Þetta kemur fram í tilkynningu sem birtist á vef Matvælastofnunar í dag.
Í ljós kom að barki sem notaður er við flutning seiða frá landeldisstöð og út i brunnbát hafði farið í sundur á þilfari bátsins. „Atburðurinn uppgötvaðist kl. 13:47 á sömu stundu og óhappið varð. Lekinn var stöðvaður strax. Ljóst er að allt að 300 sjógönguhæf laxaseiði fóru í sjóinn. Starfsmenn Kaldvíkur brugðust við samkvæmt viðbragðsáætlun og lögðu út net. Ekkert veiddist í netin eftir 13 tíma,” segir í tilkynningu MAST.