Stúkan: Ósammála um markið sem ekki fékk að standa Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. september 2024 22:02 Benóný Breki Andrésson skoraði þrennu gegn ÍA en mögulega hefðu þau átt að vera fjögur. Vísir/Viktor Freyr Tveir af þremur meðlimum síðasta þáttar Stúkunnar töldu að annar af aðstoðardómurum leiks KR og ÍA í Bestu deild karla hafi rænt Benóný Breka Andrésson marki. Táningurinn skoraði þrennu en Stúkan er handviss um að þau hafi átt að vera fjögur en það fjórða var dæmt af þar sem boltinn var talinn hafa farið út af vellinum í fyrirgjöfinni sem endaði á enni framherjans öfluga. Eftir að Baldur Sigurðsson hafði rætt fyrsta mark leiksins, sem Hinrik Harðarson skoraði fyrir gestina, snerist umræðan að Benóný Breka Andréssyni og mörkunum hans þremur. „Það sem gerist í kjölfarið er að Skagamenn smituðust af ruglinu og þeir tóku varnarleikinn niður á næsta stig. Sjáum mörkin sem KR skorar, þessi þrenna hjá Benóný Breka – þetta er allt einhvern veginn að þeir eru að dekka illa,“ sagði Baldur og heldur áfram. „Þetta er ólíkt Skaganum, hafa verið öflugir í sínum varnarleik og ekki verið að fá á sig svona mörk. Þetta bara drap Skagamenn,“ bætti Baldur við áður en Atli Viðar Björnsson fékk orðið. Jón Gísli Eyland Gíslason tekur innkast.Vísir/Viktor Freyr „Varnarfærslurnar þeirra hafa verið í lagi en í sérstaklega fyrsta markinu, hvernig Benóný Breki getur valsað af nærstöng yfir á fjær án þess að nokkrum detti í hug að dekka hann.“ „Mér finnst hreyfingin hjá Benóný Breka í þriðja markinu algjört gull, hvernig hann þykist ætla að fara á nærstöng fram fyrir Oliver Stefánsson og laumar sér svo á fjær. Frábær hreyfing.“ „Að sama skapi vel gert, við vitum að Benóný Breki getur þetta og Aron (Sigurðsson) öflugur. Við höfum verið að kalla eftir þessu og þeir stóðu sig svo sannarlega vel í þessum leik,“ sagði Baldur einnig. Aron átti góðan leik.Vísir/Viktor Freyr Markið sem var dæmt af „Aðstoðardómarinn hlýtur að meta það þannig að boltinn hafi farið aftur fyrir í fyrirgjöfinni og þaðan aftur inn á því hann er ekki kominn aftur fyrir þarna (Þegar Luke Rae spyrnir boltanum),“ sagði Gummi Ben um það sem hefði átt að vera fjórða mark KR í leiknum. „Ég dúxaði ekki í öllum eðlisfræðiáföngunum en ég fullyrði það samkvæmt minni eðlisfræði er þetta nánast ekki möguleiki úr þessari fyrirgjöf. Ef þú nærð boltanum í sveig út fyrir völlinn og svo út fyrir markteiginn þar sem hann er skallaður í markið þá ertu undrabarn, og Luke Rae er ekki undrabarn,“ bætti Gummi við. Luke Rae í leiknum.Vísir/Viktor Freyr Atli Viðar var þó ekki sammála þar sem aðstoðardómarinn var ekki í mynd og því ómögulegt að vita hvar hann stóð þegar boltanum var spyrnt. „Það bendir til þess að hann er alveg út við hornfána. Ég er til í að leyfa honum að njóta vafans þar sem hann er í bestu mögulegu stöðunni til að sjá þetta,“ sagði Atli Viðar og var því ósammála bæði Gumma og Baldri. „Byrjar þetta aftur, að sleikja upp aðstoðardómara,“ skaut Gummi á Atla Viðar. „Boltinn fer bara svo langt út. Ef hann skallar þetta inn í markteig á fjær þá finnst mér þetta mögulegt,“ sagði Baldur en fékk í raun ekki að klára því Gummi benti á að Baldur, sem væri nú verkfræðingur, væri sammála sér. „Það gefur mér byr undir báða vængi að verkfræðingurinn taki undir með mér.“ Klippa: Stúkan: „Gefur mér byr undir báða vængi að verkfræðingurinn taki undir með mér.“ Atli Viðar lét þó ekki segjast og taldi aðstoðardómarann hafa tekið rétta ákvörðun þar sem hann var ekki í mynd. „Stundum ertu of nálægt þessu, ég hef séð það oft hjá dómurum. Þeir eru of nálægt hlutunum,“ sagði Gummi jafnframt en umræðuna sem og klippur af mörkunum, þar á meðal því sem fékk ekki að standa, má sjá í spilaranum ofar í fréttinni. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KR Stúkan Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Fleiri fréttir Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Sjá meira
Táningurinn skoraði þrennu en Stúkan er handviss um að þau hafi átt að vera fjögur en það fjórða var dæmt af þar sem boltinn var talinn hafa farið út af vellinum í fyrirgjöfinni sem endaði á enni framherjans öfluga. Eftir að Baldur Sigurðsson hafði rætt fyrsta mark leiksins, sem Hinrik Harðarson skoraði fyrir gestina, snerist umræðan að Benóný Breka Andréssyni og mörkunum hans þremur. „Það sem gerist í kjölfarið er að Skagamenn smituðust af ruglinu og þeir tóku varnarleikinn niður á næsta stig. Sjáum mörkin sem KR skorar, þessi þrenna hjá Benóný Breka – þetta er allt einhvern veginn að þeir eru að dekka illa,“ sagði Baldur og heldur áfram. „Þetta er ólíkt Skaganum, hafa verið öflugir í sínum varnarleik og ekki verið að fá á sig svona mörk. Þetta bara drap Skagamenn,“ bætti Baldur við áður en Atli Viðar Björnsson fékk orðið. Jón Gísli Eyland Gíslason tekur innkast.Vísir/Viktor Freyr „Varnarfærslurnar þeirra hafa verið í lagi en í sérstaklega fyrsta markinu, hvernig Benóný Breki getur valsað af nærstöng yfir á fjær án þess að nokkrum detti í hug að dekka hann.“ „Mér finnst hreyfingin hjá Benóný Breka í þriðja markinu algjört gull, hvernig hann þykist ætla að fara á nærstöng fram fyrir Oliver Stefánsson og laumar sér svo á fjær. Frábær hreyfing.“ „Að sama skapi vel gert, við vitum að Benóný Breki getur þetta og Aron (Sigurðsson) öflugur. Við höfum verið að kalla eftir þessu og þeir stóðu sig svo sannarlega vel í þessum leik,“ sagði Baldur einnig. Aron átti góðan leik.Vísir/Viktor Freyr Markið sem var dæmt af „Aðstoðardómarinn hlýtur að meta það þannig að boltinn hafi farið aftur fyrir í fyrirgjöfinni og þaðan aftur inn á því hann er ekki kominn aftur fyrir þarna (Þegar Luke Rae spyrnir boltanum),“ sagði Gummi Ben um það sem hefði átt að vera fjórða mark KR í leiknum. „Ég dúxaði ekki í öllum eðlisfræðiáföngunum en ég fullyrði það samkvæmt minni eðlisfræði er þetta nánast ekki möguleiki úr þessari fyrirgjöf. Ef þú nærð boltanum í sveig út fyrir völlinn og svo út fyrir markteiginn þar sem hann er skallaður í markið þá ertu undrabarn, og Luke Rae er ekki undrabarn,“ bætti Gummi við. Luke Rae í leiknum.Vísir/Viktor Freyr Atli Viðar var þó ekki sammála þar sem aðstoðardómarinn var ekki í mynd og því ómögulegt að vita hvar hann stóð þegar boltanum var spyrnt. „Það bendir til þess að hann er alveg út við hornfána. Ég er til í að leyfa honum að njóta vafans þar sem hann er í bestu mögulegu stöðunni til að sjá þetta,“ sagði Atli Viðar og var því ósammála bæði Gumma og Baldri. „Byrjar þetta aftur, að sleikja upp aðstoðardómara,“ skaut Gummi á Atla Viðar. „Boltinn fer bara svo langt út. Ef hann skallar þetta inn í markteig á fjær þá finnst mér þetta mögulegt,“ sagði Baldur en fékk í raun ekki að klára því Gummi benti á að Baldur, sem væri nú verkfræðingur, væri sammála sér. „Það gefur mér byr undir báða vængi að verkfræðingurinn taki undir með mér.“ Klippa: Stúkan: „Gefur mér byr undir báða vængi að verkfræðingurinn taki undir með mér.“ Atli Viðar lét þó ekki segjast og taldi aðstoðardómarann hafa tekið rétta ákvörðun þar sem hann var ekki í mynd. „Stundum ertu of nálægt þessu, ég hef séð það oft hjá dómurum. Þeir eru of nálægt hlutunum,“ sagði Gummi jafnframt en umræðuna sem og klippur af mörkunum, þar á meðal því sem fékk ekki að standa, má sjá í spilaranum ofar í fréttinni.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KR Stúkan Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Fleiri fréttir Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti