Stúkan: Ósammála um markið sem ekki fékk að standa Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. september 2024 22:02 Benóný Breki Andrésson skoraði þrennu gegn ÍA en mögulega hefðu þau átt að vera fjögur. Vísir/Viktor Freyr Tveir af þremur meðlimum síðasta þáttar Stúkunnar töldu að annar af aðstoðardómurum leiks KR og ÍA í Bestu deild karla hafi rænt Benóný Breka Andrésson marki. Táningurinn skoraði þrennu en Stúkan er handviss um að þau hafi átt að vera fjögur en það fjórða var dæmt af þar sem boltinn var talinn hafa farið út af vellinum í fyrirgjöfinni sem endaði á enni framherjans öfluga. Eftir að Baldur Sigurðsson hafði rætt fyrsta mark leiksins, sem Hinrik Harðarson skoraði fyrir gestina, snerist umræðan að Benóný Breka Andréssyni og mörkunum hans þremur. „Það sem gerist í kjölfarið er að Skagamenn smituðust af ruglinu og þeir tóku varnarleikinn niður á næsta stig. Sjáum mörkin sem KR skorar, þessi þrenna hjá Benóný Breka – þetta er allt einhvern veginn að þeir eru að dekka illa,“ sagði Baldur og heldur áfram. „Þetta er ólíkt Skaganum, hafa verið öflugir í sínum varnarleik og ekki verið að fá á sig svona mörk. Þetta bara drap Skagamenn,“ bætti Baldur við áður en Atli Viðar Björnsson fékk orðið. Jón Gísli Eyland Gíslason tekur innkast.Vísir/Viktor Freyr „Varnarfærslurnar þeirra hafa verið í lagi en í sérstaklega fyrsta markinu, hvernig Benóný Breki getur valsað af nærstöng yfir á fjær án þess að nokkrum detti í hug að dekka hann.“ „Mér finnst hreyfingin hjá Benóný Breka í þriðja markinu algjört gull, hvernig hann þykist ætla að fara á nærstöng fram fyrir Oliver Stefánsson og laumar sér svo á fjær. Frábær hreyfing.“ „Að sama skapi vel gert, við vitum að Benóný Breki getur þetta og Aron (Sigurðsson) öflugur. Við höfum verið að kalla eftir þessu og þeir stóðu sig svo sannarlega vel í þessum leik,“ sagði Baldur einnig. Aron átti góðan leik.Vísir/Viktor Freyr Markið sem var dæmt af „Aðstoðardómarinn hlýtur að meta það þannig að boltinn hafi farið aftur fyrir í fyrirgjöfinni og þaðan aftur inn á því hann er ekki kominn aftur fyrir þarna (Þegar Luke Rae spyrnir boltanum),“ sagði Gummi Ben um það sem hefði átt að vera fjórða mark KR í leiknum. „Ég dúxaði ekki í öllum eðlisfræðiáföngunum en ég fullyrði það samkvæmt minni eðlisfræði er þetta nánast ekki möguleiki úr þessari fyrirgjöf. Ef þú nærð boltanum í sveig út fyrir völlinn og svo út fyrir markteiginn þar sem hann er skallaður í markið þá ertu undrabarn, og Luke Rae er ekki undrabarn,“ bætti Gummi við. Luke Rae í leiknum.Vísir/Viktor Freyr Atli Viðar var þó ekki sammála þar sem aðstoðardómarinn var ekki í mynd og því ómögulegt að vita hvar hann stóð þegar boltanum var spyrnt. „Það bendir til þess að hann er alveg út við hornfána. Ég er til í að leyfa honum að njóta vafans þar sem hann er í bestu mögulegu stöðunni til að sjá þetta,“ sagði Atli Viðar og var því ósammála bæði Gumma og Baldri. „Byrjar þetta aftur, að sleikja upp aðstoðardómara,“ skaut Gummi á Atla Viðar. „Boltinn fer bara svo langt út. Ef hann skallar þetta inn í markteig á fjær þá finnst mér þetta mögulegt,“ sagði Baldur en fékk í raun ekki að klára því Gummi benti á að Baldur, sem væri nú verkfræðingur, væri sammála sér. „Það gefur mér byr undir báða vængi að verkfræðingurinn taki undir með mér.“ Klippa: Stúkan: „Gefur mér byr undir báða vængi að verkfræðingurinn taki undir með mér.“ Atli Viðar lét þó ekki segjast og taldi aðstoðardómarann hafa tekið rétta ákvörðun þar sem hann var ekki í mynd. „Stundum ertu of nálægt þessu, ég hef séð það oft hjá dómurum. Þeir eru of nálægt hlutunum,“ sagði Gummi jafnframt en umræðuna sem og klippur af mörkunum, þar á meðal því sem fékk ekki að standa, má sjá í spilaranum ofar í fréttinni. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KR Stúkan Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira
Táningurinn skoraði þrennu en Stúkan er handviss um að þau hafi átt að vera fjögur en það fjórða var dæmt af þar sem boltinn var talinn hafa farið út af vellinum í fyrirgjöfinni sem endaði á enni framherjans öfluga. Eftir að Baldur Sigurðsson hafði rætt fyrsta mark leiksins, sem Hinrik Harðarson skoraði fyrir gestina, snerist umræðan að Benóný Breka Andréssyni og mörkunum hans þremur. „Það sem gerist í kjölfarið er að Skagamenn smituðust af ruglinu og þeir tóku varnarleikinn niður á næsta stig. Sjáum mörkin sem KR skorar, þessi þrenna hjá Benóný Breka – þetta er allt einhvern veginn að þeir eru að dekka illa,“ sagði Baldur og heldur áfram. „Þetta er ólíkt Skaganum, hafa verið öflugir í sínum varnarleik og ekki verið að fá á sig svona mörk. Þetta bara drap Skagamenn,“ bætti Baldur við áður en Atli Viðar Björnsson fékk orðið. Jón Gísli Eyland Gíslason tekur innkast.Vísir/Viktor Freyr „Varnarfærslurnar þeirra hafa verið í lagi en í sérstaklega fyrsta markinu, hvernig Benóný Breki getur valsað af nærstöng yfir á fjær án þess að nokkrum detti í hug að dekka hann.“ „Mér finnst hreyfingin hjá Benóný Breka í þriðja markinu algjört gull, hvernig hann þykist ætla að fara á nærstöng fram fyrir Oliver Stefánsson og laumar sér svo á fjær. Frábær hreyfing.“ „Að sama skapi vel gert, við vitum að Benóný Breki getur þetta og Aron (Sigurðsson) öflugur. Við höfum verið að kalla eftir þessu og þeir stóðu sig svo sannarlega vel í þessum leik,“ sagði Baldur einnig. Aron átti góðan leik.Vísir/Viktor Freyr Markið sem var dæmt af „Aðstoðardómarinn hlýtur að meta það þannig að boltinn hafi farið aftur fyrir í fyrirgjöfinni og þaðan aftur inn á því hann er ekki kominn aftur fyrir þarna (Þegar Luke Rae spyrnir boltanum),“ sagði Gummi Ben um það sem hefði átt að vera fjórða mark KR í leiknum. „Ég dúxaði ekki í öllum eðlisfræðiáföngunum en ég fullyrði það samkvæmt minni eðlisfræði er þetta nánast ekki möguleiki úr þessari fyrirgjöf. Ef þú nærð boltanum í sveig út fyrir völlinn og svo út fyrir markteiginn þar sem hann er skallaður í markið þá ertu undrabarn, og Luke Rae er ekki undrabarn,“ bætti Gummi við. Luke Rae í leiknum.Vísir/Viktor Freyr Atli Viðar var þó ekki sammála þar sem aðstoðardómarinn var ekki í mynd og því ómögulegt að vita hvar hann stóð þegar boltanum var spyrnt. „Það bendir til þess að hann er alveg út við hornfána. Ég er til í að leyfa honum að njóta vafans þar sem hann er í bestu mögulegu stöðunni til að sjá þetta,“ sagði Atli Viðar og var því ósammála bæði Gumma og Baldri. „Byrjar þetta aftur, að sleikja upp aðstoðardómara,“ skaut Gummi á Atla Viðar. „Boltinn fer bara svo langt út. Ef hann skallar þetta inn í markteig á fjær þá finnst mér þetta mögulegt,“ sagði Baldur en fékk í raun ekki að klára því Gummi benti á að Baldur, sem væri nú verkfræðingur, væri sammála sér. „Það gefur mér byr undir báða vængi að verkfræðingurinn taki undir með mér.“ Klippa: Stúkan: „Gefur mér byr undir báða vængi að verkfræðingurinn taki undir með mér.“ Atli Viðar lét þó ekki segjast og taldi aðstoðardómarann hafa tekið rétta ákvörðun þar sem hann var ekki í mynd. „Stundum ertu of nálægt þessu, ég hef séð það oft hjá dómurum. Þeir eru of nálægt hlutunum,“ sagði Gummi jafnframt en umræðuna sem og klippur af mörkunum, þar á meðal því sem fékk ekki að standa, má sjá í spilaranum ofar í fréttinni.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KR Stúkan Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira