Mongólía hunsar handtökuskipun Alþjóðlega sakamáladómstólsins Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. september 2024 07:33 Pútín virtist ekki hafa miklar áhyggjuar af því í gær að verða handtekinn. AP/Sputnik/Kristina Kormilitsyna Stjórnvöld í Mongólíu hafa sætt harðri gagnrýni fyrir að bjóða Vladimir Pútín Rússlandsforseta velkominn til landsins með heiðursverði, í stað þess að handtaka hann. Mongólía á aðild að Alþjóðlega sakamáladómstólnum, sem gaf út handtökuskipun á hendur Pútín í fyrra. Hann er sakaður um að hafa framið stríðsglæp þegar úkraínsk börn voru tekin og flutt til Rússlands. Pútín kom til Mongólíu seint í gær og fékk höfðinglegar móttökur. Þegar fregnir bárust af ferðinni ítrekaði dómstóllinn að yfirvöldum í Mongólíu bæri að handtaka forsetann en Rússar létu sér það í léttu rúmi liggja. „Við höfum engar áhyggjur, við eigum í góðu sambandi við vini okkar í Mongólíu,“ sagði Dmitry Peskov, talsmaður stjórnvalda í Moskvu, spurður um málið fyrir helgi. Mongólía liggur á milli Rússlands og Kína og hefur freistað þess að eiga góð samskipti bæði við nágranna sína og Vesturlönd. Það er hins vegar afar háð Rússlandi og fær meðal annars 95 prósent eldsneytis síns þaðan. Það hefur freistað þess að vera hlutlaust þegar kemur að innrás Rússa í Úkraínu. Munkhnaran Bayarlkhagva, alþjóðastjórnmálagreinandi og fyrrverandi starfsmaður þjóðaröryggisráðs Mongólíu, segir þarlend yfirvöld líklega hafa metið það svo að afleiðingar heimsóknarinnar yrðu litlar, þar sem ríki hefðu áður látið fyrir farast að framfylgja handtökuskipunum Alþjóðlega sakamáladómstólsins. „[Stjórnvöld í Mongólíu] hafa valið að viðhalda fyrirsjáanlegum samskiptum við Rússland og fara í krísustjórnun eftir á. Þegar allt kemur til alls þá breytir þú því ekki hvernig landið liggur,“ segir Bayarlkhagva. Rússland Mongólía Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Fleiri fréttir Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Sjá meira
Mongólía á aðild að Alþjóðlega sakamáladómstólnum, sem gaf út handtökuskipun á hendur Pútín í fyrra. Hann er sakaður um að hafa framið stríðsglæp þegar úkraínsk börn voru tekin og flutt til Rússlands. Pútín kom til Mongólíu seint í gær og fékk höfðinglegar móttökur. Þegar fregnir bárust af ferðinni ítrekaði dómstóllinn að yfirvöldum í Mongólíu bæri að handtaka forsetann en Rússar létu sér það í léttu rúmi liggja. „Við höfum engar áhyggjur, við eigum í góðu sambandi við vini okkar í Mongólíu,“ sagði Dmitry Peskov, talsmaður stjórnvalda í Moskvu, spurður um málið fyrir helgi. Mongólía liggur á milli Rússlands og Kína og hefur freistað þess að eiga góð samskipti bæði við nágranna sína og Vesturlönd. Það er hins vegar afar háð Rússlandi og fær meðal annars 95 prósent eldsneytis síns þaðan. Það hefur freistað þess að vera hlutlaust þegar kemur að innrás Rússa í Úkraínu. Munkhnaran Bayarlkhagva, alþjóðastjórnmálagreinandi og fyrrverandi starfsmaður þjóðaröryggisráðs Mongólíu, segir þarlend yfirvöld líklega hafa metið það svo að afleiðingar heimsóknarinnar yrðu litlar, þar sem ríki hefðu áður látið fyrir farast að framfylgja handtökuskipunum Alþjóðlega sakamáladómstólsins. „[Stjórnvöld í Mongólíu] hafa valið að viðhalda fyrirsjáanlegum samskiptum við Rússland og fara í krísustjórnun eftir á. Þegar allt kemur til alls þá breytir þú því ekki hvernig landið liggur,“ segir Bayarlkhagva.
Rússland Mongólía Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Fleiri fréttir Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Sjá meira