Kílómetragjaldið verst fyrir þá tekjulægri Bjarki Sigurðsson skrifar 3. september 2024 12:32 Auður Alfa Ólafsdóttir er sérfræðingu hjá ASÍ. vísir/ívar fannar Sérfræðingur hjá Alþýðusambandinu telur frumvarp fjármálaráðherra um upptöku kílómetragjalds koma verst niður á tekjulægri hópum. Þá hefur hún áhyggjur af því að olíufélögin nýti tækifærið til að auka gróðann. Fyrirhugað er að frumvarpið verði lagt fram á þingi í haust og kílómetragjaldið taki þá gildi 1. janúar 2025. Gjaldið verður föst krónutala fyrir hvern ekinn kílómetra á ökutæki með leyfða heildarþyngd sem nemur þremur og hálfu tonni eða minna. Því myndi ökumaður Toyota Yaris greiða sama gjald og ökumaður Toyota Land Cruiser fyrir hvern kílómetra. Ekki er tekið sérstakt tillit til þyngdar bíla nema þeir séu yfir þremur og hálfu tonni. Í samráðsgátt barst 61 umsögn um frumvarpið, langflestar neikvæðar. Meðal þeirra sem gagnrýna það er Alþýðusamband Íslands. Auður Alfa Ólafsdóttir, sérfræðingur sérfræðingur í umhverfis- og neytendamálum hjá ASÍ, segir gjaldið koma verst niður á tekjulægri hópum. Þeir sem séu á stærri og dýrari bílum komi til með að greiða það sama og þeir sem eru á smærri, sparneytnari og ódýrari bílum. Þá sé verið að tefja fyrir orkuskiptunum. „Á meðan við erum að auka þessa gjaldtöku, sem kemur verst niður á þeim tekjulægri, eiga þeir erfiðast með að skipta yfir í rafbíl og á sama tíma hafa ekki þann valkost sem góðar, skilvirkar almenningssamgöngu gætu verið. Tekjulægri hópar eru einhvern veginn fastir í þessu kerfi og komast ekki undan þessari auknu gjaldtöku,“ segir Auður. Samhliða upptöku kílómetragjaldsins er áformað að afnema olíu- og bensíngjöld. Auður telur það geta haft slæm áhrif. „Við erum vön að sjá bensínverðið vera á ákveðnu bili en svona mikil og hröð lækkun getur gert það að verkum að fólk átti sig síður á hvað sé eðlilegt verð fyrir bensínið og mun þá skapa mögulegt svigrúm fyrir olíufélögin að auka álagningu á bensín,“ segir Auður. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Skattar og tollar Bílar Orkumál Orkuskipti Bensín og olía Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Milljónavirði af gini á víðavangi og búið til með íslensku veðri Atvinnulíf Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Fleiri fréttir Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Olíuefni í Bugles sem eiga ekki að vera í snakkinu Opinn fundur HMS um endurmat brunabótamats Kalla inn geislavirka límmiða Verðlagssæti Íslands enn eitt árið komi ekki á óvart Konur geta tryggt sig á meðgöngu í fyrsta sinn Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Nóa-nammið hækkar í stórum skrefum Rækja fannst í skinkusalati „Það er svo mikið rugl í gangi“ Húsgagnahöllin sektuð fyrir ósanngjarnar auglýsingar Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Bílastæðafyrirtæki fá á baukinn Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Gera fjölmargar breytingar á kílómetragjaldinu Tveggja ára skjár fæst ekki bættur vegna „dauðs depils“ Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Sjá meira
Fyrirhugað er að frumvarpið verði lagt fram á þingi í haust og kílómetragjaldið taki þá gildi 1. janúar 2025. Gjaldið verður föst krónutala fyrir hvern ekinn kílómetra á ökutæki með leyfða heildarþyngd sem nemur þremur og hálfu tonni eða minna. Því myndi ökumaður Toyota Yaris greiða sama gjald og ökumaður Toyota Land Cruiser fyrir hvern kílómetra. Ekki er tekið sérstakt tillit til þyngdar bíla nema þeir séu yfir þremur og hálfu tonni. Í samráðsgátt barst 61 umsögn um frumvarpið, langflestar neikvæðar. Meðal þeirra sem gagnrýna það er Alþýðusamband Íslands. Auður Alfa Ólafsdóttir, sérfræðingur sérfræðingur í umhverfis- og neytendamálum hjá ASÍ, segir gjaldið koma verst niður á tekjulægri hópum. Þeir sem séu á stærri og dýrari bílum komi til með að greiða það sama og þeir sem eru á smærri, sparneytnari og ódýrari bílum. Þá sé verið að tefja fyrir orkuskiptunum. „Á meðan við erum að auka þessa gjaldtöku, sem kemur verst niður á þeim tekjulægri, eiga þeir erfiðast með að skipta yfir í rafbíl og á sama tíma hafa ekki þann valkost sem góðar, skilvirkar almenningssamgöngu gætu verið. Tekjulægri hópar eru einhvern veginn fastir í þessu kerfi og komast ekki undan þessari auknu gjaldtöku,“ segir Auður. Samhliða upptöku kílómetragjaldsins er áformað að afnema olíu- og bensíngjöld. Auður telur það geta haft slæm áhrif. „Við erum vön að sjá bensínverðið vera á ákveðnu bili en svona mikil og hröð lækkun getur gert það að verkum að fólk átti sig síður á hvað sé eðlilegt verð fyrir bensínið og mun þá skapa mögulegt svigrúm fyrir olíufélögin að auka álagningu á bensín,“ segir Auður.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Skattar og tollar Bílar Orkumál Orkuskipti Bensín og olía Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Milljónavirði af gini á víðavangi og búið til með íslensku veðri Atvinnulíf Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Fleiri fréttir Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Olíuefni í Bugles sem eiga ekki að vera í snakkinu Opinn fundur HMS um endurmat brunabótamats Kalla inn geislavirka límmiða Verðlagssæti Íslands enn eitt árið komi ekki á óvart Konur geta tryggt sig á meðgöngu í fyrsta sinn Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Nóa-nammið hækkar í stórum skrefum Rækja fannst í skinkusalati „Það er svo mikið rugl í gangi“ Húsgagnahöllin sektuð fyrir ósanngjarnar auglýsingar Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Bílastæðafyrirtæki fá á baukinn Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Gera fjölmargar breytingar á kílómetragjaldinu Tveggja ára skjár fæst ekki bættur vegna „dauðs depils“ Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Sjá meira