Áskorun til landlæknis Auðbjörg Reynisdóttir skrifar 2. september 2024 12:02 Ég er ein þeirra sem hef stutt náinn ættingja í erfiðum veikindum í mörg ár og sé með eigin augum breytingar á gæðum heilbrigðisþjónustunnar. Á þessu ári varð ég vör við verulega hnignun í hjúkrun hans. Óvönduð umönnun á háskólasjúkrahúsi er upphafið að þessari áskorun. Ítrekuð samskipta vandamál yfir í hreina vanrækslu voru daglegt brauð. Álagi var kennt um og sömu vandamálin endurtóku sig aftur og aftur. Klárlega versnandi gæði og minna öryggi sem ég hef grun um að sé að smitast út um allt heilbrigðiskerfið. Við reyndum að láta starfsmenn vita en þeir fullyrtu að ekki væri ástæða til að skrá atvik. Þegar ég fann engan hjúkrunarfræðing á deildinni sem hafði yfirsýn og fylgdist með meðferð viðkomandi varð mér verulega brugðið. „Við höfum ekkert svoleiðis“ var svarið þegar ég spurði hver væri hans ábyrgi hjúkrunarfræðingur. Ábyrgur læknir hafði ekki áhuga á að ræða vandamál í hjúkrun hans og enginn hjúkrunarfræðingur sat fjölskyldufundi yfir 2ja mánaða tímabil. Þegar ég sé aðsteðjandi hættu, háskalegar aðferðir sem ég veit að hafa skaðaða aðra verð ég að hækka röddina. Hver tekur við þeirri ábendingu og sannfærir okkur um að þetta verði lagfært? Hvað get ég gert án þess að eyða dýrmætri orku í kvörtun til Embættis landlæknis og bíða í 2-5 ár eftir niðurstöðu? Jú, ég sendi inn skriflega kvörtun á deildarstjóra, á athugasemdagátt spítalans með afrit til gæðadeildar og framkvæmdastjóra hjúkrunar. Ég var ekki tilbúin að taka hefðbundinni þögn. Sem betur fer svaraði framkvæmdastjóri hjúkrunar. Í samtali við hann sagði hann að það væri „erfitt að koma þessu hlutverki fyrir eftir breytingar á vaktaskipulagi í tengslum við styttingu vinnuvikunnar.“ Þetta er þá ekki bara á þessari einu deild heldur víðar. Ég skora á landlækni að: A. Greina hversu stór hluti sjúklinga á legu og hjúkrunardeildum landsins hafa skráðan ábyrgan hjúkrunarfræðing og ábyrgan lækni?(ábyrgur sjúkraliði í sumum tilfellum er alveg jafn mikilvægt). B. Fylgja því eftir að hlutverk þessi verði til staðar áfram til að tryggja öryggi sjúklinga. Sjúklingur á hafi einhvern sem hefur yfirsýn, tryggir að meðferð sé eins og hún á að vera og sér til þess að sjúkraskráin sé færð með viðunandi hætti. Sjúklingur á rétt á þessum upplýsingum og þá veit hann einnig hvert hann á að leita þegar eitthvað fer úrskeiðis. Dómstólar líta skort á faglegri ábyrgð alvarlegum augum, Í niðurstöðum Héraðsdóms Reykjavíkur 23. september 2020 (mál nr. E-260/2019) kemur fram að ekki var skráður ábyrgur læknir, það átti stóran þátt í að maður lét lífið eftir skurðaðgerð. Sama hlýtur að gilda um ábyrgð hjúkrunarfræðinga. Fölskyldunni voru dæmdar bætur. Við verðum að læra af sögum eins og þessari og endurtaka ekki aftur sömu mistökin. Þar sem hlutverkið „ábyrgur hjúkrunarfræðingur“ er greinilega á undanhaldi þarf að skýra hver ber ábyrgð á þeim verkefnum. Ég á erfitt með að sjá að ábyrgur læknir eða aðstandendur taki það að sér. Ef flaggskip heilbrigðiskerfisins er á þessari hættulegu vegferð ætti að meta hvernig staðan er á landinu öllu. Ég óska eftir upplýsingum um hvert annað ég gæti beint þessari áskorun ef þetta er ekki hlutverk embættisins. Alla vega þarf að fylgjast með þessari neikvæðu en hljóðlátu þróun og stýra í rétta átt áður en illa fer. Á meðan staða þessi er óljós vil ég hvetja alla sjúklinga og aðstandendur þeirra sem eru inni á sjúkrastofnunum að kynna sér hver er skráður ábyrgur læknir og ábyrgur hjúkrunarfræðingur. Það er skylda samkvæmt fyrirmælum landlæknis um lágmarksskráningu sjúkraskrár. Við sem notendur verðum að fylgja því eftir að réttur okkar sé virtur af sérfræðingum kerfisins. Góð og örugg þjónusta verður til í samstarfi milli sjúklings og starfsmanna þegar þjónustan er veitt, ekki í fundarherbergjum stjórnenda eða embættismanna. Það er þetta samstarf sem þarf að efla. Virðingarfyllst, Auðbjörg Reynisdóttir hjúkrunarfræðingur, MBA. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Lítil breyting sem getur skipt sköpum! Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Ég er ein þeirra sem hef stutt náinn ættingja í erfiðum veikindum í mörg ár og sé með eigin augum breytingar á gæðum heilbrigðisþjónustunnar. Á þessu ári varð ég vör við verulega hnignun í hjúkrun hans. Óvönduð umönnun á háskólasjúkrahúsi er upphafið að þessari áskorun. Ítrekuð samskipta vandamál yfir í hreina vanrækslu voru daglegt brauð. Álagi var kennt um og sömu vandamálin endurtóku sig aftur og aftur. Klárlega versnandi gæði og minna öryggi sem ég hef grun um að sé að smitast út um allt heilbrigðiskerfið. Við reyndum að láta starfsmenn vita en þeir fullyrtu að ekki væri ástæða til að skrá atvik. Þegar ég fann engan hjúkrunarfræðing á deildinni sem hafði yfirsýn og fylgdist með meðferð viðkomandi varð mér verulega brugðið. „Við höfum ekkert svoleiðis“ var svarið þegar ég spurði hver væri hans ábyrgi hjúkrunarfræðingur. Ábyrgur læknir hafði ekki áhuga á að ræða vandamál í hjúkrun hans og enginn hjúkrunarfræðingur sat fjölskyldufundi yfir 2ja mánaða tímabil. Þegar ég sé aðsteðjandi hættu, háskalegar aðferðir sem ég veit að hafa skaðaða aðra verð ég að hækka röddina. Hver tekur við þeirri ábendingu og sannfærir okkur um að þetta verði lagfært? Hvað get ég gert án þess að eyða dýrmætri orku í kvörtun til Embættis landlæknis og bíða í 2-5 ár eftir niðurstöðu? Jú, ég sendi inn skriflega kvörtun á deildarstjóra, á athugasemdagátt spítalans með afrit til gæðadeildar og framkvæmdastjóra hjúkrunar. Ég var ekki tilbúin að taka hefðbundinni þögn. Sem betur fer svaraði framkvæmdastjóri hjúkrunar. Í samtali við hann sagði hann að það væri „erfitt að koma þessu hlutverki fyrir eftir breytingar á vaktaskipulagi í tengslum við styttingu vinnuvikunnar.“ Þetta er þá ekki bara á þessari einu deild heldur víðar. Ég skora á landlækni að: A. Greina hversu stór hluti sjúklinga á legu og hjúkrunardeildum landsins hafa skráðan ábyrgan hjúkrunarfræðing og ábyrgan lækni?(ábyrgur sjúkraliði í sumum tilfellum er alveg jafn mikilvægt). B. Fylgja því eftir að hlutverk þessi verði til staðar áfram til að tryggja öryggi sjúklinga. Sjúklingur á hafi einhvern sem hefur yfirsýn, tryggir að meðferð sé eins og hún á að vera og sér til þess að sjúkraskráin sé færð með viðunandi hætti. Sjúklingur á rétt á þessum upplýsingum og þá veit hann einnig hvert hann á að leita þegar eitthvað fer úrskeiðis. Dómstólar líta skort á faglegri ábyrgð alvarlegum augum, Í niðurstöðum Héraðsdóms Reykjavíkur 23. september 2020 (mál nr. E-260/2019) kemur fram að ekki var skráður ábyrgur læknir, það átti stóran þátt í að maður lét lífið eftir skurðaðgerð. Sama hlýtur að gilda um ábyrgð hjúkrunarfræðinga. Fölskyldunni voru dæmdar bætur. Við verðum að læra af sögum eins og þessari og endurtaka ekki aftur sömu mistökin. Þar sem hlutverkið „ábyrgur hjúkrunarfræðingur“ er greinilega á undanhaldi þarf að skýra hver ber ábyrgð á þeim verkefnum. Ég á erfitt með að sjá að ábyrgur læknir eða aðstandendur taki það að sér. Ef flaggskip heilbrigðiskerfisins er á þessari hættulegu vegferð ætti að meta hvernig staðan er á landinu öllu. Ég óska eftir upplýsingum um hvert annað ég gæti beint þessari áskorun ef þetta er ekki hlutverk embættisins. Alla vega þarf að fylgjast með þessari neikvæðu en hljóðlátu þróun og stýra í rétta átt áður en illa fer. Á meðan staða þessi er óljós vil ég hvetja alla sjúklinga og aðstandendur þeirra sem eru inni á sjúkrastofnunum að kynna sér hver er skráður ábyrgur læknir og ábyrgur hjúkrunarfræðingur. Það er skylda samkvæmt fyrirmælum landlæknis um lágmarksskráningu sjúkraskrár. Við sem notendur verðum að fylgja því eftir að réttur okkar sé virtur af sérfræðingum kerfisins. Góð og örugg þjónusta verður til í samstarfi milli sjúklings og starfsmanna þegar þjónustan er veitt, ekki í fundarherbergjum stjórnenda eða embættismanna. Það er þetta samstarf sem þarf að efla. Virðingarfyllst, Auðbjörg Reynisdóttir hjúkrunarfræðingur, MBA.
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar
Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun