Af hverju bíður barnið? Kristbjörg Þórisdóttir skrifar 3. september 2024 07:31 Voveiflegir atburðir hafa gerst í okkar samfélagi. Megi þau óafturkræfu áföll sem orðið hafa verða til raunverulegra samfélagslegra breytinga. Við höfum talað um geðheilbrigðismál barna og fullorðinna árum og áratugum saman. Þrátt fyrir veljvilja flestra breytist allt of lítið og of hægt. Af hverju er það þannig að ekkert barn bíður þess að byrja í fyrsta bekk, öll börn sem greinast með lífsógnandi sjúkdóma eins og krabbamein fá meðferð og ekkert beinbrotið barn hefur beðið dögum, vikum eða árum saman eftir að fá gifs? Velferðarsamfélag okkar er þannig úr garði gert að barninu er tryggð skólavist og viðeigandi heilbrigðisþjónusta vegna líkamlegra sjúkdóma og kvilla. Hvernig stendur á því að barn sem stendur höllum fæti vegna taugaþroskavanda, þroskaskerðingar, málhömlunar, félagslegra erfiðleika, tilfinningavanda, geðræns vanda eða annars bíður dögum, vikum og árum saman eftir viðeigandi aðstoð og stuðningi? Hvers vegna? Sum fá aldrei aðstoðina sem þau þyrftu á að halda og allt of mörg fá hana þegar þau eru dottin ofan í brunninn. Af hverju er það regla frekar en undantekning að börn og fullorðin bíði á biðlistum eftir geðheilbrigðisþjónustu? Minnum okkur á að biðlistar eru samfélagsleg smíð. Við höfum ákveðið að framboð þjónustunnar sé með þessum hætti og af þessu magni. Við höfum forgangsraðað öðru framar á fjárlögum og í okkar samfélagi. Af hverju er það regla frekar en undanteking að þau sem sinna börnunum okkar og hafa gríðarleg áhrif á þau þurfa að gera það fyrst og fremst af hugsjón? Þau sem sinna peningunum okkar fá hins vegar oftar en ekki væna fjárhagslega umbun fyrir starfann? Það er líka samfélagsleg smíð. Því miður geta þau bágu kjör og álag sem fagfólkinu sem koma að börnunum okkar stendur til boða haft þau áhrif að meiri mannabreytingar verði en æskilegt er og það bitnar á börnunum. Rannsóknir hafa sýnt að fyrir þau börn sem standa verst geta góð tengsl við eina fullorðna manneskju, jafnvel starfsmann skóla eins og kennara, skipt sköpum fyrir horfur barnsins. Kjaramál og starfsumhverfi fagfólks sem kemur að börnum eru samfélagsleg smíð okkar. Af hverju er það þannig að það kostar foreldra tugi og hundruði þúsunda að leyfa barninu sínu að stunda íþróttir meðal annars vegna þess að stanslaust þarf að vera að kaupa nýja búninga svo sem í fimleikum eða fótbolta eða greiða dýrar keppnisferðir? Því miður hefur það þau áhrif að börnin sem kannski helst þurfa á því að halda missa af lestinni. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á forvarnargildi þess fyrir börn að stunda íþróttir. Þetta er líka samfélagsleg smíð okkar. Af hverju er það þannig að foreldrar sem glíma við eigin vandamál sitja líka föst á biðlistum eftir geðheilbrigðisþjónustu sem hefur neikvæð áhrif á möguleika þeirra á að veita börnum sínum það sem hvert og eitt okkar vill veita sínum börnum, veislu í farangurinn út í lífið. Það er líka samfélagsleg smíð okkar. Vitur sálfræðingur sem ég þekki sagði eitt sinn, „betra er heilt en vel gróið“. Forvarnir eru allt. Lítum inn á við og veltum fyrir okkur hvers vegna er samfélag okkar svona smíðað og getum við breytt einhverju? Megi slík samfélagsleg breyting veita þúsundum lítilla ljósa von og lýsa upp minningu um líf og ljós Bryndísar Klöru Birgisdóttur. Að lokum. Verum góð við hvert annað. Í stað þess að segja „ekki vera aumingi“ skulum við segja „mér er ekki sama um þig, er allt í lagi? Get ég gert eitthvað fyrir þig“?. Þetta byrjar og endar hjá okkur. Við erum öll i þessu saman. Höfundur er sérfræðingur i klínískri sálfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Stunguárás við Skúlagötu Mest lesið Halldór 17.05.2025 Halldór Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Voveiflegir atburðir hafa gerst í okkar samfélagi. Megi þau óafturkræfu áföll sem orðið hafa verða til raunverulegra samfélagslegra breytinga. Við höfum talað um geðheilbrigðismál barna og fullorðinna árum og áratugum saman. Þrátt fyrir veljvilja flestra breytist allt of lítið og of hægt. Af hverju er það þannig að ekkert barn bíður þess að byrja í fyrsta bekk, öll börn sem greinast með lífsógnandi sjúkdóma eins og krabbamein fá meðferð og ekkert beinbrotið barn hefur beðið dögum, vikum eða árum saman eftir að fá gifs? Velferðarsamfélag okkar er þannig úr garði gert að barninu er tryggð skólavist og viðeigandi heilbrigðisþjónusta vegna líkamlegra sjúkdóma og kvilla. Hvernig stendur á því að barn sem stendur höllum fæti vegna taugaþroskavanda, þroskaskerðingar, málhömlunar, félagslegra erfiðleika, tilfinningavanda, geðræns vanda eða annars bíður dögum, vikum og árum saman eftir viðeigandi aðstoð og stuðningi? Hvers vegna? Sum fá aldrei aðstoðina sem þau þyrftu á að halda og allt of mörg fá hana þegar þau eru dottin ofan í brunninn. Af hverju er það regla frekar en undantekning að börn og fullorðin bíði á biðlistum eftir geðheilbrigðisþjónustu? Minnum okkur á að biðlistar eru samfélagsleg smíð. Við höfum ákveðið að framboð þjónustunnar sé með þessum hætti og af þessu magni. Við höfum forgangsraðað öðru framar á fjárlögum og í okkar samfélagi. Af hverju er það regla frekar en undanteking að þau sem sinna börnunum okkar og hafa gríðarleg áhrif á þau þurfa að gera það fyrst og fremst af hugsjón? Þau sem sinna peningunum okkar fá hins vegar oftar en ekki væna fjárhagslega umbun fyrir starfann? Það er líka samfélagsleg smíð. Því miður geta þau bágu kjör og álag sem fagfólkinu sem koma að börnunum okkar stendur til boða haft þau áhrif að meiri mannabreytingar verði en æskilegt er og það bitnar á börnunum. Rannsóknir hafa sýnt að fyrir þau börn sem standa verst geta góð tengsl við eina fullorðna manneskju, jafnvel starfsmann skóla eins og kennara, skipt sköpum fyrir horfur barnsins. Kjaramál og starfsumhverfi fagfólks sem kemur að börnum eru samfélagsleg smíð okkar. Af hverju er það þannig að það kostar foreldra tugi og hundruði þúsunda að leyfa barninu sínu að stunda íþróttir meðal annars vegna þess að stanslaust þarf að vera að kaupa nýja búninga svo sem í fimleikum eða fótbolta eða greiða dýrar keppnisferðir? Því miður hefur það þau áhrif að börnin sem kannski helst þurfa á því að halda missa af lestinni. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á forvarnargildi þess fyrir börn að stunda íþróttir. Þetta er líka samfélagsleg smíð okkar. Af hverju er það þannig að foreldrar sem glíma við eigin vandamál sitja líka föst á biðlistum eftir geðheilbrigðisþjónustu sem hefur neikvæð áhrif á möguleika þeirra á að veita börnum sínum það sem hvert og eitt okkar vill veita sínum börnum, veislu í farangurinn út í lífið. Það er líka samfélagsleg smíð okkar. Vitur sálfræðingur sem ég þekki sagði eitt sinn, „betra er heilt en vel gróið“. Forvarnir eru allt. Lítum inn á við og veltum fyrir okkur hvers vegna er samfélag okkar svona smíðað og getum við breytt einhverju? Megi slík samfélagsleg breyting veita þúsundum lítilla ljósa von og lýsa upp minningu um líf og ljós Bryndísar Klöru Birgisdóttur. Að lokum. Verum góð við hvert annað. Í stað þess að segja „ekki vera aumingi“ skulum við segja „mér er ekki sama um þig, er allt í lagi? Get ég gert eitthvað fyrir þig“?. Þetta byrjar og endar hjá okkur. Við erum öll i þessu saman. Höfundur er sérfræðingur i klínískri sálfræði.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun