„Við þurfum að læra af öðrum þjóðum“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 2. september 2024 22:03 Mynd úr safni. Vísir/Vilhelm Hlynur Snorrason, formaður félags yfirlögregluþjóna, segir það ekki of seint að bregðast við ógnvænlegri þróun þar sem ungmenni beita vopnum í auknum mæli og að allt samfélagið þurfi að leggjast á eitt til að sporna gegn þessu. Mikilvægt sé að draga lærdóm frá öðrum þjóðum. „Það er allt samfélagið sem þarf að bregðast við, landsmenn allir. Þetta er ekki einkamál starfsfólks skólanna, lögreglunnar dyravarða eða annara,“ sagði Hlynur í samtali við fréttastofu í kvöldfréttum. Mikið hefur verið fjallað um aukin vopnaburð ungmenna undanfarið eftir að sautján ára stúlka lést eftir stunguárás á Skúlagötu á Menningarnótt. Má ekki vera eðlilegt Spurður hvort að það þurfi að grípa til einhvers konar átaks til að koma í veg fyrir að enn fleiri börn beri með sér vopn segir Hlynur ekki vita til þess hvernig átak það ætti að vera. „Það er alveg ljóst að það þarf að snúa þróuninni við og þetta má ekki vera eðlilegt að fólk taki með sér hnífa í skóla eða út á lífið. Þetta er orðin grafalvarleg staða sem við þurfum öll að bregðast við. Þetta er ekki einkamál lögreglunnar, þetta er ekki einkamál heimilanna eða skólanna. Þetta er mál alls samfélagsins. Ísland þarf að breyta þessari þróun.“ Verðum að læra af öðrum þjóðum Að mati Hlyns er það mikilvægt að auka sýnileika löggæslumanna til að auka varnaðaráhrifin gegn vopnaburði. Hann bendir á að verið sé að vinna að því að fjölga lögreglumönnum og að Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra sé að tala fyrir því. „Það er alls ekki orðið of seint. Við höfum séð þessa þróun gerast út í heimi á undanförnum árum. Nú er þetta að gerast hér í þessum aukna mæli. Við þurfum að læra af öðrum þjóðum og jafnvel að finna okkar eigin aðferð til að bregðast við.“ Lögreglumál Stunguárás við Skúlagötu Ofbeldi gegn börnum Vopnaburður barna og ungmenna Ofbeldi barna Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Sjá meira
„Það er allt samfélagið sem þarf að bregðast við, landsmenn allir. Þetta er ekki einkamál starfsfólks skólanna, lögreglunnar dyravarða eða annara,“ sagði Hlynur í samtali við fréttastofu í kvöldfréttum. Mikið hefur verið fjallað um aukin vopnaburð ungmenna undanfarið eftir að sautján ára stúlka lést eftir stunguárás á Skúlagötu á Menningarnótt. Má ekki vera eðlilegt Spurður hvort að það þurfi að grípa til einhvers konar átaks til að koma í veg fyrir að enn fleiri börn beri með sér vopn segir Hlynur ekki vita til þess hvernig átak það ætti að vera. „Það er alveg ljóst að það þarf að snúa þróuninni við og þetta má ekki vera eðlilegt að fólk taki með sér hnífa í skóla eða út á lífið. Þetta er orðin grafalvarleg staða sem við þurfum öll að bregðast við. Þetta er ekki einkamál lögreglunnar, þetta er ekki einkamál heimilanna eða skólanna. Þetta er mál alls samfélagsins. Ísland þarf að breyta þessari þróun.“ Verðum að læra af öðrum þjóðum Að mati Hlyns er það mikilvægt að auka sýnileika löggæslumanna til að auka varnaðaráhrifin gegn vopnaburði. Hann bendir á að verið sé að vinna að því að fjölga lögreglumönnum og að Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra sé að tala fyrir því. „Það er alls ekki orðið of seint. Við höfum séð þessa þróun gerast út í heimi á undanförnum árum. Nú er þetta að gerast hér í þessum aukna mæli. Við þurfum að læra af öðrum þjóðum og jafnvel að finna okkar eigin aðferð til að bregðast við.“
Lögreglumál Stunguárás við Skúlagötu Ofbeldi gegn börnum Vopnaburður barna og ungmenna Ofbeldi barna Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Sjá meira