virkni í eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni hefur haldist óbreytt síðastliðinn sólarhring en tólf dagar eru síðan gosið hófst. Sem fyrr er of snemmt að segja til um hvort landris sé hafið að nýju á Reykjanesskaga. 2. september 2024 22:34 Of snemmt að segja til um landris Of snemmt er að segja til um hvort landris sé hafið á Reykjanesskaga að nýju, en náttúruvársérfræðingur segir líklegt að sú verði raunin. Útlit er fyrir mikla loftmengun frá gosstöðvunum. 31. ágúst 2024 13:29 Margfölduð áhrif þegar gasmengun og svifryk blandast Líkur eru á áframhaldandi loftmengun í Vogum og Suðurnesjum í dag. Áhrif á loftgæði margfaldast þegar gasmengun frá eldgosinu blandast við svifryk frá gróðureldum á svæðinu. Vonir eru bundnar við að mikil úrkoma slökkvi eldana næsta sólarhringinn. 31. ágúst 2024 11:00 Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Fleiri fréttir Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli Sjá meira
Smám saman hefur hægt á eldgosinu við Sundhnúksgíga, sem hófst 22. ágúst síðastliðinn. „Það hefur hægt verulega á hraunflæði, það er nánast ekki neitt lengur. Bara örfáir metrar á dag, tíu metrar kannski. Það er mjög lítið að frétta af gosinu sjálfu. Það sem við höfum aftur á móti séð er að það er ekki lengur sig í Svartsengi, það hefur nánast ekki verið nein aflögun í Svartsengi síðustu daga,“ segir Benedikt Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofu Íslands. Ekkert landris Það sé túlkað þannig að flæði kviku inn í kvikuhólfið undir Svartsengi sé sambærilegt því sem fer út úr því í eldgosinu. „Þannig að við erum með eitthvað jafnvægi með flæði að neðan og upp á yfirborðið,“ segir Benedikt. Þannig að þið eruð ekki að mæla landris? „Nei, ekki eins og staðan er núna. Eflaust byrjar landris en við erum ekki að sjá það ennþá. Það tekur tíma að sjá hvort það er eitthvað minna landris en eins og staðan er núna er það frekar flatt. Við sjáum það kannski í næstu viku hvort það verði eins og í síðustu gosum.“ Benedikt Ófeigsson segir ekkert landris mælast nú.Vísir/Vilhelm Benedikt segir enga hættu stafa að innviðum eins og hraunflæðið er núna. „Miðað við núverandi flæði þá tekur marga mánuði fyrir hraun að ná einhverjum innviðum.“ Þá hafi jarðskjálftar nánast alveg hætt. „Skjálftavirknin hefur dottið verulega niður. Hún var svolítil í síðustu viku en hefur dottið niður og er mjög lítil núna,“ segir Benedikt.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Skjálftavirkni minnkað við kvikuganginn Virkni í eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni hefur haldist óbreytt síðastliðinn sólarhring en tólf dagar eru síðan gosið hófst. Sem fyrr er of snemmt að segja til um hvort landris sé hafið að nýju á Reykjanesskaga. 2. september 2024 22:34 Of snemmt að segja til um landris Of snemmt er að segja til um hvort landris sé hafið á Reykjanesskaga að nýju, en náttúruvársérfræðingur segir líklegt að sú verði raunin. Útlit er fyrir mikla loftmengun frá gosstöðvunum. 31. ágúst 2024 13:29 Margfölduð áhrif þegar gasmengun og svifryk blandast Líkur eru á áframhaldandi loftmengun í Vogum og Suðurnesjum í dag. Áhrif á loftgæði margfaldast þegar gasmengun frá eldgosinu blandast við svifryk frá gróðureldum á svæðinu. Vonir eru bundnar við að mikil úrkoma slökkvi eldana næsta sólarhringinn. 31. ágúst 2024 11:00 Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Fleiri fréttir Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli Sjá meira
Skjálftavirkni minnkað við kvikuganginn Virkni í eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni hefur haldist óbreytt síðastliðinn sólarhring en tólf dagar eru síðan gosið hófst. Sem fyrr er of snemmt að segja til um hvort landris sé hafið að nýju á Reykjanesskaga. 2. september 2024 22:34
Of snemmt að segja til um landris Of snemmt er að segja til um hvort landris sé hafið á Reykjanesskaga að nýju, en náttúruvársérfræðingur segir líklegt að sú verði raunin. Útlit er fyrir mikla loftmengun frá gosstöðvunum. 31. ágúst 2024 13:29
Margfölduð áhrif þegar gasmengun og svifryk blandast Líkur eru á áframhaldandi loftmengun í Vogum og Suðurnesjum í dag. Áhrif á loftgæði margfaldast þegar gasmengun frá eldgosinu blandast við svifryk frá gróðureldum á svæðinu. Vonir eru bundnar við að mikil úrkoma slökkvi eldana næsta sólarhringinn. 31. ágúst 2024 11:00